Fréttablaðið - 19.12.2011, Síða 6
19. desember 2011 MÁNUDAGUR6
VIÐSKIPTI Danska byggingavörukeðj-
an Bygma A/S mun ganga frá kaup-
um á Húsasmiðjunni í byrjun þess-
arar viku. Heimildir Fréttablaðsins
herma að náðst hafi samkomulag
milli Framtakssjóðs Íslands (FSÍ)
og dönsku kaupendanna um þá nið-
urstöðu.
Húsasmiðjan var auglýst til sölu
í ágúst síðastliðnum. Alls skiluðu
tólf inn óskuldbindandi tilboðum
og fimm skuldbindandi tilboðum
skömmu síðar. Í byrjun nóvember
var síðan ákveðið að ganga til við-
ræðna við hæstbjóðanda, Bygma
A/S.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins voru viðræður langt komn-
ar þegar tilkynning um endurálagn-
ingu skatta upp á meira en hálfan
milljarð króna barst frá Ríkisskatt-
stjóra. Ástæða endurálagningar-
innar var að fyrri eigendur Húsa-
smiðjunnar nýttu vaxtagreiðslur af
lánum sem notuð voru til að kaupa
fyrirtækið til skattafrádráttar. Rík-
isskattstjóri telur slíkt ekki heimilt.
Húsasmiðjan hefur mótmælt end-
urálagningunni.
Í síðustu viku tókst að ná sam-
komulagi milli Bygma og FSÍ um
hvernig tekist verður á við endurá-
lagninguna verði hún að veruleika.
Í kjölfarið var hægt að ganga frá
kaupunum.
Ástæðu endurálagningarinnar
má rekja til þess þegar félag í eigu
Árna Haukssonar og Hallbjörns
Karlssonar keypti Húsasmiðjuna
sumarið 2002 ásamt Baugi Group,
fjárfestingafélagi í meirihlutaeigu
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjöl-
skyldu. Kaupin fóru fram í gegnum
nýstofnað félag sem fékk nafn-
ið Eignarhaldsfélag Húsasmiðj-
unnar ehf. Árni og Hallbjörn áttu
55% hlut í félaginu en Baugur 45%.
Kaupverðið á Húsasmiðjunni var
um 5,3 milljarðar króna og var að
langmestu leyti tekið að láni. Í byrj-
un árs 2004 var Eignarhaldsfélag
Húsasmiðjunnar síðan sameinað
rekstrarfyrirtækinu Húsasmiðjan
hf. Í samrunaáætlun kom fram að
„við sameininguna renna allar eign-
ir, skuldir og skuldbindingar Eign-
arhaldsfélags Húsasmiðjunnar ehf.
inn í Húsasmiðjuna hf.“. Því voru
lánin sem eigendahópurinn tók árið
2002 nú orðin lán Húsasmiðjunnar.
Við það hækkuðu skuldir Húsa-
smiðjunnar um 4,3 milljarða króna.
Snemma árs 2005 seldu Árni og
Hallbjörn síðan eignarhluta sinn í
Húsasmiðjunni til nýstofnaðs félags
í eigu Baugs, Saxbygg og Fjárfest-
ingafélagsins Primus, sem var í
eigu Hannesar Smárasonar. Það
félag fékk sama nafn og félagið,
sem áður hafði verið rennt saman
við Húsasmiðjuna, Eignarhalds-
félag Húsasmiðjunnar ehf.
Síðan var sami leikurinn leik-
inn aftur. Í mars 2006 var Eign-
arhaldsfélag Húsasmiðjunnar og
dótturfélög þess sameinuð Húsa-
smiðjunni hf. með öllum eignum og
skuldum. Sameiningin miðaði við 1.
júní 2005. Við það hækkuðu skuldir
Húsasmiðjunnar um 2,8 milljarða
króna. Samtals hækkuðu skuldir
fyrirtækisins því um 7,1 milljarð
króna vegna skuldsettra yfirtakna
fyrrum eigenda. Landsbankinn
breytti samtals 11,2 milljörðum
króna af skuldum Húsasmiðjunn-
ar í nýtt hlutafé áður en bankinn
seldi fyrirtækið til Framtakssjóðs-
ins. Skuldir Húsasmiðjunnar í dag
eftir þær niðurfærslur eru rúmlega
2,5 milljarðar króna.
thordur@frettabladid.is
Við tökum gamla
rúmið upp í nýtt
Hästens eru umhverfisvæn sænsk hágæðarúm sem hafa
verið framleidd frá árinu 1852. Komdu og finndu muninn.
Dæmi: Marquis 160 x 200:
Fullt verð: 616.740 kr
Gamla rúmið: -123.350 kr
Nú: 493.390 kr
Hästens | Grensásvegi 3 | Sími 581 1006
HOLLAND Mörg þúsund hollenskra
barna hafa verið beitt kynferðis-
legu ofbeldi í kaþólskum stofn-
unum frá 1945. Kirkjan greip
ekki til nægra aðgerða til þess
að koma í veg fyrir ofbeldið, að
því er kemur fram í nýrri skýrslu
óháðrar rannsóknarnefndar.
Eftir að hafa lagt spurning-
ar fyrir 34 þúsund einstaklinga
dregur nefndin þá ályktun að
fimmta hvert barn, sem haft
hefur tengsl við kaþólska stofnun,
hafi verið beitt kynferðislegu
ofbeldi. Kaþólska kirkjan í Hol-
landi hefur ákveðið að greiða
fórnarlömbunum bætur. -ibs
Kaþólsk börn í Hollandi:
Mörg þúsund
beitt ofbeldi
SVEITARSTJÓRNARMÁL Stefnt er
að útgáfu Sögu Garðabæjar á
árinu 2013. Bæjarstjóri Garða-
bæjar skrifaði á fimmtudag undir
samning við Bókaútgáfuna Opnu
um að búa bókina til útgáfu.
Steinar J. Lúðvíksson hefur
unnið að ritun sögunnar fyrir
Garðabæ undanfarin ár en hann
afhenti í vikunni forseta bæjar-
stjórnar Garðabæjar handrit að
verkinu upp á hátt í 3.000 blað-
síður, að því er fram kemur á
vef bæjarfélagsins. „Samkvæmt
samningnum sér Opna um for-
lagsritstjórn verksins,“ segir þar
jafnframt. Áætluð verklok sam-
kvæmt samningnum eru 31. des-
ember 2012. - óká
Saga Garðabæjar kemur út:
Handritið hátt í
3.000 blaðsíður
Bygma er að ganga frá
kaupum á Húsasmiðjunni
Verið er að ganga frá kaupum á Húsasmiðjunni. Kaupandinn er danska byggingavörukeðjan Bygma. Ríkis-
skattstjóri vill hundruð milljóna frá fyrirtækinu. Hann telur skattafrádrátt ekki hafa verið heimilaðan.
HÚSASMIÐJAN Endurálagning Ríkisskattstjóra vegna skuldsettra yfirtakna fyrrum
eigenda fyrirtækisins setti stórt strik í reikninginn í söluferlinu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Bygma A/S er stærsta byggingavörukeðja Danmerkur. Um 1.350 manns
vinna hjá félaginu og það rekur um 50 sölustaði í Danmörku, Svíþjóð og
Færeyjum. Félagið var stofnað árið 1952 og hefur heitið Bygma frá árinu
1992.
Félagið hefur verið í töluverðum ytri vexti á síðustu árum, sérstaklega í
Svíþjóð. Viðskiptablaðið greindi frá því í nóvember að Bygma hefði reynt
að kaupa Húsasmiðjuna af Landsbankanum haustið 2009. Um óformlegt
tilboð var að ræða sem ekki var tekið til greina, þar sem til stóð að selja
fyrirtækið í gegnsæju ferli. Landsbankinn seldi Húsasmiðjuna síðan til Fram-
takssjóðs Íslands (FSÍ) án þess að fyrirtækið væri boðið út. FSÍ er síðan að
selja Húsasmiðjuna til Bygma eftir að hún var auglýst til sölu í ágúst.
Bygma í Danmörku, Svíþjóð og Færeyjum
Á að draga til baka ákæru á
hendur Geir H. Haarde fyrir
landsdómi?
JÁ 52%
NEI 48%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Er vírusvörn og eldveggur í
tölvunni þinni?
Segðu þína skoðun á visir.is
Tölfræði Orkuveitu Reykjavíkur um vanskil og lokanir er um margt fróðleg í samhengi við hrunið:
Breytt verklag skilar mun betri innheimtu
FJÁRMÁL Breyttar aðferðir þjón-
ustusviðs Orkuveitu Reykjavík-
ur við innheimtu reikninga eru
að skila þeim árangri að þeim til-
vikum, þar sem grípa þarf til lok-
ana, fækkar um meira en helm-
ing. Þetta gerist þrátt fyrir að fólk
hafi almennt úr minna fé að spila.
Á myndinni hér að neðan má sjá
hvernig fjöldi lokana hjá einstak-
lingum og fyrirtækjum hefur þró-
ast síðustu ár.
Skúli Skúlason, framkvæmda-
stjóri Þjónustusviðs Orkuveitunn-
ar, segir að verklag við innheimtu
hafi breyst mikið á umliðnum
árum. Fækkun lokana á árunum
eftir 2005 megi rekja til bætts
verklags, aukinna samskipta við
viðskiptavini sem greiðslufall hafi
orðið hjá og aukins fyrirsjáanleika
lokunaraðgerða Orkuveitunnar.
Tölfræðin eftir 2005 er líka
athyglisverð í samhengi við
hrunið. Greinilegur vandi fólks og
fyrirtækja kemur fram árin 2009
og 2010. Hins vegar vekur ekki
síður athygli hversu vel fólk stend-
ur í skilum á árinu sem er að líða,
hverjar sem skýringarnar svo eru
á því til viðbótar við breytt verk-
lag OR. - shá
Fjöldi lokana hjá OR
vegna ógreiddra orkureikninga. Einstaklingar og fyrirtæki
2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
4.000
3.000
2.000
1.000
0 HEIMILD: OR
Undir áhrifum fíkniefna
Ökumaður var stöðvaður vegna gruns
um akstur undir áhrifum fíkniefna í
Fjallabyggð um helgina. Gerð voru
upptæk fáein grömm af kannabis-
efnum. Þá ók ungur ökumaður út af
veginum milli Dalvíkur og Akureyrar.
LÖGREGLUFRÉTTIR
KJÖRKASSINN