Morgunblaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Jim Smart Hrefnubak Nákvæmlega svona mikið sá ég af hrefnunni. Merkilegt með eigin augum. fróðleik um hvali. Það gerðist þó lítið og ég hætti að skima, dáðist bara að sjónum og birtuskilyrðunum. Hvalahvísl og söngur Ég og Hugrún systir mín, sem kom með mér í ferðina, ræddum hvort ekki væru til einhverskonar hvalahvíslarar, næmar manneskjur sem gætu kallað til sín hvalina með því að herma eftir söng þeirra. Þar sem enginn slíkur var um borð reyndum við að framkalla hvalahljóð og tókum svo smá-hvaladans en kalli okkar var ekki svarað, ekkert sást nema úfinn sjórinn. Hvalaskoðun er ekki fyrir óþolinmóða og var ég farin að telja skýin til að drepa tímann. Skyndilega gerðist eitthvað, skipstjórinn sagðist hafa séð hval í nokkurri fjarlægð og var allt gefið í botn og brunað þangað. Þar ruggaði báturinn sér og allir stóðu spenntir við borðstokkinn með augun upp- glennt. Allt í einu sást bak á hrefnu koma upp á yfirborðið, „aaaaa“ og „vvvááá“ heyrðist í farþegunum sem smelltu af sem óðir væru. Mér létti óstjórnlega mikið og brosti út í blá- inn, loksins. Við vorum á þessu svæði í nokkurn tíma og sáum hrefnu kíkja með bakið og bakugg- ann reglulega upp úr. Hrefnan hefði líklega sýnt fleiri kúnstir hefði hún vitað hvað mörg augu hvíldu á henni en tveir aðrir hvalaskoðunarbátar voru á svæðinu. Það var miklu skemmtilegra en ég hélt að sjá hval með eigin augum, sýn sem ég hef ekki séð áður og mun líklega ekki oft sjá aftur. Eftir að við vorum búin að glápa á hrefnuna í nokkurn tíma var haldið aftur til hafnar. Það var kærkomið að stíga á land eftir þessa tveggja tíma sjóferð og gaman að geta sagst hafa séð hval. Annars hefði það ekki skipt öllu máli fyrir mig, það var bara ánægjulegt og hressandi fyrir land- krabbann að fara aðeins út á sjó, hvalur eða ekki hvalur. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010 Offita er stærsta heilsufarsvanda- málið í heiminum í dag og eykst tíðni hennar á miklum hraða. Það standa fáir jafn illa og Bandaríkjamenn í þessum málum þrátt fyrir mikla bar- áttu ríkisstjórnarinnar og annarra áhyggjufullra aðila þar í landi. Samkvæmt ABC-fréttastofunni hefur sú vinna ekki skilað tilsettum árangri þar sem ekkert ríki í Banda- ríkjunum hefur náð tilsettu markmiði ríkistjórnarinnar, þ.e. að ná prósentu- tölu íbúa sinna sem þjást af offitu niður í 15%. Í dag glíma 30% íbúa níu ríkja við offitu, en það eru Missouri, Kentucky, Vestur-Virginia, Tennessee, Ark- ansas, Oklahoma, Louisiana, Miss- issippi, and Alabama. Árið 2007 náðu einungis þrjú ríki þessari prósentutölu, en hana var ekki að finna í neinu ríki fyrir tíu ár- um. Mississippi-ríki stendur einna verst, þar sem 34% teljast til ak- feitra, en ástandið er einna best í Colorado og Columbia. Það sem hefur vakið áhuga vís- indamanna er að offitu er frekar að finna hjá ákveðnum hópum. Til að mynda glímir fólk sem ættað er frá Rómönsku-Ameríku síður við offitu en aðrir kynþættir. Þá eru þeir sem ekki hafa lokið menntaskóla líklegri til að þjást af offitu en kollegar þeirra sem útskrifast. Landfræðileg staðsetning á einnig að hafa áhrif, en þeir sem búa hátt yfir sjávarmáli þykja í góðu formi þar sem þeir þurfa á meiri orku að halda en aðrir. Heilsa Reuters Hlaupið og hlaupið Bandaríkjamenn þurfa á meiri hreyfingu að halda. Bandaríkjamenn fitna hratt in. Teppapeysan er mjög hlý, hún er prjónuð úr eingirni og stingur ekki þar sem ullin er burstuð.“ Kristín og Ingibjörg verða með teppapeysuna til sýnis á Handverkssýningunni í Hrafnagili nú um helgina, í Krambúðinni. Koffort er með heimasíðuna www.koffort.is og einnig er hægt að finna það á Facebook undir Koffort lopavörur. Sniðug Pokinn er hengdur upp og þá verður þetta að fínni lopapeysu. Hrefna er sjávarspendýr af ætt reyðarhvala. Hún er næst- minnsta tegund skíðishvala og sú minnsta sem heldur sig á norðurhveli. Kvendýr og karldýr eru að meðaltali 6,9 og 7,4 m löng við kynþroska sem verður þegar dýrin ná 5-8 ára aldri. Hrefnur lifa venjulega í 30-50 ár en geta orðið 60 ára. Bak, horn og blástursop sjást strax þegar hrefna kemur upp á yfirborðið til að anda. Þær eiga til að koma upp úr djúpinu á mikilli ferð og stökkva skyndilega upp úr sjón- um. Hrefnan blæs 3-5 sinnum milli djúpkafana og stingur sér síðan í djúpið. Hún getur verið allt að 20 mínútur í kafi og há- markshraði hennar á sundi er áætlaður 20-30 km/klst. Hrefna getur orðið 60 ára AF WIKIPEDÍU Daglegt líf 11 STYRKIR VERÐA VEITTIR TIL BARNA Á ALDRINUM 6–16 ÁRA Ferðasjóður Vildarbarna er sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina félagsins til að gera langveikum börnum og fjölskyldum þeirra, og börnum sem búa við sérstakar aðstæður vegna veikinda, kleift að ferðast. Ferðasjóður Vildarbarna hefur gert yfir 250 börnum og fjölskyldum þeirra mögulegt að fara í ógleymanlega og uppbyggjandi fjölskylduferð. Verndari Vildarbarna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Umsóknarfresturinn er til 1. september 2010. Úthlutað verður úr sjóðnum fyrsta vetrardag 23. október 2010. Þeir umsækjendur sem ekki hafa fengið úthlutað úr sjóðnum áður ganga fyrir. + Umsóknareyðublöð eru á www.vildarborn.is UMSÓKNIR UM FERÐASTYRKI VILDARBARNA ICELANDAIR ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 51 00 2 08 /1 0 Vildarbörn Icelandair

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.