Morgunblaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010 Atvikin höguðu því svo að fyrir réttum fimm árum endurnýj- uðust kynni mín af frændfólki mínu í Svartárkoti. Fram að því hafði Tryggvi í Svartárkoti verið einn af þessum skemmtilegu frændum úr Bárðardal sem maður sá alltof sjaldan. Í huga mínum hafði alltaf leikið nokkur dýrðarljómi um þennan afskekkta stað við mörk mannabyggðar og hrjóstrugra óbyggða og mér fannst gaman að vera ættaður þaðan. Ég dáðist líka að því að þau skyldu halda tryggð við staðinn á tímum þegar afskekkt- ar byggðir leggjast í eyði. Það hefur verið ánægjulegt að vinna að samstarfi fræðimanna úr Reykjavík og Svartárkotsfólks, við að byggja upp nýstárlega starfsemi þar sem reynt er að sá fræjum og nema ný lönd í heimi fræða og ferða- mennsku. Tryggvi og Elín gáfu með störfum sínum fordæmi og sönnuðu gildi þess að halda svo afskekktum stað í byggð. Búskapur þar er nán- ari náttúruöflunum en víðast ann- arsstaðar og þau héldu sig við lands- ins gæði með landgræðslu og veiði í vatninu eftir að þau létu af hefð- bundnum búskap. Átthagatryggð þeirra hefur geng- ið í arf og brautryðjendastarf yngri kynslóðarinnar er í beinu framhaldi af landgræðslu hinna eldri. Ólíkt stórgróðatrúarbrögðum undanfar- inna áratuga þarf að vinna slík störf af alúð og þolinmæði og afrakstur- inn birtist hægt og sígandi og skilar sér til næstu kynslóða. Þannig er Tryggvi Harðarson ✝ Tryggvi Harð-arson fæddist í Víðikeri í Bárðardal 27. maí 1939. Hann lést 19. júlí 2010 á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Útför Tryggva fór fram í Lund- arbrekkukirkju 30. júlí 2010. það með góðra manna störf og um það orti Stephan G. í frægu kvæði: Og sjálfur bóndinn veit það vel, sem vildi græða kal- inn mel, en hnígur svo að séð ei fær, að sveitin af hans starfi grær. Enginn þeirra ís- lensku og erlendu fræðimanna sem ég þekki hefur verið ósnortinn af heim- sókn í Svartárkot. Nú þarf heims- byggðin að hugsa um lífshætti sína og sambúð við náttúruna. Þess vegna eru staðir eins og Svartárkot svo mikilvægir vegna þess hve ólíkir þeir eru lífi stórborganna. „Þetta er svo góður staður til að hugsa um heiminn,“ sagði kanadískur prófess- or. Tryggvi varð að hníga fyrir illvíg- um sjúkdómi langt fyrir aldur fram en störf hans og minning lifa. Ég sé hann alltaf fyrir mér í köflóttri bóm- ullarskyrtu á gúmmískóm, hlýlegan og hnyttinn í tali, í essinu sínu þegar talið berst að óbyggðaferðum og veiðiskap. „Það er lítið í fljótinu, þetta er ekki nema kattarmiga“ sagði hann þegar hann lagði af stað til að sýna leiðina yfir Hrafnabjarg- arvað. Þrjátíu útlendingar horfðu óttaslegnir á eftir honum þræða vaðið og þokast örugglega yfir á austurbakkann en gátu svo spenntir en óttalausir treyst sínum bílstjór- um til að skila sér yfir vaðið í kjölfar Tryggva. Ég er þakklátur fyrir kynnin af Tryggva í Svartárkoti. Megi þessi leiðsögn hans lifa í störfum okkar. Fyrir hönd fjölskyldu minnar og félaga minna í ReykjavíkurAka- demíunni sendi ég Elínu og stórfjöl- skyldunni í Svartárkoti okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Viðar Hreinsson. Berðu mig þrá sem að hug minn heillar heim þar sem nam ég fyrsta vorsins óm þar vil ég una uns lífsins birtu bregður bros þeirra man er mér gáfu fegurst blóm. Héðan sem hug minn enginn, enginn skilur ætla ég burtu að fylgja barnsins þrá, sem hreif mig heiman frá yndi og æskustöðvum en aldrei mér gaf það sem hjartað þráði að sjá. (Dægurlag ársins 1940.) Móðir svæfir ungan son sinn með söng. Röddin er mjúk og hljómfalleg. Drengurinn er fljótur að róast við sönginn. Hann er hálfnaður með ann- að árið og farinn að skríða og ganga með, en ekki fljótur að sleppa sér al- veg. Amman hefir áhyggjur af því hvað hann er seinn. Svo finnst henni hann daufur til augnanna. „Ætli hann verði eins og Helgi Blundur?“ segir hún í hálfum hljóðum. Helgi Blundur var þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Hann fór víst mjög hægt að öllu. En svo kom hann mönnum á óvart þegar átaka var þörf. Hann var heljar- menni. Tryggvi Harðarson varð ekki eins og Helgi Blundur. Nema hvað hann gat sífellt komið á óvart. Hann gat verið mjög rólegur, en hann var líka heljarmenni. Oftar en einu sinni áttu gangnamenn honum líf að launa. Eins og Vaðbrekkubræðrum í Hrafnkels- dal lærðist honum að lesa í landið. Þekkja hvern stein, hvern skorning, vita alltaf hvar hann var staddur, hvernig sem viðraði. Kannski var hann ekki dæmigerður bóndi, en einstaklega natinn og ná- kvæmur með það sem hann tók sér fyrir hendur. Svo lék hann á harm- óniku sér og öðrum til yndis. En gít- arsóló hans með laginu „Wheels“ stendur upp úr í minningunni. Ástvinum öllum sendum við Geiri einlægar samúðarkveðjur og þökkum samfylgdina. Hjördís Kristjánsdóttir. Mig langar í fáum orðum að kveðja ást- kæran bróður sem varð að lúta í lægra haldi eftir harða bar- áttu við erfið veikindi. Eftir standa fjölmarg- ar minningar um góðan dreng og frábæran félaga. Er það smáhugg- un í miklum harmi fjölskyldunnar sem Ingólfur hélt alla tíð vel utan um og var honum afskaplega mikils virði. Mín minning um Ingólf bróður er öll á góðum nótum ef frá eru talin þau skipti er ég, sem eldri bróðir, var látinn gæta hans. Því það var erfitt fyrir hann, eins rólegur og yf- irvegaður og hann var, að fylgja mér, ærslabelgnum, eftir í mínum leik. Þá þraut oft þolinmæði mína. Aldrei varð ég þó var við að Ing- ólfur erfði þetta við mig og höfum við alla tíð verið miklir vinir, að ég tali nú ekki um hve góðir veiði- félagar við höfum verið. Áhuginn fyrir stangveiðinni er kominn frá föður okkar, sem lést fyrir þremur mánuðum en hann var forfallinn veiðimaður og tók okkur með í margan túrinn. Er ég ekki í vafa um að hann tekur á móti Ingólfi með veiðileyfi í vasa og stöng í hendi. Vona ég að þeir hugsi til mín þegar ég fæ kallið. Ingólfur var ekki bara trúr og tryggur sinni fjölskyldu. Hann hélt alltaf mikilli tryggð við skólafélaga sína, frá fyrri tíð, gamla vinnu- Ingólfur Hjartarson ✝ Ingólfur Hjart-arson fæddist 7. september 1942 á Eyri við Ingólfsfjörð. Hann lést hinn 29. júlí 2010. Útför Ingólfs fór fram 6. ágúst 2010. félaga, veiðifélaga og leikfélaga úr æsku. Ingólfur var bara þannig. Alltaf sama tryggðin, gott til hans að leita og alltaf tilbú- inn að sinna manni. Fyrir þetta þakka ég. Núna síðustu árin naut hann barna- barnanna í ríkum mæli og var ákveðinn í því að njóta samveru þeirra sem mest næstu árin. En svona er víst lífið og enginn veit hvenær kallið kemur. En minn- ingin lifir og það er gott að geta leitað smáhuggunar í henni. Við Ninna vottum þér, Lára mín, og fjölskyldunni allri, okkar innileg- ustu samúð á erfiðri stundu. Hafliði (Haddi). Nýlega var borinn til grafar vinur okkar Ingólfur Hjartarson. Hann var ekki bara vinur heldur yfirmað- ur á ákveðnum tíma ævi okkar. Við vorum starfsmenn hans á lögfræði- stofunni. Aldrei urðum við þó varar við „húsbændur og hjú heilkennið“ í fari hans, heldur mætti hann okkur alltaf á jafnréttisgrunni. Hann var svo innilega laus við hroka og kom fram við alla sem við hann áttu er- indi af virðingu og látleysi. Hann var líka laus við hleypidóma og hann hafði mjög góða nærveru. Margar góðar minningar eigum við frá samskiptum við Ingólf hvort sem það var í vinnu eða utan henn- ar í gleði og gleðskap. Í vinnu var hann hinn mikli mentor sem leið- beindi og kenndi og notaði til þess jákvæða skilyrðingu. Að eiga von á hrósi frá Ingólfi hvatti mann virki- lega til dáða. Hann var mjög kröft- ugur og afkastamikill í starfi og alltaf á miklum hraða. Eitt sinn hafði það þær afleiðingar að ein að- alsamstarfskona hans Lillý, slasað- ist. Þau voru bæði alltaf á sama hraðanum á skrifstofunni og í eitt sinn er hún geystist inn í skrifstof- una til hans, kom hann á sama hraðanum út. Það skipti engum tog- um að Lillý tábrotnaði. Það reynd- ist ekki slæmt og var oft brosað að þessari uppákomu. Hann tók þátt í mörgum saklausum hrekkjum okk- ar starfsfólks hvert við annað og er sterkt í minningunni þegar við sett- um á svið rannsókn á athyglisgáfu þeirra yfirmannanna. Þeir voru tveir karlmennirnir á skrifstofunni og herskari af konum. Við töluðum oft um að það væri alveg greinilegt að þeir horfðu aldrei á okkur nema sem starfsmenn. Til þess að sanna það settum við upp rannsóknina. Einn starfsmaðurinn sat með neon- græna hárkollu megnið af deginum án þess að henni væri gefinn sér- stakur gaumur af hálfu yfirmann- anna. Þarna fengum við sönnun á því sem við höfðum haldið fram. Þessu hafði Ingólfur virkilegan húmor fyrir. Margar góðar starfsmannaferðir voru farnar á starfstíma okkar. Þessar ferðir eru perlur í hafsjó minninganna. Ingólfur og Lára kona hans voru einstök heim að sækja og er heimsókn á Mýrarnar í bústaðinn þeirra ein af þessum perlum. Ákveðinn kvennahópur sem vann hjá Ingólfi hittist reglulega og fyrir tæpum tveimur árum kom Ingólfur í jólahittinginn okkar. Sú samveru- stund var einstaklega gefandi og er gimsteinn sem við munum varðveita og fægja reglulega. Við færum fjöl- skyldu Ingólfs innilegar samúðar- kveðjur, Margrét Gunnars, Svala, Lára, Kolbrún, Inga Þóra, Sigurbjörg, Margrét Vala, Anna Sigríður, Brynhildur. ✝ Við þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar og mágs, ÁGÚSTS SIGURBJÖRNS SIGURÐSSONAR, Kjarrhólma 28, Kópavogi. Systkini og fjölskyldur. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát föður míns og stjúpföður, BJARNA JÓNSSONAR fyrrv. leigubifreiðarstjóra, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Kjarnalundar. Rósa Bjarnadóttir, Guðrún Siguróladóttir og fjölskylda. ✝ Elskulegur bróðir okkar, PÉTUR BJÖRGVINSSON, Hjúkrunarheimilinu Fellsenda, Dalasýslu, sem lést þriðjudaginn 27. júlí, verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 10. ágúst kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda. Anna Dís, Svala, Selma og Margrét Björgvinsdætur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og jarðarfarar, JÓHANNESAR EMILSSONAR, Lundargötu 15, Akureyri. Börn og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, RÓSFRÍÐUR EIÐSDÓTTIR, Helgamagrastræti 27, Akureyri, sem lést á dvalarheimilinu Kjarnalundi, föstudaginn 30. júlí, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 11. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Helgi Ásgrímsson, Kristrún Þórhallsdóttir, Þorvaldur Hallsson, Valgeir Sverrisson, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar, mágkonu og frænku, MAGNÚSÍNU KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR, frá Efri Engidal, Ísafirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki þjónustu- deildar Hlífar og öldrunardeildar Heilbrigðis- stofnunar Ísafjarðar fyrir alúð og góða umönnun. Jón Jóhann Jónsson, Ásta Dóra Egilsdóttir, Halldór Jónsson, Guðný Indriðadóttir, Magdalena Jónsdóttir, Ögmundur Einarsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.