Morgunblaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010
Siglir inn í sólsetrið Glæsisnekkjan Octopus hefur vægast sagt vakið mikla athygli borgarbúa. Nú fer hver að verða síðastur að berja fleyið augum en hermt er að það sigli frá landi eftir helgi.
Jakob Fannar
Á 135. löggjaf-
arþingi fluttu nokkrir
alþingismenn þings-
ályktun um að stofna
skáksetur í Reykjavík
sem helgað yrði ská-
kafrekum stórmeist-
aranna Friðriks Ólafs-
sonar og Bobbys
Fischer.
Þingsályktunin var
samþykkt og send til
ríkisstjórnarinnar sem ályktun Al-
þingis. Menntamálaráðherra var
falið að skipa sérstakan starfshóp
til að útfæra hugmyndina. Málið er
til meðferðar í menntamálaráðu-
neytinu og kemur það í hlut Katr-
ínar Jakobsdóttur ráðherra að full-
vinna þetta stóra mál. Sú var tíð á
Íslandi að allt fólk kunni deili á
Friðrik Ólafssyni stórmeistara,
fylgdist með sigrum hans og ár-
angri í skák. Friðrik var um langt
skeið einn snjallasti skákmaður
veraldar og heimsfrægur sem slík-
ur. Hann varð Íslandsmeistari 17
ára gamall og Norðurlandameistari
18 ára.
Friðrik var útnefndur stórmeist-
ari í skák 1958 rúmlega tvítugur.
Friðrik atti kappi við þá stærstu og
þykja margar viðureignir hans
hrein snilld. Enn teflir Friðrik og
þá þyrpast Íslendingar á skákmót-
in til að fylgjast með þessum af-
reksmanni sínum.
Meistari meistaranna
Róbert James Fischer, betur
þekktur sem Bobby Fischer, varð
heimsmeistari í skák
1972 eftir einvígi ald-
arinnar sem svo hefur
verið nefnt. Þar atti
hann kappi við Boris
Spassky í Reykjavík.
Einvígið var einstakt
um svo margt en einn-
ig var það tengt átök-
um milli stórveldanna
Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna, milli
austurs og vesturs.
Laugardalshöllin var
miðdepill mikilla
átaka, segja má að heimurinn hafi
staðið á öndinni, ekki síst vegna
snilli Fischers og framgöngu hans
og háttalags. Um þetta mikla ein-
vígi hafa verið skrifaðar 150 bæk-
ur. Umfjöllunin er endalaus og hér
á landi varð afraksturinn sá að við
eignuðumst harðsnúna sveit ungra
skákmanna sem juku hróður lands
og þjóðar.
Að ná einvígi aldarinnar hingað
1972 var afrek og þar komu margir
að en nafn Guðmundar G. Þórarins-
sonar, fyrrv. forseta Skák-
sambandsins, er oftast nefnt í því
sambandi. Borgarstjóri og borg-
arstjórn Reykjavíkur var gerandi í
málinu eins og ríkisstjórn landsins
á þeim tíma. Ísland varð stórt nafn
og er oft nefnt vegna þessa atburð-
ar ekkert síður en leiðtogafund-
arins sem haldinn var í Reykjavík í
Höfða fjórtán árum síðar. Það var
þar sem Ronald Reagan forseti
Bandaríkjanna og Gorbatsjov for-
seti Sovétríkjanna felldu tjaldið og
kalda stríðinu lauk í raun, heim-
urinn breyttist í framhaldinu.
Við getum í dag ályktað að skák-
einvígið hafi fært okkur þennan
viðburð og gert þar með Ísland að
ráðstefnulandi og fundarstað á al-
þjóðavettvangi.
Íslendingurinn Bobby Fischer
Bandaríkjamenn áttu Bobby með
húð og hári eftir sigurinn enda var
hann Bandaríkjamaður og hafði
rofið sigurgöngu óvinarins og lagt
rússneska björninn að velli. Um
tíma varð Fischer þeirra fræknasti
og besti sonur.
Bobby Fischer var enginn venju-
legur maður og fór eigin leiðir.
Hann var ofsóttur landflóttamaður
í Bandaríkjunum fyrir þær sakir að
fallast á að tefla í minningu einvíg-
isins tuttugu árum síðar, aftur við
Spassky og þá í Júgóslavíu, landi
óvinarins. Eftir það einvígi reikaði
hann landflótta um heiminn með þá
ógn að verða varpað í tugthús ef til
hans næðist. Sumir hafa nefnt þau
tólf eða þrettán ár „eltingarleikinn
endalausa.“
Fyrir rest var meistarinn hand-
samaður í Japan og dvaldi þar við
illa prísund í tugthúsi eftir að vega-
bréf hans var ógilt með aft-
urvirkum hætti á Filippseyjum.
Aftur koma Íslendingar við sögu
meistarans, nokkrir afburðamenn
fara fram á að Fischer verði með
sérstökum lögum veittur ríkisborg-
araréttur á Íslandi og samþykkti
Alþingi það að tillögu þáverandi ut-
anríkisráðherra Davíðs Oddssonar.
Fischer frelsaður úr tugthúsi
Enn gerast undrin þegar nokkrir
Íslendingar, vinir meistarans, fara
hreinlega til Japans í framhaldinu
og sækja Fischer inní tugthúsið og
koma með hann hingað. Loksins
varð þessi einstæði maður frjáls og
hér átti hann friðsæl og góð ár.
Bobby Fischer er Íslendingur og
verður það í allri umræðu og til Ís-
lands munu fjölmiðlar og þær her-
sveitir sem um líf hans og afrek
fjalla snúa sér í framtíðinni.
Bobby Fischer í þúsund ár
Skák er tefld í öllum löndum ver-
aldar og mun svo verða. Fischer
verður því tefldur aftur og aftur,
nafn hans mun uppi meðan skák
verður tefld í heiminum. Hann varð
Íslendingur, nafn hans og afrek
rísa hæst hér. Sakir baráttu góðra
manna bjó hann á Íslandi og lifði í
friði og kaus sér legstað í friðsælli
sveit austur í Laugardælum í Flóa.
Nafn hans mun uppi eins og
margra annarra snillinga í þúsund
ár. Hann á sér stóran sess í verald-
arsögunni. BBC World taldi einvíg-
ið 1972 til tíu merkustu viðburða á
öldinni sem leið. Enn prýðir Fisc-
her forsíður heimspressunnar sem
skákmeistarinn mikli. Kvikmyndir
eru gerðar um líf og snilli og hátta-
lag þessa manns.
Jafnvel Bandaríkin sem fórnuðu
kónginum vilja eignast hann á ný.
Íslensk skáksaga er stór og merk,
henni verður að gera góð skil. Eitt
stærsta málið er þó sú skylda að
koma vilja Alþingis fram um að hér
rísi skáksetur helgað lífi og afrek-
um Friðriks okkar Ólafssonar og
Bobbys Fischer. Fjármagn í slíkt
setur mun koma úr mörgum áttum
frá aðdáendum meistaranna bæði
hér heima og um allan heim.
Engum manni treysti ég betur til
að fara fyrir slíku verkefni en Ein-
ari S. Einarssyni, fyrrum forseta
Skáksambandsins. Skáksetrið mun
reka sig og augu skákmanna og
ferðamanna munu beinast að afrek-
um skákmeistaranna og hinum
stóru viðburðum þar sem kjarkur
og stórhugur Íslendinga reis hæst.
Gröf meistarans er viðkomustaður
ferðamanna og þar þarf að hafa
meiri viðbúnað, annaðhvort í Laug-
ardælum eða á Selfossi.
Reykjavík hefur útnefnt sig sem
skákhöfuðborg heimsins og hennar
hlutverk er því stórt. Það er mikil-
vægt innsigli og viðurkenning að
Alþingi og ríkisstjórn styðji verk-
efnið. Fjármagnið verður hins-
vegar sótt að langstærstum hluta
til einkaaðila um víða veröld. Við
Íslendingar eigum skyldu í þessu
máli og gnægð tækifæra til að aug-
lýsa mannleg afrek og sérstætt
land sem um aldir hefur teflt
manntafl við ysta haf. Reisum
glæsilegt alþjóðlegt skáksetur
helgað minningu skákafreka Fisc-
hers og Friðriks í Reykjavík sem
fyrst.
Eftir Guðna
Ágústsson » Við Íslendingar eig-
um skyldu í þessu
máli og gnægð tækifæra
til að auglýsa mannleg
afrek og sérstætt land
sem um aldir hefur teflt
manntafl …
Guðni Ágústsson
Höfundur er fyrrverandi alþing-
ismaður og ráðherra.
Skáksetur Fischers og Friðriks