Morgunblaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 219. DAGUR ÁRSINS 2010 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Hundur bítur veika tá af eiganda… 2. Óvæntur gestur 3. Óheimilt að fara með bílana úr… 4. Táningsstúlka hindraði mansal  Hljómsveitin Amiina situr ekki auð- um höndum um þessar mundir, en sveitin hefur verið að vinna að nýrri breiðskífu auk þess að spila á evr- ópskum tónlistarhátíðum. »36 Mikið að gera hjá krökkunum í Amiinu  Stuttmyndin Knowledgy eftir Hrefnu Hagalín og Kristínu Báru Har- aldsdóttur verður frumsýnd á Al- þjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík í haust. Handritshöf- undur myndarinnar er Hugleikur Dagsson, en hún skartar meðal ann- ars stórstjörnunum Leo Fitzpatrick, Ingvari E. Sigurðssyni og Nínu Dögg Filippusdóttur. Ný íslensk stuttmynd frumsýnd í haust  Á morgun opnar Hulda Stef- ánsdóttir sýningu sína í Hallgríms- kirkju, en hún mun standa til loka nóvember. Sýningin ber nafnið Upplausn, en á henni beinir Hulda sjónum að græna litnum og auk verka í fordyri kirkjunnar lýsir grænu út um efsta hluta kirkjuturnsins þegar rökkvar. Hulda hefur haldið fjölda einkasýn- inga hér á landi og er- lendis. »34 Hulda Stefánsdóttir í Hallgrímskirkju FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, 8-13 m/s og rigning S-til, en annars mun hægari og þurrt að kalla. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á N-landi. Á sunnudag Norðaustlæg átt, 3-8 m/s og dálítil væta SA-lands fram eftir degi, en ann- ars skýjað með köflum. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast SV-til. Á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag Hæg vestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en líkur á þokuloft við ströndina, einkum V-til. Áfram hlýtt í veðri. Verulega óvænt úrslit urðu í Dem- antamótinu í frjálsum íþróttum í Stokkhólmi í gærkvöldi þegar Ólymp- íumeistarinn og heimsmethafinn Usain Bolt frá Jamaíku varð í 2. sæti í 100 metra hlaupi. Tyson Gay frá Bandaríkjunum sigraði á 9,84 sek- úndum en Bolt hljóp á 9,97 sek- úndum. Asafa Powell hætti við þátt- töku vegna meiðsla. »1 Tyson Gay hafði betur gegn Usain Bolt Leiknir úr Reykjavík tyllti sér á topp 1. deildar karla í fótbolta í gær eftir 1:0 sigur liðsins gegn ÍA á Akranesi. Lið Leiknis er til alls líklegt á lokasprett- inum en það hefur aldrei leikið í efstu deild. ÍR-ingar eru enn með í baráttunni um efstu sætin eftir 2:1 sigur gegn HK á heimavelli í Mjóddinni í Breið- holti. Gærkvöldið var því gott fótboltakvöld fyrir íbúa Breið- holts. »2 Leiknir vann ÍA og fór á toppinn Nína Björk Geirsdóttir úr Kili í Mos- fellsbæ gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Íslandsmótinu í holukeppni á Garðavelli á Akra- nesi. Tveimur um- ferðum af alls þrem- ur er lokið í riðlakeppninni en í dag kemur í ljós hvaða kylfingar komast í átta manna úrslit í karlaflokknum og undanúrslit hjá konunum. » 1 Nína fór holu í höggi í miðri holukeppni Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Gleðiganga Hinsegin daga hefst í dag kl. 14 á Snorrabraut þar sem beygt er inn á Laugaveg og endar á Arnarhóli. „Gangan fer stundvíslega af stað og við segjum alltaf að við bíðum ekki eftir neinum,“ segir Þorvaldur Krist- insson, forseti stjórnar Hinsegin daga. Mikill undirbúningur hefur far- ið í gönguna sem nú er farin í tólfta sinn. Ásta Kristín Benediktsdóttir og Helga K. Bjarnadóttir munu bera hit- ann og þungann af göngunni og eru í þeim hópi sem leiðir gönguna. „Þetta verður glæsileg ganga og það er allt að smella saman,“ segir Ásta. „Það eru um 33 atriði í ár og það eru fleiri bílar en gönguatriði.“ Páll Óskar Hjálmtýsson verður aftastur í röðinni og mun sjá um að trylla gesti með flottum gjörningi en hann mun klæð- ast stærsta kjól Íslandssögunnar. Hugsanlega metþátttaka Þátttakan í ár er mjög góð að sögn Ástu Kristínar og segir Þorvaldur Kristjánsson að mögulega sé um met að ræða. „Við erum hugsanlega að slá met í þátttöku, en við vitum aldrei hvað birtist í göngunni, því atriðin þar eru meira og minna á ábyrgð ger- enda og heimatilbúin,“ segir hann. „Atriðin eru ekki á okkar vegum þannig að við vitum í raun nánast jafn lítið og hinn almenni borgari um hvað birtist.“ Nú á árinu voru ný hjúskaparlög samþykkt á alþjóðlegum baráttudegi samkynhneigðra og er það mikill sig- ur. Hátíðin verður þó með sömu áherslum og áður. „Við leggjum áherslu á að undirstrika það hvað við höfum á Íslandi. Þetta er fagnaðar- hátíð og samstöðuhátíð,“ segir Þor- valdur. „Við erum að sýna íslenskri þjóð þakklæti okkar fyrir það að hafa stutt mannréttindi okkar svona vel og dyggilega eins og raun ber vitni. Við vinnum talsverða vinnu á hverju ári við það að sýna samstöðu með hinseg- in fólki, hommum, lesbíum og trans- fólki um allan heim sem á um sárt að binda og undir högg að sækja og það gerum við með stuðningsyfirlýs- ingum, með því að bjóða fólki til okk- ar og með því að fara sjálf í heimsókn á þá staði þar sem stuðnings er þörf.“ Skýrasta dæmið um árangur þess- arar hátíðar, að sögn Þorvalds, er allt það unga fólk sem hefur tekið af skar- ið og komið út úr skápnum á hátíðinni eða eftir hana. Þess eru dæmi að fólk sem hafi borið grímur í göng- unni hafi tekið þær niður á miðjum Laugavegi vegna þess hversu mikla samstöðu það upplifir og vel- viljinn sé svo sterkur. Gleðigangan myndar samstöðu  Hinsegin dagar eiga að lýsa þakk- læti við íslenska þjóð fyrir stuðning Morgunblaðið/Jakob Fannar Undirbúningur í fullum gangi Ungliðar stóðu í ströngu í gærkvöldi við að skreyta bíl sinn fyrir Gleðigönguna. Nú þegar ný hjúskaparlög hafa verið samþykkt munu Samtökin ’78 taka fyrir nýtt baráttumál. „Við erum að vinna með transgender, þá sem fara í kynleiðréttingu,“ segir Þórunn Daða- dóttir, formaður Samtakanna ’78. „Nú hafa verið sumarfrí en í haust förum við að stilla strengina og þá vitum við nákvæmlega hvert við stefnum með þetta.“ Þórunn segir að samtökin fari víðsvegar í fræðslustarfsemi og reyni að sporna gegn fordómum. Barátta fyrir leiðréttingu SAMTÖKIN ’78

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.