Morgunblaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 25
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010
✝ Bergur Guð-laugur Ólason
fæddist í Þingmúla í
Skriðdal 24. sept-
ember 1919. Hann
lést á Sjúkrahúsinu
á Egilsstöðum 1.
ágúst 2010.
Foreldrar hans
voru Margrét Ein-
arsdóttir húsfreyja
og Óli Einarsson,
bóndi og söðla-
smiður, ábúendur í
Þingmúla í Skriðdal.
Óli og Margrét eign-
uðust sjö börn: Sölva, Einar, Jón-
ínu Salnýju, Berg Guðlaug, Metú-
salem, Bergstein og Jóhann
Kristin. Sex ára gamall var Berg-
ur sendur í fóstur að Hátúnum í
Skriðdal til móðursystkina og
ömmu þar sem hann ólst upp.
Þann 16. maí 1948 kvæntist
Bergur eftirlifandi eiginkonu
sinni, Svanhildi Sigurðardóttur, f.
janúar 1962, gift Dagbjarti Harð-
arsyni, f. 30. desember 1959.
Börn þeirra eru Diljá, f. 22. febr-
úar 1990, Bergur Einar, f. 23.
febrúar 1997 og Svanhildur Ylfa,
f. 9. apríl 2003. Fyrir átti Dag-
bjartur soninn Davíð Þór, f. 13.
maí 1986 með Hildi Sím-
onardóttur.
Bergur lauk námi frá Alþýðu-
skólanum á Eiðum árið 1942, síð-
ar stundaði hann iðnnám og fékk
í framhaldi af því meistararétt-
indi í bifvélavirkjun árið 1967. Í
uppvexti vann Bergur öll almenn
sveitastörf. Að loknu námi við Al-
þýðuskólann á Eiðum starfaði
hann lengst af sem bílstjóri og
bifvélavirki, að hluta til sjálfstætt
starfandi. Síðustu 20 ár starfsævi
sinnar vann hann hjá Flug-
málastjórn á Egilsstaðaflugvelli.
Bergur var félagslyndur að
eðlisfari og tók virkan þátt í
kórastarfi, var mikill bridsspilari,
einn af stofnfélögum Rót-
arýklúbbsins á Héraði og einnig
félagi í Lionsklúbbnum Múla
ásamt því að taka þátt í ýmsum
öðrum félagsstörfum.
Bergur verður jarðsunginn frá
Egilsstaðakirkju í dag, 7. ágúst
2010, klukkan 14.
26. desember 1929 í
Reykjavík. Börn
Bergs og Svanhildar
eru: 1) Þorgeir, f. 6.
ágúst 1949, d. 10.
desember 1967. 2)
Bergljót, f. 21. júlí
1951. Dóttir Berg-
ljótar og Jóns Gísla-
sonar, f. 31. janúar
1953 (fráskilin) er
Vala, f. 14. nóv-
ember 1983 og eiga
hún og sambýlis-
maður hennar, Ósk-
ar Ingi Guðjónsson,
f. 17. júlí 1983, dótturina Heklu
Rán, f. 23. desember 2009. 3) Sig-
urður Halldór, f. 16. febrúar
1955, kvæntur Kristbjörgu Gunn-
laugsdóttur, f. 16. september
1952. Sonur Kristbjargar er Atli
Heiðar Gunnlaugsson, f. 14. jan-
úar 1974. Dóttir Atla og Helgu
Guðlaugsdóttur er Gabríella Sif,
f. 23. maí 1993. 4) Anna, f. 21.
Í dag kveðjum við elskulegan föður
okkar sem þrátt fyrir háan aldur og
veikindi undir það síðasta var fullur
af lífsvilja og tilbúinn að berjast þar
til yfir lauk. Hann var ótrúlega skýr
og minnugur til síðasta dags, hafði
áhuga á þjóðmálum og heimsmálum
og fylgdist vel með því sem fram fór.
Hann hafði mikinn áhuga á íþróttum,
en fótboltinn og þá sérstaklega Man.
Utd var í sérstöku uppáhaldi.
Bílar hafa alltaf verið hans aðal-
áhugamál og ævistarfið tengdist að
mestu bílum og farartækjum, ýmist í
formi aksturs, viðgerða eða annars. Í
september síðastliðnum, kringum ní-
ræðisafmæli hans, fórum við með
honum að skoða gamlan bíl af Kaiser-
gerð sem hann átti á 6. áratugnum og
notaði til leiguaksturs. Aðeins örfáir
bílar af þessari gerð voru fluttir til
landsins og þóttu eðalvagnar. Honum
var tíðrætt um þennan bíl og það
gladdi hann mjög að sjá hann aftur og
enn meir að til stendur að gera hann
upp í sinni upprunalegu mynd.
Foreldrar okkar voru meðal frum-
byggja á Egilsstöðum. Var oft mann-
margt á heimili þeirra og var það í
minningunni eins konar samkomu-
staður í þorpinu enda opið fyrir gesti
og gangandi hvort sem um var að
ræða gistingu, næringu, spjall eða
spilamennsku en hún skipaði ávallt
stóran sess í hans lífi. Einstök gest-
risni hefur ávallt einkennt heimili
þeirra og á móðir okkar ekki síður
þátt í því.
Hann tók einnig virkan þátt í fé-
lags- og kórastarfi gegnum tíðina og
hafði gaman af en brids og lomber
spilaði hann fram á síðustu ár. Hann
hafði gaman af því að ferðast, var
mjög fróður um landafræði Íslands
og nutum við góðs af því á ferðalögum
um landið með fjölskyldunni. Sumar-
ið 1944 lagði hann upp í ævintýraferð
ásamt félaga sínum, Þórarni Ólafs-
syni, þegar þeir gengu frá Brú á Jök-
uldal, þvert yfir hálendið, yfir Lang-
jökul og komu niður í Kalmanstungu í
Borgarfirði eftir 11 daga, orðnir skó-
lausir og hraktir. Þessi ferð var í raun
talsvert þrekvirki á þessum tíma þar
sem sá búnaður sem þeir höfðu til far-
arinnar hefur verið mun fábrotnari
en það sem við eigum að venjast í dag.
Alla tíð hafa foreldrar okkar verið
mjög samrýnd hjón. Móðir okkar
reyndist pabba afskaplega vel og
studdi hann af fremsta megni til síð-
asta dags. Var hann mjög þakklátur
fyrir að geta verið svo lengi heima í
veikindum sínum.
Hvíl í friði, elsku pabbi. Minning
þín lifir í hugum okkar.
Þín börn,
Bergljót, Halldór og Anna.
Elsku afi. Það er með mikilli sorg í
hjarta sem við sitjum hér og skrifum
þessi orð til þín. Margar góðar minn-
ingar renna í gegnum hug okkar
barnabarnanna þegar við rifjum upp
gamla tíma með þér og ömmu. Þú
varst alltaf svo glaður og léttur í lund,
fékkst okkur til að brosa og varst
ávallt tilbúinn í grín og glens með
okkur. Það fylgdi því mikill spenn-
ingur að koma til Egilsstaða og geta
setið úti í garði á Selásnum með dót
foreldra okkar sem við fengum að
grafa upp úr geymslunni á meðan
amma bakaði pönnukökur og afi sló
grasið í góða veðrinu. Við rúntuðum
mikið með þér í leigubílnum sem
gegndi stundum hlutverki húsbíls,
en í honum eyddum við ófáum nótt-
um á ferðalögum okkar um landið.
Við elstu stúlkurnar munum vel eftir
þeim degi þegar húsbíllinn var seld-
ur. Þar áttum við góðar stundir sam-
an. Þú hafðir alltaf gaman af því að
spila og gafst ekkert eftir þó við vær-
um ung. Þeir sem töpuðu í svarta-
pétri fengu sót á nebbann og sá sem
gaf vitlaust í kasínu þurfti að gefa
aftur svo hægt væri að telja stigin.
Rétt skal vera rétt!
Í seinni tíð fóru þið amma að hafa
gaman af míní-golfi og fóruð að pútta
með yngstu barnabörnunum sem
hafa gaman af golfinu í dag. Við elstu
afastelpurnar þínar fluttumst tíma-
bundið til útlanda hvor í sínu lagi á
síðustu árum og komum í heimsókn
austur eftir að við komum aftur
heim. Þegar við litum á skrifborðið
þitt sáum við sitt hvort landakortið,
eitt af Malasíu og annað af Ítalíu þar
sem þú varst búinn að merkja inn á
kortið hvar við áttum heima. Það
gladdi lítil stúlkuhjörtu að sjá að þú
fylgdist með okkur á heimskortinu
hvar sem við vorum staddar í lífinu.
Við hefðum ekki getað óskað okk-
ur betri afa og þín verður sárt sakn-
að. Við munum minnast þeirra fjöl-
mörgu góðu stunda sem við áttum öll
saman um ókomna tíð.
Þetta var afi minn
hann afi gaf mér kossa á kinn
þó að líkaminn fer
þá um kjurt sálin er
og ég kveð þig nú, afi minn kær.
(Karl Pálsson.)
Megir þú hvíla í friði, elsku afi.
Þín barnabörn,
Vala, Diljá, Bergur Einar
og Svanhildur Ylfa.
Nú þegar Bergur, mágur minn, er
fallinn frá hvarflar hugurinn til baka.
Ég kom á heimili hans og Svönu,
systur minnar, þegar ég var 9 ára þá
nýbúinn að missa móður mína. Ég
var hjá þeim í nokkur ár. Þau tóku
mig til sín sem ekki var sjálfgefið,
þau nýfarin að búa en voru þó búin
að koma sér upp notalegu heimili og
byrjuð að byggja sér framtíðarheim-
ili.
Ég flutti með þeim í nýja húsið
sem þau nefndu Reynihlíð. Það má
segja að Reynihlíð hafi staðið um
þjóðbraut þvera. Mikill gestagangur
hefur einkennt heimili þeirra Bergs
og Svönu. Mér fannst að allir sem
áttu leið í þorpið kæmu við hjá þeim
og ég veit að vel var tekið á móti öll-
um og aldrei heyrði ég kvartað yfir
gestaganginum því allir voru þeir
velkomnir.
Bergur var afskaplega hlýr maður,
hláturmildur og fróður. Nú síðustu ár
hefur hann verið að rifja upp með mér
þegar þorpið var að byggjast og man
ég eftir mörgum sem þá komu við
sögu. Ég mun ætíð minnast hans með
þakklæti.
Hilmir.
Ég vil með fáeinum orðum minnast
elskulegs mágs míns og vinar, Bergs
Ólasonar.
Um þessar mundir eru 55 ár síðan
ég hitti tilvonandi tengdafólk mitt í
fyrsta sinn, þá nýtrúlofuð yngsta
bróðurnum frá Þingmúla. Mér er í
fersku minni veðurblíðan á Egilsstöð-
um þetta sumar. Tengdafólk mitt bjó
flestallt á Egilsstöðum og voru á með-
al frumbyggja þar. Það var ekki stórt
Egilsstaðaþorpið, nokkur hús við
þrjár eða fjórar götur. Fjölskyldan
bjó við Selásinn, bræðurnir þrír og
fjölskyldur þeirra, systirin og fjöl-
skylda hennar, foreldrarnir og tvö
móðursystkini. Mér var tekið opnum
örmum af öllu tilvonandi tengdafólki
mínu og mynduðust strax mikil og
góð tengsl okkar á milli. Þar átti
Bergur og fjölskylda hans sinn stóra
þátt. Samband okkar Bergs var alla
tíð mjög einlægt og mér leið alltaf vel
í návist hans. Hann var einstaklega
hlýr og glaðlyndur maður. Það hafa
skipst á skin og skúrir í ævi okkar
eins og gerist í lífi flestra. Þá er gott
að eiga góða að.
Síðan maðurinn minn dó eftir 14
ára sambúð, hefur þetta góða sam-
band haldist við mig og manninn
minn núverandi. Við höfum átt marg-
ar góðar stundir á heimili þeirra
hjóna á Egilsstöðum og með fjöl-
skyldunni á hátíðisdögum í lífi þeirra.
Við hugsum alltaf til þeirra samveru-
stunda með þakklæti og gleði. Okkur
er mjög minnisstæð ferð sem við fór-
um í september 2003 að frumkvæði
Bergs með þeim hjónum upp að
Kárahjúkum, síðan að Laugarvöllum
og áfram niður í Jökuldal.
Sérstök og náin vinátta hefur verið
um margra ára skeið á milli okkar og
Bergljótar dóttur þeirra.
Við Guttormur sendum Svönu og
allri fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur. Hugur okkar verður hjá
ykkur í dag
Blessuð sé minningin um góðan og
einlægan vin.
Guðrún H. Guðbrandsdóttir
og Guttormur Þormar.
Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi
að tengjast og kynnast Bergi Ólasyni
sem í dag verður jarðsunginn á Egils-
stöðum. Bergur var góður vinur, mik-
ið ljúfmenni í allri umgengni en stóð
fastur fyrir þegar þannig stóð á. Það
var ætíð gott að heimsækja þau hjón-
in Berg og Svönu og saman áttum við
margar góðar stundir. Það var stjan-
að við okkur frá morgni til kvölds,
spilin voru oft dregin fram og þær
voru ófáar ánægjustundirnar sem
Bergur átti með kort í hönd. Við ferð-
uðumst um Noreg þegar Bergur og
Svana komu þangað í heimsókn og ég
minnist einnig margra veiðiferða og
skoðunarferða um Austurland, þar
sem landið skartaði sínu fegursta og
sól skein í heiði. Jól og áramót voru
ekki síður ánægjulegar samveru-
stundir.
Í minningunni var það aðeins
kveðjustundin sem var erfið, ekki síst
eftir að Vala, fyrsta barnabarnið, kom
í heiminn. Þá mátti oft sjá tár í augum
þegar við yfirgáfum Egilsstaði og
héldum heim á leið. Nú er fyrsta
barnabarnabarnið komið í heiminn og
ég veit að þær mæðgur Vala og Hekla
Rán verða ásamt ættingjum og vin-
um mikill stuðningur fyrir Svönu
þegar sorgin sækir á.
Þegar ég hitti Berg fyrr á þessu ári
var ljóst að farið var að halla undan
fæti, en einhvern veginn er maður
aldrei við því búinn að fá fréttir af láti
góðs vinar. Bergur átti langa og far-
sæla ævi og heimili hans og allt um-
hverfi bar þess merki að þar var
vandað til verka. Ég veit að hans
verður sárt saknað og um leið og ég
þakka fyrir vináttu og samverustund-
ir vil ég votta Svönu, börnum þeirra
og öðrum ættingjum og vinum inni-
lega samúð. Minningin um góðan
dreng lifir með okkur.
Jón Gíslason.
Nú þegar Bergur frændi minn Óla-
son er fallinn frá sækja að bernsku-
minningar frá upphafsárum þorpsins
á Egilsstöðum. Bergur var einn af
tákngervingum þessarar landnáms-
tíðar; settist hér að rétt þrítugur eftir
stutta dvöl í Reykjavík með ungri
konu sinni Svanhildi fæddri þar og
uppalinni, og saman byggðu þau sér
hús sem þau nefndu Reynihlíð á ásn-
um sunnan við Gálgaklettinn. Um
svipað leyti settust hér að þrjú systk-
ini hans, foreldrar og fósturforeldrar.
Hér var því þéttur frændgarður og
samheldinn.
Oft hef ég hugsað um það hvernig
þetta unga fólk sá fyrir sér framtíðina
þegar það settist hér að. Hvernig ætl-
aði það að sjá fyrir sér og sínum?
Þetta var flest sjálfmenntað fólk, en
óhrætt við að takast á við bílaöld og
nýja tækni, sem henni fylgdi. Bergur
var véla- og bílamaður og stundaði til
að mynda leigubílaakstur á þessum
fyrstu árum og átti til þess forláta
drossíu; brúnan „Kaiser“ með U 79 á
krómuðum stuðurunum og ég er
nokkuð viss um að gírskiptingin var í
stýrinu! Bergur fór einnig snemma
að stunda viðgerðir á vélum og bílum
og rétt skriðinn á fimmtugsaldurinn
fór hann í iðnskóla, sem hér starfaði
skamman tíma, og sat þar á skóla-
bekk með meðal annarra bróður sín-
um, mági og systursyni og lauk námi í
bifvélavirkjun, sem hann vann við
lengi síðan. Starfsævi sinni lauk hann
sem yfirmaður tækjadeildar flugvall-
arins og hafði lengst af yfir sér einum
að ráða.
Við Halldór sonur Bergs og Svönu
erum mjög jafnaldra og uppaldir í
nánu sambýli og urðum því snemma
óaðskiljanlegir, svo að það þóttu stór-
merki í þessu litla þorpi ef til annars
sást og hinn var þá ekki nærri. Ég var
því frá fyrstu tíð heimagangur hjá
Svönu og Bergi og leit á þeirra hús
sem mitt annað heimili. En þrátt fyrir
það man ég ekki mikið eftir Bergi
frænda mínum frá þessum árum.
Helst man ég eftir Bergi með skelm-
isbros eitthvað að stríða okkur strák-
unum og svo auðvitað spilandi við
stofuborðið í Reynihlíð. Bergur var
mikill spilamaður, heimafyrir voru
alls kyns spil spiluð við gesti og gang-
andi og lengi spilaði hann brids með
Bridsfélagi Fljótsdalshéraðs, þar
sem leiðir okkar lágu saman við spila-
borðið í Valaskjálf. Síðar urðum við
oft samferða í lomber á Skriðu-
klaustri.
Bergur varð gamall maður og lifði
ótrúlega breytta tíma. Hann var
fæddur í torfbæ þegar hestar voru
helstu farartækin. Hann var einn
upphafsmaður bílaaldar á Héraði og
frumbyggi þéttbýlisins á Egilsstöð-
um, sem hann lifði að sjá flæða um
tún og ása, og flutti sjálfur á gamals
aldri neðan úr Þorpi og langleiðina
upp í Skóg. Hann lést síðan á sjúkra-
húsinu hér, viðbyggingu við gamla
sjúkraskýlið, sem hann tók þátt í að
byggja á upphafsárum þorpsins.
Ekki veit ég hvernig Bergur
frændi minn flutti sína ungu konu
hingað með sér austur, en ég sé þau
alltaf fyrir mér keyrandi um fjöll og
dali á brúnum „Kaiser“. Eins sé ég
hann nú á leið til „betri veiðilenda“,
eins og indjánarnir sem við Halldór
dáðum svo mjög í æsku orðuðu það, á
brúnum „Kaiser“ U 79 og sólin
glampar á krómaða stuðarana.
Meira: mbl.is/minningar
Óli Grétar Metúsalemsson.
Einn af frumbýlingum Egilsstaða-
kauptúns, Bergur Ólasson frá Þing-
múla í Skriðdal, er látinn. Þessi vinur
minn, mágur og félagi er farinn á ann-
að tilverustig eftir erfið veikindi.
Bergur kynntist Svönu, systur minni,
í Reykjavík er hann var þar bílstjóri.
Þau felldu hugi saman og fluttu aust-
ur á Egilsstaði þar sem þau byggðu
sér húsið Reynihlíð, sem seinna varð
Selás 10. Fyrir nokkrum árum fórum
við Bergur, ásamt fleirum, um þessar
frægu bernskustöðvar hans, en þar
var áður þingstaður fjórðungsins og
er sýslan kennd við múlann. Þarna
sagði hann okkur öll örnefni og eykt-
armörk, enda minnugur og klár.
Þessi fáu minningarorð eru fyrst
og fremst þakkir fyrir að hafa fengið
að kynnast góðum dreng, manni sem
lifði eftir reglunni: „Glaður og reifur
skyli gumna hver uns sinn bíður
bana.“ Líf Bergs var þannig að fá-
mennt mjög væri í lögfræðingastétt-
inni ef allir lifðu sem hann. Margar
ferðir fórum við hjónin austur til
Bergs og Svönu og alltaf mættum við
sömu hlýju og elskulegheitum í við-
tökum. Íslensk gestrisni í öllu sínu
veldi. Megi sá er tunglið skóp, sólina
og endilanga vetrarbrautina, blessa
minningu Bergs, eftirlifandi konu
hans og allan ættbogann.
Jóhanna og Sigurður
Sigurðarson.
Nú er komið að kveðjustund. Því
miður getum við fjölskyldan ekki ver-
ið við útförina hans Bergs í dag en
hugsum hlýtt til fjölskyldunnar hans
þess í stað.
Ég vil kveðja hann með þakklæti
fyrir þá hlýju sem hann alltaf sýndi
mér og börnunum mínum. Alltaf bros
og hlýtt faðmlag, auk þess sem hann
fylgdist með því hvað þau voru að
gera. Hann var afar stoltur af sínum
barnabörnum og leyndi því ekki. Að
koma á heimili þeirra hjóna Bergs og
Svönu var einstakt. Ef við kíktum að-
eins upp meðan við bjuggum á neðri
hæðinni var boðið uppá kaffisopa og
með því en sennilega er eftirminni-
legast þó hve mikla hlýju maður fann
frá þeim hjónum. Ég veit að hann
heldur áfram að fylgjast með og hver
veit nema hann geti haldið áfram að
pútta örlítið þarna hinum megin.
Elsku Svana, Anna, Bella, Halldór
og fjölskyldur, okkar innilegustu
samúðarkveðjur sendum við ykkur.
Minning um einstakan mann lifir í
hjörtum okkar, mann sem án efa hef-
ur núna hitt hann Dodda ykkar á ný.
Guð veri með ykkur.
Hafdís Erla Bogadóttir
og börn. Bogi og Erla.
Bergur Guðlaugur
Ólason
Legsteinar ehf, Gjótuhrauni 3
Hafnarfirði, Sími: 822 4774
legsteinar@gmail.com