Morgunblaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 19
Fréttir 19INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010 „Allir vinna“ er hvatningarátak sem miðar að því að hleypa krafti í atvinnulífið á Íslandi. Þeir sem ráðast í framkvæmdir við eigið íbúðar- húsnæði eða sumarhús eiga rétt á 100% endurgreiðslu á virðisauka- skatti af vinnu á verkstað. Að auki fæst lækkun á tekjuskattsstofni, sem getur numið allt að 300.000 krónum. Arion banki býður nú viðskiptavinum sínum hagstæð lán til að styðja við átakið.* • Engin lántökugjöld. • 5,75% óverðtryggðir vextir.** • Fjárhæð allt að 2 milljónum kr. til allt að fimm ára. • Umsóknarfrestur er til 1. desember 2010. * Lánin eru veitt til einstaklinga með góða greiðslugetu. ** 3% lægra en óverðtryggðir kjörvextir Arion banka skv. vaxtatöflu. Við ætlum að gera betur Þuríður Harpa Sigurðardóttir, 43 ára framkvæmdastjóri Nýprents á Sauðárkróki, er þessa dagana að ljúka þriðju lotu stofnfrumu- meðferðar í Delhí á Indlandi, en hún lamaðist í hestaslysi í apríl árið 2007. Hægt hefur verið að fylgjast með hvernig gengur í meðferðinni á bloggsíðu Þuríðar, oskasteinn.com, og samkvæmt frétt á vef Feykis hefur meðferðin skilað merkj- anlegum árangri að undanförnu. „Ég fór í æfingar í dag og jú, enn sá ég örlitla breytingu til þess betra, svei mér þá ef mér tókst ekki bara að lyfta bakinu það hátt og efri hluta mjaðmanna að það loftaði und- ir rassinn,“ skrifar Þuríður í gær. „Shivanni brosti út að eyrum, þú gast lyft þér, sagði hún, þetta er það mesta hingað til. Boltaæfingin gekk líka rosalega vel, mér leið bara vel á boltanum full öryggis, auðvitað get ég auðveldlega misst jafnvægið en mér finnst ég líka auðveldlega geta haldið því núna. Gönguæfingin gekk líka áfallalaust, og þó ég vildi gjarn- an geta farið hraðar og öruggar yfir þá eru skrefin sem ég tek betri og mér tekst að stýra göngunni betur,“ skrifar hún jafnframt. Auk strangra hreyfiæfinga geng- ur meðferðin út að fá tvær sprautur með stofnfrumum á dag. Þuríður er á heimleið eftir þriðju ferðina til Indlands og samkvæmt frásögn hennar hefur meðferðin skilað góð- um árangri. Stefnir hún að því að fara út tvisvar til þrisvar á ári næstu tvö árin. Kostnaður við með- ferðina alls er um 30 milljónir króna. bjb@mbl.is „Þú gast lyft þér“ Meðferð Þuríður Harpa bregður á leik í Delhí á Indlandi. Stofnfrumumeð- ferð Þuríðar að skila árangri Kostnaðarsöm meðferð » Söfnunarreikningar til styrktar Þuríði eru í Lands- bankanum, 0161-15-550165, og í Sparisjóði Skagafjarðar, 1125-05-250067. Kennitala viðtakanda er 010467-5439. » Fylgjast má með meðferð- inni á www.oskasteinn.com. „Íslendingar ættu að taka Fær- eyinga sér til fyrirmyndar og fríska upp á lýsinguna í Hvalfjarðargöng- unum því þau eru frekar dimm og drungaleg,“ segir Sigurður Harð- arson rafeindavirkjameistari, sem nýverið átti leið um lengstu göng Færeyja, Klakksvíkurgöngin svo- nefndu á milli Straumeyjar og Norðureyja. Í botni ganganna, sem eru 6,2 km löng, er mikil litadýrð þar sem komið hefur verið fyrir marglitri lýsingu. Um er að ræða listaverk eftir Trond Paturson. Sigurður segist hafa ferðast um flest göng Færeyinga en þessi skeri sig úr og litirnir séu kærkomin til- breyting og andleg upplyfting fyrir ökumenn. Spalarmenn geti tekið Færeyinga sér til fyrirmyndar og bætt að auki lýsinguna í Hvalfjarð- argöngunum og t.d. málað bygg- ingarnar í botni ganganna. Er þetta var borið undir Gísla Gíslason, stjórnarformann Spalar, segist hann hafa ekið um Klakks- víkurgöngin og séð litadýrðina. Gísli segist hafa rætt þetta á stjórn- arfundi og málið verði einmitt tekið upp á næsta fundi. „Að mínu viti væri prýði að því að lífga upp á Hvalfjarðargöngin með svipuðum hætti,“ segir Gísli. bjb@mbl.is Ljósmynd/Sigurður Harðarson Litadýrð Svo litrík eru Klaksvíkurgöngin í Færeyjum að gleðigangan Gay Pride gæti þess vegna farið þar í gegn. Til skoðunar að auka litadýrð í Hvalfjarðargöngunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.