Morgunblaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Enn hefur Vegagerðin ekki samið við
verktaka um tvöföldun fyrsta áfanga
Suðurlandsvegar. Háfell ehf. kærði
áform Vegagerðarinnar um að fela
Ingileifi Jónssyni ehf. að vinna verkið
en áður hefur kærunefnd útboðsmála
hafnað áformum stofnunarinnar um
að semja við annan bjóðanda, einnig
eftir kæru Háfells.
Áform hafa verið uppi um að tvö-
falda hluta Suðurlandsvegar. Fyrsti
áfanginn er 6,5 km kafli frá Foss-
völlum ofan Lögbergsbrekku og að
Litlu kaffistofunni. Verkið lenti undir
niðurskurðarhnífnum á síðasta ári og
þegar svo peningarnir fundust síðast-
liðinn vetur tafðist útboð á meðan
fjögur sveitarfélög þurftu að fjalla um
skipulagið og gefa út framkvæmda-
leyfi.
Ætluðu að taka fjórða lægsta
Verkið var boðið út í lok mars og
var þá talið raunhæft að hefja fram-
kvæmdir í lok maí. Það reyndist ekki
rétt því samningar við verktaka hafa
ekki gengið þrautalaust.
Fimmtán verktakar buðust til að
vinna verkið. Arnarverk átti lægsta
tilboðið, 606 milljónir kr., en Vega-
gerðin taldi fyrirtækið ekki fullnægja
skilyrðum útboðsins og hugðist fela
Vélaleigu AÞ vinnuna en það fyrir-
tæki átti næstlægsta tilboðið. Háfell
sem átti þriðja lægsta tilboðið, tæpar
630 milljónir, mótmælti því á þeim
forsendum að Vélaleiga AÞ fullnægði
ekki settum skilyrðum um tekjur á
síðustu þremur árum. Kærunefnd út-
boðsmála stöðvaði samningaferlið og
kvað síðan upp þann úrskurð að
Vegagerðinni væri ekki heimilt að
semja við fyrirtækið. Í málinu fyrir
kærunefndinni taldi Vegagerðin að
Háfell ætti ekki lögvarinna hags-
muna að gæta í málinu þar sem það
hefði ekki fullnægt útboðsskilmálum
um að leggja fram skilríki um að það
stæði í skilum með lífeyrissjóðs-
iðgjöld og skatta á tilsettum tíma.
Háfell hafði lagt fram yfirlýsingu um
að þessi gögn yrðu lögð fram ef geng-
ið yrði til samninga við fyrirtækið og
taldi sig hafa samþykki fyrir því.
Úrskurðarnefndin taldi þó ljóst að til-
boð Háfells væri ógilt.
Vegagerðin gekk af þeim ástæð-
um fram hjá Háfelli í næstu umferð
og samdi við Ingileif Jónsson ehf.
sem átti fjórða lægsta tilboð, bauð
642 milljónir. Þegar öðrum tilboðs-
gjöfum var tilkynnt það mótmælti
Háfell og er málið nú hjá útboðsnefnd
kærumála.
Samningar verði stöðvaðir
Háfell telur að Vegagerðin hafi
ekki gætt jafnræðis við framkvæmd
útboðsins, að sögn Páls Rúnars M.
Kristjánssonar, lögmanns Háfells,
þar sem bjóðendum hafi ekki verið
gert að skila gögnum á sama tíma.
Vísað er til þess að þeim bjóðendum
sem nú kemur til álita að semja við
hafi gefist rýmri frestur en öðrum til
að skila gögnum.
Háfell krefst þess að samningar
við Ingileif Jónsson verði stöðvaðir
og kallað eftir umræddum gögnum á
nýjan leik og þá á sama tíma frá öll-
um.
Enn tefjast framkvæmdir við
Suðurlandsveg vegna kærumála
Háfell telur að Vegagerðin hafi ekki gætt jafnræðis við framkvæmd útboðsins
Morgunblaðið/Ómar
Umferð Miðað er við að fyrsti kafli Suðurlandsvegar með tveimur
akgreinum í hvora átt verði opnaður fyrir umferð að ári.
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010
„Hestarnir hafa
verið að hress-
ast víðast hvar.
Við vonum að
þetta sleppi til,“
segir Lilja Lofts-
dóttir, fjalld-
rottning á af-
rétti Gnúpverja.
Göngur nálgast
óðfluga og fjall-
menn eru farnir
að huga að reiðhestum sínum.
Mjög hefur dregið úr smitandi
hósta sem herjað hefur á hesta-
stofninn á árinu. Kristinn Guðna-
son, formaður Félags hrossa-
bænda, segir að almennt séu
hrossin að ná heilsu. Það pirri þó
bændur að vita af hóstanum í stóð-
inu. Kristinn telur ekki að skortur
verði á hestum í Landsveit fyrir
fjallferðir í haust.
„Sumir eru óhressir með að
þeirra traustu fjallhestar séu ekki
alveg öruggir. Menn verða þá bara
að taka aðra hesta,“ segir Lilja.
Fjallmenn Gnúpverja halda af stað
1. september og fara alveg inn fyr-
ir Arnarfell hið mikla, þeir sem
lengst fara, og réttirnar eru 10.
september. helgi@mbl.is
Telja að flestir
fjallhestarnir séu
við góða heilsu
Lilja Loftsdóttir
Þess verður minnst við dagskrá á
Ólafsdalshátíð á morgun, sunnu-
dag, að 130 ár eru liðin frá stofnun
fyrsta búnaðarskóla á Íslandi.
Rögnvaldur Guðmundsson, for-
maður Ólafsdalsfélagsins, setur bæ-
inn í ljós frumkvöðlaseturs 21. ald-
ar. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, ávarpar
samkomuna og undirritaður verður
samningur. Þá koma Ellen Krist-
jánsdóttir og Eyþór Gunnarsson
fram á söngskemmtun. Dagskráin
hefst klukkan 13. Efnt verður til
Ólafsdalsmarkaðar með matvælum
og handverki af svæðinu.
Tvær sýningar eru í Ólafsdals-
húsinu, afmælissýning um skólann
og listsýningin „Dalir og Hólar –
ferðateikningar“.
Ólafsdalur Unnið hefur verið að lagfær-
ingum á Ólafsdalshúsinu og umhverfi.
Ólafsdalshátíð hald-
in á 130 ára afmæli
Texti Gísli Baldur Gíslason
Myndir Ernir Eyjólfsson
Fólk á förnum vegi
Hversu mik-
ið notar þú
Facebook?
Rannsóknir hafa sýnt að
breskir starfsmenn nota
samskiptasíður í vinnunni
og eyðir þriðjungur þeirra,
eða um sex milljónir, meira
en hálftíma af vinnutíma á
síðunum. Ætli þetta eigi
einnig við um Íslendinga?
Ef ég er ekki að
vinna er ég eig-
inlega alltaf skráð-
ur inni. Það er
sama hvað ég er að
gera, að elda eða
horfa á kvikmynd.
Ég er sennilega á
vefnum í um átta
klukkustundir dag-
lega.
Kristinn Árni Lár
Hróbjartsson
fatasölumaður
Ég nota aðgang
barnanna minna til
að geta skoða
myndir af barna-
börnunum. Ég fer
ekkert inn á síðuna
í vinnunni. Ég hef
íhugað að fá mér
aðgang sjálf upp á
síðkastið en ég er
ennþá tvístígandi.
Málfríður
Gísladóttir
kennari
Ef ég er í vinnunni
þá er ég rosalega
oft skráð inni á
meðan og kíki
reglulega. Ég er
nokkurn veginn
skráð inni allan
vinnudaginn, þótt
ég skoði ekki síð-
una á meðan ég af-
greiði.
Hildur Kristín
Stefánsdóttir
afgreiðsludama
Ég myndi segja að
ég noti Facebook í
hátt í klukkutíma á
hverjum degi. Þar
af er ég sennilega
skráður inni á síð-
unni í tæpan hálf-
tíma á dag í
vinnunni. Ég nota
þetta aðallega í frí-
tímanum.
Agnar
Sigmarsson
atvinnurekandi
Ég vann við tölvu-
bókhald og eftir
að ég fór á eft-
irlaun kveiki ég
ekki á tölvu. Ég
nenni því ekki. En
það er ósköp
kjánalegt að nota
þetta ekki. Ég við-
urkenni það fús-
lega.
Sigurður
Samúelsson
eftirlaunaþegi
Ég kíki daglega
inn á Facebook en
það er aldrei í
langan tíma í
senn. Ég rétt lít
inn á síðuna og
fer svo út af aftur.
Það er ekki nema
ef ég er erlendis
sem ég kíki ekki
neitt yfir daginn.
Sif Björk
Hilmarsdóttir
flugfreyja
Ég nota Facebook
aldrei. Ég er ekki
þar. Ég er ekki al-
veg viss hvers
vegna ég nota
ekki Facebook. Ég
vil bara ekki að
aðrir viti allt um
mig og ég vil held-
ur ekki vita allt
um aðra.
Hafrún
Traustadóttir
lífeindafræðingur
Ég nota Facebook í
svona hálftíma á
hverjum degi. Nei,
ég verð að játa að
það er sennilega
nær klukkustund á
dag. Ég fer inn á
bæði heima hjá
mér og í vinnunni
ef það er ekkert að
gera þar.
Hilmar Birgir
Ólafsson
fatasölumaður
Ef kærunefnd útboðsmála hafnar
kröfum Háfells mun Vegagerðin
fela Ingileifi Jónssyni ehf. tvöföld-
un Suðurlandsvegar. Verkáætlun
sem samkomulag er orðið um ger-
ir ráð fyrir að vinna hefjist í þess-
um mánuði.
Hreinn Haraldsson vegamála-
stjóri sér ekkert því til fyrirstöðu
að upphafleg áætlun um að opna
veginn fyrir lok september á
næsta ári geti staðist. Hins vegar
geti þær tafir sem orðið hafi á
samningum leitt til þess að vinna
við frágang vegarins frestist fram
yfir þann tíma, til dæmis lagning
nýs slitlags á núverandi veg.
Verði kæra Háfells tekin til
greina þarf Vegagerðin að fara nýj-
an hring í samningum og ef miðað
er við hvernig gengið hefur til
þessa má búast við frekari töfum.
Á móti kemur að ef allir geta lagt
fram tilskilin gögn getur Vega-
gerðin tekið lægra tilboði en hún
ætlaði sér og sparað tugi milljóna.
Spurning um tíma og peninga
ENN STEFNT AÐ OPNUN VEGARINS NÆSTA HAUST