Morgunblaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 10
PRUFUTÍMINN
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Fyrir landkrabba er þaðheilmikið átak að fara út ábryggju, hvað þá að stígaum borð í bát. Hvala-
skoðun er engin veiðiferð en það var
alveg næg sjómennska í því fyrir
mig.
Það var síðdegis á fimmtudag-
inn sem ég rölti niður á Reykjavík-
urhöfn og steig um borð í Rósina,
hvalaskoðunarbát Puffin Express.
Þeir fara þrjár ferðir á dag í hvala-
skoðun og bjóða líka upp á lunda-
skoðun en samkvæmt Ingimari
Finnbjörnssyni skipstjóra hafði þó
lítið verið farið í lundaskoðun í sum-
ar enda lítið um lunda á staðnum til
að skoða.
Ég var full tilhlökkunar þar
sem ég sat uppi á dekki Rósarinnar
og beið þess að haldið yrði úr höfn.
Nokkuð var af farþegum auk mín,
blanda af Íslendingum sem útlend-
ingum, annars sagði Ingimar mér að
Íslendingar kæmu ekki mikið um
borð en nokkuð hefði þó verið um þá
um verslunarmannahelgina.
Það viðraði ágætlega til sjó-
ferðar þennan dag, skýjað og smá-
rok. Ég þorði ekki annað en að
spyrja hvort ég gæti orðið sjóveik,
„Já, ef þú hugsar út í það,“ var svar-
ið sem ég fékk og ég ákvað að hugsa
ekki út í það en hugsaði samt út í
það, sjóveik varð ég ekki.
Annað sjónarhorn
Loksins héldum við frá landi og
greindi ég nokkra spennu hjá sam-
ferðamönnum mínum sem báru aug-
ljóslega þá von í brjósti að sjá hvali.
Þrír voru í áhöfninni hjá Puffin
Express og enginn þeirra vildi lofa
mér að ég sæi hval, einn hafði þó
sést fyrr um daginn og var ég því
vongóð um að hann myndi skjóta
upp kollinum aftur. Sjórinn var samt
aðeins úfinn sem gerir það að verk-
um að erfiðara er að koma auga á
hvali.
Frá höfninni var siglt á fullri
ferð í um þrjátíu mínútur út á Faxa-
flóa, sú ferð var ekki viðburðalítil, ég
fékk nýtt sjónarhorn á Reykjavík,
tónlistarhúsið lítur t.d mjög
skemmtilega út frá sjó séð. Við fór-
um líka framhjá snekkju auðmanns-
ins Pauls Allen og hægt var að láta
sig dreyma í nokkurn tíma um að
vera um borð í henni. Rósin var samt
alveg nógu góð fyrir mig, mjög
snyrtilegur bátur sem tekur 75
manns um borð og hentar vel í
hvalaskoðun.
Eftir nokkra stund og svolítinn
sjó var hægt á ferðinni og farið að
skima eftir hval. Allir farþegarnir
röðuðu sér við borðstokkinn og
störðu út á haf, flestir með mynda-
vélina tilbúna. Áhöfnin var með kíki
á nefinu og fararstjórinn þuldi upp
Æsispennandi
hvalaskoðun
Hvalaskoðun er stór hluti af ferðamannaþjónustunni á Íslandi. Erlendir gestir
flykkjast í bátana í von um að sjá einn bakugga eða sporð kíkja upp úr yfirborði
sjávar. Íslendingar eru sjaldséðari gestir á hvalaskoðunarbátunum enda hvað er
að sjá? Ýmsu komst blaðamaður að þegar hann skellti sér í hvalaskoðun frá
Reykjavíkurhöfn með Puffin Express.
Morgunblaðið/Eggert
Á bryggjunni Blaðamaður ræðir við systur sína sem var komin um borð.
Hvalur framundan? Komin út á
Faxaflóa, báturinn stopp og skimað.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010
Hver hannaði brúnu töskuna sem
Jessica Alba sást með í LA á miðviku-
daginn? Hvar er hægt að nálgast
græna kjólinn sem Cameron Diaz
klæddist við kynningarstörf í Þýska-
landi í júlí?
Það getur verið ansi erfitt, jafnvel
ógerlegt, að leita einn síns liðs að
ákveðinni flík eða skartgrip sem ein-
hver stórstjarnan hefur klæðst eða
borið. Vefsíðan Celebrity Fashion
kemur þeim til hjálpar sem kannast
við þessi hvimleiðu vandræði.
Þar má finna aragrúa af stjörnum
sem kunna að klæða sig (eða hafa
efni á að ráða til sín góða stílista) og
eru föt þeirra og fylgihlutir krufnir til
mergjar. Upplýsingar eru til reiðu um
hvar þeir fást, og jafnvel hvar hægt er
að nálgast ódýrari útgáfuna. Það er
nefnilega ekki á allra færi að fjár-
festa í flíkum sem kosta meira en ut-
anlandsferð.
Síðan er vel skipulögð og því auð-
velt að finna það sem leitað er eftir.
Aðstandendur hennar eru með vökul
augu og að því virðist alltaf vinnandi,
því fjöldi færslna birtist þar á dag.
Ef þú fylgist með fræga fólkinu í
Hollywood og hefur áhuga á tísku þá
er vefsíðan Celebrity Fashion fyrir
þig.
Vefsíðan: www.celebrityfashion.onsugar.com
Klæddu þig
eins og stjörn-
urnar
Handverkshátíðin í Hrafnagili í
Eyjafjarðarsveit er haldin nú
um helgina. Þar eru 140 sýn-
endur með handverk sitt og því
margt að sjá. Það er líka fleira í
boði, t.d. söguþorp – landnám
til dagsins í dag, tískusýningar,
fegurðarsamkeppni landnáms-
hænsna, forndráttarvélasýn-
ing, verksvæði handverks-
manna, rúningur, lottó og
norrænir handverksdagar.
Meðal viðburða í tengslum
við hátíðina verður bruna-
slöngubolti þar sem sveit-
arstjórnir á Eyjafjarðar-
svæðinu munu takast á.
Leikirnir fara fram á fótbolta-
vellinum við hátíðarsvæðið á
morgun og hefjast kl. 14.30.
Hátíðin er opin til mánu-
dagsins frá kl. 12-19 alla dag-
ana. Sjá nánar á www.hand-
verkshatid.is.
Endilega…
… farið á handverkshátíð
Áhugavert Frá Handverkshátíð.
una ásamt hefðbundnum íslenskum
handprjónuðum lopapeysum.
Teppapeysan er svo til sýnis og
mátunar í tveimur verslunum í
Hafnarfirði, HB búðinni og Kaki,“
segir Kristín.
Frá toppi til táar
Hugsunin á bak við teppapeys-
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Hugmyndina að Koffort-
teppapeysunni hef ég gengið með í
maganum í nokkur ár. Ég starfa
sem flugfreyja hjá Icelandair og er
mjög umhugað um að fólki líði vel,
sé hlýtt og hafi það notalegt. Mér
var bent á hönnunarkeppni hjá
Innovit sem heitir Gulleggið og það
var hvatinn að því að ég lét loksins
verða af því að koma þessari hug-
mynd á koppinn,“ segir Kristín
Unnur Þórarinsdóttir sem hefur
hannað teppapeysuna Koffort
ásamt Ingibjörgu Þóru Gests-
dóttur, vinkonu sinni.
„Ég fékk Ingu með mér í
þetta verkefni en hún er fatahönn-
uður. Við höfum verið með teppa-
peysuna og alla umgjörðina í kring-
um hana í þróun síðan í febrúar.
Þetta er búin að vera mikil vinna
en jafnframt mjög skemmtileg. Út-
koman er sem sagt þessi og við er-
um fyrst núna að sleppa hendinni
af henni. Bróðir minn hannaði fyrir
okkur heimasíðuna Koffort.is þar
sem hægt er að kaupa teppapeys-
una er hlýja frá toppi til táar að
sögn Kristínar.
„Hugsunin er að geta haft það
virkilega notalegt. Ermarnar gera
það að verkum að hægt er auðveld-
lega að athafna sig t.d. lesa bók
eða matast án þess að fórna hlýj-
unni og huggulegheitunum. Hettan
gefur ákveðið andrými og næði í
hvíld og svo er gott að geta haft
fæturnar ofan í pokanum, það
tryggir heitar tær. Ef standa þarf
upp og athafna sig er hægt að
hengja teppið upp með lykkjunum
sem eru neðst á pokanum á tölur á
peysunni innanverðri, þar með er
teppið orðið að fallegri peysu.
Teppapeysunni er svo hægt að
rúlla upp inn í hettuna og þá ertu
komin með poka sem auðvelt er að
ferðast með eða nota sem kodda,“
segir Kristín sem er mjög ánægð
með að þessi hugmynd sé nú komin
í loftið.
Peysurnar eru bæði fyrir kon-
ur og karla, í tveimur litum og
tveimur lengdum, breiddin er alltaf
sú sama.
Allt unnið á Íslandi
Hluti af viðskiptaáætlun Krist-
ínar og Ingibjargar var að hafa
ferlið íslenskt frá upphafi til enda.
„Peysan er úr íslenskri ull, töl-
urnar úr völubeini og horni frá
bændum í Borgarnesi, prjónað er
hjá Glófa og við Inga saumum svo
hverja peysu sjálfar heima hjá okk-
ur. Það kæmi ekki til greina að
senda þetta í verksmiðju erlendis,“
segir Kristín. Þær stöllur hafa
fengið hönnunarvernd á teppapeys-
una og eru með fleira spennandi og
nýtt af nálinni á teikniborðinu.
Koffort-peysan hefur fengið
mjög góðar viðtökur enda segir
Kristín hana virka vel. „Við höfum
báðar prófað hana í útilegum í
sumar og hún virkar vel fyrir
kuldaskræfur eins og okkur. Þetta
er bara yndislegt hvort sem er á
ferðalögum eða uppi í sófa á kvöld-
Hönnun
Alíslensk teppapeysa
Koffort Teppapeysan er hlý frá toppi til táar auk þess að vera flott.Hönnuðir Ingibjörg og Kristín.
10 Daglegt líf
Skyndilega gerðist eitt-
hvað, skipstjórinn sagð-
ist hafa séð hval