Morgunblaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 7. Á G Ú S T 2 0 1 0
Stofnað 1913 182. tölublað 98. árgangur
TEKUR FACE-
BOOK MIKINN
TÍMA FRÁ ÞÉR?
GOTT AÐ VERA
GLAÐUR Á
ÍSLANDI
KALLAÐ Á HVALI
MEÐ HVALA-
HLJÓÐUM
SUNNUDAGSMOGGINN PRUFUTÍMI Í HVALASKOÐUN 10VEGFARENDUR SPURÐIR 14
Lög um skil á fasteignum, sem tóku
gildi um mánaðamótin, samrýmast
ekki yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar
um úrræði til handa heimilum í
skuldavanda frá því í mars. Tilgangur
laganna er að aðstoða þá sem eiga
tvær fasteignir ætlaðar til heimilis-
nota og eiga í skuldavanda.
Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar fyrr á árinu átti að gefa þeim
sem í þessari stöðu eru færi á því að afskrifa skuldir um-
fram söluverð á annarri eigninni, en sú sem haldið væri
eftir skuldsett í samræmi við greiðslugetu lántakans. Í
því samhengi var talað um skuldsetningarhlutfall á bilinu
80-110%. Lögin sem nú hafa tekið gildi kveða hins vegar
ekki á um neina hámarksveðsetningu
eignarinnar sem haldið er eftir.
Kjósi eigandi tveggja fasteigna, að
uppfylltum vissum skilyrðum, að
skila annarri eign til láveitanda, er
heimilt að færa umfram veðsetningu
eignarinnar yfir á þá sem eftir verð-
ur.
Þá getur sú staða komið upp að
eign sem á hvíldu veðbönd, sem voru
lægri en söluvirði, verði yfirveðsett við tilfærsluna. Lán-
veitandinn fær á sama tíma eign á markaðsvirði, án þess
að verða af þeim afborgunum sem hvíldu á eigninni um-
fram það. Hækki eignin í verði nýtur lánveitandi jafn-
framt góðs af því. »20
Ekkert þak á veðsetningu
Yfirfærsla veða vegna fasteignaskila geta verið óhagstæð
Fjöldi fólks var mættur á Dalvík í gær til að taka
þátt í Fiskideginum mikla og að sögn Júlíusar Júl-
íussonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, var
stemningin afar góð. „Það er róleg og fín stemning
og allt hefur gengið alveg hreint dásamlega. Allar
götur eru fullar af fólki, bærinn er vel skreyttur og
fjölskyldur saman að skoða sig um.“ Búist er við að
gestafjöldi verði svipaður og í fyrra en þá er talið
að um 36 þúsund manns hafi mætt.
Hátíðin var sett í gær og var þá m.a. 5.000 frið-
ardúfublöðrum sleppt og tóku þúsundir manna
þátt í risaknúsi í lok setningarinnar. Í kjölfarið
hófst súpukvöldið vinsæla þar sem íbúar bjóða
gestum upp á fiskisúpu. Einn þeirra sem aðstoðaði
við að ausa súpu í mál var Arne Vagn Olsen og að
sögn nærstaddra var súpan með eindæmum góð.
Ljósmynd/Helgi
Fólk fyllir götur á Fiskidegi
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Seðlabanki Íslands sendi frá sér minnisblað til
fjölmiðla í gærkvöld vegna umfjöllunar DV um
að Seðlabankanum hefði vorið 2009 verið
kunnugt um að gengistrygging lána væri ólög-
mæt.
Seðlabankinn
áréttar að ein-
ungis eitt lög-
fræðiálit hafi tal-
ið það „ekki
ólíklegt“ að lánin
væru ólögmæt en
álit ýmissa ann-
arra lögfræðinga
hafi gengið í aðra
átt. Jafnframt
kemur fram að
aðallögfræðingur
Seðlabankans
hafi upplýst viðskiptaráðuneytið um nið-
urstöðu álitsins. Seðlabankinn áréttar þá að
hann sé ekki dómstóll og geti því ekki skorið úr
um lögmæti gjörninga. Það væri þannig í
„hæsta máta óviðeigandi“ ef hann hefði á þess-
um tímapunkti gefið frá sér yfirlýsingar þar að
lútandi að því er fram kemur á minnisblaði til
fjölmiðla.
Þá bendir Seðlabankinn á að hann hafi ekki
heimild til að afhenda fjölmiðlum umrætt álit
án samþykkis viðkomandi lögfræðistofu en
bankinn kannar nú hvort slíkrar heimildar
verður aflað.
Sigurður Líndal lagaprófessor kveður það
rétt að ekki megi birta álit nema að gefnu leyfi
lögfræðings sem samdi það.
Þá telur Sigurður það rétt hjá Seðlabank-
anum að tala varlega í þessum efnum. „Auðvit-
að verður Seðlabankinn að tala varlega. Þetta
er óskaplega viðkvæmt. Lögfræðilegu álitin
stangast á. Seðlabankinn sér að þetta er álita-
mál og telur að það sé rétt að bíða því þetta er
dómsmál. Eins og málið liggur fyrir mér er
það rétt niðurstaða að bíða bara eftir dómi.“
Álitin
orkuðu
tvímælis
Seðlabankinn komst
ekki að niðurstöðu
Af minnisblaði
» „[Seðlabankinn]
hafði í höndum eitt
lögfræðiálit þess
efnis að það væri
ekki ólíklegt að svo
væri. Á móti stóðu
álit ýmissa annarra
lögfræðinga sem
gengu í aðra átt.“
Vegagerðin hefur enn ekki samið
við verktaka um tvöföldun fyrsta
áfanga Suðurlandsvegar.
Á ýmsu hefur gengið síðan verk-
ið var boðið út. Háfell ehf. kærði
áform Vegagerðarinnar um að fela
Ingileifi Jónssyni ehf. að vinna
verkið, en áður hafði kærunefnd út-
boðsmála hafnað áformum stofn-
unarinnar um að semja við annan
bjóðanda, einnig eftir kæru Háfells.
Hreinn Haraldsson vegamála-
stjóri sér ekkert því til fyrirstöðu
að upphafleg áætlun um að opna
veginn fyrir lok september á næsta
ári geti staðist. Hins vegar geti
vinna við frágang vegarins frestast
yfir þann tíma. »14
Framkvæmdir tefj-
ast vegna kærumála
Suðurlandsvegur Fimmtán verktakar
buðu í fyrsta áfanga tvöföldunarinnar.
Ólíklegt er tal-
ið að ESB fari
að kröfum sam-
taka útgerð-
armanna í ESB
og Noregi og
banni innflutn-
ing á sjávaraf-
urðum frá Ís-
landi. Íslend-
ingar mega hinsvegar ekki landa
makríl í ESB og Noregi þar sem
ekki hefur tekist samkomulag um
veiðar á makríl.
Samkvæmt íslenskum lögum er
útlendum skipum óheimilt að
landa afla hér á landi úr fiski-
stofnum sem ekki hefur verið sam-
ið um nýtingu á. Skipum ESB-
landa og Noregs er því óheimilt
að landa hér á landi. »18
Bann við innflutn-
ingi talið ólíklegt
„Fólk sem ekki vildi láta nafns síns
getið vegna þess að það er hrætt um
að geta misst vinnuna kom þessum
upplýsingum til mín,“ segir Björk
Guðmundsdóttir söngkona m.a. í
viðtali í Sunnudagsmogganum sem
fylgir Morgunblaðinu í dag aðspurð
hvað hún hefði fyrir sér í því að
Magma Ísland hefði áhuga á að
virkja á fimm stöðum á Íslandi.
Björk segir fáránlegt að fólk þurfi
að hafa slíkar áhyggjur enda ætti
svona lagað að fara fram fyrir opn-
um tjöldum. Hún segir Ross Beaty,
forstjóra Magma Energy, móð-
urfélags Magma
á Íslandi, ekki
hafa neitað því að
fyrirtækið hefði
áhuga á að auka
umsvif sín á Ís-
landi. Hann hafi í
erlendum miðlum
gefið slíkt til
kynna og horft til
Kínverja í því
sambandi en þeir
hafi sóst eftir því að fjárfesta í ódýr-
um orkuauðlindum nú þegar efna-
hagserfiðleikar séu víða.
Segir fólk vera hrætt
við að missa vinnuna
Björk
Guðmundsdóttir