Morgunblaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Nánast engar líkur eru taldar á því
að Evrópusambandið fari að kröfum
samtaka útgerðarmanna í ESB og
Noregi og banni innflutning á sjáv-
arafurðum frá Íslandi. Íslendingar
mega hins vegar ekki landa makríl í
ESB og Noregi þar sem ekki hefur
tekist samkomulag um veiðar á
makríl.
Samkvæmt lögum um veiðar og
vinnslu erlendra skipa í fiskveiði-
landhelgi Íslands er útlendum skip-
um óheimilt að landa afla hér á landi
úr fiskistofnum sem ekki hefur verið
samið um nýtingu á. Þetta þýðir að
skipum ESB-landa og Noregs er
óheimilt að landa hér á landi. Nor-
egur og ESB eru með samskonar
reglu gagnvart Íslandi og með sömu
rökum, þ.e. að Ísland hafi ekki gert
samning um veiðar á makríl.
Þetta löndunarbann skiptir
engu máli fyrir íslensk skip því veið-
arnar eiga sér stað í íslenskri lög-
sögu og landað er hér heima til
vinnslu.
Það sem samtök útgerðar-
manna í ESB og Noregi eru að fara
fram á er að innflutningur á sjáv-
arafurðum frá Íslandi verði bannað-
ur. Slíkt bann hefði auðvitað víðtæk
áhrif hér á landi, en nánast er úti-
lokað að ESB og Noregur grípi til
svo harkalegra aðgerða. Slíkt bann
væri brot á EES-samningnum og
GATT-samningnum.
Það mætti hugsa sér að ESB
myndi banna innflutning á makríl frá
Íslandi þótt slíkt bann fæli raunar
líka í sér brot á þessum samningum.
Áhrifin af slíku banni yrðu hins veg-
ar afar takmörkuð vegna þess að
mjög lítið af makríl er flutt til ESB.
Mestallur makríll sem við flytjum út
fer til Rússlands og fleiri landa í A-
Evrópu eins og Litháens og Úkra-
ínu. Einnig fer eitthvað til Afríku,
Kína og Japans.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, segir enga
ástæðu fyrir Íslendinga að láta hót-
anir frá útgerðarmönnum í Noregi
og ESB raska ró sinni. Veiðar ís-
lenskra skipa á makríl séu fullkom-
lega löglegar. Friðrik segir að veið-
arnar hafi gengið vel og skipt miklu
máli fyrir útgerðir uppsjávarskipa
sem hafi mátt þola loðnuleysi og sýk-
ingu í síld.
Löndunarbann en ekkert
innflutningsbann í gildi
Íslenskir útgerðarmenn flytja sáralítið af makríl til landa Evrópusambandsins
Veiðar Makríll hefur veiðst í miklu magni víða um land í sumar. Þessar veið-
ar vekja ekki mikla kátínu í Noregi og löndum Evrópusambandsins.
Löndunarbann
» Í fyrra fluttu Íslendingar
út makríl fyrir 2.444 milljónir.
Þar af fóru 1.866 milljónir til
Rússlands.
» Íslenskum skipum er
bannað að landa makríl í höfn-
um í Noregi og ESB vegna þess
að ekki hefur verið samið um
veiðar úr stofninum.
» Ekkert bann hefur hins
vegar verið sett á innflutning á
íslenskum sjávarafurðum til
ESB.
18 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010
Hafðu samband
sími 444 7000 • arionbanki.is
Stjórnvöld virðast hafa takmarkað-
an áhuga á að haldið verði áfram
undirbúningi álvers á Bakka við
Húsavík. Þetta kemur fram í yfirlýs-
ingu sem Alcoa á Íslandi sendi frá
sér í gær vegna ummæla Katrínar
Júlíusdóttur iðnaðarráðherra í Kast-
ljósinu í vikunni þess efnis að það
stæði upp á fyrirtækið að frekari
hreyfing verði á því að álver rísi á
Bakka og að stjórnvöld biðu eftir
upplýsingum frá Alcoa á Íslandi um
það hvort fyrirtækið hefði áhuga á að
reisa álverið.
Unnið að málinu
Í yfirlýsingunni segir að það séu
þvert á móti stjórnvöld sem hafi
staðið málinu fyrir þrifum. Alcoa á
Íslandi hafi enn fullan hug á að reisa
álverið og hafi frá því verkefnið hófst
unnið af heilum hug að því. Þannig
hafi fyrirtækið þegar lagt einn og
hálfan milljarð í undirbúningsvinnu
vegna þess.
Fram kemur að þessari vinnu sé
hins vegar ekki lokið enda verði
ákvörðun af þessari stærðargráðu
ekki tekin fyrr en nauðsynleg und-
irbúningsvinna sé að baki og „nokk-
uð nákvæmar upplýsingar liggi fyrir
um magn, verð og afhendingu á orku
ásamt því að meta nákvæmlega öll
hugsanleg áhrif á umhverfið“ eins og
segir í tilkynningunni.
Andmælir
iðnaðar-
ráðherra
Hefur fullan hug á að
reisa álver á Bakka