Morgunblaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 21
Fréttir 21ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Eldarnir í vestur- og miðhluta Rússlands eru taldir vera þeir mestu sem um getur í sögu landsins og tjónið gífurlegt. Ráðuneyti neyð- araðstoðar sendi í gær frá sér hvatningu til sjálf- boðaliða um að gefa sig fram til starfa við að slökkva eldana. Stjórnvöld sögðu þó í gær að tekist hefði að stöðva að mestu frekari útbreiðslu eldanna og ná tökum á ástandinu. Tæplega 800 þúsund hektarar eru brunnir og er vitað um 588 elda sem nú brenna. 50 manns hafa týnt lífi vegna hamfaranna og um 3.000 misst heimili sín. Ekki bætir úr skák að yfir landið ríður nú hitabylgja, að sögn sú mesta sem mælst hefur frá því að mælingar hófust fyrir 130 árum og þurrkar hafa eyðilagt mikið af hveiti á ökrunum. Hitabylgjan hefur staðið yfir frá því í júní og ekki spáð að breyting verði þar á næstu daga. Reykjarmökkur frá eldi í skógum og þurrum mógröfum liggur nú yfir Moskvuborg og mælist mikil aukning á eiturefnum í andrúmsloftinu. Svifryksmengun er tuttugu sinnum meiri en eðlilegt má teljast og tíðni dauðsfalla í borginni hækkaði um 50% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra og vegfarendur í Moskvu bera margir grímur fyrir vitunum.Truflun hefur orðið á flug- umferð á Domodedovo-flugvelli við Moskvu vegna reykjarmisturs. Flugskeyti flutt á öruggara svæði Menn hafa einnig vaxandi áhyggjur af áhrif- um eldanna á svæði sem hýsa geislavirk efni og kjarnorkuvopn. Varnarmálaráðuneyti Rúss- lands hefur fyrirskipað flutning á flugskeytum frá birgðageymslu skammt frá Moskvu. Einnig er varað við því að eldarnir geti þyrlað upp geislavirkri mengun í jarðvegi í Brjansk-héraði, frá Tsjernóbýl-kjarnorkuslysinu 1986. Héraðið er rösklega 300 km austan við höfuðborgina. „Kvikni eldar þar gætu geislavirkar agnir losnað úr jarðveginum og borist um loftið með ögnum úr eldunum, nýtt mengunarsvæði yrði til,“ sagði Sergei Sjogu, ráðherra neyð- araðstoðar, í samtali við sjónvarpsstöð. Segjast hafa stöðvað útbreiðslu eldanna  Nær 800 þúsund hektarar lands hafa brunnið í Rússlandi í mestu eldum í sögu landsins  Óttast að geislavirk efni síðan í Tsjernóbýl-slysinu geti þyrlast upp og mengað andrúmsloftið Reuters Mengun Kona úr starfsliði innanríkisráðuneyt- isins í Moskvu með rykgrímu í gær. Hitabylgja » Spáð er 35-38 stiga hita næstu daga í Moskvu. Að sögn veðurfræðinga gæti þetta ástand varað fram yfir miðjan mánuðinn. » Eldar nærri borginni Sarov valda yfirvöldum sérstökum áhyggjum en þar er aðalmiðstöð kjarnorkurannsókna landsins. » Geislavarnir Rússlands segja þó að allt sprengiefni og geisla- virkt efni hafi verið fjarlægt úr miðstöðinni. » Slökkviliðsmenn frá nokkrum ríkjum Evrópu og Mið-Asíu eru þegar komnir til aðstoðar. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ráðamenn í Washington hafa vax- andi áhyggjur af því að ekki skuli hafa tekist að mynda nýja ríkisstjórn í Írak, en þingkosningar fóru fram í landinu í mars sl. Joe Biden, varafor- seti Bandaríkjanna, fór í byrjun júlí til Bagdad til að reyna að þrýsta á um sættir milli stærstu flokkanna, en tilraunin bar engan árangur. Tímaritið Foreign Policy skýrði frá því í gær að Barack Obama for- seti hefði skömmu síðar sent ajatol- lah Ali al-Sistani, virtasta og áhrifa- mesta klerki sjía-múslíma í Írak, bréf og beðið hann um að telja þrætugjarna pólitíkusana á að finna málamiðlun og koma á fót nýrri rík- isstjórn. Ritið vitnaði í ónafngreind- an heimildarmann sem rætt hefði málið við fólk úr fjölskyldu klerksins. Flokkur Iyads Allawis, fyrrver- andi forsætisráðherra, fylking sem einkum er skipuð veraldlega sinnuð- um Írökum auk trúaðra súnníta og sjíta, vann nauman sigur og hefur flesta þingmenn en skorti verulega upp á meirihluta. Samtök Nuri al- Malikis, starfandi forsætisráðherra, hlutu ívið færri sæti og reyna þau enn að mynda meirihluta án þátt- töku Allawis og manna hans. Óttast ringulreið Þegar hefur verið samið um að Bandaríkjamenn hverfi á brott með herafla sinn frá Írak á næsta ári og strax um næstu mánaðamót er búist við að ekki verði nema um 50.000 manns eftir. En stöðugt berast frétt- ir af deilum og pólitískum hryðju- verkum. Margir óttast því ringulreið og jafnvel borgarastríð þegar Bandaríkjamenn verði á braut. Það gerir einnig maður sem fáir hefðu trúað til að hvetja Bandaríkja- menn til að yfirgefa ekki landið strax: Tariq Aziz, fyrrverandi stað- gengill Saddams Husseins, er situr nú í fangelsi og harmar enn örlög einræðisherrans. Aziz segir í viðtali við Guardian í Bretlandi að Bandaríkjamenn og Bretar hafi misskilið Saddam sem hafi verið sannur ættjarðarvinur. En vesturveldin tvö hafi eyðilagt Írak og Bandaríkjamenn hafi engan rétt til að fara núna frá landinu. „Þegar menn gera mistök verða þeir að leið- rétta þau, ekki skilja Íraka eftir á köldum klaka.“ Stál í stál í Írak  Einn af æðstu liðsmönnum Saddams Husseins vill að Bandaríkjamenn fari ekki strax með her sinn frá landinu Forseti Filippseyja, Benigno Aquino, rak í gær veðurstofustjóra landsins, Prisco Nilo, og sakaði hann um að hafa ekki varað nógu kröftuglega við fellibylnum Conson sem varð 11 manns að bana í júlí. „Ég treysti sjálfur öllum sem komu að málinu svo að þegar [Conson] lenti á okkur varð ég undrandi,“ sagði Aquino. Forsetinn sagði að gerðar yrðu ýmsar breytingar á stofnuninni. Veðurstofustjórinn látinn fjúka FILIPPSEYJAR Yfirmaður barnahjálparsjóðs Nelsons Mandela, Jeremy Ratcliffe, segist hafa tekið við óslípuðum demöntum fyr- irsætunnar Naomi Campbell árið 1997. Hún fékk steinana að gjöf hjá Charles Taylor, fyrrverandi Líberíuforseta sem nú er fyrir rétti í Haag, sak- aður um stríðsglæpi og viðskipti með blóðdemanta. Ratcliffe sagðist ekki hafa viljað láta bendla stofn- unina við blóðdemanta og því hald- ið þeim sjálfur. Demantar Campbell komnir í ljós Óslípaður demantur. SUÐUR-AFRÍKA Hver er Tariq Aziz? Hann var einn af þekktustu ráða- mönnum Íraks út á við, var meðal annars utanríkisráðherra um nokk- urra ára skeið og einnig staðgengill Saddams. Aziz er úr röðum kristna þjóðarbrotsins en langflestir lands- menn eru annaðhvort sjía-múslímar eða súnní-múslímar. Fordæmir hann Saddam? Aziz er í fangelsi og ver Saddam. En hann segist í viðtalinu ekki vilja gagnrýna Saddam fyrr en hann sé orðinn frjáls maður. Ef hann lýsi núna iðrun vegna starfa fyrir Sadd- am muni menn kalla sig tækifær- issinna sem snúi fyrst bakinu við leiðtoganum þegar hann sé látinn. Spurt&svarað Fólk í borginni Nowshera í norð- vesturhluta Pakistans í rústum heimilis síns í gær. Ekkert lát er á rigningu og flóðum í landinu og hafa stjórnvöld látið flytja hálfa milljón íbúa í héraðinu Sindh í skjól en þar voru flóðgarðar að bresta. Milljónaborgin Karachi er í Sindh. Þeim sem búa í grennd við stór- fljótið Indus hefur verið sagt að forða sér þar sem spáð er meiri rigningu næstu daga. Talið er að um 250 þúsund heimili hafi eyðilagst í flóðunum og hundr- uð þúsunda manna séu á vergangi. Yfir 1.600 eru látnir í flóðunum og tugir manna hafa einnig látið lífið í indverska hluta Kasmírhéraðs. Flóðin raska með einhverjum hætti lífi 12 milljóna manna í Pakistan og æ fleiri þurfa nú á neyðaraðstoð að halda, sums staðar er skortur á brýnustu nauðsynjum. Stjórnvöld sæta harðri gagnrýni vegna þess hve seint þau hafa brugðist við. Hundruð þúsunda á flótta Reuters Bandaríkjamenn krefjast þess nú að vefsíðan Wikileaks fjarlægi af síð- unni tugþúsundir leyniskýrslna um stríðið í Afganistan. Gögnin geti nýst talibönum og þannig stefnt lífi bæði hermanna og óbreyttra borgara í Afganistan í mikla hættu. Gögnunum mun vera dreift með hjálp netfyrirtækis í Solna í Svíþjóð. Dagens Nyheter vitnar í Anders Hellner, sérfræðing hjá sænsku al- þjóðamálastofnuninni sem segir að málið geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti Bandaríkjamanna og Svía. En jafnframt bendir hann á að Svíar séu sjálfir með herlið í Afgan- istan og eigi því hagsmuna að gæta. Vel vopnaðir Sænskir hermenn í alþjóðaliðinu í Afganistan. Stöðva Svíar Wikileaks?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.