Morgunblaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010 ✝ Friðrik BenónýSigurbjörnsson fæddist í Reykjavík 7. október 1921. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans í Fossvogi 14. júlí sl. Foreldrar hans voru hjónin Þuríður Benónýsdóttir, f. 1892, d. 1973 og Sig- urbjörn Jónasson, f. 1885, d. 1929. Systk- ini Friðriks voru: Anna Margrét, f. 1917, d. 1939 og Ingólfur, f. 1923, d. 1999. Friðrik kvæntist 12. desember 1969 Kristbjörgu Kristjánsdóttur, f. 15. ágúst 1924. Foreldrar Kristbjargar voru Kristján Þórð- arson, f. 1893, d. 1959 og Ágústa Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 1892, d. 1981. Dóttir Friðriks er Svana, f. 1951, móðir hennar var Svan- fríður Friðjónsdóttir, f. 3. janúar 1929, d. 22. janúar 1952. Svana er gift Jóhanni Pétri Malmquist, f. 1949, þeirra börn eru: a) Skúli Friðrik, f. 1973, kvæntur Aðalheiði Ingu Þorsteins- dóttur, f. 1974; dótt- ir þeirra er María Svanfríður, f. 2006 en Aðalheiður Inga á dótturina Ingi- björgu Þórunni Ingvadóttur, f. 2002; b) Ari Benóný, f. 1978, sonur hans er Friðrik, f. 2003; c) Ásta Berit, f. 1980, unnusti hennar er Snorri Páll Sigurðs- son, f. 1979, sonur þeirra er Bald- ur Páll, f. 2009. Friðrik var ungur að árum þegar hann hóf störf hjá Land- síma Íslands, þar vann hann sem verkstjóri um áratuga skeið. Síð- ari hluta starfsævinnar var hann verkstjóri hjá Rafmagnsveitum ríkisins; hjá Rafmagnsveitunum starfaði hann þar til hann fór á eftirlaun. Útför Friðriks fór fram í kyrr- þey frá Fossvogskapellu 23. júlí 2010. Við systkinin erum öll komin á fertugsaldurinn þegar við kveðjum afa okkar. Síðan við munum eftir okkur hafa afi og Kiddý amma bú- ið í fallegu húsi við Bárugötuna í gamla Vesturbænum. Afi var bæði virðulegur og myndarlegur maður, alltaf þegar hann fór út úr húsi setti hann upp hatt, hann átti líka sérstakan vinnuhatt sem hann notaði þegar hann var að vinna úti við. Afi var vinnusamur maður og oft þegar við komum í heimsókn var hann annaðhvort uppi í stiga að dytta að húsinu eða í kjallaranum en þar hafði hann komið sér upp litlu verkstæði þar sem hver hlutur var á sínum stað. Þar naut hann sín vel við að sinna ýmsum verkefnum sem sneru að heimillinu og bílnum. Afi átti mjög lengi bláan, flottan Bens sem var alltaf hreinn og fínn að innan sem utan, og fimmtíukall- arnir voru á sínum stað ef hann þyrfti að greiða í stöðumæli. Það var því mikill heiður að fá að sitja undir stýri í Bensanum hans afa. Á síðustu árum þegar heilsu afa tók að hraka átti hann erfiðara með að sinna húsinu og öðrum þeim störfum sem hann var vanur að vinna, þá kallaði hann það leti í sjálfum sér að vera bara inni en ekki úti við að sinna einhverjum verkefnum. Þetta fannst afa mjög erfitt og þá sagði hann stundum að nú væri hann eins og algjört gam- almenni! Afi var alla tíð mjög heimakær og leið honum best heima á Báru- götu, þar sem hann og Kiddý amma eiga sitt fallega heimili. Alltaf fylgdist afi vel með frétt- um, hann las blöðin, fylgdist með textavarpinu, horfði á erlendar stöðvar eins og hinar ýmsu stöðv- ar frá Evrópu og Mið-Austurlönd- um. Það voru góðar stundir að sitja með afa í rólegheitum og horfa á ARTE, RAI, Euronews eða Al Jazeera. Hann þóttist ekki skilja mikið í þessum tungumálum öllum, en við erum viss um að hann skildi meira en hann vildi vera láta. Við systkinin höfum öll verið búsett erlendis og alltaf vissi afi hvernig veðrið var hjá okkur og hvað var fréttnæmt að gerast í kringum okkur. Afi var mjög vel lesinn og naut þess að lesa bækur alla tíð. Hall- dór Laxness var í miklu uppá- haldi hjá honum en margar bæk- ur hans kunni afi nánast utanbókar. Afi lumaði einnig á vísum sem hann hafði lært á lífs- leiðinni og ýmsum frásögnum um fólk og staðhætti. Hann þekkti landið okkar mjög vel vegna starfa sinna, einnig þekkti hann gamla Vesturbæinn einstaklega vel enda var hann fæddur og upp- alinn þar. Á fallegum sumardegi kvaddi afi þennan heim. Við erum þakk- lát fyrir að hann gat búið alla tíð heima þar sem honum leið best og amma Kiddý hugsaði svo vel um hann. Frá Bárugötunni eigum við margar góðar minningar sem við munum geyma í okkar hugskoti. Við erum þakklát fyrir að við gát- um öll kvatt hann og fyrir þá staðreynd að fram á síðasta dag gátum við hlustað á sögur og sótt fróðleik til hans. Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt en jörðin fær hlutdeild í himninum þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauð- synleg þar ríkir fegurðin ein ofar hverri kröfu. (Halldór Laxness.) Skúli Friðrik, Ari Benóný og Ásta Berit. Friðrik Benóný Sigurbjörnsson MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS ÁRNASONAR, Brúnavegi 9, áður Njörvasundi 34. Sigurður Halldórsson, Sigrún Þorsteinsdóttir, Sif Sigurðardóttir, Rafn Rafnsson, Anna Birna Rafnsdóttir, Jón Emil Rafnsson, Atli Rafnsson, Eyþór Rafnsson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SNORRA ARINBJARNARSONAR, Mýrarvegi 111, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyfjadeildar Sjúkrahússins á Akureyri fyrir hlýja og góða umönnun. Guðrún Guðmundsdóttir, Unnur Snorradóttir, Bjarki Kristinsson, Helga Snorradóttir, Kristján Ólafsson, Arinbjörn Snorrason, Friðný Møller, Guðmundur Hoff-Møller, Marianne Hoff-Møller, Bjarki Heiðar Ingason, Hildur Soffía Vignisdóttir, Helga Þórey Ingadóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, GÍSLA SIGURÐSSONAR, frá Úthlíð. Jóhanna Bjarnadóttir, Hrafnhildur Gísladóttir, Bjarni Már Gíslason, Hrafney Ásgeirsdóttir, Jóhanna Bjarnadóttir, Sverrir Már Bjarnason. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALBORG SIGURBERGSDÓTTIR, Hábæ 36, Reykjavík, sem lést mánudaginn 2. ágúst, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 10. ágúst kl. 13.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Páll Bergmann Reynisson, Guðrún Eiðsdóttir, Grétar Reynisson, Lilja Ruth Michelsen, Sóley Reynisdóttir, Sigurður Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför, EMMU HANSEN, frá Hólum í Hjaltadal. Starfsfólk Droplaugarstaða fær sérstakar þakkir fyrir notalegt viðmót og góða umönnun. Björn Friðrik Björnsson, Oddný Finnbogadóttir, Ragnar Björnsson, Sigurður J. Björnsson, Thuy Thu Thi Nguyen, Gunnhildur Kr. Björnsdóttir, Sveinn Agnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, ást og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR SVEINS JÓNSSONAR, Sléttuvegi 23. Öllum þeim sem önnuðust hann í veikindunum færum við hlýjar kveðjur. Alúðar þakkir til Sr. Sigurðar Jónssonar. Rakel Margrét Viggósdóttir, Viggó Sigurðsson, Guðmundína Ragnarsdóttir, Unnur Kristín Sigurðardóttir, Þórður Georg Lárusson, Edda Björg Sigurðardóttir, Konráð Jón Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur við andlát og útför okkar elskulegu, ERNU BJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Tjarnarhólma 2, Stykkishólmi. Sérstakar þakkir færum við Lionsfélögunum í Stykkishólmi. Guðþór Sverrisson, Guðmundur Þór Guðþórsson, Jóhanna María Ríkharðsdóttir, Kristján Valur Guðþórsson, Guðmundur Rúnar Guðþórsson, Sólveig Þóra Ásgeirsdóttir, Guðríður Guðmundsdóttir, Þorsteinn Svavar McKinstry, Guðrún Guðmundsdóttir, Sveinn Einar Magnússon, Björgvin Trausti Guðmundsson, Nína Berglind Sigurgeirsdóttir, Arndís Þórðardóttir, barnabörn og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.