Morgunblaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010
Ljóti andarunginn og ég kl. 1 - 4 - 6 (650 kr) LEYFÐ Shrek 4 3D íslenskt tal kl. 1 (950 kr) - 3:30 - 5:45 LEYFÐ
Karate Kid kl. 1 (650 kr) - 5:10 - 8 - 10:50 LEYFÐ Shrek 4 2D íslenskt tal kl. 1 (650 kr) - 3:30 LEYFÐ
Karate Kid kl. 2 - 5:10 - 8 - 10:50 LÚXUS Knight and Day kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Predators kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára Grown Ups kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ
Sími 462 3500
Ljóti andarunginn og ég kl. 3 (600 kr) - 4:40 - 6:10 LEYFÐ
Karate Kid kl. 3 (600 kr) - 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
Predators kl. 10 B.i. 16 ára
Knight and Day kl. 8 B.i. 12 ára
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Smárabíó,
Háskólabíó
og Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Smárabíó,
Háskólabíó
og Borgarbíó
S.V., MBL
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Jackie Chan kennir ungum lærling
sitthvað um Kung fu í vinsælustu
fjölskyldumynd ársins!
Missið ekki af myndinni
sem sló í gegn í
Bandaríkjunum og fór
beint á toppinn.
L.A Times
USA Today
T.V., Kvikmyndir.is
Börnin í einlægni sinni
og sakleysi eru bæði
yndisleg
og sprenghlægileg
-H.G., MBL
Stórfín hugmynd sem
útfærð er á einfaldan
og áhrifaríkan máta
-Ó.H.T. Rás 2
Stórskemmtileg
teiknimynd fyrir alla
fjölskylduna með
íslensku tali.
Myndin er lauslega
byggð á hinu
sígilda ævintýri um
ljóta andarungann.
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti teng
AF TÓNLIST
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Ég er eins og margir Íslend-ingar að því leyti að ég hefmikinn áhuga á því hvað út-
lendingum finnst um okkur. Það
mætti jafnvel segja að ég hefði
áhyggjur. Mér þótti umfjöllun er-
lendra miðla um eldgosið í Eyja-
fjallajökli til dæmis oft nokkuð
stressandi. Það hefði mátt taka það
fram að þetta væri ekki okkur að
kenna. En ég vona að fólk átti sig á
því. Eins tók ég umfjöllun um
bankahrunið mjög inn á mig, þangað
til ég áttaði mig á því að ákveðið
æðruleysi er nauðsynlegt ef maður
ætlar að vera stoltur Íslendingur.
Ég get ekki gert annað en að vera
sjálfur góður sendiherra lands og
þjóðar. Þið hin verðið síðan að passa
að klúðra þessu ekki.
Einn fyrsti snertiflötur margraútlendinga við íslenska menn-
ingu er í gegnum tónlist. Flestir
kannast auðvitað við Björk og marg-
ir við Sigur Rós. Þegar ég hef verið
spurður að því hvaða íslensk tónlist
mér finnst skemmtilegust hef ég yf-
irleitt nefnt það sem mér finnst lík-
mælikvarða. Maður ætti kannski að
leyfa áhugasömum útlendingum að
hlusta á annað verk Magnúsar
Kjartanssonar, „Sólarsömbu“, ef
það væri ekki svona kvikindislegt.
Ég sat nýlega á kaffihúsi ogheyrði út undan mér lag sem
ég hélt að hlyti að vera íslenskt.
Lagði því ekki sérstaklega við hlust-
ir. Sessunautur minn spurði þá
hvort mér þætti þetta ekki gott lag,
það væri af nýjustu plötu Arcade
Fire. Þetta var töluvert áfall fyrir
mig, aðdáanda sveitarinnar. Hvaða
umskipti hafa eiginlega átt sér stað
þegar erlendar sveitir, stórsveitir
jafnvel, eru farnar að hljóma eins og
þær gætu verið héðan norðan úr
ballarhafi? Listamenn sem lifa á því
að semja og flytja tónlist. Verkefni
mitt næstu daga er því að end-
urmeta afstöðu mína til þess hvernig
ég vil að útlendingar upplifi íslenska
tónlist. Og kannski ég sjálfur líka.
Næstum nógu gott til að vera útlenskt
Sendiherrar Magnús Kjartansson og félagar í Trúbroti leika á minningartónleikum um Karl Sighvatsson.
legt að útlendingum líki. Ómeðvitað
leita ég uppi lög sem hljóma eins og
þau gætu verið útlensk sem er auð-
vitað tóm vitleysa þegar fólk vill
heyra tónlist sem mætti kalla ein-
kennandi fyrir Ísland, hvað svo sem
felst í því. Ég er farinn að hallast að
því að þetta stafi af minnimátt-
arkennd hjá mér, þörfinni fyrir að
sýna fólki utan úr hinum stóra heimi
að við getum gert tónlist eins og
aðrir. Hún hljómi meira að segja
eins.
Ég bjó erlendis um tíma og varþá oft spurður um mína uppá-
haldstónlist frá Íslandi. Það leið ekki
á löngu áður en ég var dottinn niður
á það sem mér fannst vera besta
kynningin á íslenskri tónlist: „To be
grateful“, eftir hinn mikla Magnús
Kjartansson. Það er næstum nógu
gott til að geta verið útlenskt. Sem
þýðir auðvitað að það hefur engin
sérstök íslensk einkenni, önnur en
kannski hreiminn í söng Magnúsar.
Trúbrot skildi eftir sig mikið af perl-
um en áðurnefnt lag er sennilega
eitt af þeim íhaldssamari. Fyrir utan
hvað lagið er gamalt. En það hljóm-
ar einhvern veginn ekki eins og það
sé frá Íslandi.
Hvað upplifunina varðar erþetta svolítið eins og að bjóða
erlendum ferðamanni í Reykjavík
upp á eldbakaða flatböku og spyrja
hann síðan hvort honum finnist ís-
lensk matargerð ekki á heims-
»Ég get ekki gertannað en að vera
sjálfur góður sendiherra
lands og þjóðar. Þið hin
verðið síðan að passa að
klúðra þessu ekki.