Morgunblaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 32
32 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010
Sudoku
Frumstig
2
8 4
1 9 7
4 2 1
8 3 5
5 7 4 8
4 1 2 9
3 7 9 8 1
3
9 4 2
5 4 2
8 2 1 9
9 6
8 6 7 1
1 8 5
1
8 6 2
8 7
8 9 1 5
1 4 7
5 9 1 8
2 1 7
3 2
2 7
8 5 9 3
3 4 8 9 1 6 5 2 7
9 1 5 7 3 2 4 8 6
6 7 2 4 8 5 9 3 1
7 8 1 3 2 4 6 9 5
5 6 4 8 7 9 2 1 3
2 9 3 6 5 1 8 7 4
4 3 7 5 9 8 1 6 2
8 2 6 1 4 3 7 5 9
1 5 9 2 6 7 3 4 8
8 1 3 5 7 6 9 4 2
2 9 5 8 4 3 6 1 7
6 4 7 9 1 2 3 8 5
4 6 9 2 8 5 1 7 3
3 7 8 4 9 1 2 5 6
1 5 2 3 6 7 4 9 8
5 2 4 7 3 9 8 6 1
9 3 1 6 5 8 7 2 4
7 8 6 1 2 4 5 3 9
3 4 2 7 6 1 8 9 5
7 6 8 3 9 5 1 4 2
1 5 9 2 8 4 3 6 7
9 1 4 8 3 7 5 2 6
2 7 3 4 5 6 9 1 8
6 8 5 1 2 9 7 3 4
5 2 7 9 4 3 6 8 1
8 3 1 6 7 2 4 5 9
4 9 6 5 1 8 2 7 3
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 7. ágúst, 219. dag-
ur ársins 2010
Orð dagsins: Á þeim degi skulu leif-
arnar af Ísrael og þeir af Jakobs húsi,
sem af komast, eigi framar reiða sig á
þann sem sló þá, heldur munu þeir
með trúfestu reiða sig á Drottin, Hinn
heilaga í Ísrael. (Jesaja 10, 20.)
Það er alltaf skemmtilegt þegarLaugavegurinn breytist til
batnaðar, með nýjum fyrirtækjum,
búðum, kaffihúsum eða öðru. Í vik-
unni rak Víkverji nefið tvívegis inn á
nýjan stað sem heitir Frú Sigurlaug.
Frú Sigurlaug er nýtilkomin og er
bæði veitingahús og kaffihús. Mjög
notalegur staður. Ekki nætur-
klúbbur. Matseðillinn lofar góðu
þótt ekki hafi Víkverji enn látið slag
standa og fengið sér kvöldmat þar.
Humar er áberandi. Víkverja reik-
ast til að Skarthúsið hafi áður verið
þarna til húsa, en þetta er á gatna-
mótum Laugavegar og Smiðjustígs.
Meira svona!
x x x
Heimsókn risasnekkjunnar Octo-pus vakti athygli í Reykjavík,
enda snekkjan ein sú stærsta í heim-
inum. Athygli vakti að eigandinn,
Paul Allen, er með tvær þyrlur á
skipinu og tvo litla kafbáta líka. Vík-
verji skrapp niður á bryggju og virti
Kolkrabbann fyrir sér. Skipið var
furðulega vel málað. Nánast eins og
allur skrokkurinn hefði verið bón-
aður hátt og lágt. Í umræðum um
þetta skip vöknuðu pælingar um það
hver tilgangurinn væri með því að
reka einkaskip fyrir 2,5 milljarða
króna á ári og vera sjaldnast sjálfur
um borð. Þá sagði lífsreyndur maður
við Víkverja að með þessu skipi og
öðrum eigum sínum hefði Allen
þessi öðlast mikið frelsi. Hann gæti
siglt um heimshöfin hraðar en hval-
irnir, kafað djúpt eins og fiskarnir
og flogið um loftin blá eins og fugl-
arnir. Að auki á hann fína bíla og
getur keyrt þá hraðar en nokkurt
dýr getur hlaupið. En hvernig ætlar
þessi maður að bregðast við dauð-
anum? Hvað ætlar hann að gera til
að sleppa við hann? Kannski eru
risasnekkjur og munaður á borð við
einkaþyrlur og þotur bara aðferðir
venjulegra lítilla manna til að finnast
þeir um stund vera almáttugir og
ódauðlegir. Þá er nú ódýrara að
sættast við gang lífsins og lifa í
lukku en ekki 3.000 tonna krukku
sem flýtur á hafinu, með tvo inn-
byggða kafbáta. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | Lárétt 1 óvin-
áttu, 8 fer á hesti, 9
skúta, 10 forskeyti, 11
ákveð, 13 enn innar, 15
dælir, 18 kvartil, 21 eld-
stæði, 22 ekið, 23 töfra-
stafs, 24 erting í húð.
Lóðrétt | Lóðrétt: 2 ysta
brún, 3 líffærið, 4 súld, 5
skynfærin, 6 glæða, 7 til
sölu, 12 þjóta, 14 eykta-
mark, 15 poka, 16 held
til haga, 17 upphafs, 18
ilmur, 19 þekktu, 20
blóma.
Lausn síðustu krossgátu
Lausn síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 múgur, 4 folum, 7 lufsa, 8 ýfður, 9 rær, 11
rýrt, 13 orri, 14 ýmsir, 15 skær, 17 fold, 20 far, 22 rolla,
23 eflir, 24 korti, 25 nöfin.
Lóðrétt: 1 múlar, 2 gáfur, 3 róar, 4 flýr, 5 læður, 6
morði, 10 æðsta, 12 Týr, 13 orf, 15 sprek, 16 ætlar, 18
orlof, 19 dýrin, 20 fati, 21 regn.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. c4 e6 2. Rc3 Bb4 3. e4 Re7 4. d4 O-O 5.
Rf3 d5 6. e5 b6 7. Bd3 h6 8. O-O Ba6 9.
cxd5 Bxd3 10. Dxd3 Rxd5 11. De4 Bxc3
12. bxc3 b5 13. Dg4 Kh7 14. a4 c6 15. Bg5
De8 16. Bd2 Rd7 17. Hfe1 R7b6 18. axb5
cxb5 19. Dh3 Rc4 20. Bc1 a5 21. He4 f5
22. exf6 Hxf6 23. Bg5 Hg6 24. Hae1 Ha6
25. Bd2 a4 26. Bc1 a3 27. Rg5+
Staðan kom upp á svissneska meist-
aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Len-
zerheide. Alþjóðlegi meistarinn Andreas
Huss (2304) hafði svart og hefði getað
innbyrt sigur gegn Viktori Kortsjnoj
(2568) með því að leika 27… Hxg5 28.
Bxg5 a2 29. Ha1 Dg6. Í stað þessa lék
svartur 27… Kg8? og tapaði eftir: 28.
Rxe6 a2 29. Rg5! Df8 30. He8 Hgf6 31.
Dd7! a1=D 32. Dxd5+ Kh8 33. Rf7+
Kh7 34. Hxf8 Hae6 35. Hh8+ Kg6 36.
Re5+ Rxe5 37. dxe5 Dxc3 38. Bd2 og
svartur gafst upp.
Svartur á leik
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Þreyta.
Norður
♠K764
♥K3
♦ÁG4
♣8643
Vestur Austur
♠G102 ♠ÁD8
♥G ♥62
♦KD105 ♦9876
♣ÁKG52 ♣D1097
Suður
♠953
♥ÁD1098754
♦32
♣--
Suður spilar 4♥.
Líklega myndu flestir Standard-
spilarar velja 1♣ sem fyrstu sögn vest-
urs, en þeir eru líka til sem opna á 1♦
til að eiga endurmeldinguna 2♣ við
hálitasvari makkers. Mun færri gera
eins og Geoff Hampson – opna á 1G.
En hvað sem líður opnun vesturs, þá
enda sagnir í 4♥ og útspilið er ♣Á.
Spilið er frá úrslitaleik bandarísku
landsliðskeppninnar. Lew Stansby var
við stýrið gegn Hampson og Greco.
Hann trompaði ♣Á, spilaði strax tígli
að blindum og dúkkaði ♦D vesturs.
Hampson var greinilega þreyttur eftir
sagnir og spilaði syfjulega ♣K um hæl.
Stansby gat þá svínað ♦G og hent nið-
ur einum spaða. Unnið spil. Fred Gi-
telman fékk sama útspil, en frestaði því
fram í rauðan dauðann að spila tígli,
svo það var auðvelt fyrir vestur að
skipta yfir í spaða. Einn niður.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú gætir fengið óvænta peninga
eða gjöf, annaðhvort beint eða í gegnum
einhvern nákominn. Eyddu samt ekki um
efni fram.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Vinur gæti rétt þér hjálparhönd við
að flytja búnað þinn eða eigur. Leggðu á
ráðin um það hvernig þú getir bætt heim-
ilisaðstæður þínar til langframa.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Vertu ekki stíf/ur og leyfðu vin-
um þínum að koma þér til aðstoðar. Sér-
stakar aðstæður verða til þess að varpa
ljósi á dulda hæfileika þína.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú hefðir gott af því að breyta um
umhverfi, en að umgangast nýtt fólk væri
enn betra. Láttu allt slúður sem vind um
eyru þjóta.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Það er eitt og annað í gangi í fé-
lagslífinu en þig langar meira að halda
þér til hlés. Til þess að skapa þarf maður
fyrst að trúa því að það sé hægt.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú skarar fram úr jafningjum sín-
um, en ekki athugasemdalaust. Nú er
góður tími til þess að biðja um aðstoð, þú
ert of hógvær.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Fátt er betra en góðir vinir svo
leggðu þig fram um að eiga með þeim
ánægjulega stund. Einhver fjarlægur er
þér bókstaflega allt.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þér hefur vegnað vel og þú
horfir nú horfir björtum augum fram á
veginn. Forðastu magnleysið og óvissuna
sem hrina rifrilda skapar. Láttu ekkert
aftra þér.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Það er alltaf auðveldara að sjá
hvað fór úrskeiðis eftir á. Til allrar ham-
ingju er það á þínu færi. Gerir þú ekkert
skaltu ekki reikna með því að fá neitt frá
öðrum.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það verður áfram svo mikið að
gera hjá þér að á stundum finnst þér nóg
um. Skoðaðu málin með opnum huga.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Það er mikill kraftur í þér en
það skiptir öllu máli að beina honum í
rétta átt svo þú fáir því áorkað sem þú
óskar.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Að hjálpa einhverjum úr klípu læt-
ur þér líða mjög vel. Gildismat annarra er
vissulega ekki hið sama og þitt. Reyndu
að hvíla þig betur.
Stjörnuspá
7. ágúst 1772
Útilegumennirnir Fjalla-
Eyvindur (Jónsson) og Halla
(Jónsdóttir) voru handtekin á
Sprengisandi og færð til
byggða í Mývatnssveit. Eyvind-
ur slapp fljótlega og frelsaði
Höllu skömmu síðar. Þau
dvöldu víða á hálendinu í einn
til tvo áratugi.
7. ágúst 1909
Matjurta- og skrautgarðurinn
á Núpi við Dýrafjörð var form-
lega stofnaður og honum gefið
nafnið Skrúður. Upphafsmað-
urinn, séra Sigtryggur Guð-
laugsson, valdi þennan dag
vegna þess að þá voru rétt 150
ár frá því að Björn Halldórsson
í Sauðlauksdal setti niður kart-
öflur hér á landi, fyrstur
manna.
7. ágúst 1960
Vilhjálmur Einarsson stökk
16,70 metra í þrístökki og setti
Íslandsmet sem enn stendur.
Þetta var næstlengsta stökk í
heimi á þessum tíma.
7. ágúst 1997
Fyrsti íslenski
geimfarinn,
Bjarni
Tryggvason,
fór í geimferð
með Disco-
very, sem
skotið var á
loft frá Canaveral-höfða á Flór-
ída. Ferðin tók tæpa tólf sólar-
hringa. Bjarni, sem fæddist í
Reykjavík en flutti til Kanada
sjö ára gamall, kom í heimsókn
til Íslands í júní 1998.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist…
Sigríður Inga
Þorkelsdóttir,
Engjavegi 21,
Ísafirði, verður
80 ára þann 8.
ágúst. Eigin-
maður hennar er
Kristján J. Krist-
jánsson. Ætt-
ingjum og vinum
er boðið til kaffisamsætis í Hásölum
við þjóðkirkjuna í Hafnarfirði
sunnudaginn 8. ágúst kl. 14-18.
80 ára
„Við erum nú þegar búin að halda rosapartí í
sveitinni, ég og maðurinn minn, Brynjar Freyr
Stefánsson, sem varð fimmtugur fyrr í sumar. Við
erum með lítið sumarhús í Landsveit og þangað
komu vinir okkar og fjölskylda, 120 manns í heild,
tjölduðu, sungu og gæddu sér á sjávarréttarsúpu
með okkur. Það var rosalega gaman og glampandi
sól allan tímann,“ segir Harpa Harðardóttir söng-
kona sem er fimmtug í dag. „Við erum jafnframt
svo heppin að vera umkringd hæfileikafólki í söng
og dansi og höfum notið góðs af því í hátíðarhöld-
unum.“ Á afmælisdaginn sjálfan ætla hjónin að
skella sér í ærlegt nudd um morguninn. „Svo ætlum við að fá okkur
létt að borða og fara svo að sjá Gleðigönguna. Ætli við sjáum svo ekki
bara hvert dagurinn leiðir okkur.“ Harpa hefur starfað sem söng-
kenni í Söngskólanum í Reykjavík í fimmtán ár. „Ég hef líka mikinn
áhuga á útivist og finnst rosalega gott að vera úti í sveit. Svo bara nýt
ég sumarsins alveg í botn, ég er búin að vera í golfi í nokkur ár og
stunda það eins og ég get.“ Harpa er búsett í Kópavogi og er úr Voga-
hverfinu í Reykjavík. Hún á fjögur börn; Aðalheiði, Arnór, Hörð Frey,
Hrefnu Borg og fóstursoninn Arnar Smára. haa@mbl.is
Harpa Harðardóttir er fimmtug í dag
Ærlegt nudd og Gleðiganga
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is