Morgunblaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Framkvæmdir við Dalskóla í Úlfarsárdal eru á lokastigi og starfsmenn verktaka keppast við að ljúka sínum verkþáttum. Enda ekki seinna vænna því starfsliðið flytur inn eftir viku og nemendur mæta í skólann 23. ágúst. Húsið var upphaflega hannað sem leikskóli, en til að byrja með verða þarna einnig yngri deildir grunnskóla ásamt frístundaheimili. Starfsemin verður undir einni stjórn og er Hildur Jóhannesdóttir skólastjóri. Leik- skólinn verður á jarðhæð hússins en grunnskólinn á 2. hæð. Nú eru 27 grunnskólabörn skráð í 1.-5. bekk Dal- skóla, en nokkuð er um að börn í hverfinu sæki áfram þá skóla sem þau hafa verið í, samkvæmt upplýsingum Júlíusar Sigurbjörnssonar, verkefnastjóra á mennta- sviði Reykjavíkurborgar. Börnin hafa val um hvort þau fara í Dalskóla eða ekki. Í fyrravetur var um 45 börn- um ekið í skóla í Grafarvogi og Grafarholti og verður sú þjónusta veitt áfram fyrir börn sem verða í Ingunnar-, Sæmundar-, Engja- eða Rimaskóla. Á heimasíðu borgarinnar kemur fram að reiknað sé með að hátt í áttatíu börn samtals hefji nám í leik- og grunnskólanum nýja í haust. Hæg uppbygging í Úlfarsárdal en nokkur fjölgun frá síðasta ári Frá síðasta ári hefur börnum fjölgað í hverfinu og nú búa 66 börn á grunnskólaaldri í Úlfarsárdal. Þar af eru 42 þeirra í 1.-5. bekk. Byggðin í Úlfarsárdal hefur byggst hægar upp en upphaflega var áætlað. Gert var ráð fyrir sérstökum grunnskóla í hverfinu en Júlíus segir að grundvöllur sé ekki enn til slíkra framkvæmda. Áherslur í skólastarfi í Dalskóla verða á læsi og les- skilning, listir og sköpun, umhverfismennt og fé- lagsfærni og virka þátttöku barna, segir á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Skólinn stendur við Úlfarsbraut, mót suðri í skjóli Úlfarsfells. Arkitektar Dalskóla eru Arkþing, Sérverk var verktaki við uppsteypu og fulln- aðarfrágang skólahússins og SÁ-verklausnir sáu um lóðagerð og leiktæki. Framkvæmdir hófust fyrir um ári. Líf færist í nýjan Dal- skóla eftir tvær vikur  Leikskóli, grunnskóli og frístundaheimili undir einni stjórn Morgunblaðið/Eggert Dalskóli Nýjasti grunnskólinn í borginni tekur til starfa í haust og verður þá vinnustaður 27 nemenda og starfsliðs. Samkeppniseft- irlitið á von á formlegri til- kynningu um samruna svínabúanna á Hýrumel og Brautarholti við Stjörnugrís á Kjalarnesi. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri eftirlits- ins, segir að upplýsingaöflun sé haf- in vegna rannsóknarinnar. Fram hefur komið að Arion banki yfirtók rekstur tveggja stórra svínabúa í byrjun árs vegna skulda- vanda. Sameinað bú mun að lík- indum ráða yfir rúmlega 60% svína- kjötsframleiðslunnar í landinu. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, reyndi að koma í veg fyrir sölu bankans á búunum. Páll Gunnar segir að Samkeppniseftirlitið hafi ákveðinn frest til að taka afstöðu til málsins. Ef samruni verði talinn hindra samkeppni geti Samkeppniseft- irlitið ógilt hann eða sett honum skilyrði. Samruni svínabúa til athugunar Svín Breytingar í kjötframleiðslu. Búið er að skipa nefnd sem metur hæfni umsækjenda um stöður for- stjóra heilbrigðisstofnana. Arneyju Einarsdóttur lektor hef- ur verið falið að gegna formennsku í nefndinni vegna umsókna um for- stjórastarf LSH. Aðrir í nefndinni eru Halldór Jónsson, forstjóri FSA og Haraldur Briem sóttvarnalækn- ir. Þrír nefndarmenn viku sæti vegna vanhæfis, þau Guðfinna Bjarnadóttir, formaður nefndar- innar, Anna Lilja Gunnarsdóttir, varamaður Guðfinnu og Jóhannes Pálmason, að því er fram kemur á vef heilbrigðisráðuneytisins. Umsóknarfrestur um starf for- stjóra Landspítala rann út 30. júlí sl. og sóttu sex um stöðuna. Nefnd- in skal skila umsögn um umsækj- endur til ráðherra innan sex vikna frá því umsóknarfresti lauk. Morgunblaðið/ÞÖK Landspítali Sex sóttu um starf forstjóra. Arney fer fyrir hæfisnefndinni Um miðjan apríl var efnt til nafna- samkeppni á vef Reykjavíkur- borgar og meðal íbúa í Úlfars- árdal. Alls bárust 127 tillögur að nafni á skólann, þar af þrjár þar sem lagt var til að skólinn skyldi heita Dalskóli. Starfshópur fór yfir allar tillögur og valdi skólanum nafn. Dalskóli þótti nafn við hæfi þar sem það tengist m.a. stað- háttum. Nafnið tengist stað- háttum í Úlfarsárdal NAFNASAMKEPPNI Hverfið hefur byggst hægt. Runólfur Ágústsson skil- aði í gær félags- og trygginga- málaráðuneytinu umbeðnum gögnum um fjár- mál sín og fé- laga í hans eigu sem ráðherra óskaði bréflega eftir sl. þriðju- dag, Gagnanna var óskað í tengslum við skipun hans sem um- boðsmanns skuldara sem Runólfur síðan sagði lausu. „Í gær svaraði ég sömuleiðis fyrirspurn ráðuneytisins um laun í uppsagnarfresti á þá leið að ég af- þakkaði slíkt,“ segir í tilkynningu frá Runólfi. Afþakkar laun í uppsagnarfresti Runólfur Ágústsson Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Handverkshátíðin við Hrafna- gilsskóla er haldin í átjánda sinn nú um helgina. Á hátíðinni verð- ur íslenskt handverk til sýnis en margt fólk kemur til að sýna og kynna vinnu sína og verk. Tískusýningar á íslenskum hannyrðum verða haldnar dag- lega en fjölmargir hönnuðir og framleiðendur taka þátt í þeim. Á sýningunni verður ís- lensku landnámshænunni gert hátt undir höfði en félag land- námshænsna verður með sýn- ingu á sjötíu fuglum. Þá verður keppt um fallegasta fuglinn en gestir hátíðarinnar munu kjósa hann. Titillinn þykir eftirsókn- arverður enda hörð samkeppni meðal fuglanna. Þá munu sveitarstjórnir á Eyjafjarðarsvæðinu etja kappi hver við aðra í brunaslöngubolta en það er einn af föstum liðum hátíð- arinnar. Brunaslöngubolti er að mestu leyti eins og venjulegur fót- bolti en í stað hins hefðbundna knattar er notast við stóran upp- blásinn sundbolta. Markmaður hvors liðs fær þá brunaslöngu sem nýta skal til varnar. Liðin eiga svo að keppast við að skora mark og þá sérstaklega að komast framhjá kraftmikilli vatnsbunu brunaslöng- umarkmannsins. Fegursti fuglinn kosinn um helgina  Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla haldin í átjánda sinn  Félag landnámshænsna verður með sýningu  Sveitarstjórnir á Eyjafjarðarsvæðinu keppa hver við aðra í brunaslöngubolta Skrautlegur Ingi Vignir Gunnlaugsson með skrauthana sinn í Hrafnagili. Landnámshænan » Landnámshænan kom til Íslands með landnáms- mönnum á tíundu öld. » Rannsóknir á vefja- flokkagerð hennar sýnir ein- ungis skyldleika með göml- um norskum hænsnum. » Ekki eru margir fuglar eftir af stofni íslensku land- námshænunnar sem telur einungis nokkur hundruð fugla. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Heildarfjöldi frjókorna í júlí reyndist langt yfir meðallagi samkvæmt til- kynningu frá Náttúrufræðistofnun Íslands og sló út metsumarið 1991 þegar ríflega 2.500 frjó mældust í júlí samanborið við um 4.000 frjó nú. Grasfrjó urðu nærri 3.600, frjótal- an fór yfir hundrað alls tíu sinnum í mánuðinum, í fyrsta skipti hinn 9. júlí. Hefur það ekki gerst svo snemma áður að því er segir í til- kynningunni. Ólík staða á Akureyri Staðan var talsvert önnur norðan heiða en heildarfjöldi frjókorna á Akureyri var langt undir meðallagi þar eða 378 frjó miðað við meðaltalið 772. Grasfrjó voru færri en í meðal- ári, urðu 274 sem þó er talsvert fleiri en í fyrrasumar þegar grasfrjó reyndist í lágmarki. Fram kemur að þótt gras sé víða tekið að sölna eru nokkrar grasteg- undir enn í blóma sem dreifa frjó- kornum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Frjó Frjókorn á flugi í Reykjavík. Langt yfir meðaltali í Reykjavík Frjókorn í Reykjavík og á Akureyri í júlí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.