Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 12
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra skrifaði í vikunni formanni starfshóps um endurskoðun fiskiveiðistjórnunar bréf þar sem segir m.a. að ráðuneytið leggi mikla áherslu á að hópurinn skili niðurstöðum svo fljótt sem verða má. Í bréfinu segir m.a.: „Í erindisbréfi starfshópsins var jafn- framt gert ráð fyrir að hann skilaði af sér álitsgerð fyrir 1. nóv- ember 2009. Ráðuneytinu er ljóst að ýmsar ófyrirséðar að- stæður hafa orðið þess valdandi að ekki var hægt að standa við þá dagsetningu og hefur þurft að taka mun meiri tíma í þetta verkefni en áður var ætlað. Nú er hins vegar svo komið málum að vart verður lengur beð- ið enda augljóst að ráðuneytið þarf á tíma að halda til þess að undirbúa lagabreytingar og annað í framhaldi málsins enda nýtt þing að hefjast. Ráðuneytið leggur því mikla áherslu á að hópurinn skili svo fljótt sem verða má. Því er þeim tilmælum beint til yðar sem formanns vinnuhópsins að þér gerið ráðu- neytinu sem fyrst grein fyrir hvenær skil á álitsgerð starfshóps- ins til ráðuneytisins muni verða.“ Jón Bjarnason sagði í gær að mjög brýnt væri að niðurstaða kæmi sem allra fyrst frá starfshópnum. „Þegar starfshópurinn hefur skilað af sér til ráðherra verður málið unnið áfram í sjáv- arútvegsráðuneytinu sjálfu,“ segir Jón. „Vinnu starfshópsins verður fylgt eftir hér í ráðuneytinu með frum- vörpum og öðrum aðgerðum, bæði með næsta fiskveiðiár í huga og eins til lengri framtíðar.“ Ráðherra sagði að á þessu ári og í fyrra hefðu þegar verið tekin mikilvæg skref í að móta nýja stefna í málefnum sjávarútvegs- ins. Sterk viðbrögð í samfélaginu sl. vetur sýndu að þetta væri staðreynd. Hann nefndi ákvæði í skötuselsfrumvarpinu, lög- festingu strandveiða, nýskipan í veiðum á makríl og frelsi í veiðum á úthafsrækju. 12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 2010 Fitulítil og próteinrík . . . … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stefnt er að því að störfum starfshóps um end- urskoðun fiskveiðilöggjafarinnar ljúki í lok næstu viku. Tvær meginhugmyndir um inn- köllun og úthlutun aflaheimilda hafa einkum verið ræddar síðustu daga; tilboðsleið og samningsleið. Í báðum tilvikum er gert ráð fyr- ir leigu af afnotarétti. Búist er við að meginnið- urstaða komi frá hópnum þar sem hugsanlega verði mælt með annarri hvorri leiðinni. Fast- lega má gera ráð fyrir að fulltrúar ólíkra hópa í starfshópnum skýri afstöðu sína með sérstök- um bókunum. Útgerðarmenn hafa tekið þátt í störfum hópsins síðustu vikur. Guðbjartur Hannesson, formaður starfs- hópsins, segir að á fundi á þriðjudag hafi tvær meginhugmyndir verið lagðar fram. Í tilboðs- leið, sem unnin var af Þorkeli Helgasyni og Jóni Steinssyni að beiðni formanns starfshóps- ins, sé gert ráð fyrir innköllun og endurúthlut- un í gegnum tilboðsmarkað. Þeir taka m.a. dæmi um að 8% aflaheimilda verði á hverju ári tekin og sett á tilboðsmark- að. Þar geti útgerðir bætt sér upp skerðinguna og gjaldið sem greitt væri á markaðnum kæmi sem gjald fyrir afnot af auðlindinni. Bæti út- gerðir sé ekki upp skerðinguna fjari kvóti þeirra smátt og smátt út. Í raun er þarna um útfærslu á eldri hugmyndum um fyrningarleið að ræða. Samningsleiðin er unnin af lögmönnunum Karli Axelssyni og Lúðvík Bergvinssyni og þar er gert ráð fyrir að nýting fiskimiðanna tengist auðlindapólitík almennt. Að sögn Guðbjarts er meginhugmyndin að ganga til samninga við þá sem hafa haft rétt til nýtingar á auðlindinni. Ein hugmyndin sé að greitt sé grunngjald fyrir samning og síðan ákveðin auðlindarenta. Eftir sé að taka tafstöðu til þess hvað samningur feli í sér, til hve langs tíma samið verði, um endur- nýjun samnings, kvaðir og fleiri atriði. Aðlögun að nýju kerfi „Báðar þessar tillögur ganga út á að það sé skýrt að auðlindin sé þjóðareign, að úthlutað verði samkvæmt skilgreindum reglum og þjóð- in fái auðlindagjald með einhverjum hætti,“ segir Guðbjartur. Hann segir að þegar skýrsla starfshópsins liggi fyrir verði henni skilað til sjávarútvegs- ráðherra. Þá verði nánari útfærsla hugmynda eftir, en hugsanlega verði nýjar aðferðir við úthlutun aflaheimilda tilbúnar með komu nýs fiskveiðiárs 1. septem- ber 2011. Óvissuþættir séu hins vegar margir í sjávarútvegi og ljóst að greinin muni fá aðlögun að nýju kerfi. Tvær leiðir um leigu á afnotarétti  Skýrsla starfshóps um fiskveiðistjórnun í lok næstu viku Ljósmynd/Alfons Vænn Arnar Laxdal með rígvænan þorsk á síðustu vetrarvertíð. Vart verður lengur beðið JÓN BJARNASON SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Guðbjartur Hannesson Jón Bjarnason Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Hátt verðlag á ferðamannastöðum hefur verið talsvert til umræðu í netheimum í sumar. Á okursíðu Dr. Gunna má finna sögur fólks af háu verðlagi á ferðamannastöðum. Fáar formlegar kvartanir berast þó um verðlag til aðila eins og Neytenda- stofu, Verðlagseftirlits ASÍ og Neytendasamtakanna vegna slíkra mála enda er verðlagning frjáls og Neytendastofa hefur engar laga- heimildir til að grípa til aðgerða gegn ríflegri álagningu á ferða- mannastöðum. Allir þessir aðilar segjast þó hafa fengið einhverjar ábendingar um hátt verðlag í sum- ar. Íspinni á 500 kr. í Skaftafelli Ein ábending barst t.a.m. til Neytendastofu í sumar um verð á íspinnum í Skaftafelli. Íslenskum ferðamanni blöskraði þegar hann mátti reiða fram 1.000 krónur fyrir tvo íspinna. Verðlagseftirlit ASÍ gerir reglu- lega kannanir á verðlagi en verð á ferðamannastöðum hefur ekki verið kannað sérstaklega nýverið. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að inn á þeirra borð berist ýmsar athugasemdir, þar á meðal um verðlag á ferðamannastöðum. Neytendur velji með buddunni Hún bendir á að hugsanlega skýringu á háu verðlagi á fjölsótt- um ferðamannastöðum sé að finna í lögmálinu um framboð og eftir- spurn. „Kaupmáttur útlendinga hér á landi er alveg ágætur þannig að fyrir þá er þetta ekki endilega svo hátt verðlag. Kaupmáttur okkar Ís- lendinga hefur hins vegar rýrnað mjög mikið og þarna birtist hann okkur í okkar eigin landi. Á þessum stöðum er hins vegar oft nóg af öðr- um neytendum með betri kaupmátt en við og seljendur sjá kannski tækifæri í því. Það eina sem hinn almenni neyt- andi getur gert er að velja með buddunni,“ segir Henný. Greiddi 8.800 fyrir grjóna- graut, súpu og kók í Flatey Á afskekktum stöðum geta þær vörur sem í boði eru verið af skorn- um skammti og því hefur neytand- inn lítið val. Notandi okursíðunnar (www.okursidan.blogspot.com) kvartar undað verðlagi á veitinga- stað í Flatey. Þar kveðst viðkom- andi hafa greitt samtals 8.800 krón- ur fyrir þrjár súpur, tvo skammta af grjónagraut fyrir börn og þrjár kók. Súpan kostaði 1.800 og grjóna- grautsskammturinn 950 krónur. Annar notandi kveðst hafa greitt 1.400 krónur fyrir súpu dagsins á hóteli í Skógum undir Eyjafjöllum en mælti með því við lesendur síð- unnar að þeir legðu frekar leið sína á veitingastað Byggðasafnsins þar sem mætti fá súpu á 900 krónur. Þá gera nokkrir athugasemdir við verðlag á kaffibollum á hinum ýmsu stöðum sem ætlaðir eru ferðamönnum og eru nefnd dæmi um kaffibolla á allt að 750 krónur. Kvartað undan okri á ferða- mannastöðum  Meiri kaupmáttur túrista möguleg skýring á verðlagi á ferðamannastöðum Morgunblaðið/RAX Út í veður og vind Ferðalög innan- lands geta kostað skildinginn. Dýrt að ferðast » Verðlagning er frjáls og því ekkert við háu verðlagi að gera » Fyrir þúsundkall fæst einn skammtur af grjónagraut í Flatey og tveir íspinnar í Skaftafelli » Dæmi um kaffibolla á 750 krónur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.