Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is M enntaráð Reykjavík- ur samþykkti á fundi sínum 11. ágúst sl. að skipa sérstakan starfshóp fulltrúa skólastjóra, kennara, for- eldra og sérfræðinga til að leita leiða til þess að bæta námsárangur drengja í grunnskólum borgarinnar. Þá var samþykkt að formaður hóps- ins yrði Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntaráði, en einnig á sæti í honum Óttar Proppé, borgarfulltrúi Besta flokksins. Tillaga um skipun starfshópsins var áður lögð fram á fundi mennta- ráðs 23. júní sl. af fulltrúum Sam- fylkingarinnar og Besta flokksins og hún samþykkt með öllum atkvæðum í ráðinu nema fulltrúa Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs sem lagði fram aðra tillögu þess efn- is að markmið hópsins yrði einkum að leita leiða „til að uppræta áhrif staðlaðra kynjamynda á tækifæri og aðstæður barna til að þroskast og mennta sig“. Þeirri tillögu var hins vegar frestað og síðan vísað til mannréttindaráðs á fundinum 11. ágúst. Munur strax í 1. bekk Vinna starfshópsins mun eink- um snúa að því að fara yfir fræðileg gögn sem tengjast viðfangsefni hans, m.a. gögn frá móðurskólaverk- efnum í Vesturbæjarskóla og Hamraskóla þar sem markmiðið var að bæta námsárangur drengja á fyrsta stigi grunnskóla. Þá mun hóp- urinn kynna sér reynslu starfsfólks grunnskóla Reykjavíkur af aðgerð- um til að koma til móts við þarfir drengja í skólastarfinu. Samkvæmt könnun sem unnin var fyrir menntasvið Reykjavíkur- borgar af fræðimönnum við Mennta- vísindasvið Háskóla Íslands þótti 67% drengja í 1. bekk grunnskóla gaman að læra í skólanum en 83% stúlkna. Sama var upp á teningnum þegar spurt var um lestur, en 65% sjö ára drengja fannst gaman að lesa í skólanum á móti 74% stúlkna. Í 3. bekk mældist einnig marktækur kynjamunur á námsáhuga þar sem stúlkur voru ánægðari en drengir. „Ég skrifaði blaðagrein um þessi mál á síðasta ári og fékk mjög mikil viðbrögð við henni. Ekki síst frá foreldrum sem höfðu áhyggjur af sonum sínum og að þeim liði ekki nógu vel í skólunum sínum. Ég tel einfaldlega að það sé mjög tímabært að viðurkenna að það er munur á stelpum og strákum í skólakerfinu og að það felur engan veginn í sér að verið sé að gera á einhvern hátt á hlut kvenna eða stúlkna þó að fjallað sé um málefni stráka og eitthvað gert í þeirra málum eins og sumir virðast telja,“ segir Þorbjörg Helga. Foreldrar virkjaðir Þorbjörg segir að fyrsta verk- efni starfshópsins verði að draga saman allar þær rannsóknir sem hafi verið gerðar á þessu sviði , einkum með það fyrir augum að kanna hvort einhverjar orsakir séu tilgreindar. Þá sé ætlunin að halda vinnuþing þar sem foreldrar geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri og komið að málum. Þorbjörg segist vonast til þess að hægt verði að halda þingið í nóvember. Mark- miðið með vinnu starfshópsins sé að reyna að finna úr- ræði í þessum efnum sem hægt verði að inn- leiða í skólakerfið. Tímabært að skoða stöðu drengja Morgunblaðið / Helgi Bjarnason Skólabörn Galsi í nemendum í Gerðaskóla í Garði eftir að hafa komist út í langþráðar frímínútur. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. 18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 2010 Hin ósýni-lega höndmarkaðar- ins er mikið galdratæki. Þeir sem hafa þá náðar- gáfu að sjá betur en aðrir hvernig það ósýnilega ólíkindatól muni sveiflast verða fljótt loðnir um lófana. Öfugt við þá sem vilja öngla einhverju saman með dugnaði í sveita síns andlits. Siggið einkennir lófana þeirra. Svo eru þeir sem hafa komist í aðstöðu til að ýta undir sveifl- ur þeirrar ósýnilegu í tiltekna átt og hafa oft mikið upp úr því krafsi. Þeir geta gengið í sjóð- inn og sótt sér hnefa. Það fram- ferði er einatt á jaðri hins lög- lega eða handan við hann. Fjárhæðir eru miklar og fást stundum hratt. Freistingin er því mikil. Og þegar sagan sýnir að áhættan er furðulítil, sönn- unarbyrðin snúin og dómstólar vanbúnir að fást við mál úr flækjuvef viðskipta á gráum svæðum, falla æ fleiri fyrir freistingunum. Fyrir fáeinum mánuðum var sagt frá því að dómstólum tókst að afgreiða frá sér mál kassa- stúlku í stórmarkaði, sem talin var hafa tekið ófrjálsri hendi fáeinar þúsundir króna. Sú hlaut „makleg málagjöld“ eins og það var kallað í gömlu barnabókunum. Allir vita einn- ig hvernig dómstólunum tókst að eiga við mál þar sem hinn ákærði var fær um, að eigin sögn, að nota tvo milljarða króna til að verjast. Eftir þau kynni af dómstól- unum taldi sá sér alla vegi færa. Hefðbundnir glæpamenn fylgj- ast vel með. „Að sögn Financial Times eru hvítflibbaglæpir ábatasöm og áhættulítil gróða- leið að mati glæpahringjanna.“ Þeir hafa sem sagt séð að þarna voru ónumin lönd fyrir þá. Miklu meira væri hægt að hafa upp úr krafsinu, með snyrtilegri hætti en í hinni hefðbundnu starfsemi og allt öðruvísi væri tekið á slíkum málum af hálfu dómstólanna. Þetta segja einnig nýjar fréttir frá næsta nágranna okkar í suðri, Bretlandi. Auðvitað er mönnum þar ekki sama um að fá ófína pappíra inn í huggulegt samfélag hvítaflibbakrimmanna. Og að auki er talið að bresk yfirvöld hafi látið taka sig í bólinu. Þau hafi verið illa búin undir áhuga hinna forhertu próflitlu kú- beinsmanna á að fá að taka þátt í lúxusglæpum með lítilli áhættu. Sem betur fer er hið íslenska þjóðfélag enn ekki orðið svo stéttarlega meðvitað sem gamla nýlenduveldið suðurundan land- inu. Því má ætla að verði sama þróun hér verði hún meðhöndluð af umburðarlyndi og sanngirni af okkar vísu yfirvöldum. Eru útigangs- hænsnin að reyna að brjóta sér leið inn í aliminkabúrin?} Hvítflibbinn fær félagsskap Mikið magnupplýsinga um gáleysislega og jafnvel glæp- samlegra gerninga gullaldarliðs ís- lenskrar útrásar hafa birst á und- anförnum misserum. Sú birt- ing er í samræmi við þær kröf- ur sem voru uppi. Eðlilegar kröfur og sjálfsagðar. En upp- lýsingaflóðið hefur aðra mynd. Magnið er svo mikið og ein- stakar upplýsingar svo yf- irþyrmandi að móttakandinn er tekinn að dofna. Móttak- andinn er þjóðin sjálf. Hún er hætt að verða uppnumin yfir að einhver hafi nælt sér í millj- arð hér og hlaupið frá milljarði þar. Hún sér og heyrir sjálfan útvarpsstjórann segja frá því hvernig ríkisbankinn Lands- bankinn var misnotaður eftir að hann átti að vera kominn úr höndum þeirra sem misnotuðu hann fyrir hrun. Og ríkisbank- inn var misnotaður í þágu sömu manna og áður, að sögn útvarpsstjórans. Mannanna sem fengið höfðu yfir 1.000 milljarða að láni í íslenskum fjár- málastofnunum. Og útvarpsstjór- inn bendir á að Ar- ion banki, sem enginn veit hver á, haldi verkinu áfram. Það er vissulega rétt hjá útvarpsstjóranum og ekk- ert sem bendir til að sá banki kunni að skammast sín eða sé annt um virðingu sína eða traust. Einhvern tímann verð- ur upplýst hvers vegna stjórn- endur bankans haga sér þann- ig og vonandi munu þeir sæta eðlilegri ábyrgð vegna þess. Og í dag birtust fréttir enn um það að mennirnir sem fengu meira en allt eigið fé við- skiptabankanna allra lánað gátu ekki heldur látið lífeyr- issjóðina í friði. Lífeyrir launafólks er nú mun minni en hann ætti að vera af þeim sök- um. Forystumenn lífeyrissjóð- anna hafa enn ekki gert full- nægjandi grein fyrir því hvers vegna svona fór. Eru þeir að vona að það framferði og sú ábyrgð gleymist? Ótrúlegar upplýs- ingar halda áfram að berast um framferði gullaldarliðs ís- lenskrar útrásar} Of snemmt að dofna eða sofna Á tiltölulega skömmum tíma tókst Rauðu Khmerunum að leggja Kambódíu því sem næst í rúst og er ógnaröldin undir þeim og leið- toganum Pol Pot réttilega al- ræmd um heim allan. Íbúar landsins, sem ekki voru myrtir af eigin ríkisstjórn fyrir skoðanir sínar eða menntunarstig þurftu að þola ólýs- anlegar þjáningar, líkamlegar sem og and- legar. Í fyrradag hlustaði ég á frásögn manns sem hafði hitt konu sem lifði þessa vargöld af. And- rew Solomon hefur skrifað töluvert um þung- lyndi, en hann var meðvitaður um að hans rannsóknir höfðu allar verið gerðar á Vest- urlöndum og á Vesturlandabúum. Hann vildi því kynnast þunglyndi og þunglynd- issjúklingum annars staðar í heiminum og byrjaði í Kambódíu. Hlusta má á söguna á „podcastinu“ The Moth (www.themoth.org). Þar hitti hann fyrir konu sem hafði misst tvö börn og eiginmann vegna voðaverka kommúnistanna. Hún var flutt í flóttamannabúðir sem reknar voru af Taílendingum og hitti þar fleiri konur sem lifað höfðu af hryllinginn. Margar þeirra voru hins vegar svo illa á sig komnar and- lega að þær gátu sig bókstaflega ekki hreyft heldur lágu kyrrar og hunsuðu börnin sín. Þessi merkilega kona, sem hafði gengið í gegnum helvíti sjálf, sá sig knúna til að hjálpa kynsystrum sínum. Hún fór að tala við þær og reyndi að aðstoða þær við að vinna bug á þunglyndinu. Með tíð og tíma bjó hún til þriggja skrefa kerfi. Fyrsta verkefnið var að fá konurnar til að gleyma. Í því felst ekki að þær bókstaflega gleymi því sem þær gengu í gegn- um, heldur að fá minningarnar til að losa það yfirþyrmandi ægivald sem þær höfðu á huga kvennanna. Annað skrefið var að fá þær til að vinna. Það þurfti ekki að vera merkilegra en bara það að þrífa kofann sem þær bjuggu í. Aðalatriðið var að fá þær til að gera eitthvað, fá þær út úr hug- anum og inn í heiminn á ný. Þriðja skrefið var hand- og fótsnyrtingar sem kann við fyrstu sýn að hljóma undarlega. Samfélagið í Kambódíu var hins vegar orðið svo eitrað eftir ógnarstjórnina að fólk átti erfitt með að treysta hvað öðru. Átti það ekki síst við um konur sem margar höfðu þurft að líða nauðganir og aðrar misþyrmingar auk þess sem þær höfðu þurft að horfa upp á morð á ástvinum sínum. Með því að plata konurnar til að snyrta hendur hver annarrar fékk hún þær til að snertast – sem fékk þær til að tala saman og mynda á ný heilbrigð sambönd við aðrar manneskjur. En það eru fleiri sem vinna slíka vinnu, þótt skjólstæð- ingarnir hafi ekki gengið í gegnum sömu skelfingu og kambódísku konurnar. Hér á Íslandi hjálpa prestar, sál- fræðingar og geðlæknar fjölda fólks á hverju ári við að takast á við lífið þegar það virðist fjandsamlegt. Slík vinna er erfið og ekki alltaf þakklát en hún er mikilvæg og fólkið sem hana vinnur á allt gott skilið. Bjarni Ólafsson Pistill Handsnyrtingar í Kambódíu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Þegar vakin er athygli á stöðu drengja draga jafnréttissinnar úr vandanum. Rökin eru að konur hafi í fjöldamörg ár háð baráttu við karla um jafnrétti og því þurfi enn sértækar aðgerðir til handa konum. Enn eru skökk hlutföll milli kynja í stjórnunarstöðum og enn er launamunur stað- reynd. Það breytir þó ekki því að á sama tíma eru fyrrgreindar staðreyndir um stöðu drengja skýrar og því verður að breyta. Auðvitað á árangur drengja og stúlkna að vera sambærilegur. Auðvitað eiga að útskrifast jafnmargir drengir og stúlk- ur með framhaldsskóla- próf. Annars gætum við ekki réttlætt neinar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna. Jafn- rétti á ekki að bitna á „hinum“ hópnum.“ Jafnrétti sé fyrir alla ÚR GREIN ÞORBJARGAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.