Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 2010
Um þrjátíu manns slösuðust þegar naut stökk
upp í áhorfendastúku nautaatsvallar í Tafalla á
Spáni í fyrrakvöld og réðst á skelfingu lostna
áhorfendur. Þrír slösuðust alvarlega og voru
enn á sjúkrahúsi í gær, þeirra á meðal tíu ára
drengur. Starfsmönnum vallarins tókst loks að
ráða niðurlögum nautsins eftir um 15 mínútna
viðureign. Það var drepið og síðan fjarlægt með
kranabíl.
Mjög sjaldgæft er að naut stökkvi upp í áhorf-
endastúkur nautaatsvalla. Heitar umræður hafa
verið á Spáni um hvort banna eigi nautaat eftir
að slíkt bann var sett í Katalóníu í síðasta mán-
uði. Nýleg skoðanakönnun bendir til þess að um
60% Spánverja séu andvíg nautaati.
Reuters
Naut stökk upp í áhorfendastúkuna
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Í Svíþjóð hafa þingkosningar yfir-
leitt snúist að mestu um málefni
fremur en frambjóðendur en útlit er
fyrir að í kosningunum eftir mánuð,
þegar valið stendur í fyrsta skipti á
milli tveggja formlegra kosninga-
bandalaga, verði flokksleiðtogarnir í
brennidepli.
„Svíar kjósa yfirleitt flokka og
ekki flokksleiðtoga,“ segir Fredrik
Furtenbach, stjórnmálaskýrandi
sænska ríkisútvarpsins. „En núna
þegar valið stendur aðeins á milli
tveggja helstu frambjóðendanna ber
þetta keim af forsetakosningum.“
Nýjustu skoðanakannanir benda
til þess að lítill munur sé á fylgi
bandalags borgaralegu flokkanna
undir forystu Fredriks Reinfeldts
forsætisráðherra og rauðgræna
bandalagsins svokallaða undir for-
ystu Monu Sahlin, leiðtoga Jafnaðar-
mannaflokksins.
Reinfeldt varð forsætisráðherra
fyrir fjórum árum eftir að Hægri-
flokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn,
Miðflokkurinn og Kristilegir demó-
kratar tóku höndum saman til að
koma Jafnaðarmannaflokknum frá
völdum. Jafnaðarmenn brugðust við
ósigrinum með því að mynda banda-
lag með Vinstriflokknum og Græna
flokknum í von um að komast aftur
til valda.
Þjóðernissinnar í oddaaðstöðu?
Nýleg könnun bendir til þess að
fylgi borgaraflokkanna sé um 48%
en rauðgræna bandalagsins rúm
46%. Verði þetta niðurstaða þing-
kosninganna 19. september fær
bandalag hægriflokkanna ekki
meirihluta á þinginu þar sem Sænsk-
um demókrötum, flokki þjóðernis-
sinna, er spáð nógu miklu fylgi, 4%,
til að fá sæti á þinginu. Ef marka má
könnunina eru því horfur á að
Sænskir demókratar komist í odda-
aðstöðu á þinginu.
Í könnuninni er fylgi Hægriflokks-
ins 31,8% og Jafnaðarmannaflokks-
ins 32,7%. Jafnaðarmenn fengu
35,3% atkvæða fyrir fjórum árum og
það var minnsta fylgi flokksins í
þingkosningum frá árinu 1914.
Henrik Brors, stjórnmálaskýrandi
sænska dagblaðsins Dagens Nyhe-
ter, segir að Jafnaðarmannaflokkur-
inn þurfi að sætta sig við að hann geti
ekki komist til valda án stuðnings
annarra flokka. „Þetta breytir auð-
vitað stöðunni fyrir kjósendur. Þeir
þurfa að velja á milli tveggja skýrra
kosta.“
Jenny Madestan, stjórnmálafræð-
ingur við Stokkhólmsháskóla, segir
að þegar kjósendurnir velji á milli
bandalaganna tveggja sé líklegt að
þeir spyrji hvor leiðtoganna sé hæf-
ari og betur til þess fallinn að stjórna
landinu.
Fréttastofan AFP hefur eftir
Madestan að aukið vægi forsætisráð-
herraefnanna í kosningabaráttunni
sé líklegt til að styrkja bandalag
borgaraflokkanna vegna þess að
Reinfeldt hafi alltaf notið meiri
stuðnings en Sahlin í skoðanakönn-
unum, jafnvel þegar rauðgræna
bandalagið hefur verið með meira
fylgi en stjórnarflokkarnir. Reyndar
er fylgi Sahlin jafnvel minna en allra
annarra flokksleiðtoga að tveimur
undanskildum, þ.e. formönnum
Sænskra demókrata og Sjóræn-
ingjaflokksins.
Sahlin hefur verið leiðtogi
jafnaðarmanna frá árinu 2007 og fer-
ill hennar hefur verið skrykkjóttur.
Hún sagði af sér ráðherradómi 1995
vegna Toblerone-málsins svonefnda,
eftir að í ljós kom að hún hafði notað
krítarkort sitt, sem aðeins var ætlað
til notkunar vegna stjórnmálastarfa,
m.a. til að kaupa súkkulaði, föt og
annan varning.
Flokksleiðtogarnir í brennidepli
Kosningabaráttan í Svíþjóð þykir bera keim af forsetakosningum Valið stendur á milli tveggja for-
sætisráðherraefna kosningabandalaganna Reinfeldt nýtur meiri vinsælda en Mona Sahlin
Fredrik
Reinfeldt
Mona
Sahlin
Frönsk stjórnvöld hófu í gær
brottflutning sígauna með skipu-
lögðum hætti úr landi. Brottflutn-
ingurinn er liður í umdeildum að-
gerðum sem Nicolas Sarkozy,
forseti Frakklands, boðaði í síð-
asta mánuði gegn sígaunum og
öðrum sem hafa dvalið þar án
landvistarleyfis.
Um sjö hundruð sígaunar verða
fluttir til „heimalands“ síns á
næstu vikum. Flestir þeirra verða
fluttir með flugvélum til Rúmeníu
og Búlgaríu. Hátt í 100 sígaunar
voru fluttir til Búkarest í gær og
þeir fóru af fúsum og frjálsum
vilja. Flogið verður með 132 til
Timisoara í vesturhluta Rúmeníu
og Búkarest í dag. Um 160 verða
síðan sendir til Rúmeníu og Búlg-
aríu á fimmtudaginn kemur. Hver
fullorðinn sígauni fær 300 evrur,
sem svarar 46.000 krónum, ef
hann samþykkir að fara frá
Frakklandi en börn fá 100 evrur
hvert. Samþykki sígaunarnir ekki
að fara úr landi verður þeim skip-
að það. Fari þeir ekki innan mán-
aðar verða þeir fluttir brott með
valdi og án greiðslu.
Um 10.000 sígaunar voru fluttir
frá Frakklandi til Rúmeníu og
Búlgaríu í fyrra en frönsk yfirvöld
viðurkenna að flestir þeirra hafi
snúið aftur til Frakklands síðar og
notfært sér ferðafrelsið milli landa
Evrópusambandsins.
Mannréttindasamtök hafa gagn-
rýnt aðgerðirnar og andstæðingar
Sarkozys saka hann um að hafa
látið til skarar skríða gegn sígaun-
um til að auka fylgi sitt í skoð-
anakönnunum eftir að hafa átt
undir högg að sækja síðustu mán-
uði.
Flestir sígaunarnir komu aftur
Mannréttindasamtök gagnrýna stjórn Sarkozys Frakk-
landsforseta fyrir að vísa hundruðum sígauna úr landi
Reuters
Vísað brott Kona úr röðum sígauna við tjald nálægt Lille eftir að frönsk
yfirvöld lögðu hald á hjólhýsi hennar og fleiri sígauna fyrir tveimur vikum.
Um fimmtungur
Bandaríkja-
manna telur að
Barack Obama
Bandaríkja-
forseti sé músl-
ími, ef marka
má tvær
skoðanakannanir
sem birtar voru
í gær. Um 30%
Bandaríkja-
manna eru þeirrar skoðunar að
banna ætti múslímum að bjóða sig
fram í forsetakosningum eða
gegna dómaraembætti í hæsta-
rétti, samkvæmt könnun tímarits-
ins Time.
20% telja Obama
vera múslíma
Barack
Obama
BANDARÍKIN
Bretar eyða að
meðaltali tæp-
lega helmingi
þess tíma sem
þeir eru vakandi,
eða 45%, í að
horfa á sjónvarp,
hlusta á útvarp,
sitja fyrir framan
tölvu, í símanum
eða í notkun ann-
ars samskipta-
búnaðar, í vinnunni eða heima hjá
sér. Rannsókn eftirlitsstofnunar-
innar Ofcom leiddi þetta í ljós.
Eyða helmingi tím-
ans í samskiptatæki
Tímaþjófur?
BRETLAND
Leiðtogar sænsku kosninga-
bandalaganna tveggja hófu
kosningabaráttuna um liðna
helgi með því að leggja áherslu
á ágreining þeirra í skatta-
málum. Fredrik Reinfeldt, for-
sætisráðherra stjórnar
borgaraflokkanna, lofaði að
lækka skatta, einkum á
ellilífeyrisþega, þegar efna-
hagur landsins fer að vænkast
að nýju.
Mona Sahlin sagði að slíkar
skattalækkanir myndu grafa
undan velferðarkerfinu og lagði
áherslu á að draga þyrfti úr at-
vinnuleysi meðal ungs fólks og
vaxandi ójöfnuði í samfélaginu.
Karpað um
skattamál
ÓLÍKAR ÁHERSLUR