Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 0. Á G Ú S T 2 0 1 0
Stofnað 1913 193. tölublað 98. árgangur
JÓHANN
KJARTANSSON
GEFUR ÚT BÓK
HVETJANDI
OG JÁKVÆÐ
SKÓLAGANGA
FATATÍSKAN Í
GRUNNSKÓLANUM
SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ 20 BOLIR OG FLEIRA 10MYNDAVÉLIN ÆTÍÐ MEÐ 32
Köflótt og litríkt haust og
gallabuxur vinsælar
Selfyssingar vígðu nýjan knattspyrnuvöll og áhorfendastúku í gærkvöld
með því að vinna ævintýralegan sigur á Keflvíkingum, 3:2, eftir að hafa
verið 0:2 undir í hálfleik. Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmarkið
tveimur mínútum fyrir leikslok og Björn Gíslason, rakari á Selfossi og afi
Viðars, fagnaði innilega ásamt öðrum stuðningsmönnum Selfossliðsins sem
troðfylltu nýju stúkuna og mikið meira en það. » Íþróttir
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Ævintýralegur sigur Selfyssinga í vígsluleiknum
Reiknað er með að starfshópur
um endurskoðun fiskveiðistjórn-
unar skili tillögum í lok næstu viku.
Jón Bjarnason skrifaði formanni
nefndarinnar bréf í vikunni og
lagði áherslu á að hópurinn skilaði
af sér svo fljótt sem verða mætti.
Í bréfi ráðherra til Guðbjarts
Hannessonar, formanns starfs-
hópsins, er lýst skilningi á því
að nefndinni hafi ekki tekist
að skila af sér
álitsgerð fyrir
1. nóvember
2009 en nú
sé svo komið málum að vart verði
lengur beðið. Ráðuneytið þurfi
tíma til að undirbúa lagabreyt-
ingar og annað í framhaldi máls-
ins.
Síðustu daga hefur starfshóp-
urinn einkum rætt tvær meginhug-
myndir um innköllun og úthlutun
aflaheimilda, það er að segja til-
boðsleið og samningsleið. Báðar
gera ráð fyrir
leigu á afnota-
rétti.
»12
Ráðherra leggur áherslu á að starfshópur
um fiskveiðistjórnun skili af sér sem fyrst
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Sé gert ráð fyrir 9% niðurskurði á
útgjöldum hins opinbera á næsta
fjárlagaári, eins og yfirlýsingar gefa
tilefni til, má reikna með að halli á
ríkissjóði á árinu 2011 verði um 60
milljarðar. Þetta er töluvert undir
markmiði samstarfsáætlunar ríkis-
stjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins, sem gerir ráð fyrir 80 millj-
arða halla, eða um 5,3% af vergri
landsframleiðslu. Gangi þetta eftir
myndast slaki upp á 20 milljarða
króna, sem dregur úr þörfinni á
auknum tekjum ríkissjóðs gegnum
skattheimtu. Áætlun AGS gerir ráð
fyrir að tekjuafgangur verði af rík-
issjóði á næsta ári ef frá eru skildar
vaxtagreiðslur. Árið 2013 verði rík-
issjóður hallalaus. »16
Skattahækkanir óþarfar
ef svo fer fram sem horfir
Greiðsluafkoma ríkisins það sem af er ári í takt við áætlanir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skúli Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
Nauðungaruppboð hjá sýslumann-
ingum í Reykjavík eru þessa dagana
um tvöfalt fleiri á dag en þau voru í
júní. Þá voru þrjú til fjögur uppboð á
dagskrá dag hvern en undanfarið
hafa þau verið um átta.
Sigríður Eysteinsdóttir, deildar-
stjóri fullnustudeildar sýslumanns-
embættisins í Reykjavík, býst við
mörgum uppboðum á næstunni en
starf deildar hennar hófst fyrir
skömmu að nýju eftir sumarleyfi.
Nokkuð hefur
verið um að
beiðnir um nauð-
ungarsölur hafi
verið afturkallað-
ar og því hefur
ekki orðið af eins
mörgum uppboð-
um og ráðgerð
voru. Til dæmis
varð ekki af fimm af átta nauðung-
aruppboðum sem ráðgerð höfðu ver-
ið á mánudag og sama gerðist í gær.
Sigríður segir mjög mismunandi
hversu margar beiðnir séu afturkall-
aðar og því sé ekki hægt að segja til
um hvort þær séu óvenjumargar um
þessar mundir.
Dómar ekki haft áhrif
Sigríður segir að dómar um ólög-
mæti gengistryggingar íslensks
lánsfjár sem féllu í júní hafi ekki haft
merkjanleg áhrif á fjölda afturkall-
ana aðfararbeiðna. „Það getur verið
að kröfuhafar haldi að sér höndum
við að senda nýja beiðni til okkar en
við höfum ekki orðið vör við að mikið
hafi verið afturkallað,“ segir Sigríð-
ur.
Tvöfalt fleiri nauðungarsölur
Þrjú til fjögur uppboð á dag í júní en átta á dag í ágúst
Ekki vart við að hætt sé við aðför í kjölfar gengisdóma
Samkvæmt bráðabirgðaákvæði
laga um nauðungarsölu sem
sett var í kjölfar bankahruns er
hægt að óska þriggja mánaða
frestunar á nauðungarsölu
heimila. Fyrstu frestirnir sem
veittir voru tóku að renna út í
júní en hægt er að sækja um
frest út október og renna þeir
út í lok janúar. Ekki verða veittir
frekari frestir.
Frestir liðnir
HEIMILI FENGU SVIGRÚM
Grunn- og neysluvatn í landi
Kárastaða í Þingvallasveit er
mengað eftir að starfsmenn Hol-
ræsa- og stífluþjónustu Suðurlands
losuðu seyruvökva í mosavaxinn
kjarrmóa innan vatnsvernd-
arsvæðis Þingvallavatns.
Niðurstöður mælinga sem Heil-
brigðiseftirlit Suðurlands lét gera
sýna að veruleg saurkólímengun er
í vatninu. Sumarbústaðaeigendur á
svæðinu þurfa að sjóða neysluvatn
og fólk er varað við að tína þar ber.
Forstjóri Umhverfisstofnunar
segir að aðeins sé heimilt að losa
seyruvökva á tilteknum urðunar-
stöðum og að stofnunin líti málið al-
varlegum augum. »9
Vatnið er ódrykkjar-
hæft og mengun
getur verið í berjum
Hagfræðingur ASÍ telur hugs-
anlegt að skýra megi dýrar vörur
og þjónustu á fjölsóttum ferða-
mannastöðum með því að þá sæki
erlent ferðafólk sem hafi meiri
kaupmátt en landinn. „Kaupmáttur
útlendinga hér á landi er alveg
ágætur þannig að fyrir þá er þetta
ekki endilega svo hátt verðlag.
Kaupmáttur okkar Íslendinga hef-
ur hins vegar rýrnað mjög mikið,“
segir Henný Hinz, hagfræðingur
ASÍ. Dæmi eru um að íspinni á vin-
sælum stað kosti 500 krónur. »12
Kaupmáttur útlend-
inga hækkar verð