Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 30
30 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GRETTIR, HVERT ÆTTUM VIÐ AÐ FARA Í FRÍINU OKKAR? SKRÍTIÐ AÐ ÞÚ SKYLDIR SPYRJA Í DAG ER FYRSTI LEIKURINN SEGÐU OKKUR AÐ VIÐ MUNUM EKKI TAPA ALLT Í LAGI... VIÐ MUNUM EKKI TAPA BULL!ÞÚ ERT ÞJÁLFARINN OKKAR!SEGÐU OKKUR AÐ VIÐ MUNUM EKKI TAPA! SEGÐU OKKUR ÞAÐ! HEYRÐU! HVAÐ ERTU EIGINLEGA AÐ GERA? ÉG ÆTLA AÐ LEGGJA HALD Á BÍLINN ÞINN ÞAR TIL ÞÚ BORGAR GJALDIÐ Í HVERFISSJÓÐINN EN ER ÞETTA EKKI ÓLÖGLEGT? ÉG ER FORSETI HVERFIS- RÁÐSINS OG ÉG MÁ GERA ÞAÐ SEM ÉG VIL ER ÞETTA EKKI MEÐLEIGJANDINN HENNAR MÖMMU? BÍDDU... ER ÞETTA EKKI MAMMA MÍN? STÚDENTAR Í NÁLÆGUM HÁSKÓLA KOMU SAMAN Í DAG TIL AÐ MÓTMÆLA HÆKKUN SKÓLAGJALDA FORSPRAKKI ÞEIRRA, MAGNÚS GUNNARSSON, ÁVARPAÐI HÓPINN SEM VARÐ STRAX MJÖG ÆSTUR HRINGT VAR Á LÖGREGLUNA OG FJÓRTÁN HÁSKÓLANEMAR VORU HANDTEKNIR YFIRVÖLD SEGJA AÐ UTANAÐKOMANDI AÐILAR HAFI SKIPULAGT MÓTMÆLIN SLEPPTU MÉR! ELECTRO KEMUR HEIM EFTIR KLÚÐRAÐ BANKARÁN... ÉG VERÐ AÐ SKIPTA UM FÖT ÁÐUR EN... ERTU ÞARNA, PABBI? ER AÐ KOMA, TOMMY! ÞETTA ER AÐVÖRUN... ÞAÐ Á LOKA FYRIR RAFMAGNIÐ HJÁ OKKUR HVAÐ KOM Í PÓSTINUM? EINS OG ALLAR UNGAR KONUR ÞÁ BEIÐ ÉG EFTIR ÞVÍ AÐ HITTA FALLEGAN, UNGAN MANN... EKKI KENNA MÉR UM... ÞÚ HEFÐIR ALVEG GETAÐ BEÐIÐ LENGUR Ráðherrum sparkað Í dagblaði fyrir nokkru birtist skopmynd af fjármálaráðherra sparka Beatty for- stjóra Magna ehf. út í hafsauga. Mér var hugsað hvort ekki mætti snúa myndinni við og sjá ráðherran- um sparkað fyrir fullt og allt og Jóhanna Sig- urðardóttir hefði feng- ið að fljóta með. Þessir ráðherrar eru langt undir getu að sinna sínum ráðuneytum. Jóhanna, hvar er skjaldborgin, sem átti að halda utan um hag heimilanna, sem þú lofaðir? Hversu lengi ætlið þið að ráðast á eldri borgara og öryrkja með alls konar skattskyldum? Mér er spurn, er ekki nóg af fátæku fólki í landinu, til að þið þurfið með ásetningi að fjölga þeim með ykkar hegðan svo um munar? Hvers konar þjóðfélag er þetta að verða í tíð ykkar? Eru ekki nógu langar biðraðir fólks, sem bíð- ur eftir matargjöfum til að geta skrimt síð- ustu daga mánaðarins eða almennt? Hvað hafið þið gert til að mæta nauðung þessa fólks? Mér fynd- ist að þú, Jóhanna for- sætisráðherra, ættir að yfirgefa ráðuneyti þitt, sem þú veldur ekki, sem fyrst. Ekki kæmi að sök, að einhverjir með- ráðherrar fylgdu með, má þar fyrst nefna Árna Pál Árnason. Þetta er sú alversta ríkisstjórn, sem nokkru sinni hefur setið við völd á Íslandi, megi hún fara frá sem fyrst. Eitthvað betra hlýtur að sjá dagsins ljós í framtíðinni. Svanur Jóhannsson. Ást er… … ferðalag sem hefst með fyrsta fundi ykkar. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16, bingó kl. 13.30. Árskógar 4 | Opin smíðastofa kl. 9- 16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Vetrardagskráin hefst 1. sept. Bjóðum upp á námskeið í bútasaumi, vefnaði, útskurði, glerlist, myndlist, bókbandi og kertaskreyt- ingum. Einnig verður leikfimi, línudans, upplestur, helgistund og söngur. Uppl. og skráning í síma 535-2760. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans í Ásgarði, Stangarhyl 4, sunnudagskvöld kl. 20, Klassík leikur fyrir dansi. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin og félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinnustofan opin. Hádegisverður kl. 11.40. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Félagsvist FEBG kl. 13, opið í Jónshúsi kl. 9.30-16. Félagsstarf eldri bæjarbúa í Mos- fellsbæ | Farið verður til Vest- mannaeyja miðvikudaginn 25. ágúst. Lagt verður af stað kl. 9 f.h. frá Hlað- hömrum. Skráning stendur til 20. ágúst í síma 586-8014 e.h. og 692-0814. Furugerði 1, félagsstarf | Bingó kl. 14. Fótaaðgerðarstofan, s. 588-2232, hár- greiðslustofan s. 553-6046. Félagsstarf Gerðubergi | Opið kl. 9- 16.30. m.a. prjónakaffi kl. 10 og staf- ganga kl. 10.30. Mánud. 23. ág. kl. 13.30 lagt af stað í fræðslu og kynn- isferð um borgina. Leiðsögn Magnús Sædal byggingafulltrúi, kaffi í Hámu á Háskólatorgi, skráning á staðnum og s. 575-7720. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Dömubrids-aðstoð kl. 13 og kaffi. Hraunsel | Opið virka daga kl. 9-16. Morgunrabb kl. 9, brids kl. 12. Haust- dagskráin kemur í september. Sími 555-0142. Hvassaleiti 56-58 | Bíódagur kl. 14. Kaffisala kl. 14.30. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50. Gönuhlaup kl. 9. Tíurnar kl. 10. Gáfumannakaffi kl. 15. Bíódagur: Með allt á hreinu kl. 16. Skráningu lýkur 30. ágúst. Hausthátíð 3. sept. Listasmiðjan alltaf opin. Uppl. s. 411-2790. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur kl. 10. leikfimi kl. 10.30, vist/ brids kl. 13. Kaffi kl. 14.30. Vesturgata 7 | Haustnámskeiðin hefj- ast sem hér segir: Myndmennt 1. sept., glerskurður og kertaskreytingar 2. sept., enska 3. sept., tölvukennsla, boccia 6. sept., spænska 7. sept., les- hópur 21. sept. og tréskurður 6. okt. Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9-16, há- degismatur kl. 11.45, sungið við flygilinn kl. 13.30, kaffi kl. 14.30, dansað í að- alsal kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Morgun- stund kl. 9.30, boccia kl. 10, handa- vinnustofan opin, framh.sagan kl. 12.30, stóladans kl. 13.15, frjáls spilamennska. Bingó kl. 13.30. Uppl. í síma 411-9450. Gunnar Þorsteinsson, gamallNorðlendingur búsettur syðra, gaukaði að umsjónarmanni Vísnahornsins vísu: Ríkisstjórnar riðar svið ráðaleysi þvingar; Samfylkingin sveitast við sannleikshagræðingar. Nokkuð hefur borið á karli og kerlingu í Vísnahorninu und- anfarna daga, sem ráða sér ekki fyrir spenningi vegna Bragaþings, landsmóts hagyrðinga, sem haldið verður 28. ágúst. Karlfauskurinn í Skuggahverfinu laumaði að Jóni Ingvari Jónssyni þessari vísu um kerlinguna á Skólavörðuholtinu: Kerling örg sitt ævikvöld af örum losta brennur. Hún hafði fyrir hálfri öld heilar fjórar tennur. „Já, það er gaman að karli,“ bætti Jón Ingvar við og hló. Einar Kolbeinsson, sem treður upp fyrir Húnvetninga á lands- mótinu, frétti af samskiptum karls og kerlingar og orti: Hvergi smeykur kannski fer, karlfausk- ur með stolti, úr Skuggahverfi skemmta sér, á Skólavörðuholti. Þegar Jón Ingvar frétti af karl- fauskinum á Hverfisgötunni, þá bar hann undir hann vísu Einars, en karlinn tautaði: Þótt karlar hennar kæti geð hjá kerlu seint ég rekki. Tittling lúnum míg ég með, meira gerist ekki. „En, þetta er nú ekki líkt hon- um, svona gróft tal,“ bætti Jón Ingvar við afsakandi. Sigrún Haraldsdóttir athugaði þegar hvort kerlingin ætlaði ekki að svara, en hún hélt nú ekki: Margt hef ég skömminni skárra að gera en skakast í þessum bjánum. Þeir apakettirnir ættu að vera ennþá hangandi í trjánum. Að síðustu leiðréttist hér með vísa eftir Ingólf Ómar Ármannsson um Bragaþing, sem birtist nýlega í Vísna- horninu: Nú skal örva andans glóð yrkja bögur slyngar, látum klingja kíminn óð kæru hagyrðingar. Vísnahorn pebl@mbl.is Af ríkisstjórn og skaki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.