Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 2010 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Útgjöld ríkisins á fyrstu sex mán- uðum þessa árs voru 63,9 milljörð- um meiri en á sama tíma árið 2008, sem er 32,2 prósenta aukning á tveimur árum. Aukningin frá fyrri helmingi ársins 2009 nemur 3,1 milljarði, eða 1,2 prósentum. Aukningin skýrist að stórum hluta af því að vaxtagreiðslur rík- isins hafa vaxið mjög á þessum tveimur árum. Voru þær 10,2 millj- arðar árið 2008, en 43,6 milljarðar í ár. Þegar horft er framhjá vaxta- greiðslum sést hins vegar að útgjöld ríkisins á fyrri helmingi ársins í ár eru 30,6 milljörðum meiri en á sama tíma árið 2008, en 10,5 milljörðum minni en þau voru árið 2009. Frá árinu 2008 hafa ríkisútgjöld að frá- dregnum vaxtagreiðslum því aukist um 16,3 prósent. Lítill vöxtur frá árinu 2009 Þegar útgjöld á fyrri helmingi ársins 2010 eru borin saman við sama tímabil í fyrra sést að útgjöld vegna löggæslu, réttargæslu og ör- yggismála hafa dregist saman um 3,3 milljarða eða 26,9 prósent og að útgjöld vegna almannatrygginga og velferðarmála hafa dregist saman um 4,9 milljarða eða um 8,0 prósent. Þá hafa útgjöld vegna efnahags- og atvinnumála dregist saman um 3,1 milljarð, eða 10,1 prósent. Vaxtagreiðslur jukust hins vegar um 45,2 prósent eða 13,6 milljarða og vegna menntamála um 1,9 millj- arða eða 7,3 prósent. Þá hafa útgjöld vegna heilbrigðismála dregist sam- an um 1,2 milljarða eða 2,1 prósent. Mikil aukning frá 2008 Þrátt fyrir þennan samdrátt eru hins vegar aðeins þrír útgjaldaliðir sem hafa dregist saman þegar árið í ár er borið saman við árið 2008. Út- gjöld til löggæslu, réttargæslu og öryggismála eru nú um milljarði minni en þau voru á þeim tíma og nemur niðurskurðurinn 10,0 pró- sentum. Þá hafa útgjöld til menning- ar-, íþrótta- og trúmála dregist sam- an um 650 milljónir, eða 7,3 prósent. Útgjöld til almannatrygginga og velferðarmála eru nú um 29,9 pró- sentum meiri en árið 2008, útgjöld til menntamála eru 24 prósentum meiri og útgjöld til heilbrigðismála eru 13,2 prósentum meiri. Almenn opinber þjónusta, að frádregnum vaxtagreiðslum, kostar ríkið 14,3 prósentum meira í ár en árið 2008. Þessir fjórir liðir kosta ríkið um 27,6 milljörðum meira í ár en þeir gerðu árið 2008. Útgjöld ríkisins hafa aukist um 32,2%  Útgjöld til löggæslu og öryggismála dragast saman, en nær öll önnur útgjöld eru meiri nú en þau voru árið 2008 Morgunblaðið/Ómar Heilbrigðismál Útgjöld ríkissjóðs vegna heilbrigðismála á fyrri helmingi þessa árs voru 6,6 milljörðum meiri en þau voru á sama tíma árið 2008. Formaður bankastjórnar Seðlabanka Hol- lands, Nout Well- ink, lætur af störfum á næsta ári en hann hefur verið harðlega gagnrýndur í kjölfar krepp- unnar. Meðal annars fyrir Ice- save og að bankinn hafi heimilað DSB-bankanum að hefja starfsemi í Hollandi. Skipuð verður sveit sérfræðinga sem á að geta gripið inn í strax ef gjaldþrot ógnar stöðu banka í Hol- landi í framtíðinni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í áætlun sem starfandi fjármálaráðherra, Jan Kees de Jager, hefur kynnt. De Jager segir að skipulag Seðla- banka Hollands verði styrkt og um leið boðar hann meira gagnsæi í störfum bankans. Líkt og kom fram í byrjun júlí viðurkenndi Wellink fyrir hol- lenska þinginu að DSB-bankinn hefði aldrei átt að fá starfsleyfi. Bankinn varð gjaldþrota síðastliðið haust. Í júní var birt skýrsla sem unnin var vegna falls DSB-bankans. Þar er Seðlabankinn harðlega gagn- rýndur fyrir hlut sinn í tengslum við gjaldþrot bankans. Meira gagnsæi boðað Seðlabankastjóri Hollands víkur Nout Wellink Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Ekki er útlit fyrir að þörf sé á skatta- hækkunum á næsta ári til að ná markmiðum samstarfsáætlunar rík- isstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins um tekjuafgang ríkissjóðs. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir því að tekjuafgangur árið 2011 verði neikvæður um 5,3% af vergri landsframleiðslu, sem áætlað er að verði 1506 milljarðar króna á næsta ári, samkvæmt nýútkominni spá Seðlabankans. Jafnframt er gert ráð fyrir því að svokallaður frumjöfnuð- ur, það er að segja tekjujöfnuður án tillits til vaxtajöfnuðar, verði orðinn jákvæður. Mikill niðurskurður framundan Samkvæmt yfirlýsingum ríkis- stjórnarinnar er stefnt að 9% niður- skurði á útgjöldum ríkisins á næsta ári. Gjöldin í ár, samkvæmt fjárlög- um, eru 460 milljarðar að undan- skildum vaxtagreiðslum. Á næsta ári má því gera ráð fyrir að heildar- gjöldin verði 520 milljarðar. Sé gert ráð fyrir óbreyttum tekjum ríkissjóðs verða þær 460 milljarðar, og hallinn þannig 60 milljarðar, en í áætlun AGS er hins vegar gert ráð fyrir því að hallinn verði 80 milljarðar. Ef svo fer sem horfir myndast því 20 milljarða slaki. Greiðsluafkoma á áætlun Greiðsluafkoma ríkissjóðs það sem af er þessu ári bendir til þess að markmið um tæplega 100 milljarða halla náist. Einskiptishagnaður vegna sölu á sendiráðsbústað og við- skipta Seðlabanka Íslands við lífeyr- issjóði hefur gert það að verkum að afkoman er betri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Þannig var greiðslujöfnuð- urinn jákvæður í febrúar og júní, en neikvæður um tæplega 30 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins. Frekari sala ríkisins á fasteignum erlendis er heimil samkvæmt fjár- lögum ársins í ár. Frekari skattahækkanir óþarfar  Ef áætlanir standast myndast 20 milljarða slaki á fjárlögum næsta árs Morgunblaðið/Ásdís Fjármálaráðuneyti Skattar hafa hækkað mikið undanfarið. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Kreppan í Grikklandi dýpkaði enn meira á öðrum fjórðungi þessa árs, samkvæmt bráðabirgðatölum frá grísku hagstofunni. Gerir hún ráð fyrir að landsframleiðsla í Grikklandi hafi dregist saman um 1,5 prósent frá því í fjórðungnum á undan og 3,5 pró- sent frá öðrum ársfjórðungi í fyrra. Þá hefur atvinnuleysi aukist til mikilla muna. Í maí í fyrra mældist það 8,5 prósent en telst nú 12,5 pró- sent og kemur fækkunin aðallega til vegna uppsagna hjá smáum og með- alstórum fyrirtækjum. Meiri samdráttur framundan Í frétt Financial Times er haft eftir gríska hagfræðingnum Platon Mo- nokroussos að síðari helmingur árs- ins verði Grikkjum afar erfiður. Byggingariðnaðurinn hafi dregist mikið saman og á fjórða ársfjórðungi muni ferðamannaiðnaðurinn ekki halda hagkerfinu uppi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að gríska hagkerfið muni skreppa saman sem nemur fjórum prósentum í ár, vegna skattahækkana og niður- skurðar í opinberum útgjöldum, en fjármálaráðherra landsins, George Papaconstantinou er öllu bjartsýnni. Gerir hann ráð fyrir samdrætti upp á um 3,0-3,5 prósent í ár. Í gær var einnig greint frá því að Grikkland muni nú fá níu milljarða lánafyrirgreiðslu hjá Evrópusam- bandinu, eftir að framkvæmdastjórn sambandsins samþykkti annan áfanga í björgunaráætlun ESB. Kreppan í Grikklandi fer enn versnandi  Atvinnuleysi í maí var 12,5 prósent, en var 8,5% í fyrra Reuters Grikkland Fjármálaráðherra Grikklands, George Papaconstantinou. ● Þýski seðlabankinn, Bundesbank, spáir því að hagvöxtur í Þýskalandi verði 3% á þessu ári. Kemur spáin í kjölfar niðurstaðna um að þýska hag- kerfið, sem er það stærsta í Evrópu, hafi vaxið um 2,2% á öðrum ársfjórð- ungi. Fyrri spá bankans gerði ráð fyrir 1,9% hagvexti á þessu ári. Bundesbank sagði að hagstæðar að- stæður, bæði á heimamarkaði og í öðr- um löndum, hefðu gert það að verkum að hagvöxtur væri meiri en spáð var. Býst hann við að áhrifa af þessum aukna vexti muni gæta í öðrum hag- kerfum Evrópu á næstunni, að því er fram kemur í frétt Financial Times. Á síðasta ári dróst þýska hagkerfið sam- an um 4,7% og var það mesti sam- dráttur á einu ári, sem hefur mælst frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Spáir 3% hagvexti í Þýskalandi á árinu ● Karl Óðinn Guð- mundsson hefur verið ráðinn stöðv- arstjóri Icelandair Cargo á JFK- flugvelli í New York. Jón Theodorsson, núverandi stöðvar- stjóri Icelandair Cargo, mun halda starfi sínu áfram til loka febrúar 2011, en þá mun Karl taka við. Karl mun ganga til liðs við starfsfólk fyrirtækisins í Bandaríkjunum frá og með 1. september sem almennur starfsmaður og í framhaldi af því sem stöðvarstjóri þegar Jón hættir störfum. Karl er fæddur árið 1983 og er við- skiptafræðingur frá Háskólanum á Ak- ureyri. Nýr stöðvarstjóri á JFK Karl Óðinn Guðmundsson ● Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI heldur áfram að hækka og hækkaði um 0,5% í gær, í 13,5 milljarða króna við- skiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar, GAMMAi: Verðtryggt, hækkaði um 0,4% í 4,5 milljarða króna veltu og sá óverðtryggði, GAMMAxi: Óverðtryggt, hækkaði um 0,7% í 9 milljarða króna viðskiptum. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,37% í gær, í 60 milljóna króna viðskiptum. Hækkaði gengi bréfa Icelandair Group um tæp 3%. Skuldabréf hækka Stuttar fréttir…                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +/0-12 ++0-30 .3-14/ +,-451 +0-.32 ++5-20 +-4,40 +/3-11 +14-35 ++,-10 +/2-3. ++0-5 .3-1,/ +,-53. +0-.15 ++1-3/ +-4,22 +/+-3, +14-52 .3/-331+ ++,-/5 +/2-52 ++0-25 .3-01/ +,-51, +0-43+ ++1-5 +-53+/ +/+-04 +14-,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.