Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 39
Menning 39FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 2010 Kringlan s. 568 6244 Smáralind s. 544 4230 Samba toppur 3990 Nýjar haustvörur Mili Blazer 5500 Papa kjóll 4500 So Cool buxur 2990 Doubleweave kjóll 4990 MTV-sjónvarpsstöðin hefur tilkynnt að grínistinn Chelsea Handler verði kynnir þegar bestu tónlistar- myndbönd ársins verða verðlaunuð tólfta september næstkomandi. Verður hún þar með fyrsta konan sem gegnir því starfi frá því að Ros- anne Barr tók það að sér árið 1994. Í tilkynningu sagði Handler að hún vissi vel að þetta hefði verið gott ár fyrir rapp- og hip-hopp-tónlist og hún væri mjög tengd inn í samfélög hennar og bætti við: „Ég, rapp- og hip-hopp tónlist pössum jafnvel sam- an og Warren Buffet og fjármál, mínus kynlífið.“ Fetar hún í fótspor grínista eins og Jimmy Fallon, Jack Black og Russell Brand sem hafa verið kynnar á hátíðinni í gegnum árin. Handler er ekki óvön sviðsljós- inu því hún hefur stjórnað spjall- þættinum Chelsea Lately á E!- sjónvarpsstöðinni undanfarin ár, auk þess að hafa skrifað met- sölubækurnar Are You There Vodka?, It’s Me Chelsea“ og Chelsea Chelsea Bang Bang. Þá var einnig tillkynnt að tónlist- armennirnir Kanye West, Justin Bieber, Drake og Ne-Yo yrðu á með- al þeirra sem afhenda verðlaun á há- tíðinni í ár. Handler kynnir bestu myndbönd ársins á MTV Grínarinn og spjallþáttastjórnand- inn Conan O’Brien hefur ekki setið auðum höndum eftir að honum var skipt út fyrir Jay Leno í kvöldþætti NBC-sjónvarpsstöðvarinnar fyrr á þessu ári. O’Brien hefur ferðast um Bandaríkin og troðið upp með nýtt tónlistaratriði sem hann hyggst nú gefa út á geisladiskum. Upptök- urnar fóru fram í hljóðveri Jacks White úr White Stripes í Nashville og á þeim má m.a. heyra þá O’Brien og White syngja saman lagið „20 Flight Rock“. O’Brien snýr aftur í sjónvarpið áttunda nóvember næst- komandi með þátt á TBS. O’Brien gef- ur út plötur Reuters Grínarinn Conan O’Brien syngur dúett með Jack White á nýrri plötu. Í nýlegu viðtal við tónlistar- tímaritið NME segja meðlimir hljómsveitarinnar Kings Of Leon að þeir séu ekki tilbúnir að fórna hugsjónum sínum þegar framleið- endur sjónvarpsþátta sækist eftir að nota tónlist sveitarinnar í vin- sæla þætti. Bassaleikari Kings Of Leon, Ja- red Followill, segir í viðtalinu að þeim hafi verið boðið að leika sjálfa sig í þætti af Ugly Betty, þar sem þeir áttu að aðstoða stjörnur þátt- arins við að leysa úr vandamálum en þeir hafi verið fljótir að segja nei og sama hafi verið upp á teningnum þegar framleiðendur Glee vildu nota eitt af lögum sveitarinnar. Hann bætti við að sveitin væri sí- fellt að hafna tilboðum frá vinsæl- um sjónvarpsþáttum. Nei! Meðlimir Kings Of Leon vilja ekki tónlist sína í sjónvarpsþáttum. Ekki tilbúnir að fórna hugsjónum sínum Leikkonunni Betty White hefur heldur betur tekst að lífga upp á ferilinn sinn undanfarin ár og nú hefur þessi 88 ára gamla leikkona ákveðið að róa á ný mið og gert tveggja bóka samning við útgáfu- fyrirtækið G.P. Putnam’s Sons. Fyrsta bókin Listen Up! kemur út á næsta ári. Talsmaður útgáfunnar sagði að í bókunum yrði að finna skemmti- legar sögur um það sem drifið hef- ur á daga leikkonunar á ártatuga löngum ferli í Hollywood og um- fjöllunarefnið verði m.a. ást, kynlíf og frægð. White er einna best þekkt fyrir leik sinn í grínþáttunum The Mary Tyler Moore Show og Golden Girls. Í ár varð hún svo elsti kynnir í sögu grínþáttarins Saturday Night Live. Rithöfundur Leikkonan Betty White rær á ný mið. Gullstelpan White landar bókasamningi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.