Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 2010 Líf og fjör Baðströndin í Nauthólsvík hefur verið vel sótt í sumar enda veðrið leikið við gesti og menn jafnt sem hundar fundið sér eitthvað til að skemmta sér við, bæði í landi og úti á sjó. Eggert Menningararfur, hvað er það? Viðbúið er að margir rétti upp hönd til að svara þess- ari spurningu. Flestir munu nefna tunguna, söguna, bókmenntir og fornminjar. Það voru einmitt fornminjar sem þjóðminjavörður, Mar- grét Hallgrímsdóttir, gerði að umtalsefni í hnitmiðaðri og upplýsandi grein í Sunnudags-mogga nýlega. Hún fjallaði þar um menningararfinn sem við eigum í torfbæjunum: fag- urfræðina, handverkið og útsjón- arsemina sem að baki þessari húsa- gerð býr, þar sem fjölbreytni í gerð og skipulagi húsa markast ekki síst af aðstæðum. Við lestur grein- arinnar minntist ég hjóna sem urðu á vegi mínum á ráðstefnu í Tékkó- slóvakíu fyrir u.þ.b. 35 árum. Þau voru miklir unnendur íslenskrar menningar, höfðu lesið allt sem þau komust yfir um land, þjóð og bók- menntir. Og þau höfðu ekki látið þar við sitja. Bakvið hið illræmda járn- tjald náðu þau að nurla saman gjald- eyri til ferðarinnar svo þau gætu lát- ið draum sinn um heimsókn til sögueyjunnar rætast. Vopnuð Ís- landsklukku Laxness og Skálholti Kambans komust þau með aðstoð puttans til Bretlands. Þaðan tóku þau sér far með fiskibáti frá Hull. Ólýsanleg var undrun þeirra þeg- ar þau komu á höfuðból íslenskrar lúterstrúar, Skálholt. Sú minjafá- tækt sem við blasti var óskiljanleg þessum Mið-Evrópubúum með þús- und ára byggingarsögu á bakinu, þar sem kastalar, klaustur og hallir skarta þykkum steinveggjahleðslum sem staðið hafa í aldir. Hér stóðst hið forgengilega byggingarefni ekki tímans tönn, en kallaði á stöðuga endurnýjun og viðhald. Engu að síð- ur eru torfbæirnir hinn eini sanni ís- lenski byggingararfur sem talandi er um. Eins og Margrét bendir á er það hugvit í mannvirkjagerð og aðlög- unarhæfni sem gefur torfbænum sérstöðu í byggingarsögu heimsins. Þess utan, en með und- antekningum, er bygg- ingarsaga okkar ekki sérlega markverð enda að stærstum hluta inn- flutt og þá aðallega dönsk. Hugvit og nýsköpun eru lykilorð hvort sem um er að ræða bygg- ingarlist eða borgarlíf. Glötun þessara eig- inleika getur leitt til falls stórvelda, eins og gerðist t.d. á Grikk- landi til forna og sést vel á bygging- arsögu Grikkja. Hofgerðarlist Grikkja þróaðist úr einföldu timb- urskýli utan um líkneski guðanna, yfir í ígildi höggmyndar með eig- inleika guðsins sjálfs. Þegar Grikkir tóku síðan að byggja hof úr steini breyttu þeir ekki forminu í samræmi við efnið. Áherslan var öll á full- komnun hlutfalla. Á hátindi grískrar byggingarlistar héldu eftirhermur burðarbita gömlu timburhofanna sér enn í Parthenonhofinu í Aþenu þó úr steini væru. Endastöð var náð. Það voru menningarsnauðir strategistar frá Róm sem umbyltu bygging- arsögu þess tíma. Þeir þróuðu boga og hvelfingar sem nýttu betur bygg- ingarefnið og veittu ljósi og lífi inn í strúktúrinn. Hjá Rómverjum vék fagurfræðin að nokkru fyrir stór- fengleikanum, en um aldir reyndist þessi formbreyting arkitektum góð- ur grunnur. Næsta bylting í bygg- ingarsögunni hefst seint á 19. öld, þegar bandarískir „barbarar“ fara að takast á við ný byggingarefni. Styrkur stáls og léttleiki glers um- bylti listgreininni. Opin rými og skýjakljúfar hafa síðan einkennt borgarlandslag um allan heim. Því minnist ég á þetta, að hér ríkir tími afturhalds og ótta við nýjungar, hvort sem er á sviði byggingarlistar eða athafnalífs. Enginn framfara- hugur er í mönnum, aðeins krampa- kennt hald í það sem var. Komi fram ósk um nýtingu dýrmætra lóða í miðbæ Reykjavíkur ætlar allt um koll að keyra. Krafist er riftunar samninga, þótt það geti kostað skattgreiðendur stórfé í skaðabæt- ur, svo engu verði raskað í hinu danska hofi miðborgarinnar. Og kór- inn tekur undir. Morgunblaðið birtir myndir af „bæjarprýði“ miðbæj- arins og heldur varla vatni yfir „glæsileikanum“ í ásýnd húss sem hver maður sér að er klambur og klastur frá upphafi. Viðurkenna má að Þingholtsstræti 2-4 ber hand- verki íslenskra iðnaðarmanna gott vitni, en sem minnisvarði um fram- tíðarsýn íslenskra arkitekta vekur það aðeins depurð. Hvert sækir þetta fólk menntun sína? Hefur það aldrei komið til Berlínar þar sem rústir gömlu keisarakirkjunnar standa í bláum skugga minningar- kapellunnar með sinn gnæfandi glerturn? Þar er minningu um eyði- leggingarmátt stríðs haldið á lofti með minnisvarða í anda þeirra sem eftir lifa. Í Berlín stefnir lífið fram á við en deyr ekki inn í formið eins og á Grikklandi forðum. Líf í mið- bænum á að vera áhugavert fyrir alla aldurshópa. Í dag sést þar varla nokkur maður yfir þrítugt nema hann sé túristi eða miðbæjarrotta. Það þarf að endurheimta Ingólfs- torg úr klóm fortíðarbullanna. Séu fjármunir í skúffunum má flytja gömlu húsin á Árbæjarsafn, en varð- veislugildi þeirra er ekkert og þarna er erindi þeirra lokið. Eigi stjórn- málamenn og skipulagsfræðingar í vandræðum með miðbæinn má benda á að tvö hús setja rammann um Kvosina: Ráðhúsið og Harpa. Út frá því ber að vinna og hafi þeir stund aflögu mættu þeir gefa gaum að útsýninu til austurs frá Lækjar- torgi. Það ríkir jafnvægi í skipulag- inu handan lækjar, ekki vegna sam- ræmds stíls húsanna (sem ekki er) heldur vegna þess að þar fara saman útsjónarsemi og stórhugur í bland við nýsköpun. Eftir Ragnhildi Kolka »Eigi stjórnmála-menn og skipulags- fræðingar í vandræðum með miðbæinn má benda á að tvö hús setja rammann um Kvosina: Ráðhúsið og Harpa. Ragnhildur Kolka Höfundur er lífeindafræðingur og býr í miðbænum. Minjar í miðbænum – hvað er verið að varðveita? Norðlingaalda er komin í sviðsljósið á ný eftir tilskipun frá umhverfisráðherra um að stækka eigi friðlandið og leggja alla orkuöflun á svæðinu á hilluna. Þau áform koma ekki á óvart, en vinnu- brögðin eru vægast sagt einkennileg, þótt fátt komi orðið á óvart lengur í þeim efnum þar sem ríkisstjórnin og samskipti hennar inn á við og út á við koma við sögu. Settur umhverfisráðherra, Jón Kristjánsson, kvað upp úrskurð um Norðlingaölduveitu árið 2003, nánar tiltekið í lok janúar það ár. Með þeim úrskurði var Lands- virkjun gert að þoka fram- kvæmdum við veituna út fyrir friðlandið í Þjórsárverum. Um þetta virtist vera nokkuð góð sátt á þeim tíma. Ekki var hrópað húrra fyrir úrskurðinum hjá Landsvirkjun og róttækustu um- hverfissinnar tóku honum með varfærni, en skoðanakannanir sýndu yfirgnæfandi fylgi þjóð- arinnar við þessa leið. Hins vegar leið ekki á löngu áður en andstæð- ingar orkuvinnslu fundu sér nýtt vígi til þess að standa á. Það var að stækka friðlandið og var í því sambandi sérstaklega vitnað í hættu á að Eyvafen, votlendi suð- vestan við verin, færi í kaf við framkvæmdina og eins áhrif henn- ar á fossana í Þjórsá. Tíminn hef- ur síðan liðið og nú er svo komið að stækkun friðlandsins er komin á dagskrá og hefur borist út í til- kynningarformi. Opin stjórnsýsla og lýðræðisleg umræða Það hefur löngum verið vitnað til þess að Rammaáætlun um nýt- ingu og verndun vatnsafls og jarð- hita væri í vinnslu. Auðvitað eiga þessi áform að ræðast á þeim vettvangi eða að minnsta kosti að koma til kasta Alþingis og ræða þau þar í samhengi við aðra mögu- lega orkunýtingu. Ef áformin þarna eru slegin út af borðinu um alla framtíð hefur það að sjálfsögðu áhrif annars staðar. Þetta þarf auðvitað að vera uppi á borð- inu og ræðast í anda þeirrar opnu stjórn- sýslu sem talað er svo mikið um – þegar það passar viðkom- andi. Framsóknarmenn eru tilbúnir til þess að taka þessa umræðu. Við viljum að Alþingi fái að ræða breytta forgangsröðun með mál- efnalegum hætti, sé ekki tími til að bíða eftir niðurstöðu ramma- áætlunar. Hins vegar er ljóst að sú umfangsmikla stækkun frið- landsins sem til umræðu er núna gerir ráð fyrir að þarna verði eng- in orkunýting. Í raun er þó aðeins verið að tala um dælustöð þar sem vatninu er veitt inn á virkj- unarsvæði Þjórsár til þess að auka nýtingu annarra virkjana þar. Umhverfisvænni leið til að auka orkuframleiðslu og skapa þau störf sem því fylgja er vandfundin. Hins vegar starfar umhverf- isráðherra í þeim anda að orð hennar séu lög og þeir sem eru eitthvað að kvaka úti í samfélag- inu eiga að gjöra svo vel og „anda með nefinu“. Einhvern tímann hefði hið rammíslenska orð hroki verið notað um slíka framgöngu. Eftir Birki Jón Jónsson » Framsóknarmenn eru tilbúnir til þess að taka þessa umræðu. Við viljum að Alþingi fái að ræða breytta for- gangsröðun með mál- efnalegum hætti, sé ekki tími til að bíða eftir niðurstöðu rammaáætl- unar. Birkir Jón Jónsson Höfundur er alþingismaður og vara- formaður Framsóknarflokksins. Að anda með nefinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.