Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 2010 ✝ Pétur Jón Árna-son fæddist á Norðfirði 20. ágúst 1930. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Péturs voru hjónin Árni Pét- ursson, húsa- og skipasmíðameistari, f. 30.6. 1894, d. 9.9. 1972 og kona hans Jónína Sesselja Guð- mundsdóttir hús- freyja, f. 3.4. 1895, d. 16.7. 1973. Systur Péturs eru: 1) Anna Brynhildur, f. 18.9. 1925, 2) Margrét, f. 12.12. 1926, d. 7.5. 2007, 3) Guðbjörg Bergþóra, f. 17.4. 1928. Árið 1953 giftist Pétur Helgu Valgerði Ísaksdóttur (Völu), fyrr- verandi starfsmanni á Bókasafni Seltjarnarness, f. á Seltjarnarnesi 13.8. 1934, dóttir hjónanna Ísaks Kjartans Vilhjálmssonar, bónda á Seltjarnarnesi, f. 14.11. 1894, d. 26.10. 1954 og Helgu Sigríðar Runólfsdóttur húsfreyju, f. 13.8. 1904, d. 29.7. 1938. Pétur og Vala eignuðust 4 börn: skrifstofumanni, f. 2.12. 1963, börn þeirra eru: 3a) Erna Katrín, f. 12.10. 1989 og Pétur Theodór, f. 4.6. 1995. 4) Sigrún þjónustu- fulltrúi, f. 25.2. 1969. Pétur ólst upp á Norðfirði til 5 ára aldurs, þá flutti fjölskyldan til Keflavíkur og síðan til Innri- Njarðvíkur þar sem Pétur gekk í barnaskóla. Pétur lauk gagn- fræðaprófi frá Ingimarsskóla í Reykjavík, eftir það fór hann í Iðnskólann í nám í rafvirkjun og varð meistari í þeirri grein árið 1956. Pétur lærði rafvirkjun hjá Ágústi Óskari Sæmundssyni og að námi loknu hóf hann störf hjá Joh- an Rönning. Á þeirra vegum fór hann í nám í verkstjórn til Banda- ríkjanna og þegar heim kom fór hann að vinna á Keflavík- urflugvelli og á Gufuskálum og víðar um landið. Eftir störf sín hjá Johan Rönning hóf Pétur sjálf- stæðan rekstur ásamt mági sínum Runólfi. Árið 1977 hófu þeir feðg- ar Árni og hann samstarf, sem stóð þar til hann hætti vinnu árið 1996. Pétur var einn af stofn- endum Kiwanisklúbbs Seltjarn- arness og var þar virkur félagi á meðan heilsan leyfði. Útför Péturs verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag, 20. ágúst 2010, og hefst athöfnin kl.15. 1) Helga skrif- stofumaður, f. 23.3. 1953, gift Bjarna H. Garðarssyni stýri- manni, f. 3.10. 1953, börn þeirra eru: 1a) Pétur Örn, f. 1.6. 1972 ,börn hans eru Patrik Orri og Helga Lind, barnsmóðir Steinunn Hlíf Sigurð- ardóttir. 1b) Finnur, f. 19.2. 1979, giftur Þórunni Huldu Vig- fúsdóttur, börn þeirra eru Elín Helga og Elma Björg. 2) Ísak Kjartan verslunarmaður, f. 17.11. 1954, börn Ísaks og Hildar Árna- dóttur eru: 2a) Jóhann Davíð, f. 27.9. 1977, giftur Sigrúnu Hörpu Davíðsdóttur, börn þeirra eru Borghildur og Stefanía, dóttir Sig- rúnar er Berta María. 2b) Helga Valgerður, f. 25.3. 1985, sambýlis- maður Sindri Viktorsson, dóttir Helgu og Atla Bjarnasonar er Sunna Lind, sonur Ísaks og Ingu Elínar Kristinsdóttur er 2c) Krist- inn Valgeir, f. 27.1. 1990. 3) Árni rafvirkjameistari, f. 10.4. 1961, kvæntur Halldóru Emilsdóttur Elsku pabbi minn. Mig langar að kveðja þig með örfáum orðum: Ég man t.d. þegar ég fékk að prófa skíði í fyrsta sinn og ég átti erfitt með að standa eða renna mér, þá komst þú og hjálpaðir mér. Einnig man ég allar veiðiferðir, tjaldútilegur og sumarbústaðaferð- ir með þér og mömmu og ekki má gleyma sundlauginni sem þú lést byggja handa mér á æskuheimili mínu á Barðaströndinni, reyndar má segja það að þú hafir byggt laugina, enda allt í öllu eins og venjulega. En þegar þú slasaðir þig í vinnu fyrir nokkrum árum og gast ekki unnið lengur, þá hætti mamma fljótlega að vinna til að sjá um þig, hún stóð eins og klettur við hliðina á þér, þangað til þú fékkst hvíldina á afmælisdeginum hennar og það vantaði viku upp á stór- afmælið þitt. Þegar ég heimsótti ykkur mömmu, sem var nánast daglega, þá var ósjaldan tekið spil og þegar ég var að fara og smellti koss á kinn, þá sagðir þú alltaf við mig: „Farðu varlega.“ Ég kveð þig, elsku pabbi minn, með söknuði og ég hugsa um mömmu fyrir þig. Þín dóttir, Sigrún. Ég man fyrst eftir Pétri þegar ég sá hann fyrir 30 árum. Þá bað ég Hrönn vinkonu að koma með mér í strætó vestur á Seltjarnarnes til að hitta Árna. Pétur kom til dyra, stór og mikill maður og sagði að Árni væri ekki heima. Ég kvaddi þennan frekar ógnvekjandi mann að mér fannst þá og við vinkonurnar sett- um hælana á hnakkann og flýttum okkur í burtu. Þá kallaði Pétur á eftir okkur: „Stelpur, á ég ekki að skutla ykkur heim?“ Þannig var Pétur, greiðvikinn og bóngóður. Hann var sívinnandi og ósérhlífinn, og man ég t.d. ekki eftir að hafa séð hann í vetrarúlpu þó hann væri að vinna úti í kulda og trekki. Nei, mittisjakkinn dugði honum. Pétur hugsaði vel um heimilið og fólkið sitt og var lofsvert að sjá hversu vel hann hugsaði um hana Sigrúnu dóttur sína. Mér er minn- isstæð frásögn Árna af því þegar þeir feðgar ætluðu í ferðalag, en þar sem Pétur átti ekki heiman- gengt ákvað hann að tjalda inni í bílskúr. Þar gistu þeir yfir nóttina og var þetta mikil upplifun fyrir Árna sem lítinn dreng. Pétur elskaði mat og mátti mað- ur ekki koma heim til þeirra Völu nema fá eitthvað að borða, og ekki var hún Ronja, hundurinn okkar, þar undanskilin, sem fékk matarást á Pétri frá fyrstu stundu. Þær voru ófáar vöfflurnar með rjóma sem hurfu undir borðið þrátt fyrir mót- bárur okkar. Pétur hlustaði nú ekki á þær, því hundinum fannst þetta gott og þar við sat. Barnabörnin áttu vísan stað hjá afa sínum, hvort sem það var við smíðar inni í bílskúr eða að lesa dýrabækurnar, og var þá venjan að hlassa sér ofan á mjúku bumbuna hans afa og lesa. Hin síðustu ár var þreyta farin að segja til sín í þessum mikla skrokki og leið tengdapabba þá best heima hjá Völu sinni sem hugsaði svo vel um hann. Jæja, elsku karlinn, ef ég þekki þig rétt þá ert þú nú að undirbúa 80 ára afmælisveisluna þína í dag. Eflaust búinn að henda nokkrum lærum á grillið og kominn með glas í hönd, hlustandi á Fats Domino eða Elvis. Takk fyrir allt sem þú varst mér og mínum. Þín tengdadóttir, Halldóra. Hátt í 60 ár eru liðin síðan litla systir mín, hún Vala, kom í heim- sókn til mín með vin sinn Pétur. Vildi hún sýna mér hann og heyra mitt álit. Mér leist vel á þennan unga mann, hann var laglegur og hafði góða framkomu. Síðan hafa þau gengið saman öll þessi ár. Margt hefur skeð á langri leið. Pét- ur féll vel inn í okkar fjölskyldu sem var mjög samrýmd. Hann var alla tíð mjög hjálpsamur sem kom sér oft vel og hann var listrænn og lagði gjörva hönd á margt. Síðustu árin var mikill samgang- ur milli okkar og var oft tekið í spil þegar ég kom. Við áttum margar góðar stundir saman. Síðasta árið var erfitt sökum veikinda. En nú hefur hann lokið göngu sinni í þessu lífi. Það myndast ákveðið tómarúm þegar náinn vinur kveð- ur, þó það sé líkn með þraut. Blessuð sé minning Péturs Árnasonar. Innilegar samúðarkveðjur til Völu og barnanna þeirra og fjöl- skyldna. Björg Ísaksdóttir. Elsku afi og langafi. Við kveðj- um þig í dag vitandi af því að þú ert kominn á góðan stað og munt fylgjast með okkur þaðan. Ég vil þakka þér fyrir þær stundir sem áttum saman og geymi þær minn- ingar á góðum stað. Þegar kafað er í fortíðina er mér alltaf minnisstætt þegar ég tók strætó úr Breiðholtinu út í Nes sem ponni til þess að slá garðinn á Barðaströndinni og fékk í staðinn smá vasapening. Alltaf kom ég heim rígmontinn og stoltur yfir vel unnu verki eftir að hafa fengið mikið hrós fyrir frá þér. Ég minnist þín einnig sem dug- legs og samviskusams iðnaðar- manns og hve vel þú gerðir við Sig- rúnu frænku, sbr. sundlaugina í garðinum á Barðaströndinni sem þú byggðir nánast einn. Þar áttum við bræður einnig ófáar skemmti- legar stundir. Þú hafðir alltaf gaman af því að borða góðan mat og þú og amma sáuð til þess að maður væri ekki svangur þegar komið var í heim- sókn og ég er ekki frá því að það fylgi nafninu að vera mikill sæl- keri. Hvíldu í friði, elsku afi minn, og megi guð geyma þig. Pétur Örn, Patrik Orri og Helga Lind. Elsku afi, við munum alltaf hafa minningu þína í hjarta okkar. Svo viðkvæmt er lífið sem vordags- ins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherj- ardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Þá, núna og alla tíð, Erna Katrín og Pétur Theodór. Pétur Jón Árnason ✝ Ólafur Stefánssonvar fæddur í Sval- barði í Glerárþorpi 28. október 1925. Hann lést á heimili sínu, Stafholti 3 á Ak- ureyri, 14. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ragn- heiður Jónsdóttir frá Engimýri í Öxnadal, f. 24.2. 1899, d. 19.7. 1980 og Stefán Árna- son frá Dagverð- areyri, f. 19.9.1897, d. 23.5.1977. Systkini Ólafs: Sigríður, f. 3.12. 1926, d. 3.10. 2003, Gunnar, f. 15.6. 1929, d. 10.12. 1929, óskírður, f. 21.7. 1930, d. 21.7. 1930, Örn, f. 2.7. 1931, Stefán Gunnar, f. 27.7. 1932, Anna Fríða, f. 6.10. 1934, d. 25.5. 2005, Jón, f. 7.6. 1937, d. 30.1. 2009, Brynjar Karl, f. 2.8. 1939, Sigurður Árni, f. 16.9. 1941 og Auður, f. 9.12. 1945. Ólafur giftist 28. október 1951 Mattheu Arnþórsdóttur frá Sand- gerði í Glerárþorpi, f. 17.1. 1933. Foreldrar hennar voru hjónin Jón- ína Sigfríður Sigurðardóttir frá Sælu í Skíðadal, f. 27.2. 1900, d. 10.11. 1974 og Arnþór Ingimar Jónsson frá Moldhaugum í Kræk- lingahlíð, f. 2.9. 1895, d. 17.9. 1973. Börn Ólafs og Mattheu eru: 1) Arnfríður, f. 1.2. 1951, maki Sig- urður Arnar Styrmisson, börn: Kristín Margrét, Matthea og Álf- heiður Jónína. 2) Eygló, f. 29.9. 1954, maki Bjarni Guðmundsson, börn: Anna Guðrún, Steinunn Helga, Kristmann og Matthías. 3) Stefán Ragnar, f. 7.9. 1957, maki Björg Friðjónsdóttir, börn: Steinunn Júlía, Petra Sif, Ólafur og Sindri Már. 4) Leifur, f. 27.9. 1959, maki Ás- dís S. Sæmunds- dóttir, börn: Hildur Bára, Ólöf Sandra, Sæmundur Þór, Há- kon Marteinn, f. 18.1. 1989, d. 26.5. 1990, Hilmar Freyr og Jó- hann Már. 5) Ómar, f. 26.11. 1961, maki Lára Tryggvadóttir, börn þeirra: Tryggvi Jóhannes, Ólöf Rut og Aníta Bóel. 6) Sigurður Rúnar, f. 8.5. 1965, maki, Linda Hrönn Rík- harðsdóttir, börn: Lilja Rún, Stef- anía, Steingrímur og Alexander. 7) Steingrímur, f. 23.2. 1968, maki Ingibjörg Gestsdóttir, börn: Róbert Andri og Birgitta Rún. Barna- barnabörn Ólafs og Mattheu eru 23 talsins. Ólafur fluttist úr Svalbarði í Norðurgötu 15 fjögurra ára gam- all og ólst þar upp. Sem ungur maður vann hann ýmsa verka- mannavinnu og stundaði sjó- mennsku. Í kringum 1950 byrjaði Ólafur á verksmiðjum SÍS á Gler- áreyrum og vann þar allt þar til hann hætti að vinna eða í rúmlega 40 ár. Ólafur og Matthea byrjuðu sinn búskap 1951 í Byrgi í Gler- árþorpi en fluttu síðan 1955 í Norðurgötu 15. Árið 1961 fluttust þau í nýbyggt hús sitt í Stafholti 3. Útför Ólafs fer fram frá Glerár- kirkju í dag, 20. ágúst 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30. Elsku pabbi minn, nú ert þú far- inn á vit forfeðranna. Þó að það hafi legið í loftinu í nokkurn tíma og maður hafi reynt að undirbúa sig sem best kom það á óvart og maður var engan veginn undir það búinn að þú færir. Margs er að minnast og bera hæst úr æsku minni öll þau ferða- lög um landið sem þú og mamma fóruð með okkur bræðurna í. Sumarbústaðir, tjaldferðalög og veiðiferðir. Alltaf varst þú fyrstur út að leika hvort sem það var fót- bolti, yfir eða krokket. Og ekki má gleyma spilamennskunni, þá var nú eins gott að setja rétt út svo maður yrði nú ekki skammaður. Þegar við systkinin fórum að eldast og vorum flest farin að búa kom pabbi á þeirri hefð í nokkur ár að farið væri í fjölskylduferð einu sinni á ári og þá oftast í Tjarna- gerði í Eyjafirði. Þar komu flestir úr fjölskyldunni saman og fóru í leiki og skemmtu sér. Þetta var það sem pabbi vildi helst, að allir kæmu saman og skemmtu sér. Þegar árin liðu og hópurinn stækkaði féllu þessar ferðir niður. En nú í sumar hóaði pabbi öllum saman og hélt fjölskyldumót í síð- asta sinn fyrir sína stórfjölskyldu. Pabbi hafði sig yfirleitt ekki mikið í frammi og hallmælti ekki fólki en sagði sínar skoðanir ef honum var misboðið. Þrjóskur var hann og oft á tíðum vorum við ekki sammála um ýmis atriði, gat þá þakið í Stafholtinu lyfst upp en var jafnan fljótt niður aftur. Ég átti það til að gera ýmis strákapör þegar ég var krakki, eins og t.d. að gera húsið heima rafmagnslaust, alltaf tók pabbi því með jafnaðargeði og sagði við mann: „Gerðu þetta bara aldrei aftur“ eða „Segðu nú mömmu þinni ekki frá“. Þegar við Inga kynntumst tók pabbi henni eins og dóttur frekar en tengdadóttur og hefur hann reynst henni og börnum okkar vel. Alltaf var pabbi tilbúinn að ræða við Róbert og Birgittu um það sem þau voru að gera og galsast svolítið í þeim. Oft mátti ekki sjá á milli hvor var barnabarnið og hvor afinn þegar Róbert og pabbi voru sam- an. Eftirminnilegast í seinni tíð er fyrir sjö árum þegar pabbi og mamma fóru með okkur Ingu, börnunum okkar og tengdamóður minni til Hollands. Þar sem pabbi og Róbert voru flest kvöld að leggja spilakapal saman. Einnig þegar pabbi var svaramaður minn þegar við Inga giftum okkur fyrir fjórum árum. Reffilegur, fínn og glaður þannig að það geislaði af honum og hann lék á als oddi. Þó að mér hafi stundum fundist erfitt sem krakka að eiga svona fullorðna foreldra hafa pabbi og mamma alltaf reynst mér vel og gert allt sem þau hafa getað til að hjálpa mér og mínum ef eitthvað hefur verið. Þín er sárt saknað, elsku pabbi minn, bæði af mér, Ingu, Róbert og Birgittu og megi góður Guð blessa og gefa mömmu styrk í sorg sinni. Bænir okkar eru hjá þér, mamma mín. Þinn sonur, Steingrímur. Elsku tengdapabbi minn er fall- inn frá og verður hans sárt saknað. Ég man okkar fyrstu kynni í Staf- holtinu, ákveðinn maður tók á móti mér og faðmaði mig og kyssti, ég var látin vita af því að í þessu húsi væri ég velkomin. Þær eru margar góðar minning- arnar sem ég geymi í hjarta mínu og þar ber kannski hæst brúð- kaupsdaginn okkar Steina, yndis- legur dagur sem þú áttir stóran þátt í að fullkomna. Einnig er eft- irminnileg ferðin okkar til Hol- lands, þar var nú ýmislegt brallað. Áhugi þinn á fólkinu þínu var mikill og alltaf vildir þú fylgjast með hvað allir væru að gera. Ró- bert Andri naut stuðnings þíns í hokkíinu og alltaf varstu stoltur af honum þegar hann kom til þín á vorin og sýndi þér einkunnablöðin sín úr skólanum. Birgittu kallaðir þú alltaf „skottuna“ þína og þú hafðir voða gaman af því að fylgj- ast með henni líka, man ég vel eftir þegar þú komst til að sjá hana á skautasýningu, og svo var það þeg- ar hún byrjaði líka í skóla og fór að koma og sýna afa einkunnirnar sín- ar, alltaf brosti afi flott og hrósaði. Þú varst duglegur maður og þrjóskur og er það kannski þess vegna sem við fengum að njóta þín eins lengi og við gerðum. Ég vil þakka tengdapabba mín- Ólafur Stefánsson ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og systur, SIGRÍÐAR ÁRNADÓTTUR, Suðurgötu 30, Akranesi. Kristján S. Kristjánsson, börn, tengdabörn, ömmubörn og systkini hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.