Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er óendanlega óréttlátt hvernig þetta hefur þróast. Skatturinn kemur eftir á, það kemur sér mjög illa,“ seg- ir Kjartan Hrafn Kjartansson. Þau hjónin eru krafin um skatt af sjúk- dómatryggingu sem talin var und- anþegin skatti. Kona hans, María Sigurð- ardóttir íþróttakennari, greindist með krabbamein á síðasta ári og missti sjö mánuði úr vinnu en þar sem þau voru með sjúkdómatrygg- ingu fékk hún bætur. „Það kom sér vel vegna vinnutapsins,“ segir Kjart- an. Tryggingafélögin töldu að bætur vegna sjúkdómatrygginga væru skattfrjálsar og Kjartan segir að þau hafi fengið leiðbeiningar um það við útborgun og farið eftir þeim þegar þau útfylltu skattframtal sitt. Þegar þau komu heim úr fríi í sumar beið þeirra bréf frá skattinum þar sem fram kom að gerðar yrðu breytingar á framtali þeirra og bæt- urnar látnar koma til hækkunar á tekjuskattsstofni. Það hafði það í för með sér að í stað þess að fá nokkur hundruð þúsund kr. til baka frá skatt- inum vegna vaxtabóta þurftu þau að greiða eina og hálfa milljón. Málaferli eru um skattskyldu bóta af þessu tagi og beðið er dóms Hæstaréttar. Kjartani og Maríu gefst hins vegar ekki kostur á að bíða með greiðslur eftir niðurstöðunni heldur þurfa þau að greiða alla upphæðina á fimm mánuðum. Þá reiknast bæt- urnar heldur ekki sem tekjur hjá Maríu við útreikning fæðingarorlofs. Óendanlega óréttlát þróun mála  Þurfa að greiða skatt af bótum sem sagðar voru undanþegnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Fimm manna fjölskylda Kjartan Hrafn Kjartansson og María Sigurð- ardóttir heima hjá sér með börnin þrjú, Orra Hrafn sem er 8 ára, Kjartan Karl tveggja mánaða og Söru Soffíu sem er 6 ára. Íslenskum múslimum var boðið til kvöldverðar í bandaríska sendiráðinu í gærkvöldi í tilefni ram- adan-mánaðar. Múslimar fasta þann mánuð frá morgni til kvölds og var sólseturs því beðið áður en matast var. Sólin settist klukkan 21:11 og var fastan þá rofin með döðlum og mjólk. Kvöldmáltíðin þegar ramadan stendur yfir nefnist „iftar“ en Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, hélt slíka í Hvíta húsinu 13. ágúst. Fastan rofin í bandaríska sendiráðinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Seinkun á flugi flugfélagsins Astraeus til og frá Bretlandi var talsvert mikil í júnímánuði, samkvæmt nýrri skýrslu frá flugmálastjórn þar í landi, CAA. Astraeus rekur flug- vélarnar sem fljúga undir merki Iceland Express. Að meðaltali varð 110 mínútna, eða næstum tveggja klukkustunda seinkun að meðaltali á komu véla félagsins til Gatwick-flugvallar frá Keflavík, en tæprar klukku- stundar töf að jafnaði á brottför þaðan til Keflavíkur. Seinkunin var hins vegar talsvert minni á Stansted-flug- velli. Þar varð að jafnaði 37 mínútna seinkun á komu Astraeus frá Keflavík, en um 40 mínútna seinkun á brott- för þaðan til Keflavíkur. Sjö til tíu mínútna seinkun hjá Icelandair Helsti keppinautur Iceland Express, Icelandair, flýgur hins vegar til Heathrow í Lundúnaflugi sínu. Samkvæmt sömu skýrslu CAA var meðaltalsseinkun á komu flugvéla Icelandair frá Keflavík til Heathrow sjö mínútur, en að meðaltali var 10 mínútna seinkun á brottför véla Ice- landair þaðan til Keflavíkur. Ekki náðist í Matthías Imsland, framkvæmdastjóra Iceland Express, við vinnslu fréttarinnar í gær. Mikil seinkun hjá Astraeus að meðaltali í júnímánuði Morgunblaðið/Ómar Í vélinni Hvimleitt getur verið að þurfa að bíða lengi í flugvélum eða á flugvöllum, eftir brottför og komu.  Að jafnaði 110 mínútna seinkun á flugi til Gatwick Skattyfirvöld hafa ekki breytt skattlagningu bóta sjúkdóma- trygginga. Skúli Eggert Þórð- arson ríkisskattstjóri segir að bæturnar séu ekki undanþegnar skatti samkvæmt lögum. Þess vegna séu greiðslur skattlagðar þegar upplýsingar liggi fyrir. Tryggingafélögin hafa talið þessar greiðslur skattfrjálsar og ekki talið þær fram. Skúli Eggert bendir á að til umræðu hafi komið að breyta lögunum og mikilvægt að fá niðurstöðu um málið. Engin und- anþága LÖGIN ÓBREYTT Um 100 manns mættu á íbúafund á Veitingastofunni Brekkunni á Stöðv- arfirði í gær til að ræða um mál sem brenna á íbúum bæjarins, þar á með- al fyrirhugaða lokun Landsbankans og pósthúss. Að sögn Alberts Geirssonar var hljóðið þungt í fundarmönnum og lýstu þeir yfir miklum áhyggjum með stöðu mála. Þingmennirnir Björn Valur Gíslason, Jónína Rós Guðmundsdóttir og Kristján Þór Júlíusson sóttu fundinn ásamt mest- um hluta bæjarstjórnar Fjarða- byggðar. Sparað á öllum sviðum Samþykkt var ályktun á fundinum þar sem skorað var á bæjarstjórn og þingmenn að taka þessi mál upp. Enginn fulltrúi var frá Lands- bankanum á fundinum en fulltrúi frá Póstinum mætti og varði þá ákvörð- un að þjónusta yrði minnkuð við íbúa Stöðvarfjarðar enda þyrfti að spara á öllum sviðum. „Í raun voru fundarmenn sam- mála um að gera ætti meiri kröfur til ríkisvaldsins – að það sjái til þess að þessi þjónusta sé fyrir hendi og hún sé í verklýsingum fyrirtækjanna sem eiga í hlut,“ sagði Albert. Þungt hljóð í íbúum á Stöðvarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.