Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 20
20 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Í lok árs 2009 voru samþykkt lög á Alþingi um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr.152/2009. Lögin kveða á um að nýsköpunarfyrirtæki geti fengið skattfrádrátt vegna kostnaðar við rannsóknir og þróunarstarf og að fjárfestar fái skattafslátt vegna fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum. Til að skattyfirvöld veiti slíka ívilnun er gerð krafa um að Rannís veiti staðfestingu á að um nýsköpunarfyrirtæki sé að ræða í samræmi við ákvæði laganna. Gildir afgreiðslan fyrir yfirstandandi almanaksár. Rannís hefur komið upp rafrænu umsóknarkerfi á slóðinni http://rannis.is/sjodir/ skattivilnun/ í tengslum við lögin um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Umsóknarfrestur er til 1. september nk. Fyrirtæki þurfa að skrá sig í umsóknarkerfið fyrir þann tíma, en að þessu sinni er gefinn kostur á að ljúka umsóknum til 20. september nk. Á heimasíðu Rannís er handbók með leiðbeiningum og upplýsingum um umsóknar- ferlið, en þar má einnig finna fyrrgreind lög auk reglugerða nr. 592 og 593 frá 2010. Rannís mun leggja mat á hvort umsóknir uppfylli skilyrði laganna og tilkynna viðkomandi fyrirtæki niðurstöðuna auk tilkynningar til Ríkisskattstjóra. Frekari upplýsingar um lögin og umsóknarferlið veitir Sigurður Björnsson hjá Rannís í síma 515 5800, eða sigurdur@rannis.is. Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. skattfrádráttur vegna þróunarstarfs og skattafsláttur vegna fjárfestinga Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Undanfarna daga hafa streymt fram á fjölmiðlavöllinn ýmsir aðilar sem hafa tjáð sig um trún- aðarskyldu presta og tilkynningarskyldu þeirrar stéttar. Má draga þá niðurstöðu af skoðunum þeirra flestra að þeir átti sig ekki alveg á megintil- gangi tilkynning- arskyldunnar, en hann er sá að með því að tilkynna til barnavernd- arnefnda þá erum við að vernda börnin okkar. Samkvæmt barnaverndarlögum er okkur öllum skylt að tilkynna of- beldi gegn börnum en sérstök áhersla er lögð á tilkynning- arskyldu þeirra stétta sem afskipti hafa af börnum. Í barnaverndarlög- unum stendur að sérstaklega er leikskólastjórum, leikskólakenn- urum, dagmæðrum, skólastjórum, kennurum, prestum, læknum, tann- læknum, ljósmæðrum, hjúkr- unarfræðingum, sálfræðingum, fé- lagsráðgjöfum, þroskaþjálfum og þeim sem hafa með höndum fé- lagslega þjónustu eða ráðgjöf skylt að fylgjast með hegð- un, uppeldi og aðbún- aði barna eftir því sem við verður komið og gera barnavernd- arnefnd viðvart ef ætla má að barn búi við óviðunandi uppeldis- skilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi. Til- kynningarskylda sam- kvæmt þessari grein gengur framar ákvæð- um laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta. Á einfaldri íslensku þýðir þetta að allur almenningur á að láta vita ef illa er farið með börn. Sér- staklega er þó ítrekað að ofan- greindar stéttir eigi að láta barna- verndarnefndir vita ef grunur er um að illa sé farið með börn, til dæmis ef barn er beitt kynferð- islegu ofbeldi. Þetta er ekki gert til þess að refsa gerandanum heldur til þess að hægt sé að vernda barnið. Hvort síðan viðkomandi stétt getur staðið frammi fyrir dómstólum og borið vitni er annar handleggur sem önnur lög verða að útskurða um. Lögbundin verndun barna Eftir Pál Ólafsson Páll Ólafsson »Megintilgangur til- kynningarskyld- unnar er sá að með því að tilkynna til barna- verndarnefnda þá erum við að vernda börnin okkar. Höfundur er félagsráðgjafi og er for- maður Félagsráðgjafafélags Íslands. Eitt af hinum miklu leyndardómum mann- kynssögunnar er af hverju nöfn þeirra sem lögðu á ráðin um morð Kennedy-bræðranna hafa aldrei verið gerð opinber. Það liggur þó í augum uppi að nokkrar opinberar stofnanir inn- an og utan Bandaríkj- anna búa yfir þessum upplýsingum, en vissulega var lífs- hættulegt að ræða þær opinberlega þangað til samsærismennirnir voru komnir undir græna torfu. Á sama hátt hlýtur það að vera Ís- lendingum einn af leyndardómum Ís- landssögunnar af hverju nokkrir af samlöndum þeirra vilja endilega beita öllum ráðum til að koma Icesave- skuldinni á herðar þeirra þegar öllum er ljóst að til þess er engin lagaleg eða siðferðisleg skylda. Orsakarætur hinnar furðulegu Ice- save-áráttu er að finna í leyniáætlun sem Evrópusinnar hafa notað til að innlima hvert Evrópuríkið á eftir öðru í Evrópusambandið, þrátt fyrir að langtíma hagsmunir þessara ríkja fel- ist í því að vera utan þess. Langtímahagsmunir flestra ríkja í Evrópusambandinu felast reyndar í því að Evrópusambandið og evran hætti að vera til. Læðingur Evrópusinna Fenrisúlfurinn var á sínum tíma bundinn með þeim fjötri sem læðingur kallaðist. Sá læðingur sem Evrópusinnar hafa oftast notað til að fjötra sjálf- stæðar þjóðir inn í Evrópubandalagið er að framkalla efnhagslegt öngþveit- isástand hjá viðkomandi þjóð, og þeg- ar ráðþrota stjórnmálamenn sjá enga útgönguleið úr öngþveit- inu bjóða Evrópusinnar inngöngu í Evrópusam- bandið sem bjarghring til viðkomandi þjóðar. Þannig gengu Stóra- Bretland, Finnland og Svíþjóð í Evrópusam- bandið eftir samdrátt- artímabil, Norskir stjórn- málamenn reyndu að láta Noreg ganga inn eftir fjármálakreppu sem or- sakaðist af EES- samningnum meðal annars en norskir kjósendur létu ekki plata sig og felldu þetta í þjóðaratkvæði. Dettur einhverjum í hug að embætt- ismannaveldið í Brussel hafi ekki séð þetta mynstur og viti ekki að ef ná á ríki og auðlindum þess undir vald Evr- ópusambandsins er vænlegasta leiðin að koma viðkomandi ríki í kreppu. Nauðsynlegt er að setja það í stjórn- arskrá að ekki sé mögulegt að ganga inn í Evrópusambandið (eða nokkurt annað ríkjasamband) nema 90% lands- manna samþykki slíkt í þjóðaratkvæða- greiðslu til að efnahagsleg hryðjuver- kastarsemi Evrópu á Íslandi hætti. Íslenska áætlunin Þótt ég og fleiri hafi varað við EES- samningnum á sínum tíma (í Morg- unblaðinu), létu Íslendingar sér ekki segjast. Ég óttast að Íslendingar séu að uppgötva sannleiksgildi orða Ljósvetn- ingagoðans „Ef við slítum sundur lögin slítum vér og sundur friðinn.“ Ekkert lagakerfi þolir nánast gagnrýnislausan innflutning laga úr öðru og ósamrým- anlegu lagakerfi. Áætlun Evrópusinna um EES- samninginn hefur reyndar gengið eftir þar sem yfirlýst markmið með honum var að auðvelda Íslendingum (og öðr- um) samrunaferlið. Hitt er annað mál að Íslendingar gerðu ekki ráð fyrir því að samruna- ferlið fælist í því að hagkerfi þeirra væri lagt í rúst (með EES-reglunum) til að þeir sæju ekki aðra und- ankomuleið frá efnahagslegu hruni en inngöngu í Evrópusambandið. Von Evrópusinna er sú að ef hægt er að gera nógu marga Íslendinga gjald- þrota muni þeir skynja inngöngu í Evr- ópusambandið sem bjarghring. Úr akri vonleysisins hjá kjósendum von- ast þeir til að uppskera sigur í einni þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðeins þarf að tímasetja atkvæðagreiðsluna rétt (þegar Samfylkingin hefur séð til þess að allt hagkerfið sé hér ein rjúkandi rúst) og auðvitað að sjá til þess allt efnahagskerfið sé maskað fyrir þann tíma. Skilja ber hótanir ESA um meinta ríkisábyrgð á Icesave í þessu ljósi! Evrópusambandið býður síðan opin faðminn, tilbúið að taka við landhelg- isauðæfum íslensku þjóðarinnar enda fær það til úthlutunar öll auðæfi frá 12 og upp í 200 mílur sem Íslendingar eiga nú. Og ekki skaðar ef með fylgja olíu- auðlindir upp á 1.600 milljarða banda- ríkjadala á Drekasvæðinu. Þetta myndi þýða að meðgjöfin við inngöngu í Evrópusambandið væri í það allra minnsta u.þ.b. 80 til 300 milljónir króna á hvern Íslending. Og enn síður er það Evrópusam- bandinu til skaða ef fimmfalt það magn er til staðar á Rockall-svæðinu. Varla duga minna en 1.500 milljónir króna á hvern Íslending sem meðgjöf í Evr- ópusambandið. Og eini kostnaður Evr- ópu er lyga- og blekkingastríð sem er tiltölulega ódýrt, þegar litið er á auð- lindirnar sem þeir fá yfirráð yfir í kjöl- far stríðsins. Þeir þurfa ekki einu sinni að taka á sig mútukostnaðinn sem yf- irleitt fylgir því að stórríki sölsa undir sig auðæfi annarra þjóða. Íslendingar verða að fara að gera sér grein fyrir því að Evrópusam- bandið er í styrjöld við þá og hefur ver- ið það í fjölda ára. Nauðsynlegt er að við förum að innheimta af Evrópu stríðsskaðabætur fyrir hrunið sem var einkum afleiðing af upptöku EES-laga á Íslandi! Leyniáætlun Evrópusinna Eftir Árna Thoroddsen » Íslendingar verða að fara að gera sér grein fyrir því að Evr- ópusambandið er í styrj- öld við þá og hefur verið það í fjölda ára. Árni Thoroddsen Höfundur er kerfishönnuður. Iðjuþjálfar segja gjarnan að það sé jafn mikilvægt heilsunni að hafa eitthvað fyrir stafni eins og að draga andann. Undanfarin tvö ár hafa konurnar að baki „Á allra vörum“ staðið í fararbroddi hóps sjálfboðaliða sem hleypt hefur ljósi í líf margra, með sam- stöðu, jákvæðni og varagloss að vopni. Fyrst var safnað fyrir hlut í stafrænu röngentæki, „Björg“, sem nýtist við greiningu brjósta- krabbameins á frumstigi og svo var safnað fyrir hvíldarheimilinu „Hetjulundi“ sem ætlað er börnum með krabbamein og fjölskyldum þeirra. Í ár er safnað fyrir sjálft Ljósið. Flest okkar þekkja einhvern sem hefur greinst með krabbamein. Lífið verður aldrei alveg eins eftir slíka reynslu. Sumir hætta að vinna tíma- bundið á meðan þeir fara í gegnum ferli krabbameinsmeðferðar og aðrir hætta alfarið vegna afleiðinga veik- indanna. Ljósið er endurhæfing- armiðstöð, sjálfseignarstofnun, með það markmið að efla lífsgæði þeirra sem hafa greinst með krabbamein og aðstandenda þeirra. Ljósið tekur á móti foreldrum sem fylgja full- orðnum börnum sínum, börnum sem fylgja foreldrum sínum, mökum, systkinum og vinum þeirra sem hafa greinst með krabba- mein. Samhugur og samvinna eru í háveg- um höfð í starfi Ljóss- ins. Enn eitt sumar- kvöldið fáum við sem störfum á SkjáEinum að upplifa þann stuðn- ing sem „Á allra vörum“-hópurinn hefur frá fólki í kvikmynda- gerð, sjónvarpsfram- leiðslu, leik og skemmt- un, hópi fólks sem gerir söfnunar- og skemmtiþátt í beinni, opinni, útsendingu að veruleika. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessu verkefni, sjálfboðaliðar færa Íslendingum átakið „Á allra vörum“ heim í stofu, undir dyggri stjórn Maríönnu Friðjónsdóttur, framkvæmdastjóra útsending- arinnar á SkjáEinum annað kvöld. Söfnunarnúmer átaksins eru: 903 1000 ef þú vilt gefa 1.000 kr., 903 3000 ef þú vilt gefa 3.000 kr., 903 5000 ef þú vilt gefa 5.000 kr., söfnunarnúmerin eru nú þegar opin og verða opin allt þar til útsendingu lýkur. Á meðan á beinni útsendingu stendur verður einnig hægt að hringja í 595 6000 þar sem þjóð- þekktir einstaklingar sitja í þjón- ustuveri Já og taka við framlögum. Ljósin í lífinu Eftir Sigríði Mar- gréti Oddsdóttur Sigríður Margrét Oddsdóttir » Í ár er safnað fyrir sjálft Ljósið. Höfundur er frkvstj. Skjá miðla ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.