Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010
Daglegt líf 11
Hugmyndin að þessari uppskrift er
komin frá norðurhluta Kaliforníu,
nánar tiltekið er innblásturinn sóttur
til Alice Waters sem lagði grunn að
Kaliforníumatreiðslunni með stað
sínum Chez Panisse í Berkeley.
Þessi réttur byggist á því að grilla
kryddjurtafyllta tómata og rauðlauk
sem mynda síðan grunninn í pasta-
sósu sem við berum fram með lambi
eða nauti. Þetta er fullkomið með
safaríkum íslenskum lambakótelett-
um, lambafile eða jafnvel ribeye af
nauti njóta sín ekki síður vel.
6 stórir tómatar
2 rauðlaukar
2 lúkur af fersku óreganó og/eða
marjoram
4 hvítlauksgeirar
2 sneiðar beikon
ólívuolía
salt og pipar
500 g taglatelle eða spaghetti
Skerið tómatana í tvennt og
hreinsið innan úr þeim. Skerið rauð-
laukana í um hálfs sentimetra þykkar
sneiðar. Penslið tómatana og lauk-
sneiðarnar með ólívuolíu. Saltið og
piprið. Saxið tvær vænar lúkur af
óregano og/eða marjoram. Ef þið
ræktið kryddjurtirnar sjálf þá er núna
frábær uppskerutími og um að gera
að nota blómin bæði af óreganó og
marjoram með.
Fyllið tómatana af söxuðum krydd-
jurtum. Setjið á grillið. Setjið lauk-
sneiðarnar á grillbakka og á grillið.
Þegar tómatarnir eru orðnir vel
mjúkir er gott að klemma þá saman
með grilltöng og snúa þeim á hliðina
og síðan eftir nokkrar mínútur á hina
hliðina. Skellið þeim síðan upp á
bakkann með rauðlauknum.
Skerið beikonsneiðarnar í litla bita
og saxið hvítlaukinn fínt. Hitið olíu í
þykkbotna potti og bætið við hvít-
lauk og beikoni. Steikið í nokkrar
mínútur og passið upp á að hvítlauk-
urinn fari ekki að verða brúnn.
Takið tómatana og laukinn af grill-
inu og bætið út í hvítlaukinn og beik-
onið í pottinum. Veltið um á meðal-
hita í nokkrar mínútur. Smakkið og
bætið við salti og pipar ef þarf.
Sjóðið pastað. Bætið saman við
tómatamaukið í pottinum.
Grillið kjötið. Gott er að velta því
upp úr ólívuolíu með pressuðum hvít-
lauk og smá rósmaríni auk salts og
pipars áður en það er grillað.
Berið kjötið fram með pastanu.
Það er mjög gott að hella aðeins af
hágæða ólívuolíu yfir pastað rétt áð-
ur en það er borið fram. Það þarf í
sjálfu sér ekki parmesan-ost með
þessu – en það skaðar heldur ekki að
hafa hann sem valkost á borðinu.
Gott nýjaheimsrauðvín smellur að
þessu. Beint í mark er Montes Alpha
Cabernet Sauvignon.
Steingrímur Sigurgeirsson
Uppskriftin
Kalifornískar kótelettur
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Hveragerði er grænmetis-og blómabær mikill. Þvífannst einum íbúanumótækt að ekki væri
grænmetismarkaður á staðnum fyr-
ir heimamenn og gesti.
Hjörtur Benediktsson hafði
gengið með þá hugmynd í nokkurn
tíma að setja upp grænmetismarkað
í bænum og ákvað í steikjandi sólar-
sælu á Spáni í vor að drífa í því að
koma markaðnum upp í sumar. Þeg-
ar heim kom hrinti Hjörtur hug-
myndinni í framkvæmd og stendur
nú í grænmetisbásnum sínum á bíla-
stæði Leikfélags Hveragerðis, við
hliðina á Eden, allar helgar til loka
september.
„Ég opnaði markaðinn um miðj-
an júlí og hann verður opinn allar
helgar út september, ég er með opið
frá tvö til sjö á föstudögum og frá
tólf til sjö laugardaga og sunnu-
daga,“ segir Hjörtur.
Hann ræktar sjálfur hluta af
grænmetinu sem hann selur, að-
allega rófur, kartöflur og gulrætur,
en annað kaupir hann frá öðrum
ræktendum. Hann er meðal annars
með lífrænt ræktað grænmeti frá
Heilsustofnuninni í Hveragerði, en
þar var Hjörtur garðyrkjustjóri í
tæp tuttugu ár.
Bleikja og bjúgu
„Ég er alltaf með ferska vöru
sem er skorin eða tínd að morgni
dagana sem opið er, þannig að fólk
gengur að því vísu að fá nýtt græn-
meti á góðu verði sem ræktað er á
heimaslóðum,“ segir Hjörtur en
hann býður t.d. upp á tómata, gúrk-
ur, papriku, salat, kál, rófur, gulræt-
ur, kartöflur, hnúðkál, púrru og sell-
erí. Það er fleira í boði en grænmeti
en hann er einnig með eldisbleikju
frá Lækjarbotnum í Landsveit;
ferska, kryddaða, reykta og grafna.
„Hún er gífurlega vinsæl, enda
eitt af því besta sem maður fær. Þeir
sem hafa einu sinni prófað bleikjuna
koma aftur og kaupa sér meira.
Ég er líka með heimagerð
hrossabjúgu frá Jóni Þormari á Böð-
móðsstöðum í Laugardal. Þau svíkja
engan frekar en fyrri daginn og
menn koma og standa í röð til að
tryggja sér krans,“ segir Hjörtur
glettinn. Hann stóð í ströngu um síð-
ustu helgi þegar bæjarhátíðin
Blómstrandi dagar í Hveragerði fór
fram. „Þá komu þúsundir manna og
var mikil örtröð á markaðnum. Það
er greinilegt að þetta er komið til að
vera því fólk er ánægt með að fá
nýja og ferska vöru beint frá bónda.“
„Fólk er ánægt með að fá nýja
og ferska vöru beint frá bónda“
Alltaf kátur Hjörtur Benediktsson stendur glaðbeittur bak við borðið á
grænmetismarkaðnum sem hann rekur í Hveragerði.
Hjörtur Benediktsson
stendur í grænmetis-
básnum sínum í Hvera-
gerði allar helgar til loka
september
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Fjör Á Blómstrandi dögum stóð
Hjörtur vaktina í búningi Mikka
refs sem hann lék eitt sinn hjá Leik-
félagi Hveragerðis. Hér er hann
með Aldísi Hafsteinsdóttur bæj-
arstjóra og Unni Þormóðsdóttur.
Síðustu sýningardagar.
Sýningin Náttúran í hönnun í
Ljósafossstöð hefur fengið afburða
dóma og þykir með áhugaverðari
hönnunarsýningum sem settar hafa
verið upp á Íslandi.
Á sýningunni er boðið í ferðalag
um hlutbundna náttúru yfir 30
íslenskra hönnuða og skyggnst inn
í hugarheim þeirra, meðal annars
með áhugaverðum viðtölum.
Ekki missa af þessari frábæru
sýningu, síðasti sýningardagur
er næstkomandi laugardag,
28. ágúst.
Opnunartími er 13–18.
Náttúran í hönnun
er samstarfsverkefni
Hönnunarmiðstöðvar
Íslands og Landsvirkjunar.
Sýningarstjóri
Hlín Helga Guðlaugsdóttir
Nánari upplýsingar
www.honnunarmidstod.is
www.lv.is