Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Forsætis-ráðherrarfara jafn- an mjög sparlega með að hafa op- inberlega í hót- unum við ráð- herra í ríkisstjórn sinni. Það kann að ger- ast einstaka sinnum bak við luktar dyr, en einnig þar eru slíkar hótanir þó fátíðar. Fræg er sagan af því þeg- ar Lúðvík Jósefsson, þá sjávarútvegsráðherra, hót- aði að skrifa undir reglugerð um færslu íslensku land- helginnar í 12 mílur, án þess að fyrir lægi samþykki for- sætisráðherrans Hermanns Jónassonar eða ríkisstjórn- arinnar. Þeir áttu þá að hafa verið staddir í Alþingishús- inu, en þar var þá einnig skrifstofa forseta Íslands. Hermann á þá að hafa spurt hvor Lúðvík héldi að yrði fljótari; hann sjálfur inn til Ásgeirs forseta að biðja lausnar fyrir Lúðvík eða Lúðvík upp í Arnarhvol að skrifa undir reglugerðina. Lúðvík lét ekki reyna á þessa spurningu Hermanns enda lítill vafi á að við þá hótun sem í henni fólst hefði verið staðið. Og þannig verð- ur það að vera. Innantómar hótanir forsætisráðherra, hver sem hann er, eru eyði- leggjandi fyrir stjórnarsam- starf og stjórnarfarið í land- inu. Vitað er til að Ólafur Jó- hannesson kom eitt sinn aga á sína vinstristjórn með orð- unum: „Hún er ekki löng leiðin til Bessastaða.“ Eng- inn efaðist heldur um stað- festu Ólafs Jóhannessonar. Núverandi forsætisráðherra og stundum afleggjarar hans (eins og í Magma-- málinu) hafa ótt og títt veif- að stjórnarslitavendinum. Enginn nema VG tekur nokkurt minnsta mark á því. Samfylkingin hefur komið því þannig fyrir, að VG ber á því ábyrgð að „fyrsta hrein- ræktaða vinstristjórnin“ falli ekki. Það er ekki nóg með að Samfylkingin beri enga slíka ábyrgð heldur hefur hún óskráða heimild til að láta sér í léttu rúmi liggja hvort slík ríkisstjórn lifir lengur eða skemur. „Þið rétt ráðið“ segir hún við Vinstri græna sem lúffa skömmustulega í hvert sinn. Nýjasta dæmið var lítt dulbúin hótun í garð Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, vegna vel rökstuddra sjón- armiða hans. Sá ráðherra hefur áður þurft að sitja undir slíkum hótunum for- sætisráðherrans. Og um þær sömu mundir var Össur Skarphéðinsson einnig með ótrúlegan skæting í garð Jóns er hann sakaði hann um fákunnáttu og rugling. Það gerði og hina ítrekuðu hótun Jóhönnu Sigurð- ardóttur í garð ráðherra í ríkisstjórninni sem hún er í forsæti fyrir enn sérstæðari, að formaður hins stjórn- arflokksins sat við hlið hennar og samsinnti þessum hótunum í garð flokks- bróður síns og félaga með þögn sinni. Ekki er þekkt annað dæmi um slíkan und- irlægjuhátt í síðari tíma sögu íslenskra stjórnmála. Formaður utanríkismála- nefndar þingsins, Árni Þór Sigurðsson, bætti svo um betur og dreitti salti í sár flokksbróður síns og taldi allar hans athugasemdir á misskilningi byggðar. Árni Þór hefur verið eins og póli- tískur síamstvíburi Össurar Skarphéðinssonar í Evrópu- leiðangrinum. Er samstarfið þar næstum jafn þétt og þegar þeir voru að auðgast báðir á hlutabréfasölu í Spron. En þeir sóru þá af sér að innherjaupplýsingar hefðu leitt til þess að á óvæntum tíma seldu þeir tveir bréf með drjúgum hagnaði, sem síðar urðu verðlaus, á meðan fjöldi manna sat eftir með sárt ennið. Þeir gáfu þær skýr- ingar á heppni sinni að þeir hefðu fengið einhvers konar félagslega vitrun um að selja, sem óvænt varð til þess að þeim græddist mikið fé. Hætt er við að mörgum muni þykja þeir spron- félagar æði ótrúverðugir forystusauðir fyrir hjörðinni sem á að reka í faðm Evr- ópusambandsins, hvað sem tautar og raular. Árni Þór hafði ásamt öðr- um í VG lofað heitt og inni- lega að berjast gegn inn- göngu í ESB. Það sveik hann. Hvað gerðist? Er hægt að fá sérstaka félags- lega vitrun í utanríkismálum líka? Það skyldi þó ekki vera. Endurteknar hótanir um brottrekstur ráðherra og slit rík- isstjórnar eru dæmi um furðulegan stjórnunarstíl for- sætisráðherra} Hótar sá sem hlífa skyldi Þ essa dagana eru þeir Íslendingar sem eru sæmilega viðutan senni- lega sælastir manna. Þeir vita ekki betur en allt sé í þokkalegu standi og una glaðir við sitt í sín- um notalega prívatheimi. Þeir sem eru hins vegar svo óheppnir að vera ekki viðutan, held- ur ætíð meðvitaðir um það hvað er að gerast, eiga ekkert skjól í eigin hugarheimi heldur standa berskjaldaðir í miðri orrahríð þar sem engum er hlíft. Í of langan tíma hefur staðið yfir hér á landi heimskuleg og drepleiðinleg umræða sem nöldrandi og yfirlætisfullir kjaftaskar kalla meitlaða þjóðfélagsumræðu. Í reynd er þetta ekkert annað en ofstækisfullir skrækir hávaðamanna. Stór hópur Íslendinga er búinn að fá nóg af þeirri neikvæðni og þeim hefndarofsa sem heltekið hefur þjóðfélagið. Í alllangan tíma hefur staðan verið þessi: Allir þeir sem eiga verulegan auð eru taldir vera skúrk- ar. Vissulega eru skúrkarnir til en langflestir auðmenn hafa ekkert brotið af sér; samt er með reglulegu millibili kastað ónotum í þá. Þeir einstaklingar sem eru vel launaðir og sinna ábyrgðarstörfum innan fyrirtækja og stofnana eru sömuleiðis litnir hornauga af því þeir hafa það of gott. Þeir sem eru með milljón á mánuði eða meira eru út- hrópaðir sem ofurlaunamenn – sem þeir eru auðvitað alls ekki. Þeir eru hins vegar með mjög góð laun. Ef menn komast klaufalega að orði í fjöl- miðlum steypir sér yfir þá hópur hrægamma sem gefa viðkomandi engan frið til að leið- rétta orð sín og útskýra hvað raunverulega var átt við. Þá er gripið til þess að færa menn til í starfi, og friða þannig hrægammana. Þeir sem leyfa sér svo að hafa sterkar skoðanir, sem eru ekki í takt við meirihluta- álit, fá yfir sig kröfur um að þeir verði reknir úr embætti með skömm. Jafnvel þótt þeir rökstyðji sjónarmið sín. Nú er ekki lengur talinn tími fyrir tillits- semi og umburðarlyndi. Mannúð er næsta hlægilegt orð og varfærni talin fyrirlitleg. Svo margt hefur farið úrskeiðis á síðustu ár- um að nú er allt kapp lagt á að hengja menn og enginn sekur skal sleppa. Þess vegna eru allir tortryggðir. Fjölmiðlamenn sem tala við áhrifamenn í þjóðfélaginu, hvort sem um er að ræða stjórnmálamenn, forstjóra eða biskup, eru farnir að spyrja nánast vélrænt sömu lokaspurningar: „Ætlarðu að segja af þér?“ Áberandi hneykslunarsvipur færist síð- an yfir andlit fjölmiðlamannsins þegar svarið er neitandi. Þetta þjóðfélag ofsa, dómhörku og múgsefjunar er ekki skemmtilegur vettvangur. Fæstir vilja búa við slíkt ástand, þótt of mörgum þyki gott að baða sig í slíkum forarpytti. Sjálfsagt mun lítil ró færast yfir umræðuna á næstunni. En það er mikilvægt fyrir fólk að muna að engin ástæða er til að taka þátt í þessum ofstopafulla og mjög svo ógeðfellda leik. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill „Ætlarðu að segja af þér?“ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Lifnar yfir áformum um Vaðlaheiðargöng FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þ ótt viðræður hafi komist á skrið vegna áforma um gerð vegganga undir Vaðlaheiði er ekki séð fyrir hvort þau verða að veruleika. Það ræðst af því hvort líf- eyrissjóðir sannfærast um að arð- semi og áhætta við að fjármagna framkvæmdina sé viðunandi svo verjandi sé að sjóðirnir veiti lang- tímalán til verksins. Ekki er heldur talið útilokað að fleiri komi að fjár- mögnun verkefnisins. Kostnaðurinn níu milljarðar Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í rannsóknarboranir vegna jarðganganna, sem eiga að liggja fyrir 7. september. Stofna á opinbert hlutafélag um gerð ganganna og rekstur þeirra, sem mun sjálft afla allra teknanna með veggjöldum til að greiða niður lánið. Hefur verið við það miðað að lánstíminn verði 25 ár. Samkvæmt heimildum er nú áætlað að heildarkostnaður við Vaðlaheiðargöng verði um níu millj- arðar kr. að meðtöldum virðis- aukaskatti. Ekki liggur fyrir hversu hátt fullt veggjald þarf að vera til að göngin standi undir sér. Mismun- andi útreikingar hafa verið gerðir og hefur verið rætt að undanförnu um að meðalfjárhæð vegtollsins þyrfti að vera 1.300 kr. miðað við að allt að 90% ökumanna fari um göngin í stað þess að aka yfir Víkurskarð. Þetta er þó ekki endanleg fjárhæð. Gangi allt eftir er hægt að ráð- ast í útboð og framkvæmdir við göngin með skömmum fyrirvara. Greið leið ehf., sem var stofnað árið 2003, hefur staðið að mikilli und- irbúningsvinnu fyrir gerð Vaðlaheið- arganga en að því standa sveit- arfélögin í Eyþingi auk nokkurra fyrirtækja. Samkvæmt nýjum lögum er Vegagerðinni heimilt að taka þátt í stofnun félagsins um gerð ganganna og eiga allt að 51% hlutafjár. Sam- gönguráðherra greindi frá því í rík- isstjórn í vikunni að sveitarfélög og einkaaðilar væru tilbúin að reiða fram allt að 200 milljónir í hlutafé á móti ríkinu. Félagið yrði stofnað um miðjan september. Forsvarsmenn lífeyrissjóða hafa átt fundi með stjórnvöldum og telja hugmyndir sem liggja fyrir um þátttöku í breikkun Suðurlands- og Vesturlandsvegar auk Reykjanes- brautar og Ölfusárbrúar álitlegar. Meiri óvissa er enn um fjármögnun Vaðlaheiðarganganna. Með tilkomu ganganna þarf ekki lengur að aka um Víkurskarð og mun hringveg- urinn styttast um 16 km. Heild- arlengd ganganna verður um 7,4 km. Mikill munur á sumar- og vetrarumferð Forsvarsmenn Betri leiðar hafa réttilega bent á að umferð um Vík- urskarð hefur aukist ár frá ári og búast megi við að hún aukist enn frekar með tilkomu vegganga. En mikill munur er á sumar- og vetr- arumferðinni. Yfir sumarið fara á þriðja þúsund bílar um Víkurskarð á sólarhring. Vetrarumferðin er rúm- lega 700 bílar og má reikna með að stór hluti þeirra bíla færi um göngin á afsláttarfargjöldum. Svonefnd ár- dagsumferð yfir allt síðasta ár var 1.255 bílar á sólarhring. Göngin stórauka umferðarör- yggi yfir veturinn en spurningin sem vefst fyrir í viðræðunum er sú, hvað gera megi ráð fyrir að stór hluti um- ferðarinnar yfir sumarið, sem gefur af sér mestar tekjur, fari um göngin. Er líklegt að ferðamenn spari sér vegtollinn þótt það þýði 16 km lengri akstur yfir greiðfært Víkurskarðið?                                  ! "  #              ! ! $%                !# 9 milljarðar áætlaður heild- arkostnaður við gerð Vaðlaheiðarganga 7,4 kílómetrar er heildarlengd ganganna að meðtöldum vegskálum 16 kílómetra stytting hring- vegarins með tilkomu Vaðlaheiðarganga 1255 meðalfjöldi bíla sem fóru um Víkurskarð á sólarhring í fyrra ‹ VAÐLAHEIÐARGÖNG › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.