Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 ✝ Vigfúsína fæddistá Hellissandi 10. júlí 1921. Hún lést 9. ágúst 2010 á Land- spítalanum í Foss- vogi. Foreldrar hennar voru Danelíus Sig- urðsson, skipstjóri og hafnsögumaður, f. 14. júní 1895, d. 24. októ- ber 1961 og Sveindís Ingigerður Hans- dóttir húsmóðir, f. 28. febrúar 1897, d. 13. september 1982. Systkini: Sigurjóna Kristín, f. 25. júní 1914, d. 19. júní 1991. Hans Sigurberg, f. 19. 1918, d. 5. mars 1996. Cýrus, f. 3. júlí 1925. Pálmi Bergmann, f. 14. október 1929, d. 7. desember 1989. Guðrún Rut, f. 1. ágúst 1931, d. 6. febrúar 2007. Erla Bergmann, f. 16. október 1935. Sjöfn Bergmann, f. 6. september 1937. Einnig ólst upp á heimilinu systursonurinn Danelíus Sigurðs- son, f. 11. október 1948. Í nóvember 1945 giftist Vigfúsína Baldri Karlssyni, netagerðarmanni og vörubílstjóra, f. 6. ágúst 1923, d. 30. júní 2006. Foreldrar hans voru Sigurður Karl Friðriksson brúar- smiður, f. 1. apríl 1891, d. 22. mars 1970 og Guðrún Sigurð- ardóttir húsmóðir, f. 14. apríl 1893, d. 17. febrúar 1973. Vigfúsína ólst upp á Hellissandi og var í vist eins og tíðkaðist hjá ungum stúlkum þess tíma. Hún veiktist ung af berklum og var all- lengi að ná sér af þeim. Eftir að hún giftist helgaði hún heimilinu krafta sína. Þau hjónin sinntu sínum nánustu vel, voru ein- staklega ættrækin og vinmörg. Vigga og Baldur bjuggu alla sína tíð á höfuðborgarsvæðinu, síðustu árin í Seljahlíð. Útför Vigfúsínu Guðbjargar fer fram í Fossvogskirkju í dag, 26. ágúst kl. 15. Svo sem skugginn fylgir ljósinu, fylgir dauðinn lífinu. Þegar sest er niður til að setja á blað minningarorð um manneskju sem tengst hefur manni fjölskyldu- og vinarböndum í meira en hálfa öld, spyr maður: hvar skal byrja, hvar skal enda? Ég mun hafa séð Vigfúsínu Guð- björgu, Viggu mágkonu, eins og ég kallaði hana, á gömlu dönsunum í Gúttó, þar sem hún og Baldur maður hennar dönsuðu af miklum móð, fremst meðal jafningja, marzúkka, ræla og valsa. Og hún vermdi ekki bekkinn, enda bæði glæsileg og góður dansari. Eftir að hún varð mágkona mín urðu samverustundirnar fleiri og fjölbreyttari. Þessum stundum fjölg- aði með árunum og vináttan varð nán- ari. Farið var í veiðitúra, fjallaferðir vítt og breitt um landið og eftirminni- lega reisu til Þýskalands. Ég geymi í minningunni mörg skemmtileg atvik, orðatiltæki og sögur sem hún sagði af fólki lífs og liðnu, því hún var bæði minnug og fróðleiksfús. Áttatíu og níu ár eru góður aldur og Vigga mín kveið ekki dauðanum. „Kom þú sæll, þá þú vilt,“ stendur í sálminum. Hún var búin að ákveða tónlistina sem verður flutt við útför- ina og það er falleg tónlist. Við Sjöfn þökkum henni samfylgdina. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Hermann Ragnarsson. Hún var alltaf kölluð Vigga en bar hið sjaldgæfa nafn Vigfúsína. Hún var systir ömmu okkar. Vigga hefur alltaf verið fastur hluti af tilverunni. Lengst sem annar helmingurinn af hinu ógleymanlega tvíeyki; Vigga og Baldur. Hún tók þátt í öllum viðburð- um fjölskyldunnar og umvafði okkur ást sinni og umhyggju. Ást og um- hyggju sem við höfum vonandi náð að endurgjalda henni. Þegar hún hló, hlógu allir. Hún hafði þennan yndislega hrjúfa og stríðnislega hlátur. Hún var fé- lagslynd og alltaf til í fjörið. Einnig hafði hún gaman af því að taka í spil og spilaði oft við okkur. Það var fast- ur liður hjá okkur krökkunum að taka lagið í fjölskylduboðum og sumarbú- staðaferðum. Þá var auðvitað sungið, við mikinn fögnuð viðstaddra, lagið „Ólafía, hvar er Vigga?“ Það er reyndar merkilega stutt síðan við komust að því að þetta lag hafði alls ekki verið samið um hana. Vigga var hreinskilin og lá ekki á skoðunum sínum og orðaði þær oft á þann hátt að þær urðu að ógleyman- legum gullkornum. Hún var alltaf óaðfinnanlega klædd og hafði gaman af því að punta sig með fínum skart- gripum og slæðum. Enda áttu fáar konur jafn gott slæðusafn og hún Vigga. Hún var dúllan okkar. Spakmæli eitt segir: „Hamingja er ekki eitthvað sem þú upplifir, hún er eitthvað sem þú minnist.“ Við eigum öll hlýjar minningar um samskipti okkar við þessa góðu konu. Vigga lit- aði líf okkar með væntumþykju sinni og umhyggju og við munum alltaf minnast hennar með hamingju í huga og geyma mynd hennar í hjört- um okkar. Við erum þess fullviss að vel hefur verið tekið á móti henni hinum megin af myndarlegum bíl- stjóra með blik í auga og í huganum sjáum við þau leiðast inn í eilífðina, hönd í hönd – saman á ný. Ástarkveðjur, Hermann, Gunnar, Est- her, Sjöfn, Ragnheiður, Dagur og Sunneva. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk. - en blettinn sinn prýddi hún vel. (Þorsteinn Gíslason) Það er gæfa að eiga góða að. Per- sónulegir sigrar eru skemmtilegir og veita gleði til skamms tíma en vinir og fjölskylda eru ævarandi fjársjóð- ur. Það er fólkið manns. Fólkið sem gleðst með manni á stórum stundum sem smáum og veitir stuðning þegar á móti blæs. Við systkinin höfum verið svo heppin að fá að hafa helstu og kærustu ættingja og ástvini við hlið okkar um langa tíð. Í dag kveðj- um við ástkæra frænku og vin til margra ára, hana Viggu. Þegar Anna Dögg, sem er yngst af okkur, fæddist var Vigga 54 ára gömul. Hún lét sig ekki muna um að bæta við 35 góðum árum áður en hún kvaddi þessa jarðvist þann 9. ágúst sl., 89 ára að aldri. Vigga hefur verið órjúfanlegur hluti af lífi okkar frá því að við mun- um eftir okkur. Systir mömmu, mág- kona pabba og frænka okkar. Hún og Baldur ferðuðust með okkur inn- anlands sem utan. Þau komu í öll af- mæli, jólaboð, útskriftarveislur, gift- ingar, skírnir og fermingar hjá fjölskyldunni. Þessi sómahjón tengdust okkur ekki bara fjölskyldu- böndum, heldur voru sannir vinir og félagar. Vigga var félagslynd, hafði gaman af því að spila á spil og hlusta á tón- list. Þá fannst henni gaman að dansa og þóttu þau hjónin afbragðs dans- arar. Í gegnum þau kynntumst við líka foreldrum okkar á annan hátt, því án frásagna þeirra hefðum við t.d. ekki fengið jafngóða innsýn í til- hugalíf mömmu og pabba. Þegar ástvinur er kvaddur má finna hversu minningar um góðar samverustundir eru dýrmætar. Frá þessu sumri sem senn er á enda eig- um við tvær slíkar minningar um Viggu. Hin fyrri tengist 50 ára gull- brúðkaupsafmæli foreldra okkar þar sem hún lék á als oddi. Sú seinni 89 ára afmælinu hennar sjálfrar í Selja- hlíð í síðasta mánuði þar sem hún naut sín sem gestgjafi. Kallið kom hratt hjá henni Viggu okkar. Rúmri viku fyrir andlát henn- ar var hún glöð í bragði og spilaði vist í sumarbústað í Brekkuskógi hjá einu okkar. Nokkrum dögum síðar greindist hún með alvarlegt mein. Sjúkrahúslegan var stutt. Nú hefur „liljan“ okkar lagt aftur augun í hinsta sinn en hún skilur eft- ir sig hugljúfar minningar sem lifa með fjölskyldunni um ókomna tíð. Nú prýðir hún blettinn hjá himna- föðurnum sem hún elskaði svo heitt – svo blíð og svo björt og svo auðmjúk. Ragnar, Sveindís Danný og Anna Dögg. Vigga frænka er farin í þá ferð sem við förum öll um síðir. Kveðju- stundin átti sér ekki langan aðdrag- anda en Vigga kvaddi sæmilega sátt við lífið og tilveruna, tæplega níræð að aldri. Hún er farin til fundar við Baldur sinn, sem tekur henni opnum örmum. Vigga var móðursystir mín og sem slík er hún órjúfanlegur hluti af bernsku minni. Á stórum stundum í fjölskyldunni voru nær öll móður- systkinin, ásamt mökum, mætt til að samgleðjast. Sá hópur var stór því mamma átti 7 systkini. Nú eru þau þrjú eftir; mamma mín Erla, Cýrus og Sjöfn. Vigga mætti alltaf ásamt Baldri sínum, lífsförunautnum sem kvaddi þennan heim fyrir rúmum fjórum árum. Þau voru alla tíð sam- stiga í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þeim hjónum varð ekki barna auðið og hygg ég að þeim hafi þótt það miður, þótt þau nefndu það aldrei. Horfinn er vinur handan yfir sundin, hryggðin er sár, svo jafnvel tárast grundin. Þá er svo gott, um ævi megum muna milda og fagra geymum kynninguna. Óvæntust ætíð kemur kveðjustundin kærast í hjarta geymum minninguna. (Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson.) Vigga var mér góð frænka og knúsaði mig og kyssti þegar við hitt- umst í fjölskylduboðum. Hún var næstelst þeirra systra og þær áttu margar góðar stundir saman, eink- um á seinni árum. Að leiðarlokum þakka ég Viggu samfylgdina og bið að heilsa Baldri. Ég sendi mömmu, frænkum mínum og frændum og öðrum ástvinum Viggu hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning mætrar konu. Bragi V. Bergmann og fjölskylda. Vigfúsína Guðbjörg Danelíusdóttir Gjótuhrauni 8, 220 Hafnarfirði Sími: 571 0400, legsteinar@gmail.com GRANÍT OG LEGSTEINAR Fallegir legsteinar á einstöku verði Frí áletr un Lokað verður föstudaginn 27. ágúst frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar JÓNS STEFÁNSSONAR. Gleraugnasalan 65, Laugavegi 65, Reykjavík. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, PÁLÍNA JÓNSDÓTTIR, sem lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum laugar- daginn 7. ágúst, verður jarðsungin frá Landakirkju þriðjudaginn 31. ágúst kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar láti Hraunbúðir og líknarfélög njóta þess. Sigríður Ragnarsdóttir, Ragna Kristín, Hafþór og Bryndís, Þórunn Ragnarsdóttir, Matthías Magnússon, Pálína Björk, Sigmar Þór og Ragnheiður. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HALLUR GUÐFINNUR SIGURBJÖRNSSON, Hafnarfirði, áður búsettur í, Bolungarvík, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði sunnudaginn 22. ágúst. Úförin fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi föstudaginn 27. ágúst kl. 15.00. Vigdís Magnúsdóttir, Gunnar Hallsson, S. Oddný Guðmundsdóttir, Þóra Guðbjörg Hallsdóttir, Þórlindur Ólafsson, Erla Kristín Hallsdóttir, Pétur Orri Haraldsson, Hallur Vignir Hallsson, Shaunna Hildibrandt Hallsson, Magna Salbjörg Sigbjörnsdóttir, Jón Ómar Möller, afabörn, langafabörn og langalangafabarn. ✝ Elskulegur faðir okkar, afi og langafi, GÍSLI JÓNSSON, frá Norðurhjáleigu, Markholti 1, Mosfellsbæ, lést þriðjudaginn 24. ágúst. Eygló Gísladóttir, Þórunn Gísladóttir, Guðlaug Gísladóttir, Eygló Svava Gunnarsdóttir, Gísli Páll Davíðsson, Þórey Una Þorsteinsdóttir, Loftur Þór Þórunnarson, Sigrún R. Guðlaugardóttir, Grétar Snær Hjartarson og langafabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, REBEKKA JÓNSDÓTTIR, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 24. ágúst, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 28. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Baldvin Jóhannesson, Halldór H. Guðmundsson, Þórdís Guðmundsdóttir, Guðríður G. Guðmundsdóttir, Róbert Mellk, Friðgerður Guðmundsdóttir. ✝ Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AXEL JÓNSSON, Barónsstíg 78, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi að kvöldi sunnu- dagsins 22. ágúst. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 30. ágúst kl. 15.00. Margrét Halldórsdóttir, Þór Axelsson, Ásdís Axelsdóttir, Bjarni Bjarnason, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.