Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Samkvæmt upplýsingum af heima- síðu Evrópusambandsins er ljóst að það ferli sem Ísland er í, og hófst með umsókn um inngöngu í sam- bandið á síðasta ári, hefur það að markmiði að gengið verði þar inn. Þetta kemur skýrt fram á heimasíð- unni í umfjöllun um inngöngu nýrra ríkja í Evrópusambandið. Þar kemur einnig fram að ferlið, svokallað aðlögunarferli, standi frá því að umsóknarríki sendir inn um- sókn um inngöngu í sambandið og allt þar til það gengur í það. Ósáttir við aðlögun Nokkrir forystumenn innan Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa að undanförnu vakið máls á því að vísbendingar séu um að Ísland sé í aðlögunarferli að Evr- ópusambandinu en ekki einföldum aðildarviðræðum, þ.á.m. Jón Bjarna- son, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, og þingmennirnir Ás- mundur Einar Daðason og Atli Gíslason. Þá sagði Steingrímur J. Sigfús- son, fjármálaráðherra og formaður flokksins, á blaðamannafundi í fyrradag að ef slík aðlögun færi fram í formi breytinga á stofnunum hér á landi og lagasetningu áður en inn- ganga hefði verið samþykkt væri hann „algerlega mótfallinn því“. Ekki deilt um aðlögun Steingrímur sagðist þó telja að framkvæmd aðlögunar að Evrópu- sambandinu færi ekki fram fyrr en innganga í það hefði verið samþykkt. Fram að því færi aðeins fram und- irbúningsvinna að aðlögun að sam- bandinu. Sama lýsing á ferlinu hefur komið fram hjá Össuri Skarphéðins- syni, utanríkisráðherra. Þetta þýðir, miðað við þær upplýs- ingar sem fram koma á heimasíðu Evrópusambandsins, að ekki er deilt um það í raun að um aðlögunarferli sé að ræða heldur aðeins það hve- nær í ferlinu aðlögunin eigi sér stað. Þ.e. eftir að aðlögunarviðræðurnar hafa farið fram og samningur verið samþykktur í þjóðaratkvæði eða samhliða viðræðunum. Innleiðing löggjafar Fram kemur á heimasíðu Evrópu- sambandsins að viðræður um aðlög- un að sambandinu séu „hornsteinn aðlögunarferlisins og nær til upp- töku, innleiðingar og gildistöku lög- gjafar Evrópusambandsins af hálfu umsóknarríkisins.“ Þá segir á heimasíðunni að aðlög- un umsóknarríkis að sambandinu fari fram undir nánu eft- irliti framkvæmdastjórn- ar sambandsins allt ferl- ið á enda og þ.m.t. aðlögunarviðræðurnar. Þar segir að fram- kvæmdastjórnin hafi útbúið fyrir- komulag „til þess að fylgjast með gangi að- lögunarvið- ræðna sem byggir á ramma viðræðnanna og er hugsað til þess að leggja mat á fram- vindu í umsóknarríkjunum við sam- ræmingu á löggjöf þeirra við löggjöf Evrópusambandsins og innleiðingu hennar.“ Óánægja í grasrótinni „Ég skildi það þannig á flokks- ráðsfundinum þar sem stjórnarsátt- málinn var samþykktur og þetta mál kom upp, og ég hef nú trú á því að flestir þarna hafi gert það, að það væri bara verið að athuga hvað væri í boði og það yrði síðan borið undir þjóðina og eftir að það hefði verið gert yrði þetta ferli hafið,“ segir Arnar Sigurbjörnsson, formaður svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Suðurnesjum. „En ef staðan er sú að raunveru- lega sé byrjað á þessu ferli þá hljót- um við að setjast niður og endur- skoða afstöðu okkar,“ sagði Arnar og sagðist treysta formanni flokks- ins til þess að halda utan um málið. Fé betur varið í annað „Mín afstaða er alveg klár í þess- um efnum. Mér hugnast það ekki ef fara á í það að breyta stofnunum og löggjöf landsins eftir einhverjum samningi áður en hann hefur verið gerður og samþykktur,“ segir Gísli Árnason, formaður vinstri grænna í Skagafirði. Hann segir að þeim fjár- munum sem varið verði hvort sem er í undirbúning fyrir aðlögun eða að- lögun að Evrópusambandinu væri betur varið í velferðarkerfið. „Það er mjög skýrt af minni hálfu að það eigi ekkert að vera að keyra eitthvað svona í gegn nema fyrir liggi að ætlunin sé að ganga í Evr- ópusambandið. Svo er það annað mál að það átti auðvitað bara að kjósa um það hvort það ætti að fara í þessar viðræður,“ segir Ásmundur Páll Hjaltason, formaður vinstri grænna á Austfjörðum. Þá kom mikil óánægja með aðlög- un að Evrópusambandinu einnig fram hjá formönnum vinstri grænna í Kópavogi og á Álftanesi. Ísland er í aðlögunarferli  Ekki í raun deilt um að Ísland sé í aðlögunarferli að ESB heldur hvenær í ferl- inu aðlögunin verði framkvæmd  Óánægja í grasrót vinstri grænna með aðlögun Reuters Aðlögun Forystumenn innan VG hafa undanfarið vakið máls á því að vís- bendingar séu um að Ísland sé í aðlögunarferli að Evrópusambandinu. Egill Ólafsson egol@mbl.is Ísland hefur ekki lokið við að upp- fylla öll ákvæði EES-samningsins um hagsýslugerð. Það sem upp á vantar snertir m.a. forsendur þjóð- hagsreikninga og hagsýslugerð um landbúnaðarmál, en það samræmist ekki kröfum ESB að hagsmunasam- tök bænda komi að hagsýslugerð. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri segir að Ísland verði að ljúka þessari vinnu óháð umsókn um aðild að Evr- ópusambandinu. EES-samningurinn nær yfir hag- sýslugerð og sagði Ólafur að Hag- stofan hefði tekið þátt í samstarfi við hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) frá árinu 1994 þegar EES-samningurinn tók gildi. Um 250 reglugerðir eru í viðauka samn- ings sem fjalla um hagsýslugerð. Ís- land er ekki búið að uppfylla allar þessar reglugerðir í samræmi við skuldbindingar sínar. Ólafur sagði að í tengslum við um- sókn Íslands um aðild að Evrópu- sambandinu færi af stað rýnivinna þar sem dregið væri fram hvað við ættum eftir að uppfylla. Þar með skapaðist aukinn þrýstingur á okkur að uppfylla samninginn. Ólafur sagði að það væri aðallega tvennt sem Evrópusambandið legði áherslu á að við kláruðum. Annars vegar væri atriði sem snertu þjóð- hagsreikninga. Ef Ísland gangi í Evrópusambandið muni það greiða framlög til þess eftir þjóðartekjum. Ólafur sagði að fulltrúar ESB hefðu komið og farið yfir þessa reikninga og gefið Hagstofunni góða einkunn. Það væru hins vegar ýmsar upp- gjörsaðferðir sem þyrfti að fara bet- ur yfir. Annað atriði snertir hagsýslugerð um landbúnaðarmál. Ef Ísland gengi inn í ESB yrðu greiðslurnar frá sam- bandinu aðallega vegna landbúnað- armála. Hagstofan hefur ekki unnið neina hagssýslugerð um landbúnað- armál en gerð er krafa um að hag- sýslugerð um landbúnaðarmál sé unnin af óháðum aðila. Bændasam- tökin og Hagþjónusta landbúnaðar- ins hafa safnað þessum gögnum samkvæmt sérstökum samningi við ríkið. „Við verðum að uppfylla þetta í samræmi við ákvæði EES-samn- ingsins. Þetta er vinna sem þarf að ráðast í óháð þessari umsókn um að- ild að ESB,“ sagði Ólafur. Til skoðunar Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir að engar ákvarð- anir hafi verið teknar um hvers kon- ar fyrirkomuleg menn færu í á þessu sviði. Menn þurfi að greina stöðuna og fara síðan í að undirbúa áætlanir um hvernig slíkar breytingar verði framkvæmdar. Ekki þurfi hins veg- ar að ráðast í þessar breytingar fyrr en ljóst sé hvort við gerumst aðilar að Evrópusambandinu. „Sumar breytingar kunna að vera ágætar og getur vel verið að við hrindum í framkvæmd þó að við færum aldrei inn í Evrópusambandið.“ Bændasamtökin sjái ekki um hagsýslugerð  Höfum ekki uppfyllt öll ákvæði EES um hagsýslugerð Ólafur Hjálmarsson Steingrímur J. Sigfússon Rannsókn lögreglu á morðinu í Hafnarfirði heldur áfram. Í gær og síðustu daga hefur fólk verið yfir- heyrt, sumt í annað sinn. Enginn er í haldi vegna rannsóknar málsins, að sögn Friðriks Smára Björgvins- sonar, yfirlögregluþjóns hjá Lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hannesi Þór Helgasyni var ráð- inn bani á heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins 15. ágúst sl. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag. Yfirheyrslur halda áfram Tilboð í stórframkvæmdir við Búð- arhálsvirkjun verða opnuð í húsnæði Landsvirkjunar kl 14. í dag að við- stöddum bjóðendum í verkin. Bygg- ingarvinnan sem boðin var út er um 60% af heildarframkvæmdum við virkjunina, en samanlagður kostn- aður hennar hefur verið áætlaður á bilinu 20-25 milljarðar kr. Boðnir voru út þrír verkhlutar. Sporðöld- ustífla er jarðvegsstífla sem gerð verður í tveimur hlutum, 1.100 metra og 170 metra löngum. Verður stíflan hæst 25 metrar. Einnig var óskað tilboða í gerð fjögurra kílómetra langra aðrennsl- isganga. Göngin verða skeifulaga, tæpir 15 metrar á hæð og rúmir 11 metrar á breidd. Í þriðja lagi var óskað tilboða í byggingu stöðv- arhúss og inntaksmannvirkja. Er bjóðendum heimilt að bjóða í einn verkhluta, tvo eða þá alla. Samhliða þessu vinnur Landsvirkjun að því að tryggja fjármögnun virkjunarinnar. Opna tilboð í Búðar- hálsvirkjun Búðarháls Framkvæmdum á að vera að fullu lokið haustið 2013. Útboðið tekur til 60% af framkvæmdunum Ögmundur Jónasson, þingmað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, tók upp hanskann fyrir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, á heimasíðu sinni í gær þar sem hann sagði Jón ekki standa einan í efasemdum sínum um inngöngu í Evrópu- sambandið og það aðlög- unarferli sem í gangi er að sam- bandinu. „Þetta skyldu þeir hafa í huga sem nú fara hamför- um gegn Jóni Bjarnasyni á net- inu og víðar á þann hátt að líkja má við pólitískt einelti. En Jón er ekki einn. Hvorki í sínum flokki né með þjóð- inni,“ segir Ögmund- ur. Segir Jón ekki standa einan ÖGMUNDUR JÓNASSON Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.