Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010
að Hannes vinur minn hefði verið
myrtur, mér fannst þetta ósmekkleg-
ur hrekkur. Hringdi strax í Hannes
en fékk ekkert svar sem var ólíkt
honum. Ég ók rakleiðis upp í Háa-
berg og rann það þá upp fyrir mér að
þetta var staðreynd. Þetta var svo
fjarstæðukennt því deginum áður
hafði ég setið í kaffi hjá honum með
góðu fólki, eftir gott spjall kvöddumst
við og ákváðum að vera í bandi.
Þegar ég hugsa til baka um allt
sem við höfum upplifað saman í gegn-
um tíðina, kemur hláturinn og gleðin
yfir ferðalögunum okkar saman á er-
lenda grund upp í hugann. Við höfð-
um farið í ca. 20 ferðir til Spánar,
tvisvar til Taílands, en ein af okkar
skemmtilegustu ferðum var ferðin til
Taílands fyrir nokkrum árum. Ferðin
var skipulögð með Helga Ben sem sá
um að útvega gistingu og leigja fyrir
okkur mótorhjól. Frá Taílandi lá leið-
in til Þýskalands að hitta mág Hann-
esar og sækja eina sælgætissýningu
fyrir Góuna. Eftir það var haldið til
Portúgals að elta íslenska landsliðið í
handbolta en eftir það var tekin lest
til Köben og þar lauk ævintýrinu með
flugi heim. Þetta varð okkur ógleym-
anleg ævintýraferð sem endalaust
var rifjuð upp og hægt að hlæja að út í
eitt.
Oft var gaman og vinahópurinn
stór, margt var brallað á þessum ár-
um og foreldrar okkar biðu lengi eftir
því að ró færðist á mannskapinn.
Höfðu þau áhyggjur af sólarútrás og
ævintýraferðunum okkar. Fyrir
nokkrum árum þegar ég missti bróðir
minn var Hannes og hans fjölskylda
ómetanlegur stuðningur við mig,
Hannes gerði allt sem hann gat til að
lina sársauka minn. Sama var uppi á
teningnum seinna þegar ég lenti í
vandræðum, komu þá einnig gæði
vinar míns og fjölskyldu hans sterk-
lega í ljós en þau stóðu alltaf með út-
breiddan faðminn til að hjálpa þeim
sem misstigu sig á einhvern hátt eða
lentu í áföllum. Fyrir ekki mörgum
árum var ég meira og minna rúm-
liggjandi í marga mánuði, auðvitað
var hann kominn í tíma og ótíma fær-
andi mér mat og nammi auk þess sem
hann reyndi að hressa mig við, vænt-
umþykju hans voru aldrei nein tak-
mörk sett. Ég minnist einnig allra
góðu hádegisverðanna okkar vina
þegar ég vann kvöldvaktir, alltaf
fundum við okkur tíma til hittings. Í
mörg ár vann ég hjá Helga pabba
Hannesar og fjölskyldu hans, sá tími
var góður með þessari samheldnu
fjölskyldu. Þetta ásamt mörgu öðru
skemmtilegu verður geymt í sjóði
minninga um frábæran vin sem aldrei
gleymist og verður alltaf með okkur,
sem honum þætti vænt um.
Foreldrar mínir og systkini eru
harmi slegin vegna Hannesar og
þakka honum samfylgdina í gegnum
lífið og einstakan hlýhug í þeirra garð
alla tíð. En nú er komið að sársauka-
fullri kveðjustund fyrir okkur í bili,
vinahópinn stóra. Elsku vinur, takk
fyrir allt og allt.
Ég, Þórdís og fjölskylda mín send-
um elskulegum foreldrum Hannesar,
systrum, Matthildi og öllum ástvinum
sem eiga við verulegan sársauka að
glíma vegna fráfalls hans, okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og biðjum
engla alheimsins að vaka yfir velferð
ykkar.
Ægir Örn Guðmundsson.
Engin orð fá lýst þeirri sorg, sökn-
uði og sársauka sem brottför þín úr
þessum heimi kallar fram.
Tár blika á hvarmi, hugsanir á
sveimi, allt er breytt og rétt eins og
tíminn hafi stöðvast en heldur samt
áfram. Sú tilfinning að þú skulir ekki
lengur vera meðal okkar er svo und-
arleg; óraunveruleg og óendanlega
sár.
Þú hafðir að geyma fallega sál
elsku vinur. Upp í hugann kemur ein-
stök hugulsemi þín, ljúfmennska, vilji
þinn og þörf fyrir að gera allt fyrir
vini þína, og ekki bara þá, heldur
varstu einstakur gagnvart þeim sem
minna máttu sín, hvort sem þú þekkt-
ir þá eða ekki. Þú máttir ekkert aumt
sjá. Og lést ekki sitja við orðin tóm
heldur sýndir góðmennsku þína í
verki. Þeir voru margir sem fengu að
njóta. Og þar erum við ekki undan-
skildar.
Með söknuð og sorg í hjarta kveðj-
um við þig vinurinn okkar kæri og
þökkum þér órofa vináttu og þann
tíma sem við fengum að vera sam-
ferða þér.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Nú hvílir þú í náðarfaðmi Guðs, við
hlið horfinna ástvina þinna og horfir
til okkar hinna, sefar sorg okkar. Það
er okkar einlæga trú.
Foreldrum þínum Helga og Pattý,
systrum þínum þeim Systu, Diddu og
Rut og þeirra fjölskyldum færum við
einlægar samúðarkveðjur og biðjum
þess að Guð varðveiti þau og gefi
þeim styrk til að lifa við þennan sára
veruleika. Öðrum ástvinum þínum og
öllum þínum fjölmörgu vinum sem
þykir svo vænt um þig og eiga um
sárt að binda biðjum við blessunar
Guðs. Starfsfólki Góu og samstarfs-
fólki okkar hjá KFC færum við okkar
hlýjustu kveðjur.
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Hildur og Karen.
Harmafregn. Mannsmorð er fram-
ið. Fagur sólríkur sunnudagur renn-
ur upp og slík fregn snertir hvert
mannshjarta. Hvern sem er, hvar
sem er. En að þetta sé náinn vinur ór-
ar engan fyrir, stórt högg í hjörtu
fjölskyldu og vina. Að Hannes sé tek-
inn burt úr þessum heimi með þess-
um hætti er ósanngjarnt. Hvers á
maður að gjalda að verða fyrir svona
voðaverki? Það hlýtur að vera stund-
arbrjálæði, svona gjörningur.
Kannski eitthvað miklu, miklu meira
sem engan órar fyrir.
Lúflingsdrengur hlýr og brosmild-
ur er minning um Hannes. Hann kom
til okkar sem barn í reiðskólann, fékk
áhuga á að læra á hest að sögn
barnapíunnar og sá áhugi varð að
veruleika. Í framhaldi af því vaknaði
áhugi hans á hestum, sveitadvöl og
dýrum almennt og dvaldi hann nokk-
ur sumur hjá okkur. Sinn fyrsta hest
eignaðist hann hjá okkur, ungan fola
sem hann tamdi með okkur, og
kenndi hann honum einnig ýmsar
kúnstir, sem báðir höfðu gaman af.
Fjölskyldu sína smitaði hann af
hestaáhuga og kom systir hans einnig
í reiðskólann og Helgi faðir þeirra
fékk einnig hestabakteríuna og eign-
uðust þeir feðgar allgóðan hrossa-
stofn. Áhugi Hannesar á hestum og
ræktun þeirra hefur verið tóm-
stundaiðja þeirra feðga. Úr þessu
varð mikil fjölskylduvinátta. Dóttir
okkar dvaldist á heimili þeirra þegar
hún var við nám í Reykjavík og Hann-
es og hún tengdust eins og systkina-
böndum. Öll börnin okkar urðu góðir
vinir sem alltaf hélst, þrátt fyrir fjar-
lægðir og annríki á fullorðinsárum.
Margar minningar vakna, hann og
börnin okkar eins og systkin, hlátur
kátína sprell, leikur upp við læk, uppi
í búi og á hestbaki, þannig kynntist
Hannes sveitadvöl, náttúrunni og
dýrunum. Minning um ljúfan, hlýjan,
brosmildan dreng og góðan vin, lifir
með okkur.
Elsku Patty, Helgi, systur og fjöl-
skyldur ykkar. Megi góður guð
styrkja ykkur í sorginni. Við erum
með ykkur í huganum.
Rosemarie, Sigfús og fjölskylda.
„Einu sinni var maður í Úslandi
sem Job hét. Hann var ráðvandur og
réttlátur, óttaðist Guð og forðaðist
illt.“
Þessi orð í upphafi Jobsbókar
hljómuðu í huga mínum við fyrstu
fréttir af dauða Hannesar. Þótt þeir
hafi verið ólíkir áttu þeir margt sam-
eiginlegt. Báðir voru þeir elskaðir af
Guði og mönnum.
Ég kynntist Hannesi fyrir allmörg-
um árum í Taílandi og tókst strax góð
vinátta með okkur og var hann einn af
þeim fáu mönnum sem ég hef kynnst
sem bókstaflega allir laðast að vegna
ljúfmennsku sinnar sem fáir eiga í
svo ríkum mæli.
Það var alltaf sama hver leitaði til
hans með hvað sem var, hann var
ætíð tilbúinn að rétta hjálparhönd,
þótt hann hefði nóg að gera og aldrei
fór hann í manngreinarálit.
Þess vegna er mér þetta svo óskilj-
anlegt og ég á erfitt með að trúa því
sem gerst hefur. Nú mörgum dögum
eftir fráfall hans finnst mér þetta jafn
ótrúlegt.
Ég spurði hann fyrir tveimur árum
hvort hann ætlaði ekki að fara að
festa ráð sitt, en þá sagðist hann ekki
hafa tíma til þess, það væri nógur tími
til þess seinna því hann átti eftir að
gera svo margt.
Ég þekki marga sem kynntust
Hannesi og allir hafa það sama að
segja, að þar fór drengur góður.
Mig skortir orð til að lýsa hryggð
minni yfir fráfalli hans en bið almátt-
ugan Guð að styrkja fjölskyldu Hann-
esar í þessari miklu sorg og þakka
fyrir þau góðu kynni sem ég hef haft
af Hannesi í gegnum árin.
Bless í bili, elsku Hannes minn,
sjáumst seinna.
Haukur Haraldsson.
Ég sit hér og renni í huganum í
gegnum ótal minningar um þig, kæri
Hannes. Margar góðar minningar úr
Norðurbænum í Hafnarfirði koma
upp í hugann og minning um góðan
dreng gleður hjartað á erfiðri stundu.
Hver hefði trúað því að örlögin
ættu eftir að verða þessi, kæri vinur?
Þú sýndir það í verki að þú varst
vinur vina þinna og góður við þá sem
minna máttu sín. Alltaf reiðubúinn að
hlaupa undir bagga með þeim sem til
þín leituðu.
Megi Guð styrkja og vernda fjöl-
skyldu þína á þessum erfiðu tímum.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Ég kveð þig nú, elsku vinur, og
megi Guð geyma þig, Hannes minn.
Hermundur Sigurðsson.
Elsku Hannes okkar. Sunnudagur-
inn 15. ágúst 2010 mun seint renna úr
minnum okkar allra. Þegar maður
heyrir svona hræðilegan atburð, trúir
maður „aldrei“ að það skuli vera
svona nálægt manni. En raunin er sú
að þú varst góður vinur okkar til
margra ára.
Þegar við hugsum til baka þá koma
óteljandi minningar upp í huga okkar,
og eru þar eftirminnilegastar stund-
irnar sem við áttum í Háaberginu, á
Landsmóti hestamanna, utanlands-
ferðir, þjóðhátíð og allar vinnustund-
irnar. Það er skrítið að hugsa til þess
að fara upp í Góu og sjá þig ekki koma
á móti okkur með þitt glott.
Þú gerðir aldrei upp á milli fólks og
fyrir þér voru allir jafnir. Þú tókst
alltaf fólki eins og það var og barst
virðingu fyrir náunganum. Eins góð-
ur, ljúfur og traustur vinur og þú
varst finnst okkur erfitt að hugsa til
þess að einhver hafi viljað gera þér
mein.
Og nú kveðjum við þig með miklum
söknuði. En minningarnar um þig
munu lifa í hjörtum okkar um
ókomna tíð.
Elsku Helgi, Pattý, Didda, Systa,
Rut og fjölskylda, megi guð styrkja
ykkur á þessum erfiðu tímum og hug-
ur okkar er hjá ykkur.
Þínar vinkonur,
Berglind, Birna, María V.
og Sigríður.
Sumarið 1982 fluttum við fjölskyld-
an á Skjólvanginn. Fljótlega eftir það
fór ég að taka eftir rauðhærðum
snáða sem var alltaf á þönum. Hann
var mikið á ferðinni, annað hvort að
koma eða fara. Hann var léttur á fæti
og átti greinilega marga vini. Á hjól-
inu þaut hann framhjá og virtist alltaf
hafa nóg fyrir stafni, seinna meir á
skellinöðru, sem fór hraðar, með við-
eigandi hávaða. Síðan kom bíladellan
sem hann deildi með pabba sínum
ásamt hrossarækt og reiðtúrum.
Einn daginn stóð hann fyrir fram-
an mig svona rétt til að athuga hver
ég væri og ég hafði á tilfinningunni að
hann væri ekkert sérstaklega ánægð-
ur með skiptin á fólkinu í húsinu. Vin-
ur hans hafði nefnilega átt heima í
húsinu sem nú var orðið mitt og vin-
urinn fluttur á annan stað í bænum.
Hann sagði mér að hann héti Hannes
og ætti þrjár systur og ætti heima hjá
foreldrum sínum, hinum megin við
götuna. Þarna stóð hann um það bil
níu ára með glettnisglampa í augun-
um, andlitið fullt af freknum, bros-
andi út að eyrum öðru hvoru og svo
hafði hann þetta fallega rauða hár.
Fallegasta rauða hár sem ég hafði
nokkru sinni séð. Ég stóðst ekki mát-
ið og sagði honum hvað mér þætti
hárið hans rosalega fallegt, sagði hon-
um að ég hefði aldrei séð svona fal-
legan rauðan lit á hári á nokkrum
manni … Hann varð alvarlegur og
horfði lengi á mig og sagði: „Mein-
arðu það?“ Að launum fékk ég nokkr-
ar heimsóknir á árunum þar á eftir
þar sem hann spurði mig álits á klipp-
ingunni sem hann var með. Seinna
meir þegar Hannes var orðinn ungur
maður óx rauða, fallega, þykka hárið
hans langt niður á bak og varð hans
aðalsmerki. Þrátt fyrir að hafa þrjá
stílista við höndina sem höfðu
ákveðnar skoðanir á því hvernig hann
ætti að vera og hvernig hann ætti
ekki að vera, hvernig hann átti að
klæða sig o.s.frv. þá réð hann hárinu
sjálfur, stílistarnir höfðu ekkert um
það að segja.
Hannes byggði sér hús og flutti að
heiman. Líf hans var erilsamt og
hann var alltaf á ferðinni, að fara út
eða að koma að utan, gera og græja.
Hann og pabbi hans voru með mörg
járn í eldinum, ráku fyrirtækið sam-
an, gerðu flest það saman sem prýðir
gott samband feðga.
Hannes var einstaklega ljúfur,
skapgóður, barngóður og umburðar-
lyndur ungur maður og hafði fasið frá
mömmu sinni. Hann fór ekki í mann-
greinarálit og náði því sem við hin er-
um alltaf að reyna að tileinka okkur:
hann var fordómalaus. Hann var vin-
margur og vinafastur og vinahópur
hans spannaði litrófið. Hann hélt með
Haukunum í handbolta og það var
alltaf líf og fjör í kringum Hannes og
vini hans á pöllunum.
Það er svo óheyrilega sárt að hugsa
til þess að öðlingur eins og Hannes
hafi kvatt þetta líf með þeim hætti
sem hann gerði. Eftir stendur tær
minning um góðan dreng sem vildi
öllum vel, var góður sonur, bróðir,
mágur og frændi og reyndist vinum
sínum vel. Ég bið algóðan Guð að
blessa minningu Hannesar. Elsku
hjartans vinir mínir, Helgi, Pattý,
Didda, Systa, Rut og fjölskyldur, við
vottum ykkur okkar dýpstu samúð.
Megi Guð styrkja ykkur og vernda
um alla framtíð.
Ellen og börn.
Ég vil byrja á að minnast Hann-
esar Þórs Helgasonar með því að
víkja að föður hans, Helga í Góu.
Þjóðsagnapersónu í lifanda lífi. Sem
góður vinur Helga í áratugi kynntist
ég Hannesi. Það var greinilega mjög
náið samband með þeim feðgum. Þeir
unnu saman á gólfinu í Góu og þeir
snerust saman í kringum hrossin.
Þeir fylgdust því að í leik og starfi.
Eitt það fyrsta sem maður tekur
eftir í fari Helga er hvað fjölskyldan
skipar stóran sess í huga hans. Þessi
djarfmælti töffari sem sjaldnast fer
úr vinnugallanum verður allt að því
auðmjúkur í tali þegar hann ræðir um
fjölskyldu sína.
Tilefni funda okkar Helga og
Hannesar voru margvísleg, en oft var
rætt um kosti þess og annmarka að
kaupa rekstur sem gæti breikkað
vöruframboð Góu.
Á fundum okkar hélt Hannes sér
gjarnan til hlés í byrjun en fylgdist
vel með. Fljótlega kom að því að
Hannes léti í ljós álit sitt. Hann orðaði
skoðanir sínar af yfirvegun og var
fljótur að átta sig á kjarna hvers
máls. Mér fannst hann jarðbundinn
og aðgætinn.
Um langt árabil hefur konan mín,
Dagný, unnið sjálfboðastarf fyrir
Thorvaldsensfélagið í Reykjavík. Þar
er unnið fórnfúst starf fyrir börn og
aðra hópa sem hallar á.
Dagný átti oft erindi við Hannes
fyrir hönd félagsins þegar unnið var í
árlegri fjársöfnun. Þar gátu Góa
súkkulaðirúsínur, Hraun og fleira
góðgæti liðkað fyrir árangri. Það er
skemmst frá að segja að með Dag-
nýju og Hannesi tókst mikil virðing
og vinátta. Í hennar huga var Hannes
algjör ljúflingur og göfugmenni.
Hjartað var stórt og góðvildin geisl-
andi.
Hannes var góður maður. Góðra er
gott að minnast.
Ég færi fjölskyldu Hannesar ein-
lægar samúðarkveðjur.
Ragnar Tómasson.
Fæstir þeirra sem ég hefi átt við-
skipti við verða sérstakir vinir. Hann-
es var einn þeirra. Fréttin um örlög
Hannesar var eitthvað svo óraun-
veruleg. Það tók tíma að trúa að þetta
gæti gerst. Síðan hafa minningarnar
farið í gegnum hugann og sárt að
kveðja vin sinn. Hannes hitti ég fyrst
á Sjávarútvegssýningunni fyrir 15
eða 20 árum. Hann kom í heimsókn á
sýningarbás Plastos með Helga. Mér
fannst hann frekur krakki, sem ekki
hefði mikið vit á vélunum. Eftir sýn-
inguna fór ég í Góu að kynna pökk-
unarvél. Þá kom í ljós að strákurinn
var klár í kollinum og vissi alveg hvað
hann vildi. Vélin sem ég bauð var
betri en dýrari. Ég man eins og það
hefði gerst í gær að Hannes sagði:
„Ég vil miklu frekar skipta við þig en
verðmunurinn er því miður of mikill.“
Hannes og Helga hitti ég svo
reglulega á sýningum erlendis.
Skemmtilegt var að fylgjast með
hvernig þeir saman fínkembdu hvern
sýningarskálann á eftir öðrum og
hversu vandlega þeir skoðuðu það
sem þeir höfðu áhuga á. Hannes bað
mig um tilboð í vélasamstæðu þegar
Góa flutti í nýtt húsnæði. Eina með
öllu. Hann var búinn að finna ódýrari
vélar frá Tyrklandi þegar ég kom
með tilboðið. Ég vildi ekki gefast upp
og fann vélar frá Kína, sem Hannes
vildi kaupa, en ég fékk bakþanka.
Óttaðist að gæðin væru ekki í lagi og
erfitt að þjónusta vélarnar. Ég skýrði
það fyrir Hannesi, sem sagðist ekki
trúa því að ég væri svona kjarklaus
loksins þegar ég væri samkeppnis-
hæfur í verði. Við fórum yfir málin og
gerðum samkomulag um að ég flytti
vélarnar inn sem verktaki. Hannes
ætlaði svo að aðstoða mig að sýna
væntanlegum kaupendum vélarnar í
vinnslu hjá Góu. Nú eru samsvarandi
pökkunarlínur komnar á annan tug-
inn. Þannig kynntist ég Hannesi, sem
ég kunni þeim mun betur við sem ég
kynntist honum meir. Kannski sá ég
sjálfan mig í honum frá þeim tíma er
ég var að vélvæða Plastos með tak-
markað fjármagn. Mér fannst hann
oft harður og erfiður, en alltaf heið-
arlegur og sanngjarn. Viðskiptin voru
góð fyrir Pmt og ekki síður gefandi
fyrir mig að fylgjast með uppbygg-
ingunni hjá Góu. Hannes virtist
kunna á allar vélarnar og var mjög
gaman að ganga með honum um
verksmiðjuna og heyra hvernig hann
talaði við starfsfólk sitt. Allt gekk eins
og vel smurð vél og mórallinn góður.
Oft sá ég Hannes vinna beint við
framleiðsluna langan vinnudag.
Hannes var sérstaklega greiðvikinn
og fékk ég oft lánað hjá honum væri
eitthvað til hjá Góu sem mig vantaði
fyrir aðra viðskiptavini. Helga kynnt-
ist ég fyrst og fremst í gegnum Hann-
es. Þeir voru alltaf saman. Þau kynni
gera að þetta voðaverk snertir meir
við manni og maður skynjar að sárs-
aukinn er miklu meiri en hægt er að
ímynda sér.
Ég votta Helga, konu hans og öðr-
um aðstandendum samúð mína og
vildi að ég gæti skrifað eitthvað meira
hughreystandi en að eftir standi góð-
ar minningar. Oftar en ekki hefur fólk
í miklum erfiðleikum fengið eins og
yfirnáttúrlegan styrk. Ég bið þess að
Helgi og fjölskylda fái þann styrk
sem þarf í þeirri miklu sorg sem nú
nístir þau.
Sigurður Oddsson.
Fleiri minningargreinar um Hann-
es Þór Helgason bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.