Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 30
Glódís Björt, Aníta Eik og Rósa-
lind héldu tombólu í Sóleyrarima í
Grafarvogi í sumar. Ágóðann af
sölunni, 1.423 krónur, afhentu þær
Rauða krossinum.
Söfnun
30 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ERTU AÐ
LEYSA SUDOKU-
ÞRAUTINA?
JÁ, ÉG HEF VERIÐ
AÐ VINNA Í HENNI
Í ALLAN DAG
ÉG KLÁRAÐI HANA Á MEÐAN
ÉG BORÐAÐI MORGUNMATINN
ÚFF...
VIÐ TÖPUÐUM
148 - 0...
ÉG SKIL ÞETTA EKKI... HVERNIG GETUM VIÐ TAPAÐÞEGAR VIÐ LEGGJUM SVONA
MIKIÐ Á OKKUR?
TRÚIR ÞÚ Á
LÍF EFTIR AÐ
BÚIÐ ER AÐ
STURTA
NIÐUR?
JÁ, ÉG HELD
AÐ FÓLK LJÚGI
VIÐ OG VIÐ
EKKI
ÉG!
SPÁÐU
AÐEINS
Í ÞVÍ...
SAGÐIR ÞÚ EKKI STELPUNUM
Í BÓKAKLÚBBNUM AÐ ÞÚ
KÆMIST EKKI ÞVÍ ÞÉR VÆRI
SVO ILLT Í MAGANUM?
MÉR HEFÐI ORÐIÐ ILLT
EF ÉG HEFÐI MÆTT
HELDUR ÞÚ Í
ALVÖRUNNI AÐ
FÓLK LJÚGI MIKIÐ
HVORT AÐ ÖÐRU?
HVAÐA
LEYNDARMÁL
VILDIR ÞÚ
SEGJA MÉR?
ÉG VERÐ AÐ SEGJA
HENNI AÐ ÉG SÉ
KÓNGULÓAR-
MAÐURINN
ÉG GET ÞAGAÐ YFIR
LEYNDARMÁLUM
ÉG
GERI
ÞAÐ
NÚ BYRJAR
BALLIÐ!
Á SAMA TÍMA...
FÓLK ER ALLTAF AÐ
HAFA ÁHYGGJUR AF ÞVÍ
AÐ FASTEIGNAVERÐ
SÉ AÐ HÆKKA...
ÞESS VEGNA BORGA ÉG EKKI
FYRIR MÍNAR EIGNIR
Við, þau eldri
Ég undirrituð fæ tekjur
frá Lífeyrissjóði versl-
unarmanna sem ég
greiddi í frá 1969-1996.
Í dag er ég 72 ára, ein-
hleyp. Ég fékk bréf frá
LV þar sem þeir harma
lækkaðar greiðslur til
mín um 10%, á mánuði.
Þar sem ég á þessa pen-
inga sýnist mér ekki í
raun hægt að taka þá af
mér. Ég veit um þeirra
vandamál, þeir voru
óheppnir með hluta-
bréfin okkar. Fór í TR
um daginn, tilbúin að
fylla út eyðublað vegna lækkaðra
tekna, en var sagt að í júlí 2011 yrði
þetta endurreiknað, óþarfi að skila
þessu inn. Hvað gerir maður í milli-
tíðinni? Jú, bílinn, 14 ára gamlan,
mætti reyna að selja. Ég er búin að
endurnýja allt í honum en fæ ekkert
fyrir hann. Nú eru framundan við-
gerðir á húsinu, ég bara get ekki
borgað þetta.
Gott væri að heyra í fleirum.
Sigríður Björnsdóttir.
Spaug
Undirritaður skilur ekki alveg þessa
umræðu um hvað eigi að koma í stað
Spaugstofunnar í Sjónvarpinu, sem
leggja á niður í sparnaðarskyni (þ.e.
Spaugstofuna). Ef raunhæfur sparn-
aður á að nást er eðli-
legast að hafa bara
stillimyndina á skján-
um í þennan hálftíma
eða mynd af Páli
Magnússyni. Einnig
má hugsa sér að fá
Jón Gnarr til að kíkja
inn öðru hvoru. Það
má líka benda á að
Baugstofan er mjög
oft á skjánum „með
einum eða öðrum
hætti“, og er ekki
verra sjónvarpsefni
en hvað annað.
Hörður Friðþjófsson.
Tapaði nælu
Hinn 18. ágúst sl. glataðist á
göngustígum í Kópavogi eða Foss-
vogi silfurnæla með perlum og er
hennar sárt saknað. Skilvís finn-
andi geri vinsamlega aðvart í síma
896-1199. Fundarlaun.
Skref afturábak
Hlustandi gerir athugasemd við að
ríkisútvarpið er búið að fella niður
yfirlit helstu frétta í morgun-
fréttum útvarps kl. átta. Er þetta
að mati hlustanda skref afturábak í
þjónustu við landsmenn.
Jón Guðlaugsson.
Ást er…
… maður í mikil-
vægri sendiför.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16.
Sumarferð.
Dalbraut 18-20 | Opið kl. 9-16.45,
vídeóstund kl. 13.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13.
Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefn-
aður í handavinnustofu og matur kl.
11.40. Á morgun, föstudag 27. ágúst kl.
14 verður vetrarstarfsemin kynnt.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa-
vinna kl. 9-16, ganga kl. 10. Miðvikudag-
inn 1. sept. kl. 14 verður vetrarstarfsem-
in kynnt.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Gönguhópur kl. 11, handavinnuhorn kl.
13, innritun í íþrótta- og tómstunda-
námskeið. Opið í Jónshúsi kl. 9.30-16.
Félagsstarf Gerðubergi |
Opið alla virka daga kl. 9-16.30, unnið er
að gerð haust og vetrardagskrár, og
ábendingar um starfsemi og þjónustu
óskast. Á morgun kl. 10 prjónakaffi og
stafganga kl. 10.30. Mánud. 6. sept. kl.
14 fundur hjá Gerðubergskór, nýir fé-
lagar velkomnir. Uppl. á staðnum og s.
575-7720.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9-14,
matur kl. 11.45, félagsvist kl. 13.30.
Hraunsel | Opið virka daga kl. 9-16.
Morgunrabb og samvera kl. 9, félagsvist
kl. 13.30. Haustdagskráin kemur út í
september. Ath. www.febh.is.
Hvassaleiti 56-58 | Félagsvist í dag kl.
13.30. Kaffisala.
Hæðargarður 31 | Við hringborðið kl.
8.50. Stefánsganga kl. 9. 55 hugmyndir
að starfi. Vilt þú standa að nýrri hug-
mynd? Skráningu lýkur 30. sept. Uppl. í
s. 411-2790. Hárgreiðslustofa, s. 568-
3139. Fótaaðgerðastofa, s. 897-9801.
Uppl. í s. 411-2790.
Íþróttafélagið Glóð | Pútt á nýja vell-
inum við Kópavogslæk kl. 17. Uppl. í
síma 554-2780 og á www.glod.is.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaað-
gerðir kl. 9-16, handavinna kl. 9.15, mat-
ur kl. 11.45, kaffi kl. 14.30.
Stefán Þorláksson mennta-skólakennari frá Svalbarði í
Þistilfirði er mjög vísnafróður. Ég
hef einhvern tíma skrifað eftir hon-
um erindi, sem hann segir að Suð-
ur-Þingeyingur hafi ort:
Stundar af öllu afli
útvarpið málvöndun;
gerir það skafla að skefli,
skatnar fá um það grun
að fréttahraflið sé hrefli
holan í kviðnum nefli
gengur nú flest af gefli.
Góð er sú málvöndun.
Skemmtilegt væri að fá upplýs-
ingar um höfundinn.
Kerling úr Skólavörðuholtinu og
karl úr Skuggahverfinu hafa farið
mikinn í Vísnahorninu undanfarna
daga, enda að farast úr tilhlökkun
eftir Bragaþingi, landsmóti hag-
yrðinga, sem haldið verður á Grand
hóteli á laugardag. Fastagestur
Vísnahornsins, karl af Laugaveg-
inum, orti af því tilefni:
Í Vísnahorni hittast þar
hef ég af því gaman
þegar karl og kerlingar
kveða stökur saman.
Helgi Seljan brá á leik með limr-
una:
Hann leikur sér markstanga milli
af mikilli leikni og snilli.
Menn spárnar ei spara
með spekimál fara:
Hans sjálfstraust í botni er bara.
Magnús Stefánsson Fáskrúðsfirði
sendi vísu eftir „enn eitt viðtalið við
Gylfa Magnússon um vandræðamál
hans þar sem hann fór undan í
flæmingi og gat litlar skýringar
gefið fréttamönnum“. Og ber vísan
yfirskriftina: „Viðskiptaráðherra –
ráðherra fólksins“:
Hann sem talinn vammlaus var
og vilja rétta fólksins hag
úr slitnum spjörum spillingar
er spurður bjartan ágústdag.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af körlum og kerlingum