Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010
✝ Eva María LangeÞórarinsson
fæddist 15. sept-
ember 1929 í Neisse í
Slesíu. Hún lést á
Landspítalanum 10.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Friedrich Gust-
av Ernst Lange, f.
31.8. 1888 í Pommern
í Norður-Þýskalandi,
og Maria Margarethe
Lange, f. 3.10. 1894 í
Neisse. Faðir Evu
Maríu lést í herþjón-
ustu en óvíst er um dánardag. Móð-
ir hennar lést 31.12. 1974. Bróðir
Evu Maríu var Wolfgang Gottfried
Ernst Lange, f. 11.6. 1928, d. 4.10.
2001. Kona hans var Welda Lange
og er sonur þeirra Reinold Lange.
Eva María giftist 22. júlí 1950 Jó-
hannesi Hrafni Þórarinssyni frá
Krossdal í Kelduhverfi, f. 24.2.
1928, d. 27.4. 1994. Börn þeirra
eru: 1) Friðrik Lange Jóhannesson,
f. 24.4. 1951, maki Sigrún Sverris-
dóttir f. 9.5. 1953, börn: a) Sverrir,
f. 1.1. 1975, sambýliskona Helga
María Gísladóttir, f. 9.5. 1981, börn
þeirra: Tristan Alex, Bríet Eva,
óskírð dóttir; b) Daði, f. 4.1. 1979.
Svövu Pétursdóttur: Vilhjálmur
Jón; b) Reginn, f. 11.06. 1986,
sambk. Heiðrún Rut Unnarsdóttir,
f. 28.9. 1989; c) Eva Rögn, f. 10.9.
1989; d) Agla Þóra, f. 4.7.1996. 5)
Stúlka, fædd andvana 13.6. 1957. 6)
Hólmfríður Jóhannesdóttir, f. 15.3.
1961, maki Veturliði G. Óskarsson,
f. 25.3. 1958, dóttir: Hrafnhildur, f.
27.8. 1981, sambýlismaður Ari
Jónsson, f. 2.3. 1984, sonur þeirra:
Viktor Ýmir. 7) Arnljótur Jóhann-
esson, f. 15.1. 1963. 8) Sveinn Jó-
hannesson, f. 4.10.1964, maki
Hulda Georgsdóttir, f. 27.7. 1966,
börn: a) Sara Huld, f. 21.10.1987,
sambýlismaður David Tackie, f.
14.11. 1979; b) Almar Valentín Atli,
f. 12.7. 1991, sambýliskona Fanný
Adela Österby, f. 29.9. 1992; c)
Friðrik Daníel, f. 30.1. 1996; d)
Írena Sól, f. 8.1. 2002. 9) Jóhannes
Elmar Jóhannesson Lange, f. 16.6.
1974.
Eva María ólst upp í Neisse til 15
ára aldurs en flúði með móður sinni
undan rússneska hernum í stríðslok
til Lübeck í Norður-Þýskalandi. Í
Lübeck bjó hún til 1949 er hún fór
til Íslands í atvinnuleit og réð hún
sig til árs sem vinnukona í Keldu-
hverfi. Þar kynntist hún mannsefni
sínu. Þau bjuggu lengst af í Árdal í
Kelduhverfi, eða 30 ár, en 1977-79
á Kópaskeri og næstu 16 ár á Húsa-
vík. Eva María bjó síðan í Kópavogi
frá 1996. Afkomendur hennar eru
alls 37.
Jarðarför Evu Maríu fór fram á
Húsavík þann 20. ágúst 2010.
2) Guðný Ragna Jó-
hannesdóttir, f. 19.8.
1952, maki Egidio
Ducillo, f. 18.9. 1962,
sonur: Carlo Viktor,
f. 17.10. 1991. Guðný
var áður gift Þórarni
Eggertssyni, f. 16.12.
1948, börn þeirra: a)
Jóhannes Bragi, f.
28.10.1972, maki
María Sigurjóns-
dóttir, f. 7.7. 1975,
synir þeirra: Aron
Fannar, Gabríel Daði;
b) Eggert Elmar, f.
14.5. 1974, sambýliskona Ástríður
Magnúsdóttir, f. 18.10. 1972, dætur
þeirra: Aþena Vigdís, Eva María,
Ásta Sigríður; c) Eva María, f. 4.1.
1981, sambk. Birna Hrönn Björns-
dóttir, f. 9.10. 1984. 3) María Mar-
grét Jóhannesdóttir Lange, f.
11.12. 1953, maki Árni Krist-
jánsson, f. 19.10. 1955, börn: a)
Kristján Hrafn, f. 5.2. 1978, sambk.
Rakel Olsen, f. 4.2. 1981, dætur
þeirra: Bjarma Karen, Gabríela
Nótt; b) María Barbara, f. 26.10.
1983. 4) Þórarinn Jóhannesson
Lange, f. 6.6. 1956, maki Rán Sæv-
arsdóttir, f. 22.4. 1960, börn: a) Ísak
Jarl, f. 25.5. 1984, sonur hans með
Tengdamóðir mín var merk kona
og lífssaga hennar heillandi. Hún var
ein margra ungra, þýskra kvenna
sem komu til Íslands eftir lok seinni
heimsstyrjaldar í leit að atvinnu, og
ein margra sem aldrei fóru aftur
heim heldur settust hér að. Hún var
heimskona í fábreyttu, nýju landi, al-
in upp í Neisse í Slesíu, hálfgerðri
smáborg á þýskan mælikvarða en
hreinustu stórborg á íslenskan.
Það voru mikil viðbrigði fyrir 19
ára stúlku að koma til Íslands árið
1949 og gerast vinnukona á bóndabæ
í norðlenskri sveit. Dvölin átti ekki
að verða löng en varð rúmir sex ára-
tugir. Eva María sagði oft frá fyrstu
árum sínum á Íslandi og dró ekki úr
því að Ísland var þá á margan hátt
frumstætt land og framandi, ekki
síst til sveita. Víða ekkert rafmagn,
varla vegir. En hún lagði ævinlega
áherslu á hversu vel var tekið á móti
henni og hversu fólkið var gott og
hjálplegt. Þannig talaði hún reyndar
um allt fólk. Hún settist að í sveitinni
sem hún kom fyrst í, Kelduhverfi,
eignaðist þar afburða góðan mann,
stóra fjölskyldu og mikinn vinahóp,
en í heimalandinu hvarf mestöll ætt-
in í ólgu stríðsins.
Ég kynntist Evu Maríu fyrst
haustið 1979 þegar ég kom norður á
Kópasker með dóttur hennar. Þar
höfðu þau hjónin nýlega sest að eftir
að þau brugðu búi í Árdal í Keldu-
hverfi og Jóhannes, eiginmaður Evu,
gerði stjórn sláturhúss Norður-
Þingeyinga á Kópaskeri að fullu
starfi sínu. Hún tók mér með sinni
venjulegu hægð, bauð mér kaffi og
þar með var ég orðinn fullgildur
meðlimur í fjölskyldunni. Það var
auðfundið að hún var mjög vel lesin
og fróð. Í heimalandi sínu hafði hún
fengið góða menntun og hún sagði
mér oft að hún hefði hugsað sér að
fara í háskóla þegar hún kæmi til
baka eftir áætlaða ársdvöl í fjarlægu
landi. Úr því varð aldrei en í staðinn
varð hún einstaklega vel að sér um
hina nýju heimahaga, lærði góða ís-
lensku af lestri bóka Jóns Trausta og
Gunnars Gunnarssonar og varð svo
kunnáttusöm um ætt manns síns og
barna að fáir eða engir stóðu henni
þar á sporði.
Hún var sagnakona. Sumar sög-
urnar heyrði ég oftar en einu sinni
og það einkenndi þær hvað þær voru
vel byggðar og sagðar. Hún sagði frá
æsku sinni, fegurð heimaborgarinn-
ar, tröllum og álfum í fjöllunum þar
norðan við, upphafi stríðsins og
óvissunni og óttanum, flóttanum
norður eftir Þýskalandi, biðinni eftir
fréttum af föður sínum í stríðslok og
bróður sínum 16 ára sem var kvadd-
ur í herinn á síðustu dögum stríðs og
lifði það af fyrir einhverja undarlega
miskunn. Hún sagði frá sárri fátækt
eftirstríðsáranna í Lübeck, eftir-
væntingunni þegar ákvörðun hafði
verið tekin um að fara til Íslands, til
Thule, landsins í norðri; hún sagði
frá ferðinni, stuttri dvöl í hinu und-
arlega stórsveitarþorpi Reykjavík,
ferðinni norður og fögru mannlífi í
norðlenskri sveit og á Húsavík í
rúma fjóra áratugi. Árið 1994 lést
eiginmaður hennar og fljótlega eftir
það fluttist hún suður. Þar bjó hún í
Kópavogi alla tíð síðan.
Ég sakna þessarar góðu konu og
sagnanna hennar, hlýrrar vináttu,
hæglætis og gæsku.
Veturliði G. Óskarsson.
Elsku amma Eva. Nú eru dagar
þínir taldir og ég fyllist sorg við þá
tilhugsun að ég eigi aldrei aftur eftir
að sitja hjá þér í eldhúsinu á Ásbraut
11 og hlusta á þig segja sögur úr
æsku þinni í Þýskalandi, og sögur úr
sveitinni eftir að þú fluttist hingað til
Íslands. Það var svo gaman að hlusta
á þig segja frá því að þú varst fróð og
klár kona og hafðir lifað svo við-
burðaríku lífi.
Við áttum ýmislegt sameiginlegt,
ég og þú, og ef örlög þín hefðu ekki
verið þau að gerast bóndakona hefð-
ir þú viljað mennta þig í sagnfræði,
en það er einmitt stór hluti af mínu
námi í dag. Ég fyllist stolti þegar ég
hugsa til þín, amma mín, borgar-
stúlkunnar sem ólst upp umkringd
lystigörðum og leikhúsum í fallegri,
þýskri borg sem hafði allt til alls, raf-
magn, sporvagna, verslunargötur,
settist svo 19 ára gömul að hér á Ís-
landi sem var svo frumstætt fyrir
þér. En á sama tíma elskaðir þú
þann frið sem þú fannst hér eftir að
hafa komið úr stríðshrjáðu landi. Ég
minnist þess þegar við vorum eitt
sinn að spjalla saman, og ég var að
kvarta yfir Íslandi, að þú sagðir að
ég ætti að vera þakklát fyrir þetta
land, og hana nú!
Ég minnist þess úr æsku hvað það
var mikill hápunktur tilverunnar að
koma í heimsókn til þín og afa, sem
þá var á lífi, til Húsavíkur þar sem
fjölskyldan kom oft saman og spilað
var bridge langt fram á nætur og við
krakkarnir lékum okkur og fengum
að vaka fram eftir. Þetta voru yndis-
legir tímar og ég gleymi þessum
Húsavíkurheimsóknum aldrei. Það
var líka yndislegt að koma til þín á
Ásbrautina þar sem þú bjóst síðustu
árin þín og ég er með eindæmum
þakklát fyrir það að litli drengurinn
minn hafi fengið að hitta þig áður en
þú yfirgafst þetta líf.
Þú varst merkileg kona og ég mun
ávallt sakna þín. En nú ertu komin til
afa og ég veit að þú hefur það gott.
Ástarkveðjur,
þín
Hrafnhildur.
Við kynntumst í ömmuhlutverk-
unum. Eva María Lange Þórarins-
son var amma tengdasonar míns og
því langamma dætra hans og dóttur
minnar, þeirra Aþenu Vigdísar, Evu
Maríu og Ástu Sigríðar Eggerts-
dætra og Ástríðar. Frá fyrstu
stundu náðum við Eva María Lange
saman við að spjalla um liðna tíma.
Við minntumst þess báðar, að ekki
væri einu sinni liðinn mannsaldur
síðan að ótrúlega öðruvísi háttaði í
heiminum, á meginlandi Evrópu
þaðan sem hún kom, og þá ekki síður
hér í sveitum á Íslandi. Hún hafði
upplifað heimsstyrjöldina á eigin
skinni, verið meðal flóttamanna und-
an loftárásum og bardögum herj-
anna, sem voru að sigra og leggja
undir sig Þýskaland. Við aftur á móti
fjarri þeim hildarleik, saklaus og ein-
angruð hér fyrir norðan. Við rifjuð-
um það upp, að á mörgum stöðum á
árunum eftir heimsstyrjöldina síð-
ari, voru sveitirnar hér heima á Ís-
landi ennþá í ríkum mæli heimkynni
þjóðarinnar.
Eva María Lange kom til Íslands
frá Þýskalandi árið 1950, þegar land-
búnaður á Íslandi var enn í rígföst-
um skorðum fyrri tíma, en þéttbýlið
farið að seiða til sín fólkið, sem þráði
að skoða víðari veröld. Það er okkur
mörgum í minni þegar farið var að
segja frá því í fréttum, að ungt fólk
væri að hverfa úr sveitunum og að
bændasamtökin hefðu auglýst í
Þýskalandi eftir vinnukrafti og að-
stoðarfólki, að ekki væri hægt að
manna sveitabúskapinn öðruvísi en
með mannafla að utan. Einkum vant-
aði kaupakonur í sumarvinnu og þær
yrði að sækja til útlanda. Sú ákvörð-
un reyndist íslensku samfélagi
heilladrjúg og Eva María Lange var
lýsandi dæmi um það. Hún ætlaði að-
eins að koma til Íslands í stuttan
tíma, frá stríðshrjáðu Þýskalandi,
þar sem fólkið eygði litla von á eft-
irstríðsárum, lifði við þungan missi
sinna nánustu í stríðinu, og þar á of-
an sult og kröpp kjör. Fjölskylda
Evu Maríu Lange fór ekki varhluta
af því. Hún svaraði auglýsingu í blaði
um vinnu hér á norðurhjara, sem svo
við fyrstu kynni var raunverulega
það frumstæðasta sem hún hefði
nokkru sinni getað ímyndað sér, en
fólkið reyndist heilsteypt og sam-
stiga, og sýndi henni mikla hlýju.
Síðan varð hún á Íslandi barnmörg
sveitakona, eiginkona þess mæta
manns Jóhannesar Hrafns Þórarins-
sonar frá Krossdal í Kelduhverfi og
eignast með honum ættboga, sem
hefur verið þeim samrýmdu hjónum
til sæmdar.
Eva María Lange talaði íslensku
svo afar vel að sjaldan heyrðist á
mæli hennar að hún hefði átt annað
móðurmál, og engan hef ég heyrt
bera Íslendingum betur söguna og
kynnum hennar við okkur þessa
þjóð. Saga þeirra kvenna sem hingað
komu til að létta undir með landbún-
aðinum um miðbik síðustu aldar er
stórmerkileg, ekki síst á hvern hátt
þeim tókst að aðlaga sig svo allt
öðruvísi lífsháttum en þær áttu að
venjast. Ég hef heyrt að þær sökn-
uðu mest blómstrandi trjágróðurs á
vorin og að fá aldrei ávexti nema á
jólunum.
Ég minnist Evu Maríu Lange með
mikilli hlýju og einlægri virðingu.
Vigdís Finnbogadóttir.
Elsku Eva María, ég sit hérna og
velti því fyrir mér hvort ég eigi að
skrifa um þig eða til þín og mig lang-
ar að skrifa til þín og þakka þér fyrir
það sem þú hefur gefið mér.
Ég veit að þú og Jóhannes Elmar
trúðuð mér ekki þegar ég sagðist
vilja fá að fara með þér í búðina, en
það var samt nákvæmlega það sem
ég vildi. Það að fá að fara með þér og
hlusta á sögurnar sem þú hafðir að
segja var mér ómetanlegt. Oftast
þegar við vorum komnar fyrir utan
Bónus varstu að segja mér frá ein-
hverju merkilegu og mig langaði eig-
inlega ekkert inn í búðina, bara
halda áfram að hlusta á merkilegu
sögurnar. Þú kenndir mér svo margt
og gafst mér innsýn í lífið sem þú
lifðir. Það að alast upp og búa í
Þýskalandi á stríðsárunum hefur
alltaf verið eitthvað það erfiðasta
sem ég gat hugsað mér og að fá að
kynnast konu sem hefur upplifað allt
það sem maður hefur bara lesið um í
sögubókunum eru forréttindi. Ég
man vel eftir því þegar við báðar
fussuðum yfir því þegar fólki fannst
vera komin kreppa á Íslandi, þó
flestir gætu samt keypt sér nauð-
synjar sem þeir þurftu. Þú sagðir
mér frá virkilegu kreppunni sem þú
upplifðir, með matarmiðana og þessa
litlu skammta sem þið fenguð. Og frá
konunni sem bauð þér og mömmu
þinni húsaskjól þegar þið höfðuð í
engin hús að venda. Þegar það leið
yfir þig þar sem þú stóðst að bíða eft-
ir því að fá úthlutað húsnæði og
komst þannig fram fyrir í röðinni,
því allir héldu að þú værir barnshaf-
andi út af allt of stóru kápunni sem
þú varst í. Sögurnar af því þegar þú
komst til Íslands, kynntist Jóhannesi
og um búskap ykkar (án rafmagns
og þvottavélar, sem ég skil ekki
hvernig er hægt), börnin, gleðina og
sorgina. Þetta hefur verið mér ómet-
anlegt og gefur mér tækifæri til að
leyfa strákunum okkar Jóhannesar
Braga að kynnast því hvernig lífið
ykkar var.
Elsku Eva María, takk fyrir allt
sem þú hefur gefið mér og mínum.
Ég veit að þú hefur það gott hjá Jó-
hannesi þínum og þið eruð loksins
saman aftur.
Ég bið góðan Guð að geyma ykkur
og vernda og hjálpa stóra hópnum af
aðstandendum sem nú á um sárt að
binda og saknar þín.
Mér finnast eftirfarandi orð passa
svo vel við það sem ég var að reyna
að skrifa hér fyrir ofan.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Héðan skal halda
heimili sitt kveður
heimilisprýðin í hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem)
Kærleikskveðja,
María.
Inga í Árdal er dáin. Vorið 1949, 9.
júní, sigldi Esja inn á Reykjavíkur-
höfn með 180 farþega frá Þýska-
landi, 130 ungar þýskar stúlkur og
50 karla, fólk sem var ráðið til sveita-
starfa á Íslandi. Ráðningartíminn
var 1 ár. Í Kelduhverfi komu úr þess-
um hópi tvær föngulegar konur,
Käte Bruchmann sem fór til Óla í
Eyvindarholti og Eva María eða
Inga sem kom til foreldra minna,
Björns og Þorbjargar í Austurgörð-
um. Eva María Jóhanna Barbara
Lange hét hún fullu nafni, en alltaf
kölluð Inga í Kelduhverfi. Skipsmað-
ur á Esjunni sem hún kom með frá
Þýskalandi forðum daga sagði við
Evu Maríu: Þú átt að heita Inga og
þar með var nafnið komið.
Inga varð fljótt hluti af fjölskyld-
unni í Austurgörðum og öllum kær.
Hún var alin upp á stríðstímum og
sagði mér margar sögur af erfiðri
reynslu sinni. Hún var samt glöð og
skemmtileg stúlka. En mikið var hún
Inga mín mjó og svöng fyrstu vik-
urnar. Það var oft gaman. Við vorum
einu sinni að koma heim af engjum
að kvöldlagi. Mamma setti Ingu upp
á Brúnku hans afa. Sú brúna var
heimfús og viljug. Inga missti hana á
flug og réð engu um ferðalagið, en
hrópaði látlaust Jesús María, Jesús
María. Það hljómar enn í huga mér.
En ekki datt hún af baki.
Þegar ungar ókunnugar stúlkur
koma til dvalar í sveit, fara strákar á
stjá. Svo var líka í Kelduhverfi. Ung-
ur maður á næsta bæ, Jóhannes í
Krossdal átti ótal erindi í Austur-
garð. Hann var alltaf að koma og
fara. Einn góðan daginn tók Jói sig
til og málaði fjárhúsþökin í Krossdal
eldrauð. Þá var ekki að sökum að
spyrja. Eftir ársdvöl í Austurgörð-
um misstum við Ingu til unnusta
síns, Jóhannesar Þórarinssonar í
Krossdal, og hófu þau búskap í kjall-
aranum. Við sáum mikið eftir henni.
Seinna byggðu þau bæ á hæð fyrir
sunnan og austan Krossdal og
nefndu Árdal. Þar er útsýni fagurt.
Þau hjón eignuðust átta börn. Það
var mikil gæfa fyrir íslenska þjóð að
fá þessa þýsku blóðblöndun. Flestar
„kaupakonurnar“ sem komu með
Esjunni giftust íslenskum körlum.
Þegar Inga flutti í Krossdal kom
Käte Bruchmann til okkar í Aust-
urgarð og var þar í eitt og hálft ár.
Það var góð saga en önnur saga. Góð
kona er gengin, ég minnist hennar
með þakklæti.
Ég votta börnum Ingu í Árdal og
öðrum ástvinum innilega samúð.
Þórarinn Björnsson.
Eva María Lange
Þórarinsson
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
vinur,
STEINN Þ. STEINSSON
fyrrv. héraðsdýralæknir,
Þverholti 24,
Reykjavík,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans þriðju-
daginn 24. ágúst.
Útförin verður frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
1. september kl. 13.00.
Þorsteinn Steinsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir,
Finna Birna Steinsson, Baldur Hafstað,
Friðrik Steinsson,
Bryndís Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.