Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 Umferðarteppa á útsölum Oft má gera góð kaup á útsölum og ungar mæður eru fljótar til þegar sagt er frá því að gera megi góðu kaupin á þessum eða hinum staðnum á Laugaveginum. Golli Brýnasta verkefni stjórnmál- anna hverju sinni er að standa vörð um hagsmuni íbúa. Sjaldan hefur það verið brýnna en ein- mitt nú. Allt frá hruni bankanna í október 2008 hefur borgarstjórn unnið að þessu verkefni með ár- angursríkum hætti. Leiðarljósið var einfalt og ófrávíkjanlegt: Við ákváðum að standa með íbúum á erfiðum tímum og með sérstakri aðgerðaáætlun var hagrætt og sparað til að verja grunnþjónustuna án skatta- hækkana. Þessi aðferð kallaði að sjálfsögðu á gríðarmikla vinnu og vilja til nýrra lausna, en með stuðningi borgarstjórnar og stöðugri vinnu starfsfólks tókst að ná settu marki og gott betur því borgarsjóður hefur allan þennan tíma verið rekinn hallalaus. Borgarbúar hafa notið árangursins og því er ástæða til að hvetja nýja borgarstjórn að halda áfram á sömu braut og nýjan meirihluta Besta flokksins og Sam- fylkingarinnar til að nýta sér þessa reynslu og standa þannig vörð um brýnustu hagsmuna- mál borgarbúa. Skattar eiga að vera lágir í Reykjavík Á síðasta kjörtímabili tók borgarstjórn þá ákvörðun að hækka ekki skatta, enda var það yfirlýst stefna að ganga ekki þannig gegn hagsmunum íbúa. Nýr meirihluti hefur ekki svarað því hvort þeirri stefnu verður fram- haldið eða hvort íbúar geti vænst skattahækk- ana og það jafnvel strax á næsta ári. Ljóst er að miðað við góða stöðu borgarsjóðs er engin ástæða til slíkra hækkana, en sú staðreynd að undirbúningur fjárhagsáætlunar er varla haf- inn, forgangsröðun verkefna liggur ekki fyrir og aðhaldi í rekstri virðist ábótavant, ýtir því miður undir efasemdir um að til standi að halda áfram á sömu braut. Ítrekaðar spurningar borgarfulltrúa minni- hluta, íbúa og fjölmiðla um stöðu þessara mála hafa því miður ekki gefið frekari mynd af þess- um mikilvægu málum. Ákvarðanir meirihlut- ans um fjárhagsáætlun komandi árs liggja ein- faldlega ekki fyrir og skattahækkanir eru síður en svo útilokaðar. Þjónustugjöld eiga að vera lægst í Reykjavík Frá því í október 2008 hafa gjaldskrár Reykjavíkuborgar ekki hækkað, enda við það miðað í aðgerðaráætlun borgarstjórnar að þær héldust óbreyttar út það kjörtímabil. Sú ákvörðun hefur skilað miklum ávinningi fyrir íbúa, en því var hins vegar alltaf til haga haldið að slík frysting fastra þjónustugjalda gæti ekki orðið varanleg. Þegar rofaði til myndi verð- lagsþróun á ný hafa áhrif en þó aldrei meira en svo að gjöld í Reykjavík yrðu áfram með því lægsta sem þekkist. Stefnan var því alveg skýr, enda á stærð sveitarfélagsins að gefa góð tækifæri til að bjóða íbúum sínum slík skilyrði. Núverandi meirihluti hefur ekki enn gefið nokkur svör um hvort til standi að halda þessari stefnu óbreyttri eða hefja umfangsmikla hækkun þjónustugjalda. Hagræðing getur skilað því sama og hækkun Ein þeirra gjaldskráa sem haldist hafa óbreyttar frá því aðgerðaáætlun borg- arstjórnar tók gildi í október 2008 er gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur. Í stað þess að seilast í vasa íbúa ákvað borgarstjórn að fyrirtækinu skyldi gert að hagræða í eigin rekstri og um- fangi svo unnt væri að komast hjá gjald- skrárhækkunum, enda lengi verið ljóst að tækifæri til sparnaðar finnast víða hjá því stóra fyrirtæki. Þegar á árinu 2009 skilaði sú ákvörð- un 850 milljónum sem er sambærileg upphæð og fyrirtækið hefði náð með títtnefndum en hóflegum gjaldskrárhækkunum á íbúa. Þessari hagræðingu hefur verið framhaldið árið 2010, enda gerir fjárhagsáætlun yfirstandandi árs ekki ráð fyrir gjaldskrárhækkunum. Að auki náði fyrirtækið þeim árangri að fara úr 70 milljarða tapi árið 2008 vegna efnahags- hrunsins í jákvæða niðurstöðu á fyrstu mán- uðum þessa árs. Á sama tíma var einróma sam- þykkt heildarstefna fyrir fyrirtækið um gjaldskrár, auk þess sem Reykjavíkurborg vann áhættumat vegna fyrirtækisins. Þar var kveðið á um nauðsyn sterkrar lausafjárstöðu borgarinnar til þess að verja fyrirtækið gegn greiðsluþurrð. Lagt var til að lausafé borg- arinnar á næstu árum færi ekki neðar en 8-12 milljarða, en lausafjárstaða borgarinnar nú er afar sterk eða rúmlega 17 milljarðar. Að auki innihélt það áhættumat ábendingar okkar fær- ustu sérfræðinga um það hvernig best væri að halda á málum fyrirtækisins til framtíðar. Gjaldskrárhækkun OR um tugi prósenta nú er óráð Öll þessi vinna lá fyrir þegar nýr meirihluti tók við, miklar fjárfestingar liðinna áratuga voru löngu ljósar og erfið skuldastaða Orku- veitunnar öllum kunn. Margítrekað hafði kom- ið fram að fyrirtækið yrði að fara í enn róttæk- ari hagræðingu á komandi árum auk þess sem stefnumótun um minnkandi umsvif fyrirtæk- isins væri nauðsynleg í samræmi við þá afstöðu borgarstjórnar að það skuli fyrst og síðast ein- beita sér að kjarnastarfsemi fyrir almenning í borginni. Þá lá einnig fyrir að gjaldskrár fyr- irtækisins þyrftu í samræmi við samþykkta stefnumótun fyrirtækisins að fylgja betur verðlagsþróun, þótt ljóst væri að slík hækkun ein og sér gæti aldrei leyst vanda fyrirtæk- isins. Stefnan var því alveg skýr og fólst í því að leysa skammtímavanda fyrirtækisins með um- fangsmiklum hagræðingaraðgerðum, en hóf- stilltum og sanngjörnum gjaldskrárhækk- unum sem dreift yrði á næstu 3 – 5 ár. Af samtölum við lánveitendur Orkuveitunnar vissu bæði stjórnendur fyrirtækisins og Reykjavíkur að slík áætlun fullnægði óskum þeirra og þeir höfðu skilning á þeirri afstöðu eigenda að íbúar gætu ekki einir og sér tekið að sér að leysa skammtímavanda fyrirtækisins með hækkun um tugi prósenta sem öll tæki gildi á sama tíma. Jafnframt var öllum ljóst að langtímavandi fyrirtækisins yrði leystur með því einu að eig- endur kæmu sér saman um að minnka efna- hagsreikning Orkuveitunnar og þar með draga úr umsvifum fyrirtækisins. Að reyna að telja íbúum nú trú um það að lausnin felist í einhliða hækkun um tugi prósenta er því ekki aðeins ósanngjörn gagnvart íbúum vegna þess hvaða áhrif það hefur á þeirra fjárhag heldur einnig vegna þess að þeir eiga skilið varanlegri lausn- ir af hálfu kjörinna fulltrúa. Þetta snýst allt um það að standa með borgarbúum og verja þeirra hagsmuni Öll störf kjörinna fulltrúa, hvort sem þeir sitja í meirihluta eða minnihluta, eiga að taka mið af einu og aðeins einu – hagsmunum íbúa. Um þetta náði borgarstjórn eftirtektarverðri samstöðu í kjölfar bankahrunsins. Við leit- uðum okkur ráðgjafar víða, hér heima og er- lendis, um það hvernig það yrði best gert og við unnum þétt og náið saman að þeirri aðgerða- áætlun sem varð undirstaða þess árangurs sem náðist. Á þeim árangri getum við og eigum áfram að byggja. Að víkja frá þeirri stefnu nú væri bæði ástæðulaust og óskynsamlegt. Ég hvet því núverandi meirihluta til að hraða vinnu sinni, vanda til verka og horfast strax í augu við það að íbúar geta einfaldlega ekki bætt við sig þeim tugþúsunda útgjöldum sem það þýðir fyrir meðalfjölskyldu í Reykja- vík að hækka á einu bretti gjaldskrár Orku- veitunnar um tugi prósentna. Þeir geta heldur ekki bætt í heimilisbókhaldið tugþús- undahækkun vegna hækkana á öðrum gjald- skrám, svo ekki sé nú talað um hækkun skatta. Ég hvet líka nýjan meirihluta til að hlíta þeirri ráðgjöf sem við svo víða fengum um að lausn- ina á þeim efnahagsörðugleikum sem við stöndum nú frammi fyrir sé ekki að finna í auk- inni skattheimtu og gjaldtöku af íbúum – held- ur í því hugrekki sem þarf til að taka á málum með öðrum hætti og standa þannig vörð um hagsmuni þeirra sem þetta allt snýst um. Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur » Öll störf kjörinna fulltrúa,hvort sem þeir sitja í meiri- hluta eða minnihluta, eiga að taka mið af einu og aðeins einu – hagsmunum íbúa. Hanna Birna Kristjánsdóttir Stöndum áfram vörð um hag borgarbúa Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.