Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 32
32 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010  Plötuútgáfufyrirtækið Touch hefur ákveðið að gefa út „re- masteraða“ útgáfu af fyrstu sóló- plötu tónlistarkonunnar Hildar Guðnadóttur, Mount A, en hún kom fyrst út á vegum 12 Tóna árið 2006 undir nafninu Lost in Hild- urness. Fyrsta breiðskífa Hildar endurútgefin Fólk  Hið ágæta rit Drowned in So- und, sem er æði hallt undir ís- lenska tónlist, fjallar um nýja stuttskífu sveitar sem kallast Yu- catan. Sveit sú er víst frá Wales og gengur dómurinn aðallega út á að platan sé svo gott sem afritun af tónlist Sigur Rósar. En hvað um það, sveitin stelur líka nafni frá íslensku sveitinni Yukatan, sem sigraði í Músíktilraunum árið 1993 en trymbill hennar, Ólafur Björn Ólafsson, leikur nú í sveit Jónsa, söngvara Sigur Rósar. Er hægt að segja að einhverjum und- arlegum, velsk-íslenskum hring sé þar með lokað!? Yucatan, ekki Yukatan, minnir á Sigur Rós!?  Mikið hefur verið rætt um tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur í nýrri teiknimynd um Múmínálfana og nú er myndbandið við „Halastörnulag- ið“ loksins komið í spilun. Hægt er að sjá myndbandið á heimasíðu söngkonunnar, www.bjork.com. Lagið fór í sölu í vikunni og rennur allur ágóði af sölu þess til UNICEF. Myndband komið við halastjörnulag Bjarkar  Umsóknarfrestur til að sækja um í kvikmyndasmiðju RIFF hefur verið framlengdur til 1. september næstkomandi, en kvikmyndasmiðja RIFF verður haldin í fjórða sinn dagana 30. september til 3. októ- ber. Dagskráin í ár er með glæsi- legasta móti og verða m.a. erindi og fyrirlestrar frá Jim Jarmusch, Pet- er Wintonick, Valdísi Óskars- dóttur og Cameron Bailey. Allar nánari upplýsingar má finna á www.riff.is. Fjölbreytt kvikmynda- smiðja á RIFF Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Dr. Heiter er sestur í helgan stein og býr úti í skógi á ónefndum stað í Þýskalandi. Hann var áður einn fremsti skurðlæknir heims, þekktur fyrir árangur sinn í að skilja að sí- amstvíbura en er nú sestur í helgan stein. En hann á sér skelfilegan draum, að tengja saman þrjár mann- eskjur þannig að úr verði mennsk margfætla. Dr. Heiter er illmennið í hryllingsmyndinni The Human Centipede, eða Mennska marg- fætlan, og sú kvikmynd er svo sann- arlega ekki fyrir viðkvæma. Í mynd- inni segir af því er tvær ungar konur, bandarískir ferðamenn, vill- ast í skóginum á leið í teiti og banka upp á hjá skurðlækninum. Hann gef- ur þeim ólyfjan og læsir í kjallara á heimili sínu ásamt japönskum ferða- manni og hefst handa við að breyta þeim í margfætlu með því að tengja þau saman með skurðaðgerðum. Söguþræði myndarinnar verður ekki lýst frekar en myndin er væg- ast sagt viðbjóðsleg á köflum. Ljúfur og vingjarnlegur Blaðamaður sá hana degi áður en hann sló á þráðinn til leikarans sem fer með hlutverk Dr. Heiters, Die- ters Lasers, og ekki laust við að blóðið frysi í æðum þegar hann svar- aði í símann rámri röddu: „Dieter Laser talar.“ Þegar blaðamaður kynnti sig varð Laser hinn viðkunn- anlegasti. „Helgi! Þakka þér kær- lega fyrir að hringja í mig.“ Blaða- maður hóf spjallið á því að biðja Laser um að lofa því að breyta hon- um ekki í margfætlu. „Ekki færa þig nær símtólinu,“ bætti Laser við og ekki laust við að hláturinn sem fylgdi í kjölfarið væri ögn djöfullegur. – Þú virkar hinn vingjarnlegasti? „Ég er það. Þú verður að vera ljúf- ur, mjúkur og afar umhyggjusamur náungi til að leika Dr. Heiter.“ – Hann er ekki mjög ljúfur eða umhyggjusamur … „Nei, hann er það ekki. En þú get- ur kallað fram allar myrkar hliðar manneskjunnar með því að sjá hlut- ina fyrir þér, beita ímyndunaraflinu og hugleiða.“ – En áður en lengra er haldið, get- ur þú sagt mér aðeins af sjálfum þér. Hver er Dieter Laser? „Dieter Laser er öfgafullur, ástríðufullur og heltekinn af leiklist- inni sem hóf að leika í leikhúsi 18 ára. Ég vann í leikhúsi í 16 ár án þess að leika í einni einustu kvik- mynd því ég var svo vitlaus að halda, ungur að árum, að kvikmyndir væru ekki list, hinn rétti starfsvettvangur leikarans væri leiksviðið. Þegar ég var 34 ára fór ég að leika í kvik- myndum,“ svarar Laser. Hann eigi nú um 65 kvikmyndir að baki, bæði þýskar og alþjóðlegar. „Ég nýt þess mjög að leika í kvik- myndum en leik þó enn á sviði.“ La- ser er þekktur leikari í heimalandi sínu, Þýskalandi, og hlaut árið 1975 gull á þýsku kvikmyndaverð- launahátíðinni fyrir framúrskarandi leik í kvikmyndinni John Glückstadt. Þá hlaut hann áhorfendaverðlaun á Austin Fantastic Fest í fyrra fyrir túlkun sína á Dr. Heiter í The Hum- an Centipede. Laser hefur leikið í kvikmyndum með heimsþekktum leikurum á borð við Glenn Close, John Malkovich, Elliot Gould og Do- nald Sutherland. Góð blanda gríns og hryllings – Ég sá The Human Centipede í gær og sem betur fer á tóman maga. Þetta er einhver hryllilegasta kvik- mynd sem ég hef séð, hún er eig- inlega viðbjóðsleg. Hvað finnst þér um hana? „Þetta er mjög skrítið. Mér hefur alltaf þótt brjóstastækkunar- eða fitusogsaðgerðir, sem maður sér annan hvern dag í auglýsinga- sjónvarpi, miklu viðbjóðslegri eða óhugnanlegri en The Human Centi- pede. Því það sem er raunverulega viðbjóðslegt og hræðilegt er það sem gerist í huga mannsins,“ svarar Las- er. Það sem sjáist í myndinni sé í raun frekar meinlaust í samanburði við aðrar kvikmyndir. „Á hinn bóg- inn er dregið úr hryllingnum með því sem ég tel vera dásamlega blöndu hryllings og kolsvarts skop- skyns.“ Laser segir viðtökur fólks við myndinni á sýningum sem hann hafi setið hafa verið mjög góðar. Fólk hlæi innilega að hinu kolsvarta gríni og hann skelli sjálfur upp úr þegar hann sjái sjálfan sig taka æð- isköst á hvíta tjaldinu. „Eiginkonu minni fannst hún frábær,“ bætir Laser við. Hann stefni að því að vinna frekar með leikstjóra mynd- arinnar, Tom Six, en skv. kvik- myndavefnum Internet Movie Data- base er framhald margfætlu- myndarinnar á forstigi framleiðslu, The Human Centipede II (Full se- quence). Laser getur ekki svarað spurningu þess efnis hvort hann muni leika í fleiri margfætlumynd- um, er bundinn trúnaði við Six, en segir þó að hann muni aftur fara með aðalhlutverk í kvikmynd eftir Six og hún verði allt annars eðlis en The Human Centipede. – Var ekki erfitt að túlka Heiter? „Ja, ég er Þjóðverji og hef allt frá því ég var barn skammast mín fyrir hina morðóðu nasista, þann skelfi- lega hluta sögu okkar,“ svarar Las- er. Hann hafi lesið sér heilmikið til um nasista, m.a. tilraunir sem lækn- irinn Joseph Mengele gerði á gyð- ingum í útrýmingarbúðum. „Ég kall- aði Dr. Heitel Joseph að fyrra nafni. Hann gerði tilraunir með tvíbura, það hryllilegasta sem þér gætti dott- ið í hug. Það var raunverulegur hryllingur. Það var því kjörið tæki- færi að nýta sér vitneskjuna um þessa morðingja og skrumskæla Mengele.“ Hefur áhuga á að leika í ís- lenskri hryllingsmynd – Nú hefur myndin fengið heldur neikvæða gagnrýni, ef maður lítur á dómasamantekt um myndina á vefn- um Metacritic … „Það er ekki rétt,“ svarar Laser eldsnöggt. Gagnrýnendur hafi lofað hann fyrir leik sinn í myndinni, jafn- vel þeir sem hafi verið heldur nei- kvæðir í garð kvikmyndarinnar. Þeir hafi líkt honum við Anthony Hopk- ins í hlutverki Hannibals Lecters og leikara á borð við Johnny Depp og Christopher Walken. „Mér er líkt við leikara sem ég dáist að, þá bestu í heimi, og því er þetta mikill sigur fyrir mig hvað gagnrýnendur varð- ar,“ segir Laser stoltur. Laser segist í lok spjallsins hafa áhuga á því að leika aðalhlutverkið í íslenskri hryllingsmynd. Hann biður blaðamann að koma því á framfæri og lofar um leið viðtali ef af hinni ís- lensku hryllingsmynd verður. Græna ljósið frumsýnir The Hum- an Centipede á morgun. Ekki verra en fitusog  Þýski leikarinn Dieter Laser fer með hlutverk illmennisins Dr. Heiters í kvik- myndinni The Human Centipede  Heiter skrumskæling á Joseph Mengele Á vefsíðunni Metacritic hafa verið teknir saman nokkrir dóm- ar um The Human Centipede (First Sequence). Gagnrýnandi Entertainment Weekly er já- kvæður í garð hennar, segist vera einn þeirra sem kunni að meta öfgakenndar hryllings- myndir, myndin sé sjúkt grín sem aðeins sé hægt að upplifa á hvíta tjaldinu. Gagnrýni tíma- ritsins New York er afar nei- kvæð og segir m.a. í henni að leikstjórinn láti áhorfendur kyngja því sama og hann láti stúlkurnar tvær kyngja í mynd- inni. Rolling Stone fer hins veg- ar milliveginn og segir m.a. í gagnrýni tímaritsins að ann- aðhvort verði menn að taka með sér ælupoka eða hafa smekk fyrir kolsvörtu gríni. Hryllingur MISJÖFN GAGNRÝNI Ótti Ashley C. Williams og Ashlynn Yennie fara með hlutverk stúlknanna sem lenda í klóm Dr. Heiters eftir að springur á bifreið þeirra úti í skógi. Ógnvekjandi Dieter Laser í hlutverki Dr. Heiters. Sá á sér þann draum heitastan að búa til mennska margfætlu, tengja þrjár manneskjur saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.