Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands,
ræddi í gær og fyrradag um meðferð
kirkjunnar á máli Ólafs heitins Skúla-
sonar við Pétur Kr. Hafstein, forseta
Kirkjuþings og fyrrverandi hæsta-
réttardómara. Kirkjuþing er æðsta
vald í málefnum þjóðkirkjunnar.
Kirkjuráð ákvað síðan á fundi sínum í
gær að beina því til forsætisnefndar
kirkjuþings að undirbúa fyrir þingið á
þessu ári tillögur að rannsóknarnefnd
til þess að fara yfir alla starfshætti og
viðbrögð kirkjunnar vegna ásakana á
hendur Ólafi.
Biskup hefur einnig rætt þessi mál
við dómsmálaráðherra. Rannsóknar-
nefndin verður skipuð faglærðu fólki
auk fulltrúa óháðra stofnana og emb-
ætta þjóðkirkjunnar. Lögð verður
áhersla á að hún hraði störfum svo
sem kostur er.
Karl Sigurbjörnsson hefur verið
sakaður um að reyna að þagga niður
mál Ólafs. Hann sagði í samtali við
Ríkisútvarpið mikilvægt að eyða allri
tortryggni og koma þyrfti þessum
málum í réttan farveg. Hann hefði áð-
ur sagt að hann rengdi ekki frásögn
Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dóttur
Ólafs Skúlasonar, af brotunum. „Það
merkir það að hún er trúverðug að
mínu mati,“ sagði Karl.
Biskup og séra Geir Waage, sókn-
arprestur í Reykholti, áttu fund í
gærmorgun. Geir hefur sagt í Morg-
unblaðsgreinum að þagnarskylda
presta gagnvart sóknarbörnum sín-
um sé alger, einnig þegar um sé að
ræða frásögn af kynferðisafbroti. Ef
undantekning yrði gerð frá skyldunni
yrði hún einskis virði vegna þess að
afbrotamenn gætu þá ekki létt á
hjarta sínu hjá presti, myndu ekki
treysta honum.
„Enginn ágreiningur“
„Það er enginn ágreiningur með
okkur biskupi um það að vitaskuld
fara allir prestar eins og aðrir emb-
ættismenn og landsmenn allir eftir
landslögum,“ sagði Geir eftir fundinn.
Biskup sagði að þeir Geir hefðu verið
sammála um að skrif Geirs hefðu ver-
ið tekin úr samhengi og að vitanlega
hefðu ákvæði barnaverndarlaga for-
gang umfram önnur lög og siðareglur
sem giltu um presta.
Morgunblaðið ræddi við Geir í gær
og sagðist hann ávallt vísa í greinarn-
ar sem hann skrifaði um þagnar-
skylduna þegar
spurt væri um
hana. „Og svo vísa
ég í það sem ég
sagði eftir fund-
inn með bisk-
upi, ég stend
við það,“
sagði Geir.
Kirkjuþing skipi
rannsóknarnefnd
Meðferð kirkjunnar á málum Ólafs Skúlasonar könnuð
Morgunblaðið/Kristinn
Fundur Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri Biskupsstofu, og séra
Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, ræðast við í Kirkjuhúsinu við Laugaveg í gær.
FRÉTTASKÝRING
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra segir að það hafi aldrei
nokkur maður haldið því fram að rík-
ið beri ábyrgð á Tryggingarsjóði inn-
stæðueigenda og fjárfesta.
Í fyrradag var viðskiptanefnd
kynnt minnisblað Áslaugar Árna-
dóttur lögfræðings, sem er fyrrver-
andi stjórnarformaður sjóðsins, þar
sem m.a. kemur fram að ríkið beri
enga ábyrgð á sjóðnum samkvæmt
íslenskum lögum.
Steingrímur segir Icesave-deiluna
aldrei hafa snúist um þetta lagalega
álitamál. „Þetta mál hefur aldrei
snúist um það og aldrei verið rekið á
þeim forsendum. Ég lít þó auðvitað á
þetta eins og öll önnur gögn. Sú meg-
inniðurstaða hefur þó lengið legið
fyrir,“ segir Steingrímur sem kveður
álitið breyta litlu í Icesave-málinu.
Lilja Mósesdóttir sagði í Morgun-
blaðinu í gær að túlka mætti álitið á
þann hátt að andstæðingar Icesave-
samningsins, sem gerður var á síð-
asta ári, hefðu haft rétt fyrir sér.
„Ég myndi nú ekki treysta mér til
að setja mig í það dómarasæti að ein-
hverjir tilteknir hafi haft rétt fyrir
sér og aðrir rangt fyrir sér í flóknu
máli af þessu tagi. Þannig orðalag
mundi ég nú aldrei nota. Menn hafa
mismunandi sjónarmið og leggja
mismunandi mat á þessa hluti og
færa einhver rök fyrir því eins og
gengur en það er nú nálgun í þessu
máli sem ég kann illa við að sýna
fram á að eitt sjónarmið sé rétt og
annað rangt. Við skulum spyrja að
leikslokum,“ segir Steingrímur.
Ekkert lagalegt gildi
Guðbjartur Hannesson, formaður
fjárlaganefndar Alþingis, kveður
nefndina alltaf hafa haldið því fram
að ríkið beri enga ábyrgð á sjóðnum
og segir nefndina hafa mörg lög-
fræðiálit þess efnis undir höndum.
„Það er alveg klárt að það er engin
lagaleg skylda að tryggja innstæður
en það eru fullyrðingar stjórnvalda
að þau muni gera það með líkum
hætti og Geir H. Haarde gaf á sínum
tíma. Svo geta menn deilt um hið
lagalega gildi slíkra yfirlýsinga,“
segir Guðbjartur en í minnisblaðinu
kemur afdráttarlaust fram að yfir-
lýsing ríkisstjórnarinnar hefur ekk-
ert lagalegt gildi og er þannig ein-
ungis yfirlýsing um vilja hennar.
„Þessi fullyrðing hefur vakað yfir
allan tímann en þjóðin hefur trúað
þessu og fékk innstæðurnar greidd-
ar, þ.e.a.s. allir sem áttu innstæður í
íslensku bönkunum á Íslandi fengu
innstæðurnar greiddar. Eini hópur-
inn sem skilinn var eftir eru þeir sem
voru ekki í útibúum í Neskaupstað
heldur í útibúum í London og Hol-
landi. Við skulum þannig nýta okkur
öll þau vopn sem okkur berast í því
að berjast gegn því að greiða Icesave
en það er ljóst að við þurfum ein-
hvern tímann að ljúka þessu máli.“
Vopn sem nýta
skal í Icesave-
baráttunni
Önnur sambærileg álit liggja fyrir
Já Úrslit kosninga um Icesave-
frumvarpið á Alþingi kunngjörð.
Minnisblaðið
» Viðskiptanefnd var kynnt
minnisblað þess efnis að ríkið
bæri enga ábyrgð á Trygging-
arsjóði innstæðueigenda og
fjárfesta.
» Fjármálaráðherra segir nið-
urstöðu minnisblaðsins engar
fréttir.
» Formaður fjárlaganefndar
segir að nýta megi minn-
isblaðið sem vopn í baráttunni
gegn greiðslu á Icesave.
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Vonir standa til þess að innan fárra
ára takist að nýta mestallan lífrænan
úrgang á Íslandi sem áburð. Land-
græðsla ríkisins skoðar nú markvisst
áhrif lífræns úrgangs á framvindu
gróðurs á rýru landi. Þannig hafa tíu
mismunandi tegundir lífræns úr-
gangs verið bornar á tún við Gunn-
arsholt á Rangárvöllum og til sam-
anburðar þrjár mismunandi
tegundir tilbúins áburðar. Meðal úr-
gangs sem notaður er við mæling-
arnar eru seyra, sem heldur betur
hefur verið í fréttum undanfarið í
heldur neikvæðari skilningi, svo og
hefðbundnari húsdýraúrgangur.
Einnig eru áhrif fiskslógs og kjöt-
mjöls skoðuð.
„Vegna síhækkandi áburð-
arverðs á heimsmarkaði hefur Land-
græðslan í vaxandi mæli farið að
leita að öðrum áburðargjöfum svo
sem í formi lífræns úrgangs,“ segir
Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri. Á Íslandi falli til tugir þúsunda
tonna af lífrænum úrgangi sem að
mestu leyti sé urðaður.
Þó svo lífrænn áburður hafi
löngum verið notaður, s.s. hrossatað,
segir Sveinn að formlegar nið-
urstöður rannsókna skorti um
hversu lítið sé nóg á hverja flatarein-
ingu af lífrænum áburði. Tilraun-
irnar hafa gefist vel. „Við berum
þessi lífrænu efni saman og könnum
virkni þeirra til landbóta. Áburðinum
var dreift í vor og nú strax eru fyrstu
vísbendingar um árangur komnar í
ljós.“ Lífrænn áburður virðist virka
lengur og geymast betur í jarðvegi
en venjulegur tilbúinn áburður.
Rétt með farin seyra er
tilvalin til landbóta
Landgræðslan Vilja nýta líf-
rænan úrgang í auknum mæli.
Rannsaka líf-
rænan úrgang
Kirkjuráð samþykkti eftirfar-
andi yfirlýsingu í gær:
Kirkjuráð hefur átt fundi með
Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur og
Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur þar
sem þær lýstu sögu sinni sem
þolendur kynferðisbrota. Kirkju-
ráð trúir frásögnum þeirra og
tekur undir orð biskups Íslands
í fjölmiðlum í dag þess efnis.
Fyrir hönd þjóðkirkjunnar bið-
ur kirkjuráð þær og aðra þá sem
brotið hefur verið á af hálfu
starfsmanna og þjóna kirkj-
unnar fyrirgefningar. Kirkjuráð
harmar þá þjáningu og sársauka
sem þau hafa liðið.
Kirkjuráð ítrekar að kynferð-
isbrot eru ekki liðin innan kirkj-
unnar og lýsir samstöðu við þá
einstaklinga og fé-
lagasamtök sem
styðja þau sem líða og
vinna að forvörnum og
vitundarvakningu
meðal þjóðarinnar um
þessi alvarlegu mál.
Beðist fyr-
irgefningar
YFIRLÝSING KIRKJURÁÐS
Langholtskirkja
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. 14–16
Næsta listmunauppboð 6. september
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma
551-0400, 865-6511 (Tryggvi),
845-0450 (Jóhann)
Erum að taka á móti verkum núna í
Galleríi Fold við Rauðarárstíg