Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 21
Minningar 21 BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 ✝ Sigrún Sveinssonfæddist í Reykja- vík 15. janúar 1935. Hún lést 16. júlí sl. Foreldrar hennar voru Gústaf A. Sveins- son hæstarétt- arlögmaður og Olga Dagmar Jónsdóttir húsmóðir. Bróðir hennar var Sveinn Torfi Sveinsson verk- fræðingur. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954 og fór þá um haustið til náms í þýsku og þýskum bókmenntum við háskólann í Hamborg. Hún var löggiltur dóm- túlkur og skjalaþýðandi úr þýsku. Árið 1962 giftist hún Vinco Mir hagfræðingi. Hún var búsett í Ljubl- jana og Belgrad 1962-1964, síðan fjögur ár í Prag og loks næstu átta ár í Ljubljana. Árið 1976 fluttist hún til Vínarborgar og bjó þar næstu tvö árin, en kom aftur til Júgóslavíu 1979 og var frá árinu 1980- 1985 íslenskur konsúll í Júgóslavíu. Vinco Mir og Sigrún slitu samvistir 1985 og fluttist hún þá til Lug- ano í Sviss og bjó þar til 1994, er hún settist að á Balí í Indónesíu. Sigrún kom að út- gáfu bókar föður sins á þýsku um íslenska refsilöggjöf 1960, en sinnti annars fjölda mála og síðustu árin á Balí aðallega líknarmálum. Sonur hennar er Jón Alexander Mír sem rekur verk- fræðistofu í Klagenfurt í Austurríki og kona hans Anna Nusa Mir Kreg- ar, sonur þeirra er Ziga Mir, banka- útibússtjóri. Minningarathöfn verður um Sig- rúnu Sveinsson fimmtudaginn 26. ágúst 2010 í Dómkirkjunni. Frænka mín, Sigrún Sveinsson Mír, er kvödd í dag með minningarat- höfn í Dómkirkjunni. Hún lést á heim- ili sínu á Balí í Indónesíu 16. júlí sl. Við vorum þremenningar, Sigrún og ég, hún var tíu árum yngri en mik- ill samgangur var á milli fjölskyldna okkar þegar við vorum að vaxa úr grasi. Eftir stúdentspróf frá Menntaskól- anum í Reykjavík gerðist Sigrún flug- freyja um tíma en árið 1961 hitti hún júgóslavneskan diplómat, Vinko Mir, og leiddi það til giftingar 2. september 1961. Hann var þá aðstoðarviðskiptaráð- herra Júgóslavíu. Þau hófu búskap í Ljubljana og eignuðust soninn Jón Alexander Mir nokkru síðar. Þar bjó hún fjarri ættmennum og vinum, engir Íslendingar í nálægð. Þá var önnur heimsmynd, ekkert inter- net né skype og fjarlægðin á milli Ís- lands og Júgóslavíu miklu meiri en nú. Því voru heimsóknir til Íslands fá- ar, kannski nokkrar á þessum tuttugu árum. Í Ljubljana ól Sigrún drenginn sinn upp og þar gekk Jón í skóla og heyrði allt í kring um sig önnur tungumál en móðurmálið. Hef ég alla tíð dáðst að þrautseigju þeirri er Sigrún sýndi með því að gefast ekki upp við ís- lenskukennsluna. Hún var góð fyrir- mynd og góður kennari. Frá mínum sjónarhóli er það dýrmæt gjöf sem foreldrar, er búa langdvölum erlend- is, gefa börnum sínum því í móður- málinu búa rætur. Það vissi Sigrún. Jón Alexander giftist síðar Ana Núsu og eiga þau einn son, Ziga. Sigrún skildi við eiginmann sinn eftir langa sambúð og fluttist fyrst til Lugano í Sviss en síðar til Balí. Þar bjó hún til dauðadags og var skipuð konsúll Íslendinga og síðar aðalkons- úll. Hún tók virkan þátt í samfélagi eyjarskeggja og má segja frá því að Sigrún byggði hindúahof í garðinum við hús sitt og kunnu nágrannarnir að meta það, dekruðu hana og dáðu. Við, Fjóla og ég, þökkum Sigrúnu eftirminnilega dvöl á Balí en þar dvöldum við á heimili hennar. Þökk- um líka aðrar stundir sem nú eru góð- ar minningar um kæra frænku og vin- konu. Við sendum Jóni Alexander, Ana Núsu og Ziga innilegar samúðar- kveðjur. Karl Eiríksson. Það hefur aldrei verið siður í okkar fjölskyldu að setja á löng eftirmæli um nána fjölskyldumeðlimi. Í þetta eina sinn ætla ég að gera undantekn- ingu. Við Sigrún vorum nánast eins og systkin, feður okkar bræður og hennar eini bróðir 10 árum eldri en hún, ég einbirni. Þessi undantekning helgast þó af þeirri staðreynd að minningargreinar geta oft verið hinar nauðsynlegustu heimildir. Í þessu til- viki er það svo, því að Sigrún frænka mín dvaldist erlendis nálega frá því að við lukum stúdentsprófi 1954 og til dánardags; fáir til frásagnar því hve konan fór eigin leiðir í flestum grein- um. Sigrún lagði stund á þýsku og þýskar bókmenntir við háskólann í Hamborg og varð í kjölfarið löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi. Það nýtti hún sér meðan hún var með ann- an fótinn hér heima og m.a. kom hún að þýsku riti föður síns, sem fjallaði um refsirétt. En þarna undir lok námsáranna réðust örlög hennar. Hún kynntist fjallmyndarlegum jógóslavneskum verðandi stjórnarerindreka, Vinco Mir, sem talaði sjö tungumál, og nú bundu þau saman bækur sínar. Reyndar var Sigrún enginn eftirbát- ur manns síns um tungumálakunn- áttu; hún talaði reiprennandi þýsku, ítölsku, serbókróatísku, slóvensku, auk íslensku og dönsku og áður yfir lauk var hún orðin vel máli farin á indónesísku. Reyndar gaf hún manni sínum heldur ekkert eftir um glæsi- leik, enda átti hún ekki langt að sækja það; móðuramma hennar bar viður- nefnið Ásdís fagra. Sigrún hét sjálf fullu nafni Sigrún Ásdís. Þau bjuggu víða vegna starfa Vinc- os. Þar kom að hann varð einn af for- stjórum hinna ríkisreknu útflutnings- fyrirtækja þáverandi Júgóslavíu og loks aðstoðarviðskiptaráðherra. Hins vegar bjó Sigrún langdvölum í Ljú- bljana, enda var Vinco Slóveníumað- ur. Þar reistu þau sér afar glæst hús með útsýn yfir borgina og þar ólst upp einkasonurinn, Jón Alexander, sem reyndist móður sinni einstaklega góður sonur. Hann er rafmagnsverk- fræðingur að mennt og býr og starfar í Klagenfurt í dag. Og talar íslensku eins og hann hafi alltaf búið á Íslandi. Sigrún var mikil húsmóðir, afar góður kokkur og gestrisin með afbrigðum. Um nokkurra ára skeið hafði hún til dæmis verið íslenskur konsúll í Júgó- slavíu. Mér skilst hún hafi til dæmis verið fánaberi íslenska ólympíuliðs- ins. Og með reisn og sóma, auðvitað. Þar kom að leiðir þeirra Vincos skildi og hún fluttist til Lugano í Sviss. En svo reisti hún með vinkonu sinni til Balí. Það var eins og við manninn mælt. Sigrún hafði alla tíð kulvís verið, enda ekki holdamikil, og hér var komið loftslag sem við hana átti, eiginlega úr hálfgerðu postulíni. Nú flutti hún sig um set. Síðustu 16 ár ævinnar bjó hún í litlu þorpi skammt utan við höfuðborgina, í senn umvafin umhyggju og virðingu þorpsbúa, sem hún sjálf lagði einnig til sitthvað gott. Ólikt því sem viðtekið var hjá útlend- inganýlendunni á Balí bar hún virð- ingu fyrir siðum innfæddra og lét m.a. reisa lítið hof í garði sínum. Þeir Ís- lendingar sem til Balí komu á þessum árum munu flestir hafa kynnst rausn hennar þar. Þegar hörmungar skemmdarverka dundu yfir hina frið- sælu Balí var hún auðvitað fremst í flokki þeirra sem unnu að hjálpar- störfum. Sigrún hélt sig gjarna sem glæsikonu, en var hins vegar hispurs- laus í tali og bjó yfir heilbrigðri skyn- semi gegn margs kyns hégóma. Hún var raungóð, átti ríka kímnigáfu og leit oft á hlutina óháð vanahugsun. Hún var nefnilega ágætlega gefin og góð manneskja. Blessuð sé minning Sigrúnar Sveinsson. Sveinn Einarsson. Sigrún Sveinsson Þegar maður stendur frammi fyrir því að þurfa að taka einhverja mik- ilvæga ákvörðun getur verið gott að setja niður á blað kosti annars veg- ar og galla hins vegar. Nú stendur fyrir dyrum að fara í umfangs- miklar aðild- arviðræður við „vini“ okkar í Evrópubandalag- inu. En til hvers? Vitum við ekki al- veg nóg? Liggur þetta ekki bara nokkurn veginn ljóst fyrir? Ég þykist vita um eftirfarandi kosti og galla, sem ég leyfi mér að til- greina hér. Mér finnst reyndar list- inn yfir kostina vera fullrýr! Getur verið að ég hafi gleymt einhverju? Ef ekki segir þá þessi upptalning ekki alveg nóg? Kostir: 1) Ef til vill meiri stöðugleiki. 2) Einhver tollalækkun á innflutning og útflutning. 3) Fáum þá ódýrar innfluttar land- búnaðarvörur frá Evrópu. 4) Fáum sendiráð frá öllum aðild- arlöndunum inn í landið. 5) Getum fengið að taka upp evru eft- ir einhvern tíma. 6) Getum þá lagt niður Seðlabankann eða dregið úr starfsemi hans. 7) Allmörg störf fyrir nokkra fyrrver- andi stjórnmálamenn og ýmsa fleiri. Gallar: 1) Trúlega meira atvinnuleysi. 2) Íslenskur landbúnaður dregst stórlega saman. 3) Verðum að vera með sendiráð í öll- um aðildarríkjunum. 4) Verðum að borga Icesave upp í topp með vöxtum. 5) Verðum að hætta hvalveiðum. 6) Verðum að hætta makrílveiðum. 7) Fiskimið okkar verða opnuð fyrir aðrar Evrópuþjóðir fljótlega. 8) Missum yfirráð yfir landhelginni utan 12 mílna. 9) Ríkissjóður Íslands fær ekki að prenta evruseðla. 10) Ríkissjóður verður þess í stað að taka erlend lán vegna umfram- eyðslu. 11) Erlendir aðilar geta eignast ís- lenska orku, íslenska vatnið og afla- kvóta. 12) Óhemju mikill undirbúnings- kostnaður (ca 7 milljarðar). 13) Mikill aðildarkostnaður. 14) Getum ekki gert viðskiptasamn- inga við þjóðir utan ESB án sam- þykkis ESB. 15) Eyðum dýrmætum tíma í aðild- arviðræður í stað þess að nota hann til þess að reyna að leysa vandamál þjóðarinnar í sameiningu. Auk þess koma völd íslenskra stjórmála- manna til með að minnka, en ég veit ekki, hvort það telst vera kostur eða galli! KRISTINN ÞORSTEINSSON, eldri borgari. Evrópubandalagið Frá Kristni Þorsteinssyni Kristinn Þorsteinsson Með breytingum á heilbrigðis- lögum árið 1973 var heilsugæslu- stöð sett á fót í Bolungarvík. Þar með var lagður grunnur að al- mennri læknisþjónustu og heilsu- gæslu á staðnum. Fyrir þann tíma var löng saga um setu læknis og ljósmóður í Bolungarvík sem báru ábyrgð á grunnþjónustu og unnu samhliða að velferð bæjarbúa. Upp- bygging og þróun heilsugæslu og hjúkrunardeildar í Bolungarvík hef- ur alltaf verið metnaðarfull, sam- vinna starfsfólks árangursrík og stöðugleiki starfsfólks verið mikill. Slíkt skapar öryggi, hagkvæmni í rekstri og markvissa þjónustu í takt við þarfir íbúanna. Þannig hef- ur aðgengi að heilbrigðisþjónustu ávallt verið tryggt í heimabyggð. Meginhluta þessa tímabils hefur Bolungarvíkurbær stjórnað rekstri þessara stofnana á farsælan hátt. Sameining Heilbr.st. Bolungarvíkur og Heilbr.st. Ísafjarðar var liður í stefnu heilbrigðisyfirvalda til að styrkja þjónustu og stjórn- unarhætti beggja stofnana í því augnamiði að ná fram hagræðingu. Því miður er reyndin sú að um beina yfirtöku var að ræða af hálfu Heilbr.st Ísafjarðar. Sameiningin fór í gegn án nokkurs samráðs við starfsfólk Heilbr.st. Bolungarvíkur. Á það skal bent að í 5. gr. reglu- gerð um heilsugæslustöðvar frá 2007 segir: „Á hverri heilsugæslu- stöð sem rekin er sem hluti af stærri heilbrigðisstofnun skulu starfa yfirlæknir og yfirhjúkr- unarfræðingur sem bera faglega ábyrgð á þjónustu stöðvarinnar, annarsvegar gagnvart fram- kvæmdastjóra lækninga og hins- vegar gagnvart framkvæmdastjóra hjúkrunar. Forstjóra og fram- kvæmdastjóra heilbrigðisstofnunar sem heilsugæslustöð tilheyrir er skylt að hafa samráð við yfirlækni og yfirhjúkrunarfræðing stöðv- arinnar þegar sérmál hennar eru til ákvörðunar. Niðurstaðan af þessum breyt- ingum er sú að þjónustan hefur dregist verulega saman. Nefnum hér nokkur atriði: 1.Viðvera læknis á heilsugæslu minnkar a.m.k. um 25%. Samningur við núverandi heilsugæslulækni gildir fram að opnun ganganna og þar með verður ekki lengur fastur heimilislæknir í Bolungarvík. 2. Viðvera læknis á sjúkraskýli minnkar um 75%. 3. Viðvera ritara minnkar um 50%. Staða hjúkrunarfræðings er í al- gerri óvissu, var 100% en er sem stendur 10%, eða sem samsvarar tveimur til fjórum tímum á viku. 5. Læknavakt flyst alfarið á Ísa- fjörð. Allar þessar breytingar raska mjög þeirri grunnþjónustu sem hingað til hefur tryggt öryggi íbú- anna. Ein af hagræðingarráðstöf- unum framkvæmdanefndarinnar var að leggja niður bakvaktir hjúkrunarfræðings á hjúkr- unardeildinni. Við þetta skapaðist óvissa og óöryggi meðal skjólstæð- inga og starfsfólks deildarinnar og með brotthvarfi læknis frá Bolung- arvík verður öryggi þessa fólks enn minna. Þá er furðuleg sú tilskipun framkvæmdanefndar að sameina skólahjúkrun í Grunnskólum Ísa- fjarðarbæjar og Grunnskóla Bol- ungarvíkur. Með þessu er verið að rjúfa tengsl milli heilsugæslu Bolung- arvíkur og Grunn- skóla Bolungarvíkur sem eru á sömu lóð. Þetta eyðileggur far- sæla samvinnu skól- ans, foreldra og heilsugæslunnar. Mikilvægt traust mun glatast og sú heild- ræna fjölskyldu- meðferð sem hefur verið rekin í bæj- arfélaginu verður að engu. Af fram- antöldu metum við undirritaðar að sameining þessara tveggja stofnana hafi hvorki verið samkvæmt lögum né skilað betri og markvissari þjón- ustu fyrir Bolvíkinga. Okkur er ljóst að endurmeta þarf forgangs- röðun í heilbrigðismálum í Bolung- arvík sem og annars staðar á land- inu, en núverandi breytingar þýða að í raun er verið að leggja heilsu- gæslustöðina niður og koma á sam- bærilegu þjónustustigi og á heilsu- gæsluseljunum á Flateyri, Súðavík, Þingeyri og Suðureyri. Þetta er óá- sættanlegt. Hvað er til ráða? Við teljum að bæjarfélagið Bolungarvík sé fullfært um að bera ábyrgð á rekstri heilsugæslu og hjúkr- unardeildar í bænum. Það myndi auka hagkvæmni að samhæfa fé- lagsþjónustu aldraðra og fatlaðra við rekstur heilsugæslu og hjúkr- unardeildar. Ákvarðanataka um heilbrigðismál yrði færð nær íbúum bæjarfélagsins og skjólstæðingum stofnananna. Þessi tillaga myndi tryggja heilbrigðisþjónustu sem veitt yrði af heilsugæslulækni, hjúkrunardeildarstjórum, sjúkralið- um og öðru góðu starfsfólki. Hvetj- um við því heilbrigðis- og félags- málayfirvöld, sem og bæjarstjórn Bolungarvíkur, til að breyta núver- andi fyrirkomulagi og fella þennan málaflokk undir bæjarfélagið sjálft. Misheppnuð sameining heil- brigðisstofnana á Vestfjörðum Eftir Sigrúnu Gerðu Gísladótt- ur, Huldu Karlsdóttur og Írisi Sveinsdóttur » Allar þessar breyt- ingar raska mjög þeirri grunnþjónustu sem hingað til hefur tryggt öryggi íbúanna. Íris Sveinsdóttir, Hulda Karlsdóttir og Sigrún Gerða Gísladóttir. Sigrún Gerða Gísladóttir er hjúkr- unarfræðingur og MA í stefnumótun, stjórnun og rekstri heilbrigðis- þjónustu. Hulda Karlsdóttir er deild- arstjóri við hjúkrunardeild. Íris Sveinsdóttir er yfirlæknir heilsugæsl- unnar í Bolungarvík. Morgunblaðið birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugrein- ar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í um- ræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna við- burði, svo sem fundi og ráð- stefnur. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.