Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 238. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
1. Andlát: Agnes Jóhannesdóttir
2. Jón Ólafsson aðstoðaði Ólaf
3. Hlýðir áfram tilkynningaskyldu
4. Svíakonungur á ferð
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Það er sögulegt starfsár sem hefst
hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands 10.
september næstkomandi því undir
lok þess flytur sveitin í nýtt tónlistar-
og ráðstefnuhús. Stór hljómsveit-
arverk verða á dagskrá í ár. »31
Nýtt starfsár að hefj-
ast hjá Sinfóníunni
Íslenska plötu-
útgáfan Bedroom
Community mun
gefa út plötuna I
Drink The Air Be-
fore Me með tón-
listarmanninum
Nico Muhly í sam-
vinnu við Decca
Classics-útgáfufyrirtækið í sept-
ember. En Decca mun einnig gefa út
plötu Muhlys, A Good Understanding,
sem er safn kórverka sem tekin voru
upp í Disney Hall í Los Angeles.
Tvær nýjar breið-
skífur frá Nico Muhly
Uppselt er á hátíðartónleika Sin-
fóníuhljómsveitar Norðurlands sem
fram fara í menningarhúsinu Hofi á
sunnudaginn. Á tónleikunum verður
frumfluttur hátíð-
arforleikurinn
Hymnos eftir
Hafliða Hall-
grímsson. Auk
þess mun Vík-
ingur Heiðar
Ólafsson leika ein-
leik í píanókonsert
eftir Edvard Grieg.
Uppselt á
hátíðartónleika
Á föstudag Hæg vestlæg átt. Skýjað á vestanverðu landinu og dálítil væta um kvöldið,
en bjart að mestu austanlands. Hiti 8 til 15 stig.
Á laugardag Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað og víða rigning með köflum um
vestanvert landið en þurrt austantil. Hiti 10 til 15 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða hægviðri, skýjað með köflum og stöku skúrir, einkum suð-
vestantil, en þurrt að mestu norðanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi.
VEÐUR
Sölvi Geir Ottesen, lands-
liðsmaður í knattspyrnu,
var hetja FC Kaupmanna-
höfn þegar félagið komst
áfram í riðlakeppni Meist-
aradeildar Evrópu. Sölvi
skoraði eina mark liðsins
gegn Rosenborg á Parken.
„Ég er mjög ánægður mað-
ur þessa stundina,“ sagði
Sölvi Geir þegar Morg-
unblaðið sló á þráðinn til
hans í fagnaðarlátunum í
gærkvöldi. »1
2 milljarða mark
Sölva Geirs
Aroni Pálmarssyni er ætlað stórt
hlutverk í liði Þýskalands- og Evr-
ópumeistara Kiel á komandi keppn-
istímabili. „Ég verð að sýna að ég sé
traustsins verður. Ég finn að það er
meiri pressa lögð á mig núna og það
er bara fínt,“ segir Aron í viðtali við
Morgunblaðið í dag. »3
Aroni ætlað stórt
hlutverk hjá Kiel í vetur
Kvennalandsliðið í knattspyrnu vann
öruggan 5:0 sigur á Eistlandi í síð-
asta leik sínum í undankeppni HM í
gærkvöldi en leikið var í Rakvere. Ís-
land tapaði báðum leikjunum gegn
Frökkum í keppninni en vann hina
átta og fékk ekki á sig mark gegn
öðrum andstæðingum en Frökkum.
Margrét Lára og Sara Björk skoruðu
tvö mörk hvor í gær. »4
Kvennalandsliðið hélt
hreinu í áttunda skipti
ÍÞRÓTTIR
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Birkisafi og birkisíróp, rabarbara-
sulta með fjallagrösum eða vanillu,
þurrkaðir og frystir lerki- og furu-
sveppir. Þetta eru afurðir sem nátt-
úran austur á Héraði gefur af sér og
sprotafyrirtækið Holt og heiðar ehf.
framleiðir.
Mesta nýlundan er vinnsla birki-
safans, en þetta mun vera í fyrsta
sinn sem hann er nýttur hér á landi.
Safinn er bæði seldur frystur og unn-
ið úr honum síróp. Reksturinn er
aukageta hjá eigendunum, þeim
Bergrúnu Örnu Þorsteinsdóttur
garðyrkjufræðingi, Guðnýju Vé-
steinsdóttur og Þórólfi Sigjónssyni
matreiðslumanni. Bergrún og Guðný
tóku þátt í verkefninu Vaxtar-
sprotum sem haldið var á vegum
Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands
og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins í
fyrra. Þá fengu þær stöllur sérstaka
viðurkenningu fyrir verkefni sitt
„Holt og heiðar“.
Margir kannast við hlynsíróp, sem
unnið er úr safa sírópshlyns. Birki-
safasíróp er unnið á líkan hátt. Raun-
ar munu hlynur og birki vera einu
norðlægu trjátegundirnar sem hægt
er að nýta safann úr. Birkisafi inni-
heldur mikil steinefni, andoxunarefni
og sykrur. Hann er sykurminni en
hlynsafi og talinn heilnæmari. Þá er
birkisafi sagður bæla frjókornaof-
næmi og hafa jákvæð áhrif á húð, hár
og neglur.
Yngjandi og kynörvandi
„Við vorum búin að ganga lengi
með það í maganum að nýta þetta,“
sagði Bergrún. Hún sagði að Finnar
hefðu lengi nýtt birkisafa og m.a.
flutt hann út til Japans og Kóreu þar
sem menn tryðu að hann væri yngj-
andi og kynörvandi. „Birkisafinn er
allra meina bót. Sírópið er fullt af
steinefnum,“ sagði Bergrún. Safinn
er drukkinn eins og hann kemur úr
trénu en sírópið er t.d. hægt að nota
sem íssósu, á vöfflur eða í te.
Rabarbarasultan frá Holti og heið-
um er sykurminni en venjuleg sulta og
bætt með fjallagrösum. Fyrir viku síð-
an kom svo á markað rabarbarasulta
með vanillu. Hún sagði að þau fengju
að nýta þó nokkra stóra rabarbara-
garða á Héraði sem ekki voru nýttir.
„Við erum aðallega með þennan
græna og rauðgræna rabarbara, en
ekki með vínrabarbara,“ sagði Bergr-
ún.
Nú er sveppatíminn að ganga í garð.
Bergrún sagði að sveppasprettan
hefði verið lítil hingað til en nú er hún
að fara af stað af krafti. Safnað er bæði
lerkisveppum og furusveppum. Svepp-
irnir eru ýmist frystir eða þurrkaðir í
sérstökum þurrkofni og seldir þannig.
Síróp unnið úr íslensku birki
Fjölbreyttar
afurðir austan af
Héraði á markað
Ljósmynd/Þurý Bára Birgisdóttir
Birkisafi Bergrún Arna Þorsteinsdóttir borar holu í stofn birkitrés til að tappa af því birkisafanum sem talinn er
vera mjög heilnæmur. Úr safanum er svo soðið síróp, sem er notað svipað og hlynsíróp, eða safinn drukkinn.
Hvernig er birkisafinn sóttur?
Birkisafa er hægt að safna í 2-3 vik-
ur á vorin. Þá er boruð hola í stofn
birkitrjáa sem eru með sveran bol,
að minnsta kosti 15 sentimetra í
þvermál. Settur er krani í gatið og
safanum safnað í brúsa. Tappað er
af trénu fimm daga í senn. Að lok-
um er gatinu lokað með trétappa.
Safinn er m.a. sagður hafa jákvæð
áhrif á vökvajafnvægi mannslíkam-
ans og koma í veg fyrir bjúg.
Hvað kemur mikill safi úr tré?
Hvert birkitré getur gefið 1-6 lítra af
birkisafa á sólarhring. Í vor var
safnað safa úr 60 birkitrjám á Hall-
ormsstað. Ekki eru teknir meira en
40-60 lítrar af safa úr hverju tré.
Hvíla verður tréð í nokkur ár áður
en aftur er hægt að tappa af því
safa.
Hvernig er sírópið búið til?
Í birkisafa er frúktósi sem þolir ekki
suðu. Því verður að hita safann við
vægan hita til að eima hann. Þau í
Holti og heiðum nota rafknúinn
gufusuðupott og tekur einn og hálf-
an sólarhring að sjóða síróp úr saf-
anum. Til að fá lítra af hreinu birki-
sírópi þarf 100-120 lítra af safa.
Spurt & Svarað