Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 31
Menning 31FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 Styrktartónleikar verða haldn- ir í Fíladelfíu í kvöld kl. 20.00 þar sem fram koma Stefán Hilmarsson, Guðrún Gunn- arsdóttir, Gunnar Þórðarson, Jóhann Helgason, Eyólfur Kristjánsson, Edgar Smári og Gospelkór Reykjavíkur undir stjórn Óskars Einarssonar. Safnað verður fyrir glænýj- um vinnustað/kaffihúsi, Kaffi Flóka, en ungir geðfatlaðir ein- staklingar munu sjá um reksturinn þar sem kaffi og léttar veitingar verða til sölu. Markmiðið með stofnun matstofunnar er að skapa tækifæri fyrir geðfatlaða einstaklinga til at- vinnuþátttöku. Tónlist Styrktartónleikar í Fíladelfíukirkju Stefán Hilmarsson Síðustu stofutónleikar sumars- ins á Gljúfrasteini verða næst- komandi sunnudag þegar Ást- ríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari flytur verk eftir Chopin. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00. Ástríður Alda lauk einleik- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði síðan nám við Indiana University í Bloomington. Ástríður hefur sótt fjöldann allan af námskeiðum og tímum í pí- anóleik og kammertónlist, m.a. hjá Geörgy Sebök, Ludwig Hoffmann, Janos Starker, Jürgen Schrö- der og Olaf Dressler. Hún hefur komið víða fram á tónleikum, ýmist sem einleikari eða með öðrum Tónlist Síðustu stofutón- leikar sumarsins Ástríður Alda Sigurðardóttir Marta Jónsdóttir sýnir nú ab- strakt málverk, sem hún vinn- ur bæði á striga og pappír, í Gallerí Ágúst. Sýningin nefnist Augnlokin svigna. Marta Jóns- dóttir nam myndlist við Mynd- listar- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist árið 1998 úr málaradeild. Hún útskrifaðast með MA í myndlist frá Gold- smiths College í London árið 2000. Marta hefur sýnt verk sín víða hér á landi, með- al annars í Listasafninu á Akureyri og í Slunka- ríki, en nýlega sýndi hún í Kling og Bang og í Listasal Mosfellsbæjar. Hún hefur einnig tekið þátt í sýningum erlendis. Myndlist Marta Jónsdóttir í Gallerí Ágúst Úr einu verka Mörtu Jónsdóttur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Það starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem hefst 10. september næstkomandi verður sögulegt, því undir lok þess flytur hljómsveitin sig um set, kemur sér fyrir í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu og er þá loks komin með fast aðsetur í húsi sem sérstaklega var byggt til tónlistarflutnings. Sitthvað fleira setur svip sinn á starfsemi Sinfóní- unnar í vetur, það helst að nýr aðalhljómsveit- arstóri verður kynntur. Annars munu óvenjumarg- ir gestastjórnendur munda tónsprotann í vetur í tónleikadagskrá sem er einkar metnaðarfull; tvær Mahler-sinfóníur verða fluttar, Porgy & Bess eftir Gershwin, Rómeó og Júlía eftir Prokofíev, Svo mælti Zaraþústra eftir Richard Strauss og stór hljómsveitarverk eftir Beethoven, Bruckner og Sjostakovitsj. Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri Sinfóní- unnar, tekur undir það að tímamót séu framundan þegar Sinfónían flytur í Hörpu næsta vor og segir að þess sjái líka stað í prógrammi vetrarins. „Við erum að búa okkur undir flutninginn og ætlum að opna nýja húsið í feykigóðu formi.“ Aðspurður hvað helst einkenni næsta starfsár hljómsveitarinnar segir Árni Heimir að hljómsveit- arstjóraval sé óvenjugott að þessu sinni, sem sýni í hversu miklum metum hljómsveitin sé á alþjóð- legum vettvangi. „Við fáum í vetur hljómsveit- arstjóra af feikilega háu kalíberi, stjörnur eins og Osmo Vanska fyrrum aðalstjórnanda Sinfóníunnar, sem hefur ekki stjórnað hér í sex ár, Gennadíj Ros- destvenskíj, sem er goðsögn í lifanda lífi, Louis Langrée aðalstjórnanda Mostly Mozart-hátíð- arinnar og fleiri hljómsveitarstjóra sem eru á toppnum á sínum ferli. Erlendir einleikarar eru einnig í fremstu röð og þar má helst nefna Isabelle Faust sem er stað- arlistamaður okkar og kemur tvisvar til landsins, og Kirill Gerstein sem hlaut hin virtu Gilmore- píanóverðlaun fyrr á árinu. Við erum líka mjög stolt af því að geta haldið áfram að vera vettvangur fyrir íslenska einleikara í fremstu röð, enda er mikilvægt fyrir þá að fá þessa reynslu,“ segir Árni Heimir og nefnir sem dæmi að þau Víkingur Heiðar Ólafsson, Ari Þór Vilhjálmsson, Gréta Guðnadóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir og Rúnar Óskarsson muni leika með hljómsveitinni í vetur. Flutningurinn í Hörpu hefst eftir áramót og Árni Heimir segir að skrifstofur verði fluttar í mars og þá muni hljómsveitin líka flytja æfingar sínar í Hörpu til að hljóðhönnuðir hússins geti stillt salinn fyrir hljómsveitina. „Salurinn í Háskólabíói hefur staðið sig vel og var stundum talaður niður meira en hann átti skilið, en við erum samt óskaplega fegin að komast í sal sem er hannaður fyrir tónlist, þetta á eftir að breyta svo mörgu í íslensku tónlistarlífi. Síðasta ár var að mörgu leyti ákaflega gott fyrir Sinfóníuna, við fengum af- skaplega góðar undirtektir og áskrift- arsala jókst um 40% milli ára. Við finn- um fyrir miklum meðbyr í þjóðfélaginu og von okkar er sú að næsta starfsár takist enn betur. Það verður alltaf að vera vöxtur, framþróun, við verðum að sýna að við gerum betur í dag en í gær og treystum því að það tak- ist með metnaðarfullu verkefnavali og þeim frá- bæru listamönnum sem við fáum til að vinna með okkur.“ Morgunblaðið/Golli Metnaður Sinfóníuhljómsveit Íslands kveður brátt Háskólabíó þar sem hljómsveitin hefur verið með aðsetur undanfarna ártugi. Hún hélt upp á sextíu ára afmæli sitt á fjölsóttum hátíðartónleikum í bíóinu sl. vetur og þá voru yfir 130 manns á sviðinu þegar önnur sinfónía Gustavs Mahlers var flutt. Verðum að sýna að við gerum betur í dag en í gær  Stór hljómsveitarverk og frægir gestastjórnendur á nýju starfsári Sinfóníunnar Menningarhúsið Hof á Akureyri verður opnað með viðhöfn um næstu helgi. Meðal viðburða þar eru hátíð- artónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á sunnudag. Uppselt er á tónleikana, en á þeim verður frum- fluttur hátíðarforleikurinn Hymnos eftir Hafliða Hallgrímsson tónskáld sem samið var sérstaklega í tilefni opnunarinnar. Þess má geta að Haf- liði er fæddur á Akureyri og hóf þar sitt tónlistarnám, en hann hefur búið í Skotlandi undanfarna áratugi. Víkingur Heiðar Ólafsson leikur síðan einleik í píanókonsert eftir Edvard Grieg og að lokum verður flutt sinfónía nr. 9, „Frá Nýja heim- inum“, eftir Dvorák. Víkingur lauk námi frá Juilliard-skólanum í New York vorið 2008 og hefur síðan feng- ist við margvísleg verkefni í tónlist, ferðast sem einleikari og kammer- músíkant, umritað íslensk sönglög fyrir einleikspíanó, haldið meist- aranámskeið og komið víða fram. Meðal hljómsveita sem Víkingur hefur leikið einleik með eru Sinfón- íuhljómsveit Íslands, Sinfóníu- hljómsveit Juilliard-skólans og Fíl- harmóníusveitin í Turku. Hátíðartónleikarnir marka upp- haf 18. starfsárs hljómsveitarinnar og eru í senn tímamót í sögu hennar þar sem hún fær fastan samastað í Hofi og spilar í fyrsta sinn í húsi sem hannað er fyrir tónlistarflutning. Stjórnandi á tónleikunum er Guð- mundur Óli Gunnarsson. Uppselt á hátíðar- tónleika Tímamót í Hofi næst- komandi sunnudag Hátíð Víkingur Heiðar Ólafsson. „Þú lést mig líta heimskulega út.“ „Nei,“ svaraði Lurie. „Guð sá til þess.“34 » Mikil spenna er vestan hafs fyrir nýrri skáldsögu Jonathans Fran- zens, Freedom, sem kemur út á þriðjudag. Bæði er að gagnrýn- endur hafa keppst við að lofa bókina og svo hafa ýmsir amast við því að svo mikið sé gert úr bók sem ekki er komin út. Svo mikil er spennan fyrir bókinni að Franzen komst á forsíðu Time, og er aðeins sá tólfti sem fær þann sess síðustu sjö- tíu ár. Níu ár eru frá síðustu skáld- sögu Franzens (The Corrections). Óþreyja eftir nýrri bók Franzens Jonathan Franzen Meðal verkefna vetrarins eru tónleikar í nóv- ember með Páli Óskari Hjálmtýssyni. Árni Heimir segir að þeir undirstriki það að hljómsveitin sé þjóðarhljómsveit. „Við sinnum ólíkum hópum með glöðu geði og auk þess að bjóða upp á tónleikana með Páli Óskari verða líka flutt lykilverk 20. aldar sem við vitum að ungt fólk vill heyra, verk eftir Penderecki, Ligeti og Steve Reich. Það er gaman að geta sinnt þessum fjölbreytta hópi og ýta undir meiri áhuga popp- áhugamanna á klassískri tónlist og meiri áhuga á popptónlist hjá þeim sem hlusta á klassík. Ef það tekst þá lítum við svo á að við höf- um uppfyllt eitt af hlutverkum okkar. Tilgangurinn með því að reka sinfóníuhljómsveit er að gefa landsmönnum tækifæri til að upp- lifa eitthvað sem er sterkt og áhrifamikið, að opna fólki nýja sýn gegnum listina og víkka huga þess.“ Páll Óskar og lykilverk 20. aldar SINFÓNÍAN ER ÞJÓÐARHLJÓMSVEIT Páll Óskar Hjálmtýsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.