Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 37
Skilnaður Tigers Woods og Elin Norde- gren gekk í gegn í gær. Nordegren hefur látið lítið fyrir sér fara síðan upp komst um framhjáhald Woods með mörgum kon- um en hún opnar sig í viðtali í nýjasta tölublaði People. Hin þrítuga tveggja barna móðir segir að þrátt fyrir svik eiginmannsins finnist henni hún sterkari en nokkru sinni fyrr. „Ég hef sjálfstraust og trú á ákvarðanir mínar og mig sjálfa,“ segir Nordegren. Hún segist hafa upplifað margs konar til- finningar síðan upp komst um framhjáhald Woods; frá vantrú yfir í áfall og frá reiði til mikillar sorgar yfir að missa fjölskyld- una sem hún vildi fyrir börnin sín. Nordegren og Woods eiga saman Sam, þriggja ára, og Charlie, nítján mánaða. „Öll mín plön snúast um börnin núna og að venjast nýjum aðstæðum. Ég ætla að halda áfram í háskólanáminu en ætla samt aðallega að gefa mér tíma til að láta sárin gróa,“ segir Nordegren sem stundar nám í sálfræði. Nordegren segir að sig hafi ekki grunað neitt um framhjáhald Woods. „Mig grunaði þetta aldrei einu sinni. Síð- ustu árin, meðan þetta gekk á, var ég mik- ið heima, ólétt, með börnin og að sinna náminu. Eftir því sem meira kom í ljós leið mér æ meira eins og hálfvita – hvernig gat það verið að ég vissi þetta ekki! Orðið „svik“ er ekki nógu sterkt. Ég skammaðist mín fyrir að hafa verið svona blekkt. Mér fannst ég svikin af mörgum í kringum mig.“ Nordegren óskar Woods samt ekki dauða. „Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni, sem persónu og íþrótta- manni.“ Reuters Óskar Woods alls hins besta Skilin Tiger Woods og Elin Nordegren. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI HHHH 1/ 2/HHHHH „Því er best að hvetja fólk til þess að drífa sig í bíó og narta í þetta gúmmelaði, því svona, já akkúrat svona, á að gera þetta.“ DV.IS HHHHH/ HHHHH „Óskarstilnefningar blasa við úr hverju horni.“ „Það er tillhlökkunarefni að sjá hana aftur og fylla upp í eyðurnar." „Það er óstjórnanlegur ... í fyrsta meistaraverki ársins.“ S.V-MBL SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI HHHHH “ÓMENGUÐ SNILLD YST SEM INNST.” “HÚN HEFUR SVO SANNARLEGA ALLA BURÐI TIL AÐ VERÐA VINSÆLASTA OG BESTA MYND SUMARSINS” S.V. - MBL HHHH "TOY STORY 3 ER ÞAÐ BESTA SEM ÉG HEF SÉÐ Í BÍÓ Á ÞESSU ÁRI HINGAÐ TIL OG ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ SJÁ HANA AFTUR!" - T.V. KVIKMYNDIR.IS STÆRSTA TEIKNIMYND ALLRATÍMA Á ÍSLANDI HHHHH „ÞETTA VERÐUR EKKI MIKIÐ BETRA“ - Þ.Þ FRÉTTABLAÐIÐ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK HHH „Jolie stendur sig vel sem kvenkyns útgáfan af Jason Bourne og myndin er hugsanlega ein sú hraðskreiðasta sem ég hef séð í allt sumar.” T.V. - Kvikmyndir.is FRÁBÆR GRÍNMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA! SÝND Í HUNDAR OG KETTIR 2 m. ísl. tali kl. 8 L KNIGHT AND DAY kl. 10 12 KARATE KID kl. 8 L 22 BULLETS kl. 10:50 16 HUNDAR OG KETTIR 2 3D m. ísl. tali kl. 6 3D L LETTERS TO JULIET kl. 8 - 10 L SHREK: SÆLL ALLA DAGA m. ísl. tali kl. 6 L THE SORCERER'S APPRENTICE kl. 8 7 INCEPTION kl. 10:20 12 HUNDAR OG KETTIR 2 m. ísl. tali kl. 8 L LETTERS TO JULIET kl. 10 L THE LAST AIRBENDER kl. 8 - 10:10 10 / KEFLAVÍK/ SELFOSSI/ AKUREYRIKRINGLUNNI INCEPTION kl. 8 -10:10 12 SHREK: SÆLL ALLA DAGA 3D m. ísl. tali kl. 3:403D L LEIKFANGASAGA 3 m. ísl. tali kl. 3:40 L SÝND Í ÁLFABAKKA MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is Fjölmargir lýstu yfir óánægju sinni í síð- ustu viku þegar þær fréttir bárust að út- varpsþátturinn Orð skulu standa yrði tek- inn úr loftinu eftir að hafa verið á dagskrá Ríkisútvarpsins í ein átta ár. Aðdáendur þáttarins geta nú tekið gleði sína á ný því í gær var tilkynnt að útvarpsþátturinn yrði settur upp sem vikuleg sýning á sviði Borg- arleikhúsins og mun Hilmir Snær Guðnason sjá um listræna stjórnun þáttarins. Um er að ræða nýjung í íslensku leikhúsi þar sem blandað verður saman útvarpsefni og sviðsl- ist með virkri þátttöku áhorfenda. Karl Th. Birgisson, spyrill og stjórnandi þáttarins, segir að hugmyndin að sviðssýn- ingu hafi kviknað strax þegar tilkynnt var að þátturinn yrði tekinn af dagskrá Rík- isútvapsins. „Við nenntum svo sem ekki að vera að væla yfir því, heldur bara lítum á þetta sem nýja byrjun og búum til eitthvað nýtt.“ Í grunninn verður sýningin byggð á út- varpsþættinum vinsæla, sem fræddi hlust- endur um ýmislegt áhugavert og skemmti- legt varðandi íslenska tungu. Eins og í útvarpinu fá þau Karl og liðsstjórarnir Dav- íð Þór Jónsson og Hlín Agnarsdóttir til sín góða gesti úr þjóðfélaginu og verða því sýn- ingarnar jafn fjölbreyttar og umræðuefni og gestir þáttarins hverju sinni. Nú bætist hins vegar við það sem leikhús hefur upp á að bjóða eins og lifandi tónlist, leikþættir og upplestrar. „Við fáum þarna mikilvægan liðsmann með okkur sem er Pálmi Sigurhjartarson sem kann öll heimsins lög og er vanur leik- húsmaður,“ segir Karl og bætir við að áhorfendur verði virkir þátttakendur í þættinum á sviði Borgarleikhúsins. Morgunblaðið/Eggert Hópurinn Hilmir Snær Guðnason, Davíð Þór Jónsson, Pálmi Sigurhjartarson, Hlín Agnarsdóttir, Karl Th. Birgisson og Sólveig Arnarsdóttir. Úr útvarpinu í Borgarleikhúsið  Útvarpsþátturinn Orð skulu standa verður að sviðssýningu  Sýningar hefjast á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu 21. september Dustin Hoffman hefur samþykkt að koma fram í þriðju myndinni um Fockers- fjölskylduna sem nefnist Little Fockers. Myndin hefur þegar verið tekin upp en hinn 73 ára Hoffman var skrifaður út úr henni eft- ir að ekki náðist samkomulag á milli hans og framleiðendanna. Eftir að leikstjórinn, Jay Roach, taldi leik- arann á að hugsa málið betur var persóna Hoffmans skrifuð inn aftur. Búist er við að at- riðin hans verði tekin upp í næsta mánuði. Hlutverki Hoffman hefur lítið verið breytt frá því sem áætlað var í upphafi, áður en upp- haflegu tökurnar hófust. Hoffman er í hlutverki Bernie Focker, sem er faðir persónu Ben Stiller sem mun glíma við foreldrahlutverkið í þessari mynd. Barbra Streisand fer með hlutverk eiginkonu Hoffman sem fyrr. Stiller, Robert De Niro, Teri Polo, Blythe Danner og Owen Wilson eru öll í fyrri hlutverkum í myndinni. Myndin á að koma í bíóhús í desember og hefði getað verið gefin út í núverandi formi en framleiðendur vilja gera hana betri með Hoffman innanborðs. Fyrstu tvær myndirnar í þríleiknum, Meet the Parents og Meet the Fockers, skiluðu miklu í kassa kvikmynda- húsana á sínum tíma. Reuters Bernie Focker Leikarinn Dustin Hoffman. Hoffman verður Fockers í þriðja sinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.