Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 12
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Súlan er farin til frambúðar. Þetta mikla aflaskip, EA 300, sem Síldar- vinnslan í Neskaupstað keypti fyrir nokkrum misserum af Sverri Leós- syni og Bjarna Bjarnasyni, hefur verið selt til niðurrifs í Belgíu.    Þegar Súlan var ekki á veiðum lá hún jafnan við Torfunefsbryggjuna. Í augum sumra var hún eitt af kenni- leitum bæjarins; eins og hún væri alltaf á sínum stað. Jóhannes Krist- jánsson eftirherma sagði mér einu sinni að hann hefði spurt Halldór Blöndal til vegar. „Þú beygir til hægri hjá Súlunni,“ sagði Blöndal.    Þegar ein stofnun hverfur á braut birtist önnur. Súlan sigldi hinsta sinni frá Akureyri í fyrra- kvöld og Menningarhúsið Hof verð- ur vígt með pomp og prakt um helgina. Lay Low ríður á vaðið ann- að kvöld ásamt fjölda norðlenskra tónlistarmanna en vígsluhátíð verð- ur á laugardaginn. Opið hús verður fyrir almenning á laugardagskvöld.    Sinfóníuhljómsveit Norður- lands verður með aðsetur í Hofi. Sveitin leikur við vígsluna á laugar- dag og heldur svo hátíðartónleika á sunnudaginn, á afmælisdegi bæj- arins. Þar með hefst 18. starfsár SN.    Akureyrarvaka, menningar- hátíð okkar norðanmanna, verður um helgina; hefst raunar annað kvöld og stendur fram á sunnudag. Akureyrarvaka er fastur liður í lok ágúst í tilefni afmælis bæjarins og markar ætíð lok Listasumars. Marg- ir viðburðir eru á dagskrá og fólki er bent á vefsíðuna visitakureyri.is til að kynna sér hvað er í boði. „Þú beygir til hægri hjá Súlunni“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Spennandi Blómlegt er á efstu hæð Hofs og starfsemin verður það vonandi. 12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 Costa del Sol Heimsferðir bjóða frábær tilboð á allra síðustu sætunum til eins allra vinsælasta sólaráfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol. Gríptu þetta einstaka tækifæri til þess að komast í sólina! Eigum einnig örfá sæti til sölu 28. ágúst í 10 nætur. Ath. takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði - verð getur hækkað án fyrirvara! Gríptu tækifærið - Bókaðu strax! Verð frá kr. 99.900 - í 11 nætur með „öllu inniföldu“ Hótel Roc Flamingo *** og Hótel Griego Mar *** Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í herbergi með "öllu inniföldu". Verð m.v. 2 í herbergi með „öllu inniföldu“ kr. 114.900. Sértilboð 7. September í 11 nætur. Verð frá kr. 69.900 - í 11 nætur Aguamarina apartments *** og Bajondillo *** Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð. Verð m.v. 2 í studio kr. 74.900. Sértilboð 7. september í 11 nætur. Verð frá kr. 94.900 - í 11 nætur með „öllu inniföldu“ Hótel Palmasol *** Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í herbergi með "öllu inniföldu". Verð m.v. 2 í herbergi með „öllu inniföldu“ kr. 119.900. Sértilboð 7. September í 11 nætur. Verð frá kr. 84.900 - í 11 nætur með hálfu fæði Hótel Balmoral *** Netverð m.v. 2 fullorðna og 1 barn. Verð m.v. 2 í herbergi með hálfu fæði kr. 94.900. Sértilboð 7. September í 11 nætur. 7. september Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. frá 69.900 í 11 nátta ferð Bei nt m org unf lug me ð Ic ela nda ir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er bara væntumþykja. Skipið er búið að fara vel með mann,“ segir Bjarni Bjarnason skipstjóri og fyrr- verandi útgerðarmaður á Súlunni EA 300, einu kunnasta og farsælasta aflaskipi landsins. Skipið var gert út frá Akureyri og var eitt af táknum bæjarins þegar það lá við Torfunef á milli loðnu- vertíða. Súlan hefur nú verið seld til niðurrifs, og sigldi í síðasta skipti út Eyjafjörð í fyrradag. „Ég byrjaði á skipinu sem ungur maður, 17. mars 1968,“ segir Bjarni þegar hann rifjar upp fyrstu kynni sín af Súlunni og segir að sá dagur sé grópaður í huga sér. „Ég var alltaf ákveðinn í að gera sjómennsku að ævistarfi og sagði það í sjö ára bekk að ég ætlaði að verða skipstjóri – og stóð við það.“ Sjómennska á Súlunni varð ævi- starf Bjarna. Hann byrjaði sem há- seti, varð stýrimaður, leysti af sem skiptstjóri og tók við skipinu 1978. Hann eignaðist síðar skipið í félagi við Sverri Leósson, son Leós Sig- urðssonar útgerðarmanns. Síld- arvinnslan keypti skipið 2007 og hef- ur það síðan verið lítið notað. Bjarni var á Súlunni í fjörutíu ár, þar af þrjátíu ár sem skipstjóri, og þar er hans ævistarf. „Ég er þakklátur fyrir það að skipið skilaði öllum heilum að landi sem um borð fóru,“ segir Bjarni Hundrað ára saga Skip með þessu nafni hefur ver- ið gert út frá Akureyri í heila öld. Gísli Sigurgeirsson kvikmyndagerð- armaður hefur tekið saman sögu Súl- unnar en hann er að vinna mynd um sögu hennar. Fyrstu Súluna keypti Otto Tuliníus frá Mjóafirði. Eftir það eignaðist Sigurður Bjarnason skipið og síðar sonur hans, Leó Sigurðsson. Skipið reyndist fengsælt og farsælt, allt þar til það fórst í aftakaveðri í apríl 1963. Fórust fimm úr ellefu manna áhöfn. Eftir slysið var keypt ný Súla sem stoppaði stutt. 1967 kom Baldvin Þorsteinsson skipstjóri með nýja Súlu frá Noregi og er það í grunninn það skip sem Akureyringar kvöddu í gær þótt því hafi verið mikið breytt. Súlan var ávallt í sparifötunum, ný- máluð þegar hún lá við Torfunef. Síð- ustu árin hefur skipið látið á sjá enda ekki talið borga sig að gera við það og nú er það á leið úr landi. Eitt kennileiti Akur- eyrar selt til niðurrifs  Súlan EA 300 sigldi í gær út Eyjafjörð í síðasta sinn Ljósmynd/Gísli Sigurgeirsson Aflaskip Súlan EA 300 hefur látið á sjá eftir að hún var tekin úr notkun. Skipið er nú á leið úr landi þar sem það verður rifið í brotajárn. Egill Ólafsson egol@mbl.is Stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur og Norðuráls hafa ekki rætt um þann möguleika að endurskoða samninga um orkusölu til stóriðju. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórn- arformaður Orkuveitunnar, segir að Orkuveitan sé í samningaviðræðum við Norðurál um auknar fjárfesting- ar og orkusölu. „Samningaviðræðurnar ganga út á að ná sem hagstæðustu orkuverði. Stjórnin hefur ekki rætt af neinni al- vöru um endurskoðun á gildandi samningum, en við skoðum auðvitað allar leiðir til að auka tekjur fyrir- tækisins,“ segir Haraldur. Ágúst Hafberg, framkvæmda- stjóri viðskiptaþróunar Norðuráls, segir að í samskiptum Norðuráls og Orkuveitunnar hafi ekkert verið rætt um endurskoðun á samningum um orkusölu til Norðuráls. Ekki sé gert ráð fyrir því í samningunum að verðið sé endurskoðað á samnings- tímabilinu. Ágúst bendir á að samn- ingarnir við Norðurál séu í dollurum og það sé hagstætt fyrir OR sem sé með lán í erlendri mynt. Ef orku- verðið sé reiknað yfir í krónur þá greiði Norðurál 120% hærra verð fyrir orkuna í dag en það gerði 2005. Samningar Orkuveitunnar og Norðuráls eru til 25 ára. Verðið tek- ur mið af þróun álverðs, en það hefur verið hátt síðustu ár. Nýr áfangi Hellisheiðarvirkj- unar tekinn í notkun eftir ár Norðurál og Orkuveitan hafa þeg- ar samið um að Norðurál kaupi raf- orku frá stækkaðri Hellisheiðar- virkjun. Tveir nýir gufuhverflar fara að framleiða raforku eftir u.þ.b. eitt ár og er álverið skuldbundið til að kaupa orkuna óháð því hvort fram- kvæmdum við 1. áfanga álversins í Helguvík verður lokið. Nýjustu áætlanir gera ráð fyrir að hægt verði að hefja framleiðslu í álverinu á síð- asta ársfjórðungi 2012. Fram- kvæmdir hafa tafist af ýmsum ástæðum, en þar eru um 40-50 manns í vinnu. Til viðbótar eru tugir verkfræðinga að vinna að verkfræði- legri hönnun álversins. Ekki rætt um end- urskoðun á verði OR og Norðurál eiga í viðræðum um raforkusölu Morgunblaðið/RAX Helguvík Framkvæmdir við álver Norðuráls í Helguvík hafa tafist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.