Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 ALLAR SVÖLUSTU HASARHETJURNAR Í EINNI FLOTTUSTU MYND ÁRSINS HHHHH Fyrir alla KARLMENN í heiminum þá er þessi mynd mesta veisla sem hægt er að fara á. Það er einfaldlega upplifun að sjá þessa mynd. Gillz - DV HHH T.V - Kvikmyndir.is HHHH „Magnad madur, magnad” ÞÞ - FBL TOPPMYNDIN Í DAG Á ÍSLANDI OG USA! HHH The Expendables uppfyllir það sem hún lofar... S.V. - MBL 2 VIKUR Á TOPPNUM Í USA! Scott Pilgrim kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Ljóti andarunginn og ég kl. 3:30 (650 kr) LEYFÐ Expendables kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára The Last Airbender 3D kl. 3:20 B.i. 10 ára Expendables kl. 5:40 - 8 - 10:20 LÚXUS Karate Kid kl. 5:10 LEYFÐ Salt kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára Shrek 4 2D íslenskt tal kl. 3:30 LEYFÐ Vampires Suck kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Sími 462 3500 Scott Pilgrim kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára Vampires Suck kl. 6 B.i. 12 ára The Expendables kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Salt kl. 6 B.i. 14 ára Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI Jackie Chan kennir ungum lærling sitthvað um Kung fu í vinsælustu fjölskyldumynd ársins! Missið ekki af myndinni sem sló í gegn í Bandaríkjunum og fór beint á toppinn. SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI FRÁ LEIKSTJÓRA HOT FUZZ OG SHAUN OF THE DEAD KEMUR EIN FYNDNASTA OG FRUMLEGASTA MYND ÁRSINS Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með K AF LISTUM Karl Blöndal kbl@mbl.is Jim Jarmusch, sem verður gest-ur kvikmyndahátíðar, RIFF,að þessu sinni, stökk fram á sjónarsviðið í upphafi níunda ára- tugar 20. aldarinnar með kröftug- um og sláandi myndum, sem ekki síst voru eftirminnilegar vegna frammistöðu Johns Luries. Lurie samdi tónlistina í fyrstu mynd Jar- musch í fullri lengd, Permanent Vacation, og lék í aukahlutverki. Í kjölfarið fylgdu Stranger Than Paradise og Down By Law þar sem Lurie lét til sín taka.    Lurie var líka leiðtogi og saxó-fónleikari hljómsveitarinnar Lounge Lizards, sem lék tónlist, sem kölluð hefur verið djass-pönk. „Frá 1984 til 1989 vildu allir í miðbæ New York vera John Lurie. Eða sofa hjá honum. Eða kýla hann í andlitið,“ segir í upphafi greinar, sem birtist í tímaritinu The New Yorker um miðjan mánuðinn. Lurie var ekki jafn áberandi á tíunda ára- tugnum þótt honum tækist að næla sér í tilnefningu til Grammy- verðlauna fyrir tónlistina í mynd- inni Get Shorty, en síðan hvarf hann af sjónarsviðinu og kannski helst að nú sé hann viðfang greina með yfirskriftinni „Hvar eru þeir nú?“    Í Down By Law lék Lurie meðítalska leikaranum Roberto Benigni, sem sagði að hann væri mikill leikari og tónlistarmaður, „á milli Rays Charles og Brigitte Bar- dot“.    Lurie hætti að leika, en fékkútrás í þætti, sem hann gerði fyrir kapalsjónvarp og hét „Á veið- um með John“. Eins og nafnið ber með sér fór hann á veiðar í þætt- inum og hafði með sér gesti á borð við Dennis Hopper heitinn, Tom Waits (þeim sinnaðist við gerð þátt- arins og hafa ekki talað saman síð- an) og Willem Dafoe (þeir fóru á ís- veiðar og þulurinn tilkynnti að þeir hefðu báðir soltið í hel, en það reyndist ekki alls kostar rétt). Lur- ie segir í greininni í The New York- er að Matt Dillon hafi kvartað eftir veiðiþáttinn og sagt: „Þú lést mig líta heimskulega út.“ „Nei,“ svaraði Lurie. „Guð sá til þess.“    Í byrjun þessarar aldar fékkLurie dularfullan sjúkdóm og fór vart út úr íbúð sinni í SoHo á Manhattan í sex ár. Hann fór aftur á kreik, en 2008 slitnaði upp úr sambandi hans við besta vin hans, yngri listamann, John Perry að nafni. Lurie óttaðist um líf sitt og fór í felur, en hefur haft í sig og á með því að mála. Í The New Yorker segir að hann hafi hannað sína eig- in vitnavernd og verið á faralds- fæti, var um tíma á eyjunni Gren- ada, svo í húsi vinar síns, Flea, úr Red Hot Chili Peppers í Big Sur í Kaliforníu, þá í afskekktu þorpi í Tyrklandi. Í október í fyrra var hann í Palm Springs í Kaliforníu og svaf með ninja-kylfur og piparúða sér við hlið. Aðeins sjö manns eru með farsímanúmerið hans. Lurie hringir í vini sína á síðkvöldum og spyr: „Get ég komið heim?“    Í maí fór hann frá PalmSprings, en veit ekki hvað tekur við, Kúba og Taíland koma til greina. Hann hefur velt fyrir sér að koma úr felum, til dæmis með því að taka þátt í heimsmeistarakeppn- inni í póker í Las Vegas. Hann hef- ur ekki blásið í saxófónana sína frá 2001, en lét þó nýlega gera við þá og er farinn að hugsa um að þjálfa varirnar upp á nýtt. Honum dettur þó ekki í hug að leggjast í tónleika- ferðalög, en gæti hugsað sér að spila úti á götu: „Það er staður á Astor-torgi, á milli Broadway og Lafayette – þar er ótrúlegt hljóð í saxófóninum um sexleytið.“ Þá er búið að gefa upp staðinn og tíma dags. Það vantar bara dagsetn- inguna. Milli Rays Charles og Brigitte Bardot » Aðeins sjö mannseru með farsíma- númerið hans. Lurie hringir í vini sína á síð- kvöldum og spyr: „Get ég komið heim?“ Á vonarvöl Tom Waits, John Lurie og Roberto Benigni í Down By Law.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.