Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 6. S E P T E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  216. tölublað  98. árgangur  MÚM OG VINIR Á HÁTÍÐ Í KRAKÁ Í PÓLLANDI LÁGIR SKATTAR STYRKJA HAGKERFIÐ HERMANN SÉR Á PARTI Í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI VIÐSKIPTABLAÐIÐ VILL RÍFA PORTSMOUTH UPP ÞÚSUNDIR Á TÓNLEIKUM 37 Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Gagnaveita Reykjavíkur fór þess á leit við Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) að ákvörðun síðar- nefndu stofnunarinnar um ólögmæti ákvæða í lánasamningi Gagnaveitunnar yrði ekki gerð op- inber. Því er borið við í bréfi frá Gagnaveitunni til PFS að birting ákvörðunarinnar í heild sinni „gæti verið skaðleg fyrir fyrirtækið þar sem í henni væri fjallað um lánaskilmála fyrirtækisins“. Fengu að strika út viðkvæmar upplýsingar PFS verður ekki við þessari beiðni Gagnaveit- unnar þar sem stofnunin „stundar opna og gagn- sæja stjórnsýslu“. Gagnaveitunni var hins vegar gefið tækifæri til að strika út upplýsingar úr ákvörðuninni áður en hún var gerð opinber. Í loka- útgáfu ákvörðunarinnar, sem telur 15 blaðsíður, eru 102 atriði felld brott „vegna trúnaðar“. Þannig vantar mikið upp á að ítarleg mynd sé dregin upp af málsatvikum. Samkvæmt niðurstöðu PFS var samningsaðil- um óheimilt að setja inn ákvæði þess efnis að GR þyrfti ekki að greiða vexti af lánum frá OR. Með því hafi verið brotið gegn ákvæði fjarskiptalaga um aðskilnað sérleyfis- og fjarskiptastarfsemi. OR hafi með öðrum orðum notað stöðu sína til að veita Gagnaveitunni óeðlilega niðurgreiðslu. Stjórnend- um Gagnaveitunnar, sem og Orkuveitunnar, hafi átt að vera það fullljóst að þeim væri óheimilt að setja slíkt ákvæði í lánasamninginn og ekki stætt á því að bera „fyrir sig misskilning eða andvaraleysi hvað þetta varðar“. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður OR, og Helgi Þór Ingason, for- stjóri OR, gátu ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað. Ákvörðunin er kæranleg til úr- skurðanefndar fjarskipta- og póstmála. Vilja leynd yfir lánaskilmálum  Orkuveita Reykjavíkur notaði aðstöðu sína til að niðurgreiða lán til dótturfélags  Stjórnendum beggja mátti vera það ljóst að ákvæði í lánasamningi var ólöglegt Morgunblaðið/ÞÖK Niðurgreiðsla OR er móðurfélag Gagnaveitunnar. Sumarið er ef til vill að hausti komið en það var vor í fótstigi þessa unga hjólreiðamanns sem lét kólnandi veður ekki á sig fá. Einbeiting skín úr and- liti hans og þegar vetri sleppir verður hann líklega orðinn fullnuma á hjólið. Haust í lofti en vor í hjarta Morgunblaðið/Golli Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Röð var tekin að myndast fimm klukkustundum áður en Fjölskyldu- hjálpin opnaði dyr sínar í gær. Að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur framkvæmdastjóra leituðu um 430 manns aðstoðar í þetta skiptið og var samsetning hópsins fjölbreytt. Fjöldi þeirra sem þurfa á aðstoð að halda jókst mikið á síðari hluta árs 2008 og hefur heldur haldið áfram að aukast síðan. Álagið hefur verið mikið undanfarið, en í upphafi skólaárs eykst jafnan þörfin fyrir aðstoð. Hún segist svartsýn á vet- urinn, hann verði mörgum erfiður. Sprenging á síðasta ári Um 5.400 beiðnir bárust Hjálp- arstarfi kirkjunnar á síðasta ári, að sögn Vilborgar Oddsdóttur sem hef- ur umsjá með innanlandsaðstoð stofnunarinnar. Að baki hverri beiðni séu 2-3 einstaklingar. Hún segir algjöra sprengingu hafa orðið í fyrra, en þá voru úthlut- anirnar 11 þúsund. Það sem af er þessu ári hafa úthlutanir verið á svipuðu róli og í fyrra, en þá jukust úthlutanir margfalt frá því sem ver- ið hafði árin fram að hruni fjár- málakerfisins. Laun dregist aftur úr verðlagi Vilborg segir samsetningu hóps- ins sem leitar aðstoðar hafa breyst mikið og sé yngra fólk nú meira áberandi en áður. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, segir það hafa færst í vöxt að stórar fjölskyldur leiti ásjár hjá nefndinni því endar nái ekki saman. Þá sé ekki endilega um at- vinnulaust fólk að ræða. Mikið misræmi í þróun launa og verðlags gerir það að verkum að vinnandi fólk neyðist í auknum mæli til að leita sér aðstoðar. Hún segir kjaraskerðingu eldri borgara gera stöðu margra mjög þrönga. Erfiður vetur framundan hjá mörgum  Forsvarsmenn hjálparstofnana segja stöðuna síst hafa batnað frá því í fyrra 360 stundir sem sjálfboðaliðar vinna hjá Mæðrastyrksnefnd í viku hverri 430 einstaklingar sem leituðu ásjár Fjölskylduhjálpar Íslands í gær ‹ MARGIR ÞURFA AÐSTOÐ › » –– Meira fyrir lesendur fylgir með Morgu nblaði nu í da g Fjölskyldan á Akurnesi í Horna- firði notar tæknina til að end- urnýja forna búskaparhætti við fráfærur, mjaltir og framleiðslu á sauðamjólk á búi sínu. Á síðasta sumri var fært frá um þrjátíu ám og í vor var heldur bætt í og fært frá fimmtíu ám. Hornfirska út- gáfan af ostinum er seld undir heitinu Breði. » 14 Mjólka ærnar eins og í gamla daga Kristrún Heim- isdóttir, aðstoð- armaður Árna Páls Árnasonar, efnahags- og við- skiptaráðherra, segist á Face- book-síðu sinni styðja nýtt kvennaframboð. Á síðunni segir hún: „Lífið á tím- um kvenfórna, undirmála, hrossa- kaupa og mafískra valdabandalaga kennir manni að íslensk flokks- pólitík hefur aldrei legið jafn lágt og nú.“ Ummælin skrifaði hún sem svar við spurningu sem velt var upp í frétt Morgunblaðsins undir fyr- irsögninni „Tími fyrir nýtt kvenna- framboð?“ þar sem fjallað var um fund Femínistafélagsins sem fram fór í fyrrakvöld. Þeirri spurningu svarar hún játandi. Styður nýtt kvennaframboð Kristrún Heim- isdóttir Fiðrildi af ýmsum tegundum hafa síðustu tvær vikur borist til lands- ins með hlýjum loftstraumum. Dag- ana 6.-14. september fundust alls tíu tegundir útlendra fiðrilda, sam- kvæmt upplýsingum Náttúru- fræðistofnunar. Af þessum erlendu gestum má nefna kóngasvarma, að- mírálsfiðrildi og fjölda firðilda af yglulætt. »6 Tíu tegundir erlendra fiðrilda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.