Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 25
hafðir áður sýnt erfiðum veikindum í tvo heimana, en í þetta skiptið höfðu þau betur. Ég kem til með að sakna þín. Þorleifur. „Við erum gestir og hótel okkar er jörðin,“ kvað Tómas. Stundum er erfitt að sætta sig við þessa stað- reynd. Við vissum öll hvert stefndi en það gerir sorgina ekki minni hjá ástvinunum. Jóna Björg var litla systir Guð- mundar tengdasonar míns en þau voru einstaklega samrýnd systkini og það er gott til þess að vita að aldrei bar skugga á þeirra samband. Birgir og Jóna Björg studdu hvort annað með ráðum og dáð en hann vék varla frá eiginkonu sinni þar til yfir lauk. Við Björn eigum ljúfar minningar um Jónu Björgu og söknum hennar. Hún var greind kona, sem bauð af sér góðan þokka og hún gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Guð gefi Birgi, Guðmundi og öðr- um ástvinum styrk. Anna Pálsdóttir. Elsku Jóna Björg okkar. Það voru forréttindi að fá að kynnast þér. Leiðir okkar lágu saman þegar þú fluttir út til Birgis þíns. Áður en þú fluttir út höfðum við bara heyrt um þig og þegar Birgir talaði um þig ljómaði hann allur. Síðar kom í ljós að það var ekki að ástæðulausu, þú svo hlý og góð, jákvæð og bjartsýn. Það var alltaf svo gott að koma inn á heimili ykkar í Fyrrevang og eyddum við góðum stundum með ykkur þar, hvort sem það vorum bara við fjögur eða í góðra vina hópi. Hús ykkar var alltaf opið og þú, Jóna Björg okkar, naust þess að bjóða í kaffi, mat eða kvöldsnarl og spjallað var um allt milli himins og jarðar. Þar sem við eigum von á barni þá var það mikil tilhlökkun að segja ykkur Birgi að von væri á erf- ingja og tókuð þið vel í þá nafnbót sem við gáfum ykkur „amma og afi í Danmörku“. Okkur er mjög minnisstæð hjóla- ferð okkar núna í sumar að Strand- møllen og Kútur greyið var við það að springa. Á þessum tímapunkti gerðum við okkur ekki grein fyrir hversu veik þú varst í raun og veru, því þú blést varla úr nös. Eftir hjóla- túrinn komum við okkur fyrir í garð- inum ykkar og ákváðum að fagna 26 ára afmæli Örvars um kvöldið á veit- ingastað í Holte þar sem hlegið var dátt að því sem Birgir og Örvar gátu í sig látið. Í sumar hrakaði þér í veikindum þínum. Þrátt fyrir það stóð hús ykkar opið og þú alltaf jafn brosmild og glöð. Um miðjan júlí lagðist þú inn á spítala og þá gerðum við okkur fyrir alvöru grein fyrir al- varleika málsins. Birgir stóð sem klettur þér við hlið og vék ekki frá þér. Við komum til ykkar og sátum með ykkur, hvort sem þú varst sof- andi eða vakandi. Oftast varstu þó vakandi þegar við vorum hjá þér. Okkur fannst svo gott að koma til þín að það skipti ekki máli hvort þú værir vakandi eða sofandi, vildum bara vera með ykkur. Einnig munum við aldrei gleyma brúðkaupsdeginum ykkar sem við fengum að taka þátt í. Alveg ynd- islegur dagur og þú svo stolt af frú- arnafnbótinni. Þú varst glæsileg að vanda og ást ykkar beggja skein úr augum ykkar. Þegar þú vissir í hvað stefndi þá ákvaðstu að kveðja okkur formlega á meðan þú hefðir þrótt. Sú stund er okkur ómetanleg. Við munum geyma með okkur hlý orð þín og við vitum Jóna Björg okkar að þú munt vaka yfir okkur og ófæddu barni okkar eins og þú sagðist ætla að gera. Dagurinn sem við vissum að væri handan við hornið rann upp. Við, ásamt góðum vinum, vorum hjá ykkur. Eins sérstakt og það hljómar þá var þetta í fyrsta skiptið sem við vorum öll saman komin á sama tíma á spítalanum. Við erum svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér og þakklát fyrir allt sem þú í raun hefur kennt okkur. Þínir vinir, Daggrós og Örvar. Það er fallegt veður í Skagafirði þegar ég sest niður til að skrifa um þig minningarorð, mín kæra vin- kona. Í huga mér flögra ótal minningar frá öllum okkar góðu samverustund- um, eða allt frá því við kynntumst fyrst á námsárum okkar í hjúkrun við Háskóla Íslands. Þar sá ég strax skipulagða og metnaðarfulla konu sem naut sín vel í félagsskap sam- nemenda sinna. Að námi loknu unn- um við saman um tíma á Landspít- alanum, uns þú ákvaðst að ráða þig í vinnu á St. Jósefsspítalanum í Hafn- arfirði. Við áttum það sameiginlegt að vinna báðar baki brotnu, en fund- um þó alltaf tíma til að ferðast og skemmta okkur saman. Hugur minn dvelur við þær ein- földu en ljúfu stundir þegar við spjölluðum um lífið og tilveruna og allt var svo einfalt og skemmtilegt enda hláturinn aldrei skammt und- an. Þú áttir það til að hringja í mig eldsnemma á laugardagsmorgnum og rífa mig upp af værum svefni, en þá varstu kannski búin að taka upp snið af kjól fyrir kvöldið og þuldir upp þríréttaðan matseðil sem þú hugðist bjóða mér upp á áður en við héldum út á lífið. Ég hrósaði þér þá fyrir dugnaðinn, kvaddi og lagðist aftur á koddann til að safna kröftum fyrir kvöldið. Við fórum mikið saman í kvik- myndahús og yfir misgóðum bíó- myndum gleymdum við okkur við að leysa misflóknar gátur og dást að leikaraúrvalinu. Báðar vorum þeirr- ar tegundar að geta illa þagað í bíó- salnum en skríktum og muldruðum í sætunum, eflaust mörgum bíógest- um til ama. Elsku, hjartans Jóna mín. Þú varst sannkölluð dama. Og þegar við fórum út að skemmta okkur var lítill friður fyrir karlmönnum sem dróg- ust að fegurð þinni og glaðværð. Við vorum vitaskuld vandlátar og vísuð- um því mörgum vonbiðlum á braut. En svo birtist Birgir sem var ástin í lífi þínu. Þið komuð ykkur upp glæsilegu heimili þar sem ávallt var gestkvæmt og notalegt að koma. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast lítillega foreldrum þínum og sá þá glöggt hvaðan dugnaður þinn kom, en nú eru þau bæði fallin frá. Mér finnst svo stutt síðan þú greindist með krabbamein. Þegar þú sagðir mér frá greiningu þess vonda sjúkdóms faðmaði ég þig og grátbað þig um að yfirgefa mig ekki. Þú baðst mig að herða upp hugann því ekki stoðaði að brynna músum held- ur yrði að berjast með gleði og von í hjarta. Ég reyndi því eftirleiðis að bera mig vel. Þú háðir hetjulegar orrustur við vágestinn, en varðst að lokum að játa þig sigraða. Þegar við sáumst og kvöddumst í hinsta sinn á sjúkrabeði þínum í Danmörku, tókstu utan um mig og baðst mig að hafa engar áhyggjur því veikindin væru aðeins niðursveifla; leiðin yrði nú aðeins upp á við. Síðustu daga lífs þíns varstu á líknardeild sjúkrahúss í Kaup- mannahöfn. Þar höfðuð þið Birgir dvalið síðan í fyrrahaust þegar hann fór utan til framhaldsnáms. Ég vil þakka þér, Birgir minn, fyr- ir að reynast vinkonu minni vel. Þú varst hjá henni öllum stundum, elsk- aðir hana og líknaðir henni. Elsku Jóna mín, þér vil ég þakka ómetanlega vináttu og samfylgd um lífsins veg. Ég skal reyna að þerra tárin og herða upp hugann. Ég veit að þú kveður sátt. Það sagðir þú mér þegar ljóst var í hvað stefndi. Þín vinkona, Hulda Gunnarsdóttir. Það er komið að kveðjustund. Jóna Björg Pálsdóttir, var ein af hvunndagshetjum þessa lands. Sam- viskusöm, ósérhlífin, jákvæð og svo óendanlega dugleg við allt sem hún tók sér fyrir hendur. Lífið var ekki létt, veikindi herjuðu snemma á en af krafti og dugnaði tókst Jónu Björg að framkvæma svo margt. Hún útskrifaðist sem hjúkrunar- fræðingur frá HÍ í júní 1993. Réð sig til starfa við St Jósefsspítala, lyf- lækningadeild, að vori 1996 og þar fengum við samstarfsfólk hennar að njóta krafta hennar og vináttu. Minningarnar ylja okkur nú, svo dýrmætar. Elsku Jóna Björg, við sjáum þig í grænu lopapeysunni maulandi nammi á næturvöktunum. Rifjum upp spjall um matarupp- skriftir, þú elskaðir að baka og mat- reiða, enda bar heimili ykkar Birgis vott um myndarskap og samheldni ykkar hjóna. Ósjaldan á vaktaskipt- um biðu Birgir og Knútur eftir þér á bak við spítalann eða þú flýttir þér heim til að geta gengið spöl með Knút. Skjólstæðingum þínum á spítalan- um sinntir þú af stakri samvisku- semi og hlýju. Þú vildir gera hlutina vel, skilja vel við vaktina, allt pott- þétt og á hreinu. Og þannig kvaddir þú okkur, elsku Jóna Björg. Efst í huga okkar nú er þakklæti fyrir að fá að kynnast Jónu Björg, gleði yfir minningunni um yndislega samstarfskonu. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Kæri Birgir, hugur okkar er hjá þér, við biðjum góðan Guð að styrkja þig á þessum erfiðu stundum. F.h. starfsfólks Lyflækninga- deildar St. Jósefsspítala Hafnarfirði, Elísabet Sigríður Ólafsdóttir. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010 ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, MAGNÚS SIGURÐSSON, Skólabraut 7, Innri Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 13. september. Útför verður frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 21. september kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Magnúsar er bent á Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Guðrún Ósk Ragnarsdóttir, Gunnur Magnúsdóttir, Friðrik Ingi Ólafsson, Sigurður Magnússon, Björg Jónsdóttir, Magnea Magnúsdóttir, Ragnar Sævarsson, Mille Sørensen, barnabörn og systkini. ✝ Ástkær dóttir mín og systir okkar, ÁSRÚN GUÐRÍÐUR HÉÐINSDÓTTIR, sem lést laugardaginn 11. september, verður jarðsungin frá Breiðholtskirkju föstudaginn 17. september kl. 15.00. Héðinn Hjartarson, Margrét Héðinsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Símon Jónsson. ✝ Elskulegur fósturfaðir minn, tengdafaðir, afi, lang- afi, bróðir okkar, mágur og frændi, EINAR INGVARSSON, áður til heimilis að, Klapparstíg 7, Reykjavík, lést á Elliheimilinu Grund miðvikudaginn 1. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey frá Breiðabóls- staðarkirkju í Fljótshlíð að ósk hins látna. Innilegar þakkir eru færðar starfsfólki á Landakotsspítala og Elliheimilinu Grund fyrir frábæra umönnun í veikindum hans. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall hans. Magnús Óskarsson, Þuríður Jónsdóttir, Jón Arnar Magnússon, Hulda Ingibjörg Skúladóttir, Harpa Sigríður Magnúsdóttir, Einar Kári Magnússon, Lilja Rún Bjarnadóttir, Kristín Ingvarsdóttir, Ingunn Ingvarsdóttir, Anna Ragnheiður Ingvarsdóttir, Guðni Hannesson, Bergljót Ingvarsdóttir, Sigurgeir Friðjónsson, Eiður Magnússon, Hjördís Halldórsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, barnabarnabörn og frændsystkin. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐLAUG SIGURGEIRSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Landakirkju Vestmannaeyjum 18. september kl. 14.00. Börn, tengdabörn og ömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR JÓNSDÓTTIR frá Neðri Svertingsstöðum, Miðfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ, að morgni þriðjudagsins 14. september. Jarðarförin auglýst síðar. Friðrik Jónsson, Oddrún Sverrisdóttir, Sævar Jónsson, María Gunnarsdóttir, Sólrún Jónsdóttir, Ólafur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN L. KRISTJÁNSDÓTTIR, Skála, Seltjarnarnesi, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 3. september, verður jarðsungin frá Seltjarnar- neskirkju föstudaginn 17. september kl. 13.00. Unnur V. Duck, Elísabet Stefánsdóttir, Kristján Jóhannsson, Kristjana Stefánsdóttir, Guðmundur Þorkelsson, Anna Stefánsdóttir, Reynir Hólm Jónsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR GUÐJÓNSSON frá Hrauni í Sléttuhlíð, sem lést föstudaginn 10. september, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 17. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðis- stofnunina á Sauðárkróki. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.