Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 5
FRÉTTIR 5Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hópar áhugafólks í Borgarfirði og uppsveitum Árnessýslu vinna saman að því að undirbúa þátttöku í sölu- ferli Límtrés-Vírnets með það að markmiði að fyrirtækið komist aftur í eigu heimamanna. Leitað hefur verið til íbúa, fyrirtækja og fleiri að- ila í héruðunum um að leggja fram hlutafé. Fólk getur meðal annars skráð sig á vef Samtaka sveitarfé- laga á Vesturlandi, ssv.is. Vírnet og Límtré voru sjálfstæð framleiðslu- og þjónustufyrirtæki, Vírnet í Borgarnesi og Límtré á Flúðum og í Reykholti. Þau samein- uðust og BM Vallá keypti fyrirtæk- ið. Þegar BM Vallá varð gjaldþrota eignaðist Landsbankinn fyrirtækið og rekur það nú. Landsbankinn til- kynnti snemma í mánuðinum að fyr- irtækið yrði sett í opið söluferli í þessum mánuði. Safna 200-300 milljónum Mikill áhugi kom fram á opnum borgarafundi sem efnt var til í Borg- arnesi á dögunum og var skipaður vinnuhópur til að vinna að kaupum félagsins. Jafnframt kom fram áhugi á Suðurlandi, þar sem félagið er einnig með starfsemi, og er sam- vinna með hópunum. Guðsteinn Ein- arsson, formaður vinnuhópsins, seg- ir markmiðið að safna nægu hlutafé til þess að hægt verði að reka fyr- irtækin með myndarlegum hætti þannig að þau verði starfrækt og þróuð áfram á þessum svæðum en ekki leyst upp og farið út í einhver ævintýri. Hann tekur það fram að ætlast sé til þess að eigendurnir fái arð af sínu fjármagni enda sé at- vinnusköpun án arðs einskis virði. Fram kemur á vef Samtaka sveit- arfélaga á Vesturlandi að talið er að safna þurfi 200-300 milljónum króna. Með skráningunni er vinnu- hópurinn að kanna hversu miklu hlutafé unnt er að safna heima fyrir, til að komast inn í söluferlið. Lág- marksfjárhæð er 100 þúsund krón- ur. Reiknað er með að fyrirtækið verði auglýst á næstunni. Hópurinn vonast til að fá að taka þátt í ferlinu og vinna áfram að málinu á grund- velli þeirra upplýsinga sem veittar verða um rekstur fyrirtækisins og stöðu. Heimamenn vilja eignast Límtré-Vírnet Morgunblaðið/Golli Verksmiðjan Stál og ál er valsað og notað í margskonar klæðningar.  Íbúum gefst kostur á að leggja fram hlutafé Límtré-Vírnet » Grunneiningar Límtrés- Vírnets eru naglaverksmiðja í Borgarnesi og límtrésverk- smiðja á Flúðum. » Fyrirtækið er nú með fjöl- breyttari starfsemi. Það fram- leiðir stál- og álklæðningar og yleiningar og rekur verkstæði. Sjúkraliðafélag Íslands er eina félagið innan BSRB sem ekki hefur náð samn- ingum við samn- inganefnd ríkis- ins. Samningar félagsins hafa verið lausir á annað ár. Kjara- deilan er hjá rík- issáttasemjara og í dag verður fundað með samninganefndunum. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður félagsins, segist merkja vilja til samninga. Sjúkraliðafélag Íslands dró sig út úr samningum aðildarfélaga BSRB við ríkið haustið 2008. Fé- lagið taldi að samningar sem þá var unnið að væru ekki viðunandi fyrir félagsmenn þar sem samn- ingar hafi ekki skilað þeim jafn- fætis öðrum sem þeir bera sig sam- an við. Nú hefur verið samið við lögreglumenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn og tollverði sem einnig kusu að standa undan samflotsins. Krefjast leiðréttingar Kristín segir að félagið hafi síðan reynt að fá samninga þar sem kjör sjúkraliða yrðu leiðrétt. Hún bend- ir á mun í launum á milli karla- og kvennastétta og yfirlýsingar stjórnvalda um jafnrétti í þeim efn- um. Þá sé svo komið að fagstéttir innan opinbera geirans sem hafi minni menntun og ábyrgð í starfi en sjúkraliðar hafi hærri laun. Sjúkraliðafélagið efndi til fé- lagsfundar um kjaramálin fyrr í vikunni og var þar einnig fundað með sjúkraliðum á ríkisstofnunum um allt land í gegnum fjarfunda- búnað. Kristín segir að fundirnir hafi verið fjölmennir og komið hafi fram mikil samstaða um kröfu um leiðréttingu launa stéttarinnar nú þegar. „Við gerum okkur fulla grein fyrir stöðunni í þjóðfélaginu. Við erum ekkert eyland. En við verð- um að benda á það sem blasir við, að laun hafa verið að hækka á al- menna vinnumarkaðnum, umfram opinbera starfsmenn. Ekki er hægt að samþykkja þann reginmun og að hann aukist sífellt,“ segir Kristín. Bjóða lengri samningstíma Forysta Sjúkraliðafélagsins hef- ur fundað sjö sinnum með samn- inganefnd ríkisins hjá ríkissátta- semjara. Næsti fundur er í dag. Kristín vonast til að framhald verði á umræðum og það takist að semja. Ríkið hefur rætt um bráða- birgðasamning sem rynni út í lok nóvember, eins og aðrir kjara- samningar. Er því lítill tími til stefnu. Kristín segir að Sjúkraliða- félagið hafi boðist til að gera samn- ing til lengri tíma, ef það mætti verða til að leiðrétting fengist á kjörum sjúkraliða. Sjúkraliðar eru enn án samnings  Fundað hjá ríkissáttasemjara í dag Kristín Á. Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.