Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010 Ef það var erfitt að ímynda sér Rus- sell Crowe sem kung fu kappa þá þarftu þess ekki lengur því að hann mun leika einn slíkan, í mynd eftir RZA, leiðtoga Vogatanga-klíkunnar eða Wu Tang. RZA hefur nú talið Crowe á að leika í mynd sinni The Man With the Iron Fist en RZA var blaðskellandi er E! online hafði sam- band við hann og sagði að Crowe yrði svakalegur í myndinni. RZA og Crowe kynntust er mynd- in American Gangster var tekin upp og gerðu þeir meira að segja lag saman sem hefur reyndar aldrei heyrst. Það er tónlist í Crowe kall- inum en hann leiðir hljómsveitina 30 Odd Foot of Grunts. Fleiri meistarar koma að þessu verkefni, en Quentin Tarantino er með puttana í mynd- inni auk Eli Roth sem kemur að handritagerð og framleiðslu. Crowe í kung fu Hmmm „Hvernig á ég að snúa mig út úr þessu?“ Hver man ekki eftir hnellnu hnát- unum Gilmore Girls sem kættu sófasekki landsins um árabil? Lauren Graham hefur sagt sjálf- um Perez Hilton (og ekki lýgur hann) frá því að mynd sé í burð- arliðnum. Graham segist furða sig á því að mynd hafi ekki verið í sjónmáli á sínum tíma en nú séu „réttu“ aðilarnir komnir í málið. Spennandi! Gilmore Girls í bíó? Gilmoregella Kvikmynd var það. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin múm kom fram 12. september sl. á mikilli tónlist- arhátíð sem stendur nú yfir í Kraká í Póllandi, Sacrum Prof- anum, ásamt vinum sínum, undir yfirskriftinni „múm and friends“. Vinir þessir voru ýmsir þekktir tónlistarmenn íslenskir og hljóm- sveitir, m.a. hinn kynngimagnaði Mugison. Sacrum Profanum er haldin þriðju vikuna í september ár hvert og var fyrst haldin árið 2003, en tónleikastaðir eru flestir á iðnaðarsvæðum í Kraká, m.a. Krakowia. Tónlist frá Norð- urlöndum er í brennidepli í ár og var henni skipt í flokkana Modern Classic, eða nútímaklassík, þar sem nýleg, sígild tónlist var flutt og Freak, eða furðufyrirbæri, og féllu múm og vinir í síðarnefnda flokkinn. Hátíðinni lýkur með tón- leikum Jónsa, á morgun og laug- ardag, þar sem hann mun flytja lög af nýjustu plötu sinni, Go. Margir vinir og mikið „show“ Blaðamaður sló á þráðinn til Mugison sem var hress að vanda. Hann sagði hljómsveitina múm hafa verið fengna til þess að velja sér vini fyrir tónleikahaldið og voru þeir margir: Mugison, FM Belfast, Amiina, Högni úr Hjaltal- ín sem sá um útsetningar fyrir pólska útvarpskórinn, Daníel Bjarnason sem stjórnaði kórnum og sinfóníuhljómsveit, Seabear og Jóhann Jóhannsson. – Voruð þið öll saman á sviði? „Við svona duttum inn og út.“ – Var þetta þá eitt langt djamm? „Ég hef alla vega aldrei tekið þátt í svona rosalegri pródúksjón. Þetta var rosa skemma, gömul ál- skemma, og ég get svarið að þetta var örugglega stærra en álverið í Hafnarfirði. Það voru rúmlega þrjú þúsund manns þarna í þess- ari skemmu sem er rosaleg falleg og ég held að það hafi verið 70-80 manns bara að vinna við sviðið. Þetta var ótrúlegt og ljósakerfið, ég hef bara aldrei séð annað eins,“ svarar Mugison. Gaman að spila í Póllandi – Eru ungir, íslenskir tónlist- armenn svolítið heitir í Póllandi? „Ég veit það ekki, ég hef spilað þarna fjórum sinnum síðustu tvö ár og það er alveg ótrúlega gaman að spila þarna. Ég veit ekki hvað við erum að selja, ég er alla vega ekki að selja mikið þarna.“ – En múm hlýtur að vera vin- sæl, fyrst hljómsveitinni var boðið þetta? „Já, það virðist vera. Og þetta voru alveg rúmir þrír tímar,“ svarar Mugison. – Fenguð þið einhver tilboð þarna? „Nei, nei en svona dótarí, eins og með Airwaves og svona, maður spilar og svo sér maður ekki ávöxtinn af því fyrr en kannski ári seinna. Þá heyrir maður í ein- hverjum sem sá mann og biður mann að koma og spila. Ég hitti framkvæmdastjóra hátíðarinnar þarna, á pöbbnum, og hann var al- veg sprellandi glaður með allt saman. Ég veit að Jói (Jóhann Jó- hannsson) spilaði á þessari hátíð í fyrra þannig að allt tengist þetta einhvern veginn, maður veit ekki, kannski eftir tíu ár fer maður aft- ur að spila þarna.“ Þúsundir á tónleik- um múm og vina  Þriggja klukkustunda tónleikar í stórri skemmu í Kraká  Mikil tónlist- arhátíð með áherslu á norræna tónlist  Jónsi heldur tvenna tónleika Ljósadýrð Múm og félagar spila fyrir fullri skemmu á Sacrum Profanum. Söng- og leikkonan Jennifer Lopez, jafnan kölluð J-Lo, hefur verið ráð- in í starf dómara í sönghæfi- leikaþættinum American Idol. Tímaritið People greinir frá þessu og að J-Lo fái 12 milljónir dollara greiddar fyrir starfið, í árslaun. Auk Lopez verða í dómnefnd Randy Jackson, eini upphaflegi dómnefndarmaður þáttanna og söngvarinn Steven Tyler úr hljóm- sveitinni Aerosmith. Margir hafa verið nefndir sem mögulegir dómnefndarmenn þátt- anna, m.a. kántrísöngkonan Shania Twain. J-Lo í American Idol Dómari Lopez fær vel greitt fyrir setuna í American Idol. HHHH 1/ 2/HHHHH DV.IS HHHHH/ HHHHH S.V-MBL SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í Ástin blómstrar á vínekrum Ítalíu í þessari hjartnæmu mynd HHH / HHHH R.EBERT, CHICAGO-SUN TIMES HHH / HHHH ENTERTAINMENT WEEKLY SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA 7 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI STÆRSTA TEIKNIMYND ALLRATÍMA Á ÍSLANDI SÝND Í ÁLFABAKKA STEVE CARELL Búðu þig undir eina óvænta fjölskyldu og heilan her af skósveinum sem vaða ekki í vitinu. MEÐ ÍSLENSKU TALI ROMAN POLANSKI HLAUT SILFUR- BJÖRNINN SEM BESTI LEIKSTJÓRINN Á KVIKMYNDA- HÁTÍÐINNI Í BERLÍN HHHH „HINN SÍUNGI POLANSKI SÝNIR Á SÉR ÓVÆNTA HLIÐ Í HÖRKUGÓÐRI SPENNUMYND, STÚTFULL- RI AF PÓLITÍSKUM LAUNRÁÐUM OG BULLANDI OFSÓKNARÆÐI.“ SÆBJÖRN VALDIMARSSON, MORGUNBLAÐIÐ HHHH “LEIKSTJÓRN POLANSKIS GRÍPUR ÁHORFAN- DANN ÁSAMT ATHYGLISVERÐUM SÖGUÞRÆÐI. THE GHOST WRITER ER AÐ MÍNU MATI EIN BESTA MYND ÁRSINS HINGAÐ TIL.” T.V. – KVIKMYNDIR.IS HHHH Á HEILDINA LITIÐ ER AULINN ÉG 3D EINS- TAKLEGA VEL HEPPNUÐ TEIKNIMYND SEM HENTAR EKKI EINUNGIS BÖRNUM, HELDUR ÖLLUM ALDURSHÓPUM. - H.H. - MBL SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI BESTA DANSMYND SEM GERÐ HEFUR VERIÐ SÍÐAN DIRTY DANCING VAR OG HÉT... SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI BESTA SKEMMTUNIN ALGJÖR SVEPPI OG DULARFULLA HÓTELHERB... kl.63D -83D L STEP UP 3 - 3D kl. 10:20 3D 7 STEP UP 3 kl. 6 7 REMEMBER ME kl. 8 - 10:20 12 ALGJÖR SVEPPI OG DULARFULLA HÓTELHERB... kl.8 L RESIDENT EVIL : AFTERLIFE kl. 10:10 16 THE OTHER GUYS kl. 8 - 10:10 12 / KEFLAVÍK ALGJÖR SVEPPI OG DULARFULLA HÓTELHERB... kl.8 L THE EXPENDABLES kl. 10:10 16 LETTERS TO JULIET kl. 8 L SCOTT PILGRIMS VS THE WORLD kl. 10:10 12 / SELFOSSI/ AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.