Morgunblaðið - 16.09.2010, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.09.2010, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Til stendur aðreisa nýjaumferð- armiðstöð í Vatns- mýrinni fyrir vel á þriðja milljarð króna. Að fram- kvæmdinni á að standa op- inbert hlutafélag, sem ber heit- ið Isavia. Almenningur mun bera kostnaðinn af þessari framkvæmd, en einnig á meðal annars að leita hófanna hjá líf- eyrissjóðunum, sem eru í eigu almennings, um fé til fram- kvæmdarinnar. Í maí fór Morg- unblaðið fram á það í krafti upplýsingalaga að fá aðgang að viðskiptaáætlun miðstöðv- arinnar. Samgönguráðuneytið var á því að þær upplýsingar kæmu almenningi ekki við og hafnaði beiðninni með þeim rökum að því væri óheimilt að afhenda gögn sem varða mikilvæga hagsmuni fyrirtækja eða einka- aðila. Úrskurðarnefnd um upplýs- ingamál hafnaði þessum rök- stuðningi alfarið og benti á að Isavia væri opinbert fyrirtæki. Samgönguráðuneytið gerði þá aðra atrennu að því að halda gögnunum frá almenningi. Nú komu samkeppnisrökin og var vísað til þess að rekstur sam- göngumiðstöðvarinnar ætti að byggjast á leigutekjum: „Sam- göngumiðstöðin er því í sam- keppni við aðra aðila sem leigja út húsnæði til sam- bærilegra nota. Umbeðin gögn tengjast beint þessari starfsemi samgöngu- miðstöðvarinnar þar sem þar er að finna fjár- hagslegar upplýsingar er varða áætlaðar tekjur vegna leigu rekstraraðila ásamt tekjum vegna brottfarargjalda.“ Skoð- un ráðuneytisins er sú að sam- keppnishagsmunirnir séu slíkir að þeir gangi framar hags- munum almennings. Á þetta féllst úrskurðarnefndin. Þessi svör vekja hins vegar ýmsar spurningar. Ráðast á í smíði umferðarmiðstöðvar fyrir nokkra milljarða króna á sama tíma og menntun í landinu er skorin niður og heilbrigðisþjón- usta skert. Nauðsyn umferðar- miðstöðvarinnar er samkvæmt rökum ráðuneytisins þó ekki meiri en svo að þegar veita aðr- ir sömu þjónustu. Ríkið ætlar sem sagt á krepputímum að reisa nýja samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni til þess að gera atlögu að fyrirtækjum í rekstri. Slíkum sendingum þarf at- vinnulífið einmitt á að halda þessa dagana. Og að sjálfsögðu er engin ástæða til að almenn- ingur fái að vita hvað til stend- ur. Það er jafn sjálfsagt og að hann borgi brúsann. Stjórnvöld ættu að tala aðeins meira um gagnsæi. Almenningur má borga umferðar- miðstöð, en fær ekki upplýsingar} Kemur ykkur ekki við Meirihluti íbúaríkja evru- svæðisins telur að evran hafi haft slæm áhrif á efna- hag landa sinna. Þetta kemur fram í frétt á vefnum evrópuvaktin.is, þar sem sagt er frá nýrri könn- un hugveitunnar Transatlantic Trends. Í fréttinni segir að um 60% Frakka telji að evran hafi verið „slæm fyrir efnahag þeirra“ og sömu sögu er að segja um meirihluta Þjóðverja, Spán- verja og Portúgala. Könnunin var framkvæmd í ellefu ríkjum Evrópusambandsins og af þeim var einungis meirihluti fyrir evrunni í Hollandi og Slóvakíu. Bretar voru áberandi lítið hrifnir af evrunni, en 83% þeirra töldu að hún yrði slæm fyrir Bretland, sem býr við sjálfstætt pund. Þessi könnun kemur ekki á óvart því að hún fylgir í kjölfar margra svipaðra kannana sem sýna lítinn stuðning við evruna og jafnvel líka mjög takmark- aðan stuðning við aðild að Evr- ópusambandinu sjálfu í sumum ríkja þess. Könnunin mætti verða ís- lenskum stjórn- völdum umhugs- unarefni, en þau reyna gegn vilja þjóðarinnar að koma Íslandi inn í Evrópusambandið og evrusamstarfið. Upptaka evrunnar er raunar einn helsti rökstuðningur margra stuðn- ingsmanna aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Engar líkur eru þó á að ís- lensk stjórnvöld láti óánægju þeirra sem nota evruna fæla sig frá því að vilja taka hana upp. Þau hafa engum rökum tekið í þessu máli og neita að horfast í augu við að það er íslensku krónunni að þakka að efna- hagur Íslands hefur ekki farið enn verr út úr hruninu en raun er á. Þau munu ekki líta til þess að mörg ríki sem búa við evruna hafa farið verr út úr efnahags- kreppunni en verið hefði án þessarar sameiginlegu myntar. Sveigjanleiki krónunnar hefur verið lykilatriði í að tryggja þann sveigjanleika sem íslenskt atvinnulíf hefur sýnt á liðnum misserum. Þann sveigjanleika er ekki að finna hjá smærri ríkj- um innan evrusvæðisins og fyr- ir því finna íbúar þeirra nú. Íslenska krónan hef- ur gagnast Íslandi vel í efnahagsþreng- ingunum} Engin ánægja með evruna Í íslensku nútímasamfélagi er refsigleði orðin sterkasta hreyfiaflið. Það kom því ekki á óvart þegar hin refsandi hönd yfirtók hið áhrifagjarna Alþingi Íslendinga, þar sem þingmenn búa sig undir að draga fyrrverandi félaga sína fyr- ir dóm. Við höfum þegar séð nokkra þingmenn fara upp í pontu, setja upp alvörusvip, eins og þeim þykir hæfa tilefninu, og segja að vissulega sé ekki gaman að bergja af þeim beiska kaleik að ásaka félaga sína um glæpi, en þeir geti ekki skorast undan því að vinna brýnt starf í þágu þjóðarhags. Nokkuð minnir þetta á komm- únistaríkin forðum daga þar sem mikið var lagt upp úr því að hver einstaklingur sinnti þeirri skyldu sinni að hafa auga með náung- anum og tilkynna um hugsanlega glæpi hans gegn ríkinu. Nú vill stór hluti þingmanna hverfa aftur til þessa tíma. Má búast við því næstu árin að reglulega, til dæmis eftir stjórnarskipti, verði stofnuð refsinefnd til að rann- saka meint afglöp ráðherra sem hafi látið af störfum? Þar verði fyrrverandi ráðherrum gefið að sök að hafa ekki haldið nægilega marga samráðsfundi, hafa verið of mikið í útlöndum, ekki tekið tillit til þess frelsandi afls sem stjórnarandstaðan var, og síðast en ekki síst hafi efnahagsstefnan mistekist – eins og hún mistekst reynd- ar hjá öllum íslenskum ríkisstjórnum. – Samanlagt sé þetta allt efni í umfangsmikil réttarhöld og fangelsis- dóma. Og ef svo óheppilega tekst til að sekt verði ekki sönnuð þá verði ráðherrarnir bara sýknaðir. Þannig má segja að þeir bíði engan skaða af – standi reyndar eftir með ónýtt mannorð af því að það er erfitt fyrir þann sem einu sinni er ákærður að heimta aftur sak- leysi sitt í augum almennings. En hvað með það, réttarhöldin voru í þágu þjóðarhags. Hvers konar manneskjur eru þeir þing- menn sem nú ætla að benda ásakandi á fyrr- verandi flokksfélaga sína og formenn og saka þá um refsivert athæfi? Þessir þingmenn láta eins og þeir séu reknir áfram af sterkri sið- ferðisvitund og réttlætiskennd, en getur ekki verið að hjarðeðlið hafi yfirtekið sál þeirra og samvisku? Hvaða forsendur hefur þetta fólk til að dæma félaga sína? Ekki verður séð að það horfi á heildarmynd eða setji hluti í sam- hengi. Gera þingmenn sér ekki grein fyrir því að banka- hrunið var miklu flóknara mál en svo að örfáum stjórn- málamönnum verði kennt um? Stjórnmálamennirnir reyndu að gera sitt besta. Því miður var þeirra besta alls ekki nógu gott. En á að draga þá fyrir dóm vegna þess? Ef svo er þá er sekt fólk út um allt þjóðfélag: stjórn- málamenn, forseti, bankamenn, endurskoðendur, for- stjórar... Og þá er hægt að hefja fjöldaréttarhöld upp á stalínskan máta. Eigum við kannski að byrja? Á Alþingi eru þingmenn sem ganga fram af offorsi. Kannski friðar það fólkið, en ætli þessir þingmenn eigi eftir að finna frið í sálu sinni? kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Refsandi hönd Alþingis STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Yrðu yfirheyrðir og gætu kallað til vitni FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Ó mögulegt er að segja til um hversu langan tíma málsmeðferð í lands- dómi muni taka, fari svo að Alþingi ákveði að ákæra fyrrverandi ráðherra vegna vanrækslu í aðdraganda banka- og efnahagshrunsins árið 2008. Þó er ljóst að málsmeðferð fyrir landsdómi og rannsókn málsins gegn ráðherr- unum muni taka drjúgan tíma, ein- hverja mánuði hið minnsta, en líklega mun lengur. Í landsdómi sitja 15 manns, þ. á m. fimm reynslumestu hæstarétt- ardómararnir. Á meðan þeir sitja réttarhöld í landsdómi geta þeir ekki sinnt öðrum málum og því blasir við að störf réttarins munu eitthvað tefj- ast. Hjá Hæstarétti segjast menn ekkert byrjaðir að velta fyrir sér áhrifum þess að landsdómur yrði kallaður saman. Þorsteinn A. Jóns- son, skrifstofustjóri Hæstaréttar, segir að þar bíði menn eftir því að ákvörðun í málinu liggi fyrir, áður en þeir fari nokkuð að huga að undir- búningi. Verði landsdómur kallaður saman bíður það Þorsteins að vera dómritari hans, skv. lögum um lands- dóm. Fimm í saksóknaranefnd Ákveði Alþingi að höfða mál gegn ráðherra verður það um leið að kjósa saksóknara til að sækja málið. Jafnframt þarf að kjósa fimm manna þingnefnd, saksóknaranefnd, sem á að fylgjast með málinu og vera sak- sóknara til aðstoðar. Skilgreining á hlutverki sak- sóknara Alþingis er að ýmsu leyti ólík þeim fyrirmælum sem saksóknari í hefðbundnu sakamáli fær í lögum um sakamál. Það er t.a.m. ekki saksókn- ari Alþingis sem ákveður hvernig ákæran hljóðar heldur Alþingi. Al- þingi verður að tilgreina nákvæmlega hver kæruatriðin eru og er sókn málsins bundin við þau. Sá sem er ákærður verður aðeins dæmdur fyrir þær sakir sem tilgreindar eru í álykt- un Alþingis. Hins vegar er dómurinn ekki bundinn við refsikröfuna sem saksóknarinn gerir. Í lögum um landsdóm er mælt fyrir um skyldu saksóknara Alþingis til að leita allra fáanlegra sannana fyrir kæruatriðum og gera tillögur til landsdóms um „viðeigandi ráðstaf- anir til að leiða hið sanna í ljós“. Það sé síðan hlutverk verjanda að draga fram allt sem verða megi hinum ákærða til sýknu eða hagsbóta. Í lög- um um sakamál er á hinn bóginn tek- ið fram að saksóknari verði að horfa bæði til atriða sem horfa til sýknu og sektar. Yfirheyrt fyrir landsdómi Eitt helsta gagn saksóknara Al- þingis, verði hann skipaður, hlýtur að verða skýrsla rannsóknarnefndar Al- þingis og gögn sem hún safnaði. Hugsanlegt mál gegn ráðherrunum verður þó ekki byggt á framburði ráðherranna fyrir nefndinni, því í lög- um um rannsóknarnefndina er tekið fram að ekki sé heimilt að nota upp- lýsingar „sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað er gegn hon- um“. Því þarf að rannsaka málið aftur, að einhverju leyti, en óljóst er hversu viðamikil sú rannsókn þyrfti að vera. Í það minnsta yrði að taka skýrslur af ráðherrunum og þeir yrðu einnig spurðir út í sakarefnið fyrir dómnum. Bæði ráðherrar og saksóknari geta kallað til þau vitni sem þeir kjósa. Ákærðu hafa rétt til að krefjast þess að dómendur víki sæti, þeir eiga að leggja fram greinargerðir og þeir hafa rétt til að fá framlengdan frest til að leggja fram greinargerðir. Þing Bjarni Benediktsson, þá dómsmálaráðherra, fól Ólafi Jóhannessyni lagaprófessor að endurskoða lög um landsdóm og ráðherraábyrgð árið 1960. Myndin er tekin á Alþingi á sjöunda áratugnum. Bjarni er í ræðustól. Lög um landsdóm og lög um ráðherraábyrgð hvíla á 14. grein stjórnarskrárinnar. Þar segir m.a. að ráðherraábyrgð sé ákveðin með lögum. Al- þingi getur kært ráðherra fyr- ir embættisrekstur þeirra og landsdómur dæmir þau mál. Í greinargerð með lögunum um ráðherraábyrgð frá 1963 segir m.a. að staða ráðherra sé svo sérstæð að þeir geti orðið sekir um það misferli í starfi sem vart eða ekki sé hugsanlegt hjá öðrum op- inberum starfsmönnum. „Hin- ar sérstöku embættisskyldur ráðherra hafa naumast verið hafðar í huga við samningu almennra hegningarlaga. Sýn- ist því þrátt fyrir allt vera þörf á sérstökum ráðherra- ábyrgðarlögum, þar sem hegning er lögð við þeim brotum, sem óttast má af ráðherra sérstaklega og ákvæði almennra hegning- arlaga um brot í opinberu starfi ná ekki til.“ Sérstök staða Í STJÓRNARSKRÁNNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.