Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þetta eru gögn sem eru opin þeim sem áhuga hafa. Hvað kemur út úr því veit maður ekki. Við útilokum ekkert á þessari stundu,“ segir Óm- ar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, aðspurður hvort fyrir- tækið hafi áhuga á að kaupa 10-11 verslanakeðjuna út úr Högum. Arion banki tók yfir 1998 ehf., móðurfélag Haga, sem á og rekur 10-11 verslanirnar, og hefur nú tek- ið ákvörðun um að kljúfa reksturinn frá Hagkaupum og Bónus. Ómar ítrekar að of snemmt sé að fullyrða nokkuð um hvort kaupin verði íhuguð frekar en ljóst er að með þeim myndi hlutdeild Sam- kaupa á markaðnum aukast úr um 15% í 19%, sé stuðst við nýlegar töl- ur Samkeppniseftirlitsins.Sam- kvæmt þeim var hlutur Haga 55% árið 2008, hlutur Kaupáss 19%, Samkaupa 15% og annarra aðila 11%. Næðu Samkaup því jafnstöðu við Kaupás með fyrirvara um breytta markaðshlutdeild síðan. Spurður hvort Kaupás, sem á og rekur Nóatún, Krónuna og 11-11 keðjuna, hafi áhuga á 10-11 keðj- unni svarar Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, því til að hann tjái sig ekki að svo stöddu. Samkaup skoða kaup á 10-11 verslanakeðjunni Morgunblaðið/Ómar Fyllt í hillur Frá versluninni Sam- kaupum strax í Búðakór í Kópavogi.  Myndu ná jafn- stöðu við Kaupás Samvinna » Samkaup eru upprunnin í verslunum kaupfélaganna. » Stærstu eigendur eru Kaup- félag Suðurnesja og Kaupfélag Borgfirðinga. » Undir Samkaup heyra Sam- kaup úrval, Samkaup strax, Nettó, Kaskó, Hyrnan, Kram- búðin og Hólmgarður. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Mun fleiri hafa nú skráð sig á námskeið í fimleikum á haustönn hjá íþróttafélögum á höfuðborgarsvæðinu en í fyrra og margir á biðlista hjá sumum þeirra. Talsmenn fimleikadeildanna eru að sjálfsögðu harðánægðir með þessa þróun sem sumir álíta að megi að hluta til rekja til vinsælla sjónvarpsþátta á RÚV um fimleikafólk, Make it or Break it. „Það er gaman að heyra að fólk sé að leggja áherslu á börnin sín,“ segir Vilborg Ævarsdóttir, formaður fim- leikadeildar Ármanns, en þar hefur fjölgað um 280 nem- endur. „Ég held að fólk sé kannski farið að spara við sig ýmsa dýrari hluti eins og utanlandsferðir en leyfa sér þá frekar eitthvað hérna heima, leyfa börnunum að stunda það sem þau vilja. Barn sem æfir tvisvar í viku borgar 26 þúsund krónur fyrir önnina fram að áramótum. Þau sem æfa mest, kannski 16-20 sinnum vikulega, borga 54 þúsund. En við rukkum ekki fyrir meira en 14 tíma þó að þau æfi meira. Á laugardögum erum við með krílahópa fyrir yngstu krakkana, þriggja ára til fimm ára, þetta eru alls um 200 börn. Svo er mikil ásókn í tíma fyrir 5-7 ára börn sem eru tvisvar í viku. Síðan eru hjá okkur eldri nemendur alveg upp í tvítugt. Við vorum með alls um 700 nemendur í fyrra en nú nálgast þetta þúsund.“ Stjarnan í Garðabæ tók í notkun nýtt og glæsilegt fimleikahús um sl. áramót og segir Sigrún Dan Róberts- dóttir, formaður fimleikadeildar, það vafalaust hafa ýtt undir áhugann í bænum. Vafalaust hafi sjónvarpsþættirnir líka haft áhrif, allt áhugafólk um fimleika hafi horft á þá. Verðið á æfingatímunum er mjög svipað og hjá Ármanni. „Við vorum með um 350 nemendur á vorönn í fyrra en nú erum við búin að skrá yfir 530 á haustönn,“ segir Sig- rún. „Við erum að reyna að taka inn fleiri krakka og búa til nýja hópa. Þau yngstu eru þriggja ára og reyndar erum við með einn fullorðinshóp líka en flestir nemendur eru á aldr- inum þriggja til 13 eða 14 ára. Byrjendurnir eru einu sinni í viku en þegar þeir eru orðnir fimm ára fá þeir tvo tíma í viku. Síðan fer þetta svo- lítið eftir getu en eykst yfirleitt hægt og rólega.“ Mun fleiri börn vilja æfa fimleika en í fyrra  Um 280 fleiri skráningar á haustönn hjá Ármanni  Einnig mikil aukning hjá fimleikadeild Stjörnunnar Morgunblaðið/Kristinn Fimleikaæfing Margt var um manninn á fimleikaæfingu hjá Ármanni í gærkvöldi og alvaran mikil. Hjá fimleikadeild Ármanns í Reykjavík er aukningin um 280 nemendur á haust- önn miðað við sl. ár og verða þar alls um þúsund nemendur. En ávallt má samt gera ráð fyrir að einhverjir hætti við og því ekki öll von úti fyr- ir þá sem eru á biðlista. Hjá Stjörnunni í Garðabæ eru ekki biðlistar, a.m.k. ekki ennþá. Hundruð bætast við hjá stóru félögunum FIMLEIKAÁHUGINN Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þingflokksfundi Samfylkingarinnar með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi formanni flokksins, sem halda átti í gærkvöldi var frestað. Til stendur að fara yfir á því sem Samfylkingin nefnir óformlegan þingflokksfund og ræða þingsálykt- unartillögu tveggja þingmanna Sam- fylkingarinnar í þingmannanefnd- inni um málshöfðun gegn þremur fyrrverandi ráðherrum, þar á meðal Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins bárust þeim Björgvini G. Sigurðssyni, fyrrverandi viðskipta- ráðherra, og Ingibjörgu Sólrúnu boð frá Þórunni Sveinbjarnardóttur, for- manni þingflokks Samfylkingarinn- ar, sl. sunnudag, um að koma til þingflokksfundar og ræða málin við þingmenn flokksins, heyra þeirra sjónarmið og gera grein fyrir eigin sjónarmiðum. Björgvin mun fljótlega hafa af- þakkað boðið, enda gerir þingsálykt- unartillaga fulltrúa Samfylkingar- innar ekki ráð fyrir því að hann verði ákærður. Ingibjörg Sólrún mun á hinn bóg- inn hafa ákveðið að þekkjast boðið, eftir að hafa hugleitt það um hríð. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins stóð til að þingflokkur Sam- fylkingarinnar fundaði í gær með þeim lögmönnum sem unnu með þingmannanefndinni og að í kjölfar þess fundar yrði síðan óformlegur þingflokksfundur með Ingibjörgu Sólrúnu. Ekki náðist að halda fund- inn með lögmönnunum í gær og mun hann ráðgerður fyrir hádegi í dag. Fundi með Ingibjörgu Sólrúnu var frestað Formenn Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir og Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi og núverandi formaður Samfylkingarinnar. Ásakanir hafa komið fram í Hol- landi á hendur Johannes Gijsen, fyrrverandi biskupi kaþólskra á Ís- landi, um að hann hafi sýnt piltum kynferðislega áreitni fyrir nokkr- um áratugum. Hollenskir fjölmiðlar fjölluðu um málið í gær en Gijsen vísar þessum ásökunum á bug. Fram kemur í blaðinu The Te- legraaf að biskupsdæmið í Roer- mond, þar sem Gijsen þjónaði í tvo áratugi áður en hann kom til Ís- lands, hafi vitað um kvartanir vegna hans. Gijsen varð biskup kaþólskra hér á landi árið 1996 og gegndi því embætti í nærri 12 ár, eða til 2008. Hann er 78 ára að aldri. Að minnsta kosti tveir karlmenn hafa lagt fram kærur vegna Gijsen. Fram kemur í blaðinu NRC Hand- elsblad að 63 ára karlmaður hafi kært kynferðislega áreitni sem hann hafi sætt í skóla í Rolduc á ár- unum 1959-1961. Hafi annar prest- ur nauðgað sér þrívegis og einnig hafi Gijsen sýnt honum og fleiri drengjum kynferðislega áreitni. Fyrrverandi biskup kaþólskra kærður fyrir kynferðisbrot Samkomulag hefur náðst um að þriðja endurskoðun efnahagsáætl- unar Íslands verði tekin fyrir í framkvæmdastjórn Alþjóðagjald- eyrissjóðsins 29. september næst- komandi. Íslensk stjórnvöld hafa sent sjóðnum endurnýjaða viljayfirlýs- ingu í samræmi við reglur sjóðsins. Á vef efnahags- og viðskipta- ráðuneytisins segir, að þriðja end- urskoðun efnahagsáætlunarinnar sé mikilvægur áfangi í endurreisn íslenska hagkerfisins. Þriðja endurskoðun í lok september Maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald til föstudags grun- aður um skemmdarverk og lífláts- hótanir í garð feðga af kúbverskum uppruna, var látinn laus úr haldi í gærkvöldi. Lögreglan lítur svo á að hót- anirnar sem feðgarnir urðu fyrir séu ofsóknir vegna kynþátta- fordóma. Þeir fóru úr landi á mánu- dag þar sem þeir óttuðust um ör- yggi sitt. Hákon Sigurjónsson lögreglu- fulltrúi sagði í gær að ágætlega gengi að upplýsa málið. Laus úr haldi lögreglunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.