Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010 Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is Hvað sem á bjátar og hvað sem á dynur hvernig sem veröldin dæsir og stynur skaltu aðstoð okkar þiggja því alla þá sem landið byggja – okkar hlutverk er að tryggja. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru í óðaönn að breyta Suðurgötunni í Reykjavík í einstefnugötu í gær. Hér eftir verður einstefna í suður frá Kirkjugarðsstíg en leyfilegt verður að hjóla í báðar áttir að sögn Pálma F. Randverssonar, verkefnastjóra hjá umhverfis- og samgöngusviði borgarinnar. Hann segir breytinguna á Suðurgötunni vera lið í því að fylgja eftir hjólreiðaáætlun sem sam- þykkt var í borgarstjórn í vetur en samkvæmt henni verður tíu kílómetrum af hjólastígum bætt við í ár. Að sögn Pálma eru frekari breytingar í far- vatninu sem auðvelda munu hjólreiðamönnum lífið. Þegar sé tilraun í gangi á Hverfisgötu með hjólarein og verið sé að hanna útfærslu fyrir reiðhjól á Hofsvallagötu í Vesturbænum. Þá segir hann að skoðaður verði sá möguleiki að halda Hafnarstræti sem göngugötu áfram en hún hefur verið lokuð fyrir umferð bíla og hefur það vakið mikla lukku, segir Pálmi. Morgunblaðið/Golli Suðurgatan grænkar með haustinu Pétur Guðgeirs- son, dómari í máli ákæruvalds- ins gegn níu ein- staklingum sem m.a. eru ákærðir fyrir árás á Al- þingi, skar úr um kröfu verjanda fjögurra af níu sakborningum í gærmorgun. Krafan var þess efnis að vísa bæri málinu frá vegna vanhæfis setts ríkissaksóknara, Láru V. Júlíus- dóttur. Kröfunni var synjað og Lára talin hæf. Verjandinn, Ragnar Aðalsteinsson, mun kæra úrskurð- inn til Hæstaréttar. Um er að ræða aðra frávísunar- kröfu sem hafnað er, en áður hafði verið tekist á um hæfi dómarans í málinu. Ragnar segir ágreinings- mál enn standa útaf borðinu, m.a. vegna þess að saksóknari hafi ekki látið skjólstæðingum hans gögn í té, s.s. skýrslu þess sem rannsakaði málið hjá lögreglu höfuðborgar- svæðisins sem neitað hefur verið um aðgang að. Hann hyggst fá úr- skurð um það, að fá aðgang að gögnunum. Einnig var tekist á um í gær hve- nær aðalmeðferð skuli fara fram. Ragnar mótmælti tillögu dómara um að hún færi fram í lok nóv- ember þar sem einn skjólstæðinga hans á von á barni á sama tíma. Þrátt fyrir mótbárur Ragnars er gert ráð fyrir að aðalmeðferð fari fram 29. nóvember, 1. desember og hugsanlega 4. desember. Dómari tók fram að hægt væri að taka skýrslu af sakborningnum barns- hafandi á öðrum tíma. andri@mbl.is Kröfu níumenn- inga um frávísun hafnað öðru sinni Ragnar Aðalsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.